Pressan - 21.03.1991, Side 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. MARS 1991
Marilyn syngur og Súsan
baðar sig á
Moulin Rouge
Ljósin myrkvast í kjallara Moul-
in Rouge og raud flauelstjöld eru
dregin frá. Fram á svidið stígur
hœttulega eygð drottning með
beittar neglur og syngur gamla
Marylin Monroe lagið „When you
get what you want you dont want
it". Dragskemmtun á Moulin Ro-
uge er hafin og gœsahúðin breiðir
sig um salinn. Gestirnir eru af
öllum stœrðum og gerðum en þó
ber mest á ungu fólki sem hefur
tekið ástfóstri við staðinn. „Guð,
finnst þér hann ekki alveg draum-
ur," hvíslar ungur strákur að vin-
konu sinni en hún svarar ekki
heldur horfir opinmynnt á sviðið.
Allt þangað til síðustu tónarnir
deyja út má varla heyra saumnál
detta en síðan cetlar salurinn að
œrast af fagnaöarlátum.
Eftir að hásrödduð söngkona
sem reyndar er kvenkyns hefur
sungið gamla íslenska slagara við
góðar undirtektir hoppar lágvax-
inn feitlaginn karlmaður út á gólf-
ið veifandi bjórflösku og röflar á
dönsku um að nú œtli hún Súsan
að baða sig ,,og det her er kun for
voksne" bœtir hann, sem reyndar
er hún, við og Súsan gengur í sal-
inn undir dynjandi lófataki. Eftir
að Súsan hefur tœtt af sér spjar-
irnar meö eggjandi látbragði og
tilheyrandi mjaðmahnykkjum
hlammar hún sér ofan í stóran
járnbala á gólfinu þannig aö gus-
urnar ganga yfir salinn og danski
pervertinn lýsir kostum hennar og
kynjum meðan hún skrúbbar á
sér líkamann. Fyrir áhugasama
má geta þess að Súsan hefur gam-
an af að bródera í frístundum og
les auk þess „Alt for damerne" sér
til yndisauka. Þannig vindur
fram sýningunni þetta kvöld og í
lokin kemur vestur-íslensk söng-
kona sem heitir Hallfríður ,,The
viking woman" og syngur fyrir við-
stadda tvö uppáhaldslög sem eru
Hani krummi hundur svín og
Kreisí að vera svona lónlí. Sauma-
klábbur sem er úti að skemmta
sér alveg makalaust hefur hreiðr-
að um sig í horni staðarins og
horfir öfundsjúkur á HaUbjörgu
hendast um sviðið í tjulli og há-
hœluöum skóm. „Hún hrasar ekki
einu sinni," hvíslar Gunna Jóna að
vinkonu sinni sem horfir fýld nið-
ur á flatbotna kínaskóna en hin
sem er ekki jafn öfundsjúk að eðl-
isfari klórar sér áhugasöm í kálf-
Fegurðin krefst fórna. Dragdrottning
býr sig undir sýningu.
anum meö mannbroddunum und-
ir kuldaskónum. í milUtíöinni hef-
ur Hallfríður súperstar hrasað á
oröinu tittlingur og nú hendist hún
með rassaköstum um salinn tit tit
tit tit tittlingur og salurinn klappar
og stappar með. Hallfríöur lýkur
síðan atriðinu með glœsibrag og
sýningunni þetta laugardagskvöld
er þar meö lokið.
Saumaklúbburinn fer að hugsa
sér til hreyfings nema Gunna
Sigga sem vill ólm prófa mann-
broddana á dansgólfinu sem œpir
„Everybody dance now" á við-
stadda og blikkar í sífellu marglit-
um Ijósaugunum. Drottningarnar
bak við sviðiö koma brátt fram í
sínum venjulegu fötum og blanda
sér í hóp annarra gesta.
Staðurinn tekur á sig mynd
venjulegs íslensks skemmtistaðar
og nokkrir leika kött og mús, aðr-
ir drekka sig fulla eða spjalla sam-
an uns fólk týnist upp í leigubíla
fyrir utan eða gengur heim. Kvöld-
stundinni á Moulin Rouge er lokið.
Marilyn hefur verið vinsælt viðfangs-
efni dragdrottninga. Hér bíður ein
baksviðs eftir því að koma fram.
Dragdrottning
reynir að hneyksla
— segir Maríus Sverrisson
dragdrottning á Moulin
Rouge
„Þad er nauðsynlegt að lifa sig
og vera til dæmis
an þegar hún er á
svidinu," segir Maríus
Sverrisson dragdrottn ing
en hann skemmtir gestum
á Moulin Rouge med
túlkun sinni á ýmsum
kvenpersónum:
„Mér finnst skemmtunin vera
aðalatridid en ekki skrúðinn
sem slíkur. íburðurinn er stór
hluti af því að vera dragdrottn-
ing. Fólk ruglar því oft og
tíðum saman að vera drag-
drottning og klæðskipting-
ur. Þetta eru tveir
algerlega óskyldir
hlutir. Við erum fyrst
og fremst skemmti-
kraftar og h'tum
á dragdrottn-
inguna sem
skemmtiatriði.“
En hver er þá
munurinn á
ykkar sýningum
og því þegar íslenskir
sjómenn skemmta á
háhæluðum skómá árshátíðum
útgerðarinnar?
„Dragdrottningin reynir að
hneyksla og beitir til þess ýmsum
brögðum án þess að vera nokkurn
tímann beinlínis dónaleg. Hún er
mest í kjaftinum. í góðum vel skipu-
lögðum sýningum er líka alltaf ein-
hver falin ádeila og hún stendur oft-
ar en ekki í einhverju sambandi við
frelsisbaráttu homma og lesbía.
Hommarnir og lesbíurnar taka síð-
an þessum sýningum með meiri fyr-
irvara. Þau hafa flest séð eitthvað
þessu líkt erlendis og gera meiri
kröfur. Við erum líka einfaldlega
betri en þegar bara einhverjir fá lán-
aða háhælaða skó hjá konunni
sinni. Þar sem við erum hommar er-
um við opnari fyrir kvenleikanum
og skömmumst okkar ekkert fyrir
það. Við höfum ein nig aðra sýn á líf-
ið. Það er líka oftast þannig að
minnihlutahópar hafa ríkan sjálfs-
húmor og við erum þar engin und-
antekning. Það var aftur á móti
skemmtilegt að mörgu leyti þegar
Laddi túlkaði Elsu Lund enda er
hann góður leikari og getur brugðið
sér í öll möguleg líki. Spaugstofan
lætur ekki sitt eftir liggja þegar
kemur að því að túlka konur."
Er nokkur hætta á því að Maríus
Sverrisson gleymi sér í hlutverki
dragdrottningarinnar og vakni upp
einn morguninn sem dragdrottning-
in og stólpakjafturinn María?
„Hommar eru opnari fyrir kvenleika,"
segir Maríus Sverrisson.