Pressan - 21.03.1991, Side 7
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 21. MARS 1991
7
Allt stefnir í að stór hluti starfsemi Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri lamist frá og með 1. júní í kjölfar upp-
sagna 25 hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Uppsagnirn-
ar eru vegna endurkomu Gauta Arnþórssonar yfirlækn-
is handlækningadeildar úr ársleyfi, en uppsagnirnar eru
eingöngu meðal hans helsta samstarfsfólks á skurðlækn-
ingadeild og gjörgæsludeild. Áralangir samstarfserfið-
leikar auk faglegra kvartana vegna starfsaðferða Gauta
eru undirrót uppsagnanna. Er Gauti einkum gagnrýndur
fyrir langvinnar og oft á tíðum vonlausar skurðaðgerðir
sem leggi mikið á sjúklinga og starfsfólk. í tvígang hafa
máiefni Gauta komið til meðferðar landlæknis sem þurfti
að kalla til rannsóknaraðila til að taka út starf Gauta í
fyrra. Að lokum ákvað stjórn Fjórðungssjúkrahússins að
senda Gauta í ársleyfi um leið og honum var meinað að
stunda skurðlækningar á sjúkrahúsinu. Enn á ný virðist
málið stefna í hnút.
ÞÖGN UM MÁLIÐ
Það er augljóst að það er ætlunin
að halda umræðunni um þetta mál
sem mest innan sjúkrahússins. Aðil-
ar svara fyrir sig með stöðluðum
setningum og vísa til framkvæmda-
stjóra sjúkrahússins. ,,Það er aug-
ljóst mál að fjöldauppsagnir á deild-
um eru alvarlegt mál en að öðru
leyti vil ég ekki ræða málið," er það
eina sem Ingi Björnsson fram-
kvæmdastjóri segir um málið. Það
er jafnvel enn minna um svör hjá
formanni stjórnar sjúkrahússins:
,,Eðli starfsmannamála sjúkrahúss-
ins er með þeim hætti að þau er
ekki hægt að ræða," sagði Valtýr
Sigurbjarnarson formaður stjórn-
ar. — Og þegar haft var samband
við Önnu Garðarsdóttur, sem er
ein þeirra fimm hjúkrunarfræðinga
á skurðdeild sem hafa sagt upp,
sagðist hún ekkert hafa um málið að
segja.
Friðrik E. Yngvason, læknir og
formaður Starfsmannaráðs FSA,
sagðist lítið geta tjáð sig um málið
enda stæði starfsmannaráðið sem
slíkt á engan hátt að deilunni. Hann
sagði deiluna snúast um samstarfs-
örðugleika auk þess sem starfsfólk
gjörgæsludeildar, sem hóf deilurnar,
hefur haldið fram faglegum atrið-
um.
ERFIÐUR í UMGENGNI
Samkvæmt þeim heimildum sem
PRESSUNNI hefur tekist að afla sér
um málið þá er það í raun tvíþætt.
Annars yegar er Gauti gagnrýndur
fyrir viðmót við samstarfsfólk og
hins vegar fyrir starfsaðferðir. Á
tímabili munu einnig launamál hans
hafa valdið ólgu innan spítalans en
það mun þó ekki hafa áhrif á deil-
una nú. Má sem dæmi nefna að sam-
kvæmt úttekt Frjálsrar verslunar
var hann tekjuhæsti læknir landsins
árið 1988. Mánaðartekjur hans þá
námu 770 þúsund krónum á verð-
lagi dagsins í dag, framreiknað sam-
kvæmt framfærsluvísitölu.
Þeir sem til þekkja í þessu deilu-
máli vísa gjarnan í söguna og benda
á að Gauti hafi verið einráður innan
sjúkrahússins um langt skeið og
tamið sér umgengnisvenjur í sam-
ræmi við það. Menn verði nánast að
sitja og standa eftir hans reglum og
ef eitthvað bregði út af þá séu menn
látnir svara til saka á staðnum. Þykir
mörgum þetta ákaflega óþægilegt
sérstaklega vegna þess að í krafti af-
burða þekkingar sinnar á læknis-
fræði sé Gauta oft unnt að gera lítið
úr fólki. Þykir framganga hans oft
hrokafull og tillitslaus.
Samstarfsörðugleikarnir hafa
fyrst og fremst snúið að hjúkrunar-
fræðingum á skurðdeild og gjör-
gæsludeild sem eru þjónustudeildir
handlækningadeildar þar sem hann
er yfirlæknir. En einnig mun vera
töluverð óánægja meðal annarra
lækna sjúkrahússins.
GAGNRÝNDUR FYRIR
TÍMAFREKA OG
UMFANGSMIKLA UPPSKURÐI
En gagnrýnin beinist ekki bara að
umgengnisvenjum Gauta heldur
einnig starfi hans. Menn eru al-
mennt sammála um að hann sé
mjög fær skurðlæknir og ótrúlega
afkastamikill. Eru til nánast þjóð-
sagnakenndar frásagnir af starfs-
orku hans og vinnusemi. En um leið
hefur hann verið gagnrýndur fyrir
að framkvæma of mikið af tímafrek-
um og umfangsmiklum skurðað-
gerðum sem oft á tíðum séu næsta
tilgangslitlar. Þessar aðgerðir eru
nánast einsdæmi hér á landi.
Hefur Gauti til dæmis framkvæmt
nokkuð af skurðaðgerðum þar sem
skorið er í lifur til að fjarlægja mein-
vörp. Slíkar aðgerðir eru mjög erfið-
ar og eru til dæmis tæpast fram-
kvæmdar á Landspítalanum. Þá
varð Gauti frægur á sínum tima fyrir
garnastyttingaraðgerðir sínar til að
megra fólk og voru þær aðgerðir
gerðar í talsverðum mæli. Þrátt fyr-
ir að verjandi hafi verið að reyna
garnastyttingarnar þá hafa þær
ekki sýnt neitt sérstakan árangur og
hafa þær smám saman dottið upp
fyrir. Einnig hafa komið í Ijós marg-
víslegar aukaverkanir sem hafa
dregið úr tiltrú á þessar aðgerðir.
Þær hafa hins vegar stundum verið
teknar sem dæmi um hugmynda-
auðgi Gauta og vilja hans til að leysa
vanda með skurðaðgerð.
Mun vera næsta algéngt að skurð-
aðgerðir undir stjórn Gauta standi í
10 til 20 klukkustundir vegna um-
fangs þeirra. Slíkt er auðvitað gífur-
legt álag fyrir starfsfólkið en á stærri
sjúkrahúsum væri unnt að dreifa því
á fleiri með vaktaskiptingu. En ekki
síður er það álag fyrir sjúklinga sem
oft á tíðum er umdeilanlegt.
Ákvörðun um slíkt veltur oft á dóm-
greind viðkomandi læknis og það er
einmitt hún sem tekist er á um.
Það var einmitt ein 15 tíma skurð-
aðgerð í febrúar 1990 sem sprengdi
allt í loft upp og bárust þá harðvítug
mótmæli frá starfsfólki skurðdeild-
arinnar.
KVARTANIR VEGNA GAUTA
í TVÍGANG FYRIR LANDLÆKNI
Kvartanir vegna vinnuaðferða
Gauta Arnþórssonar hafa i tvígang
borist til embættis landlæknis. I mai
1989 barst embættinu kvörtun sem
varð til þess að landlæknir kallaði til
nokkra „rannsóknaraðila" til þess
að fara ofan í saumana á málinu.
Mun fyrrverandi aðstoðarlandlækn-
ir Guðjón Magnússon hafa stjórn-
að þeirri rannsókn.
Eftir því sem komist verður næst
var engin afstaða tekin til samstarfs-
örðugleikanna en Gauti hins vegar
hreinsaður af öllum ásökunum
varðandi starfsaðferðir. Ólafur Ól-
afsson landlæknir sagðist ekkert
geta tjáð sig um málið nú.
Innan sjúkrahússins var mikil
óánægja með niðurstöðu rannsókn-
ar landlæknisembættisins sem kom
í ágúst 1989 og vildu starfsmenn
skurðdeildarinnar nánari athugun á
faglegri gagnrýni þeirra. Landlækn-
isembættið lokaði hins vegar á það.
Niðurstaða málsins í fyrra var síð-
an sú að stjórn Fjórðungssjúkra-
hússins ákvað að senda Gauta í árs-
leyfi og var ætlunin á meðan að
finna lausn á málinu. Fékk hann að-
stöðu á handlækningadeild sjúkra-
hússins til að stunda sínar rannsókn-
ir áfram en hann er að vinna að
doktorsritgerð. En um leið var tekið
fram að hann ætti ekki að fram-
kvæma skurðaðgerðir á meðan.
Gauti hefur stundað kennslustörf
við Háskólann auk þess að sinna
rannsóknum sínum undanfarið ár.
Þá sótti Gauti um prófessorsstöðu
við læknadeildina en lenti fremur
neðarlega á hæfnislista umsagnar-
nefndarinnar.
MEÐ ÓUPPSEGJANLEGAN
SAMNING
Það sem gerir málið enn flóknara
nú er að ráðningarsamningur Gauta
er nánast óuppsegjanlegur og virð-
ist hann njóta æviráðningarkjara.
Stjórn sjúkrahússins er í úlfakreppu
því uppsagnir þessara 25 hjúkrunar-
fræðinga og sjúkraliða lama starf-
semi sjúkrahússins. Þegar náðist í
Gauta var hann fyrst spurður að því
hvort það væri óumbreytanleg ætl-
un hans að koma til starfa?
„Ég er ekki tilbúinn til að tala um
minn ásetning eða mín framtíðar-
plön,“ sagði Gauti.
En hvaöa augum lítur þú þess-
ar uppsagnir?
„Um þetta get ég ekkert sagt. Ég
hef ekkert með uppsagnir starfs-
manna að gera og það er engin
ástæða fyrir mig að vera að setja
mig inn í það.“
En nú er þetta ekkert ný saga
sem er að gerast á sjúkrahúsinu?
„Ég hef ekki hugmynd um það. Ég
býst við að það fari allskonar sögur
af mér eins og öðrum mönnum. Ég
heyri það auðvitað ekki sjálfur og
einhvern veginn hefur það verið
þannig alla mína tíð á Akureyri að
ég hef aldrei heyrt neinar kjaftasög-
ur. Einstaka sinnum heyri ég kjafta-
sögur frá Akureyri þegar ég kem til
Reykjavíkur," sagði Cauti sem gaf
frá sér að svara efnislegum spurn-
ingum varðandi máli^. Þessi svör
hans eru kannski táknræn fyrir það
sem margir telja vega þungt í því á
hvaða stig deilan er komin. — Hann
hafi í raun alltaf lokað augunum fyr-
ir því að um samstarfserfiðleika
vaeri að ræða.
í morgun klukkan 10 var fyrirhug-
aður fundur innan sjúkrahússins þar
sem enn eina ferðina á að reyna að
finna lausn í þessu langvinna máli.
Sigurður Már Jónsson