Pressan - 21.03.1991, Page 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
REDMBIÍSI
BANKALÁNUM
ÁMQANKOIUN
RAK SHYPUBflA
NJÁ FYRIRTÆKINU
Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbankans í Mjódd, tók Ós hf. í bankaviðskipti eft
ir að fyrirtækinu hafði verið hent út úr Iðnaðarbankanum. Þetta gerðist eftir að eigin
kona og börn Bjarna höfðu tekið að sér steypuflutninga fyrir Ós.
Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbankans í Mjódd,
var í nánum tengslum við Byggingarfélagið Ós allt frá því
Landsbankinn tók Ós inn sem viðskiptavin þangað til
skömmu áður en Ólafur Björnsson eigandi Óss greip til
umtalaðrar nafnabreytingar á fyrirtæki sínu til að losna
við skuldir upp á hundruðir milljóna.
Tengsl Bjarna við Ós voru með þeim hætti að eigin-
kona hans Sigrún Steingrímsdóttir og sonur hans Magn-
ús Bjarnason voru skráð fyrir sameignarfélaginu Úr-
Iausn, en það fyrirtæki annaðist verktöku fyrir Ós. Ekki
einasta var Bjarni þannig í nánum tenglsum við Ós vegna
viðskipta fyrirtækis fjölskyldu hans, heldur var sonurinn
Magnús á sama tíma starfsmaður hagdeildar Landsbank-
ans.
Þegar Sverrir Hermannsson
Landsbankastjóri var inntur eftir
því hvort bankinn liti ekki alvarleg-
um augum á slík hagsmunatengsl
sagði Sverrir að allir hlytu að sjá sið-
ferðiskröfurnar í slíkum dæmum.
„Bankinn vill í lengstu lög koma í
veg fyrir að óeðlileg samtvinnun
eigi sér stað milli starfsmanna bank-
ans og viðskipta þeirra og tengds
fólks."
Olafur Björnsson í Ósi. Landsbankinn er í vandræð-
um vegna lána til hans sem fengust í trausti vafa-
sams veðbókarvottorðs. Það er uppboðsréttar að
ákvarða hvort Landsbankinn sé fyrstur veðhafa eða
þeirra allra síðastur. Aðrir pappírar frá Ósi hafa
reynst vafasamir. Bilstjórar fyrirtækisins hafa feng-
ið laun sín greidd með víxlum, sem enginn vill
taka nema gegn verulegum afföllum.
LANDSBANKINN LÁNAR
ÚT Á VAFASAMT
VEÐBÓKARVOTTORÐ
Fyrir nokkrum árum vísaði Iðnað-
arbankinn Byggingarfélaginu Ósi
hf. úr viðskiptum við bankann. Eftir
að Ólafur Björnsson í Ósi komst í
viðskipti hjá Bjarna Magnússyni í
Landsbankanum í Mjódd fékk Ólaf-
ur, þ.e. Ós hf. fyrir nafnbreytinguna
umtöluðu í nóvember 1989, þá fyrir-
greiðslu sem Iðnaðarbankinn hafði
neitað honum um. Meðal annars gaf
Ólafur í ágústlok 1988 út 20 milljón
króna tryggingabréf á Landsbank-
ann vegna láns sem tryggt var með
veði í Suðurhrauni 2a. I janúarlok