Pressan


Pressan - 21.03.1991, Qupperneq 12

Pressan - 21.03.1991, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991 Mál Eddu Sigrúnar GOGNIN KOMIN A BORD RÍKISSAKSÚKNARAH „Þeir eru búnir ad senda okkur rannsóknargögn, en þella mál hefur ekki hlolid af- greidslu ennþá," sagdi Hall- varöur Einvarðsson ríkissak- sóknari í samtali við PRESS- UNA, en Rannsóknarlög- regla ríkisins hefur lokið rannsókn vegna kœru á hendur Eddu Sigrúnu Ólafs- dóltur lögmanni. Hallvarður sagði að málið væri á borði Braga Steinars- sonar vararíkissaksóknara. PRESSAN spurði Hallvarð hvort hann þekkti til Eddu Sigrúnar: „Hún er ein úr hópi fjölda nemenda sem voru í laga- deild þegar ég starfaði þar við kennslustörf. Ég kynntist fjölda nemenda þegar ég var að aðstoða þar við kennslu- störf." Hún er sem sagt enginn heimilisvinur? „Því fer víðs fjarri, en ég þekki hana frá hennar dvöl í lagadeild Háskólans." Eins og greint var frá í PRESSUNNI í nóvember sl. sérhæfði Edda sig í inn- heimtumálum fyrir fólk sem lent hefur í umferðarslysum. Kæran laut að meintum svik- um hennar gagnvart skjól- stæðingum. A síðasta ári hafði ríkissak- sóknari einnig afskipti af mál- um Eddu Sigrúnar Ólafsdótt- ur, en þá þótti ekki ástæða til að halda málinu áfram, vegna þess að enginn kær- andi hafði komið fram og vegna þess að eiginleg lög- reglurannsókn hafði ekki far- ið fram. Hallvarður Einvarðsson ríkis- saksóknari. Embætti hans hefur nú mál Eddu Sigrúnar til meðferðar öðru sinni. Helgi fer ekki í Iramboö gegn Magnúsi L. Sveinssyni Helgi S. Guðmundsson, starfsmaður Vátryggingafé- lags íslands, hefur hætt við fyrirhugað framboð sitt gegn Magnúsi L. Sveinssyni for- manni Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur. Hann hætti við framboð sitt eftir að hafa fengið fullvissu frá Magnúsi um að nýstofnuð starfs- greinafélög innan VR hefðu veruleg ítök í samningagerð stéttarfélagsins. Fyrir nokkru voru stofnuð starfsgreinafélög innan VR og varð Helgi formaður starfsgreinafélags tr-ygginga- félaga. Fyrir um það bil tveimur mánuðum sagði Helgi af sér sem formaður, að eigin sögn vegna þess að hann taldi að félögin gætu ekki náð tilskildum árangri eins og hann vonaðist til. „Það er rétt að eftir að ég sagði upp hafði drjúgur hóp- ur manna samband við mig og hvatti mig til að bjóða mig fram gegn Magnúsi við næsta formannskjör. Ég íhugaði þetta alvarlega, en eftir að hafa rætt við Magnús hef ég sannfærst um að ætlunin sé að starfsgreinafélögin fái meira vægi en mér þótti stefna í. Nú hef ég fulla trú á því að starfsgreinafélögin komi til með að skipa vegleg- an sess í störfum VR. Og þessu ætla ég að fylgja eftir, en hef tilkynnt Magnúsi að ég muni ekki bjóða mig fram." Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur óánægja með kjör farið vax- andi innan VR, ekki síst hjá afgreiðslufólki. Þá hafa þær raddir orðið æ háværari að rjúfa beri tak Sjálfstæðis- fíokksins á félaginu. Munu menn úr öllum flokkum hafa hvatt Helga til dáða, en hann er formaður fulltrúaráðs Framsóknarflokksins í Reykjavík. „Ég tel að við hefðum orðið að borga þetta og örugglega meira en ég segi það eins og er að mér þykir það ekki sanngjarnt að þessu skuli vera þannig háttað," 'sagði Magnús Óskarsson borgar- lögmaður, en samkomulag hefur tekist á milli Reykjavtk- urborgar, eiganda lóðarinn- ar við Hátún 6b og bygginga- meistara um að borgin greiði 4,2 milljónir t skaðabœtur vegna tafa er uröu við bygg- ingaframkvœmdir á lóðinni. Eigandi lóðarinnar er Andrés Reynir Kristjánsson en byggingaverktaki var fyr- irtækið Gissur og Pálmi hf. Forsvarsmenn þess eru Giss- ur Jóhannsson og Pálmi Ás- mundsson. Jónatan Sveins- son, lögmaður fyrirtækisins, sagði að málið hefði ekki ver- ið komið á það stig að ákveð- innar upphæðar væri krafist. Ætlunin hefði verið að kalla til matsmenn þegar sátt hefði náðst í málinu. Þrátt fyrir að Magnús segist ekki efast um skaðabóta- skyldu borgarinnar eru uppi efasemdir um að það hefði orðið reyndin fyrir dómstól- um. Þeir sem halda því fram vísa til þriðja kafla bygginga- regiugerðar þar sem tekið er fram að veiting byggingaleyf- is veiti ekki rétt til að hefja framkvæmdir er brjóti í bága við skipulag, en það voru ein- mitt slík atriði sem stöðvuðu framkvæmdir. Magnús sagð- ist hins vegar telja að sá sem veitti leyfið, í þessu tilfelli borgin, hefði í raun hlaupið á sig. í upphafi var veitt leyfi til að byggja fimm hæða hús við Hátún 6b en eftir mótmæli nágranna var ákveðið að hús- ið yrði aðeins fjórar hæðir. Skaðabótakrafan byggðist á því að tjón hefði hlotist af því að framkvæmdir hefðu stöðvast í sex mánuði og fjöldi smiða verið athafnalaus á meðan. Einnig byggðist krafan á því að lyfta hefði ver- ið sett í húsið eins og krafist er með fimm hæða hús en hús með fjórar hæðir eru hins vegar ekki skyldug til að hafa lyftu. Þess má hins vegar geta í framhjáhlaupi að húsið er nú auglýst á fasteignasölu sem lyftuhús. Auglýst nauðungaruppboð á bílskúnunum sex Auglýst hefur verið annað og síðara nauðungaruppboð á bílskúrunum sex, sem sagt var frá í PRESSUNNl þann 28. febrúar sl. Húseigendur á Reykjavík- urvegi 24 til 46 eiga því enn á hættu að missa bílskúrana sem tilheyra eignum þeirra, en eru ennþá skráðir á bygg- ingaverktakann Steinverk, sem varð gjaldþrota áður en honum tókst að aflétta veð- um á bílskúrunum. HusiöíHátúni6bereinnihæð lægra en til stóð og hefur Reykjavíkurborg ákveðið að greiöa lóðareiganda og bygg- ingaverktaka 4,2 milljónir króna í skaðabætur. Borgin borgar skoða- bætur iyrir lytlokaup „Þetta gaspur í Þjóðarsálinni hjá henni er marklaust hjal," sagði Gunnar Sigurðsson kaupmaður. „Hún gerir oft meira en hún get- ur,“ sagði ættingi. „Hún er hættuleg samfé- laginu og svífst einskis við að bera lygi og níð upp á saklaust fólk," sagði Gunnar Sig- urðsson kaupmaður. „Hún er svolítið fljót- fær," sagði ættingi. „Ég hef gert henni greiða og hún hefur launað það með iliu," sagði Gunnar Sigurðsson kaupmaður. „Hún er fljót- fær á köflum og gerir stundum vanhugsaða hluti. Það er góð hugsun bak við þetta mál í frystihúsinu núna en það bitnar á röngum aðila," sagði Sigurður Þ. Guðmundsson hrepp- stjóri. „Hún er eitt í dag og annað á morgun," sagði Andrés Guðmundsson skrifstofumaður. Vagna Sólveig Vagnsdóttir hefur verió í fréttum undanfarið vegna einstakrar vinnustöövunar fiskvinnslufólks sem vill meö því leggja áherslu á kröfu sína um aö skattleysismörk hjá fiskvinnslufólki veröi lækkuö. Fiskverkafólk í heimabyggð Vögnu, Þingeyri, hafnaöi hins vegar vinnustöðvuninni í atkvæðagreiöslu. „Vagna Sólveig er ágætismanneskja og ég stend heilshugar með lienni," sagði Svana Thompson samstarfskona. „Hún er ákaflega gjafmild og myndi gefa frá sér sína síðustu krónu ef einhver þyrfti þess með," sagði ættingi. „Hún er ákafur verkalýðssinni og mikil baráttukona," sagði ættingi. „Hún er mikil fjölskyldukona og hugsar vel um börnin sín,“ sagði Svana Thomp- son samstarfskona. „Hún er ákaflega góð kona," sagði samstarfskona. Það er ábyggilega margt gott til í Vögnu Sólveigu, hún vill allt fyrir alla gera," sagði Sigurður Þ. Guðmundsson hreppstjóri. „Það þarf meira en eina síðu í blaði til að lýsa Vögnu Sólveigu," sagði Andrés Guð- mundsson skrifstofumaður. Vagna Sólveig Vagnsdóttir fiskverkakona UNDIR ÖXINNI Ólafur Ratjnar Gnmsson fjármála- ráðherra Það er augljós- lega allt farið úr bönd- unum hjá þér? „Nei, það er alrangt. Þetta eru sömu menn- irnir og sögðu í mars og apríl í fyrra, að ríkis- sjóði tækist ekki að fjármagna hallann inn- anlands og vextir myndu hækka hjá rík- issjóði. Staðreyndin er sú að við skiluðum hundrað prósent ár- angri í fjármögnun inn- anlands á árinu 1990 og vextir ríkissjóðs hækkuðu ekki. Þessi lánsfjármögnun þýðir u.þb. 1 milljarð í við- bótarútgjöld fyrir ríkið. Það er fyllilega innan við þau mörk sem tekjuáætlunin leyfir. Stór hluti af þessu fel- ur einungis í sér breyt- ingu á því hvar lánin eru skrifuð. Og sumt er óvissu háð vegna ál- samninga..." ... en Ólafur, það er verið að tala um 24—25 milljarða króna og þú segist ætla að fjármagna dæmið innanlands? „Þegar menn tala um þessa upphæð, þá er verið að reikna hús- bréfin og fleira með. Halli ríkissjóðs verður 4 til 5 milljarðar og það eröll fjárþörf ríkissjóðs í þessu dæmi." Aukin innrás á inn- lenda peningamark- aðinn hlýtur að þýða vaxtasprengju. Ert þú ekki að andmæla hagfræði sem menn læra í fyrsta bekk í menntó? „Nei, til þess að sprengja vextina þarf að koma með nýtt fjár- magn inn í hagkerfið. Það gerist ekki við þessa viðbót lánsfjár- áætlana. Til dæmis yf- irtakan á skuldum Byggðastofnunar. Hún felur ekki ísér nýtt fjár- magn. Þau lán voru tekin fyrir mörgum ár- um síðan og löngu bú- ið að eyða þeim." Ríkissjóður og opinberir aöilar munu taka 24—25 milljarða að láni, samkvæmt lánsfjárlögum. Fjöldi sérfræðinga i atvinnulífinu og bankakerfinu telur að fjár- mögnun innanlands þýði ekkert annað en vaxtahækkanir.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.