Pressan - 21.03.1991, Side 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
„Ég túlka Odd Dalberg
fyrrverandi hermann sem er
ad snúa heim úr fyrri heims-
styrjöldinni," segir Þorsteinn
Gudmundsson en hann leik-
ur í uppfœrslu Nemendaleik-
hússins á nýju leikriti eftir
Kjartan Ragnarsson sem
Jiefnist Dampskipid ísland.
Að sögn Þorsteins samdi
Kjartan leikritid sérstaklega
fyrir Nemendaleikhúsið en
það er byggt á frásögn Göggu
Lund:
LP
LISTAPÓSTURINN
Oddur Dalberg á damp-
skipinu Islandi
Nemendaleikhúsid frumsýnir bráðlega nýtt íslenskt verk,
eftir Kjartan Ragnarsson
Skúli Sverrisson og
Full Circle í Púlsinum
Evróputúr hljómsveitarinri-
ar Full Circle hefst á Púlsin-
um í kvöld. Með hljómsveit-
inni leikur íslenskur bassa-
leikari Skúli Sverrisson sem
lék á Islandi m.a. med tríói
Gudmundar Ingólfssonar og
Pax Vobis.
Eftir nám í kontrabassaleik
hjá Jóni Sigurðssyni í tónlist-
arskóla FIH stundaði Skúli
nám í bassaleik við Berklee
tónlistarháskólann í Boston
og útskrifaðist þaðan með
MA gráðu. Hann er nú búsett-
ur í New York og leikur með
Full Circle. Tónlist hljómsveit-
arinnar er blanda af djassi og
rokki með brasilísku og afr-
ísku ívafi.
Hljómsveitin hefur nýlega
gert plötusamning við út-
gáfufyrirtækið CBS og er
Evróputúrinn hugsaður til að
kynna væntanlega plötu.
Þorsteinn Guðmundsson: Óneitanlega kostur að vinna með
jafningjum.
„Oddur fer til Kanada eins
og svo margir gerðu á þess-
um árum og er lokkaður í
herinn. Hann fer síðan illa út
úr stríðinu og á um sárt að
binda. Á skipinu er síðan að
finna ýmsa aðra karaktera
svo sem tvær reykvískar
stássdömur, lækni, skáld,
mann á uppleið og eiginkonu
hans, fulltrúa kaupmanna-
stéttarinnar, viðsjárverða
hefðarkonu, unga stúdínu, og
auðvitað sjómann. Það gerist
síðan að þau festast í ís og þá
skapast tengsl milli fólksins
og ýmislegt kemur upp á yfir-
borðið."
Hvernig tilfinning er ad
fara út í atvinnuleit eftir að
námi lýkur?
„Við erum öll mjög jákvæð
og bjartsýn á framtíðina enda
höfum við fengið á okkur orð
fyrir að vera mjög jafn hópur.
Það er óneitanlega kostur að
vinna með jafningjum. Við
strákarnir í bekknum höfum
síðan allir fengið hlutverk í
finnsk/íslenskri sjónvarps-
mynd sem gerð verður núna
í sumar. Við hittum finnska
leikstjórann Arn Henrik
Blumkvist á menningarferð
þriðja bekkjar um Finnland
og Rússland en hann höfðum
við hitt áður er hann kom til
landsins ásamt leikhópnum
Vírus. Hann hefur síðan kom-
ið hérna oftar í heimsókn og
skrifaði handritið af sjón-
varpsmyndinni sérstaklega
fyrir okkur. Myndin er eins-
konar Road movie og verður
öll tekin úti á landi. Það má
síðan geta þess að Arn Hen-
rik Blumkvist fékk viður-'
kenningu sem besti leikhús-
maður í Finnlandi nú í vetur
einkanlega fyrir sýninguna
Marat Sade sem þykir það
besta í leikhúsi í Finnlandi
núna.“
Hvernig fékkstu leiklistar-
bakteríuna Þorsteinn?
„Ég var i Herranótt í MR og
líkaði svo vel að ég vildi láta
reyna meira á áhugann og
hæfileikana. Við erum þrjú
úr Herranótt í þessum ár-
gangi og fleiri úr leikfélögum
skólanna."
Nemendaleikhúsið skipa
þau: Þórey Sigþórsdóttir,
Halldóra Björnsdóttir, Þor-
steinn Bachmann, Ingibjörg
Gréta Gísladóttir, Ári Matthí-
asson, Þorsteinn Guðmunds-
son, Magnús Jónsson og
Gunnar Helgason. Auk þeirra
taka þátt í sýningunni þrír
gestaleikarar þau: Egill Ólafs-
son, Anna Éinarsdóttir og
Guðný Helgadóttir. Sýningin
er sett upp í samvinnu við
Leikfélag Reykjavíkur sem
leggur til stóra sviðið í Borg-
arleikhúsinu, handritið, leik-
mynd hannaða af Grétari
Reynissyni, leikstjóra, ljósa-
manninn Lárus Björnsson og
aðra starfsmenn.
„Málverkið á að tala við þig," segir Cheo Cruz.
Fyrir mér eru
málverkin
elskhugar
segir Cheo Cruz myndlistarmadur
„ Málverkin mín eru eins og
salsa," segir Cheo Cruz mynd-
listarmaöur frá Kólumbíu
sem búsettur er á íslandi og
heldur sölusýningu á Café 17.
„Ef þú horfir grannt á mál-
verkin sérðu blöndu af afr-
ískri, evrópskri og suður-am-
erískri list. Afskræming
augnanna er síðan í ætt við
kúbisma Picasso. Ég fæst að-
allega við að gera grín að
listasögunni og skrumskæla
hana. Á þessari sýningu hef-
ur myndin Heilagur Georg og
drekinn einna mesta þýðingu
fyrir mig. Það er svo mikið of-
beldi í henni. Þetta hefur
einnig verið mjög mikið not-
að viðfangsefni í gegnum alla
listasöguna. Það er líka um-
hugsunarvert núna að Heil-
agur Georg var heilagur þeg-
ar kirkjan réðist að múslim-
um. Það má kannski segja að
öll stríð séu kynþáttastríð,
það er þessi tilhneiging Vest-
urveldanna að vilja ráðast á
og gleypa alla aðra menn-
ingu. En það er samt tilviljun
að myndin minni á George
Bush eins og sakir standa,"
segir Cheo og hlær. „Þú tekur
hlut úr listasögunni og endur-
skapar hann og hann eignast
nýja tilvísun."
„Fyrir mér eru málverkin
mín elskhugar og dýrmætir
hlutar af sjálfum mér. Mál-
verkið á að tala við þig og
rödd mín heyrist í gegnum
þau. Allar upplýsingarnar
liggja í verkunum sjálfum."
Allar sýslur eru skáldasýslur
segir Stefán Steinsson lœknir og skáld í Búöardal
,,Þessar skriftir eru arfgeng
árátta," segir Stefán Steinsson
lœknir og skáld í Búðardal en
hann hefur nýlega sent frá sér
bókina Ástarljóð bílanna.
Þess má geta að Stefán er
bróðir skáldkvennanna Krist-
ínar og Iðunnar Steinsdœtra:
„Þessi árátta sækir suma
heim og aðra ekki. Þeir skjóta
þá rjúpur eða gera við bíla í
staðinn," segir Stefán. „Þetta
er önnur Ijóðabók mín. Hin
kom út í einskonar lokaðri út-
gáfu og var send til lækna og
lyfjafræðinga. Það er fyrir-
tækið Lyf hf. sem gaf .bókina
út en fyrirtækið sendir við-
skiptamönnum sínum Ijóða-
bækur í stað korta á jólun-
um."
Hefurðu fengist við að
skrifa Ijóö lengi?
„Nei, það er mest svona
síðustu tvö árin."
Er það Búðardalur sem
hefur þessi skáldlegu áhrif á
þig?
„Ætli það ekki bara. Þetta
hefur haldist í hendur við
dvöl mína hér. Ég hef nú samt
alla tíð verið að fást við að
Hefur þú fengið einhver
viðbrögð við bókinni?
„Nei, það er svo stutt liðið
frá útkomu bókarinnar. Það
er kannski helst frá vinum og
vandamönnum og kollegum.
En ég fæ auðvitað einungis
jákvæð viðbrögð frá þeim,
hinir þegja frekar sem ekki
líkar lesturinn. Ég hef nú
hugsað mér að kynna hana
eitthvað betur."
Gafstu bókina út sjálfur?
„Nei, það er Norðanniður
sem gefur bókina út. Það er
útgáfufyrirtæki á Sauðár-
króki sem hefur gefið út
Ijóðabækur eftir misjafnlega
lítið þekkta höfunda."
Eitthvað að lokum Stefán?
„Já, ég vona að þeim leiðist
ekki sem slysast til að lesa
bókina," sagði læknirinn og
skáldið í Búðardal.
hripa eitthvað niður. En því
verður ekki neitað að Dala-
sýslan er mikil skáídasýsla þó
að ég feti nú ekki í sporin
þeirra. Annars eru allar sýsl-
ur skáldasýslur ef út í það er
farið."
Skugga-
hliöar lista-
lífsins
Einn fróðlegasti vett-
vangur alls þjóðlífs er án
efa aðdáendafélög fag-
urra lista og misfagurra
listamanna. Slíkir aðdá-
endaklúbbar eru yfirleitt
feykivel sóttir af hvers-
konar mannvitsbrekk-
um, týpum og karakter-
um sem fá þar andlega
umbun og kampavíns-
glös fyrir það skítverk
að opna bœkur eða
skoða myndir svo að ég
tali ná ekki um engjast
uppundir tvo tíma í leik-
húsi. Eina konu vissi ég
svo áfjáða í slíkan sel-
skap að hún var með-
limur í fjörutíu og fjór-
um slíkum félögum
leyndum og Ijósum áður
en hún endaði loks uppi
á Vogi ein og yfirgefin
enda burtrœk úr öllum
félögunum með tölu
sökum óspekta og þeirr-
ar áráttu sinnar að vilja
snerta og toga í klœði
hinna dáðu og elskuðu
listamanna. Þessi yfir-
gangur konunnar þótti í
fyrstu fyndinn og frum-
legur svo aö vitnað sé í
orð mikilsmetins frœð-
ings ,,afskaplega avant-
garde“ en seinna fór
hann að þykja leiðigjarn
og dónalegur svo vitnað
sé til setningar sem frœg-
ur bókmenntaunnandi
lét hafa eftir sér þegar
konan hafði náð taki á
Dior nœrbuxunum hans
og spyrnti í með öðrum
fœtinum: „Ég meina
það, ekkert fœr maður
að hafa í friöi." Það fór
að lokum fyrir konunni
eins og öllum öðrum
sem kunna sér ekki hóf í
samskiptum við lista-
gyðjuna og halda það
auðga andann að hella í
sig brennivíni og hrella
fólk í stað þess að temja
sér háttvísi og prúð-
mennsku. Hún endaði
ein úti í horni ofurseld
óþekktarpúkanum i
hjarta sér og hefði geng-
ið götuna til glötunar á
enda ef gott fólk hefði
ekki rétt henrii líknandi
hendur. Listapósturinn
mœlist til aö fólk hafi
þessa litlu dœmisögu í
huga á þeim opnunum
sem nú kunna að fara í
hönd.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir