Pressan - 21.03.1991, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN J21. MARS 1991
29
„Það er mjög nauðsynlegt að lifa
sig inn í atriðið meðan á því stendur.
Ég tala hinsvegar alltaf um drottn-
inguna sem sjálfst æða persónu og lít
þannig á að ég fái hana lánaða
stutta stund í einu. Enda held ég að
tilgangurinn með sýningunni væri
glataður ef við værum raunveru-
lega þær sem við erum að
leika. Þetta er ekki sirkus."
Eitthvað að lokum?
„Já okkur langar til
að gera sýninguna
fjölbreyttari og hafa
fleiri skemmtiatriði
en dragdrottningar.
Ég get nefnt sem
dæmi að við verð-
um með suður-
amerískt kvöld
næsta miðvikudag
og þar munu koma
fram dansarar frá
Suður-Ameríku og
fleira í þeim dúr verður
galdrað fram til að gera
kvöldið eftirminnilegt og sérstakt
Við ætlum okkur að búa til
kabarettstemmningu á Moulin
Rouge sem hvergi á sinn líka á
íslandi. Staðurinn er svo opinn
öllum áhugamönnum um eft-
irminnilegar skemmtanir.“
Guðmóðir allra
núverandi
dragdrottninga er
Divine
i
ir öllu sem fer yfir strikið. Það er í
sjálfu sér ákveðin listgrein að vera
dragdrottning og fyrirbærið er sjálf-
sagt til dæmis í Austurlöndum fjær.
Fólki þar finnst þetta sjálfsagður
hlutur. Það sem greinir okkar sýn-
ingar frá öðrum slíkum bæði á öðr-
um Vesturlöndum og Austurlöndum
er revíustíllinn. Þegar farið
var að tala um að opna
Moulin Rouge sem
kabarett stað fór ég
að hugsa um hvað
kabarett væri í raun
og veru.
Eitthvað sem gerir
grín að
líðandi
stundu. Það kom til mín Bandaríkja-
maður um daginn sem hafði séð
sýninguna og þótti hún bera af öðr-
um dragsýningum."
Hvað höfðuð þið fram yfir hinar
sýningarnar?
„Styrkur okkar liggur í kabarett-
stílnum og því að við syngjum allt
efnið sjálfir og túlkum það með okk-
ar eigin aðferðum. Mér finnst per-
sónulega ekkert spennandi að sjá
karlmann í kvenmannsfötum hreyfa
varirnar eftir plötuspilara og bulla
þess á milli. Islenskur draghópur
verður að mæta hærri kröfum
vegna fámennis. Við fáum sömu
áhorfendur oft helgi eftir helgi og
,við endurnýjum dagskrána eftir
því.“
Eru fleiri dragdrottningar þá að
bætast í hópinn?
„Já, stefnan er að fá sem
flesta með og hafa fjölbreyttari
dagskráen bara drag. Á suður-
amerísku kvöldi sem verður
næsta miðvikudag verða
þrjár drottningar í viðbót og
við munum færa okkur
smámsaman upp á skaftið."
— segir Páll Óskar
Hjálmtýsson
fyrrum Frank Further
í Rocky Horror og
núverandi
dragdrottning á
Moulin Rouge
„Af hverju er fyndnara ad
sjá karlmann klædast
kvenmannsfötum en kven-
mann karlmannsfötum? Við
viljum koma því ad,“ segir
Páli Óskar Hjálmtýsson
sem vinnur við ad
framkalla myndir á daginn
en kiæðist æsandi kjóium
um helgar og framkallar
viðbrögð hjá gestum
skemm tistaðar in s
Moulin Rouge.
„Kikkið við aðleikai
dragsýningu er að þetta er
svo viðkvæmur hlutur að
fólk verður hneykslað
við tilhugsunina eina
sarnan,” segir Páll.
„Ég hef alltaf verið
mjög veikur fyr-
„Það er meiri niðurlæging að mistakast í ball-
kjólnum hennar mömmu þinna r en i þínum venju-
legu fötum," segir Póll Óskar Hjálmtýsson.
Að vera dragdrottning krefst mikils undirbúnings og hér róta Marius og Palli
í gnægtabrunnum þess kvenleika sem fæst keyptur i snyrtivöruverslunum.
Hitt leggja þeir til sjálfir á ógleymanlegan hátt.
H vað er svona s pennandi við drag
annað en að hneyksla?
„Það er viss ádeila í því og það er
fyndið. Það er svo margbreytilegt.
Það þarf ekki einu sinni að vera
fyndið. Það getur verið mjög fallegt
og snert ákveðna strengi sem engir
aðrir hlutir megna að snerta.
Ástæðan fyrir því að ég vildi vera
með var að eitt af því flottasta sem
ég hef séð á sviði var Divine. Hann
hafði alveg rosalega útgeislun. Ég
held að ég hafi einu sinni fengið
kynferðislegt kikk út úr því að vera
í dragi. Sú sýning var líka toppurinn
á öllum sýningum sem ég hef tekið
þátt í. Ég fæ einfaldlega ofboðslega
mikið út úr því að standa á sviði eins
og sennilega allir skemmtikraftar.
Það að drag er mjög viðkvæmur
hlutur magnar svo upp tilfinning-
una og ef það heppnast vel er það
ólýsanleg tilfinnin g en ef illa tekst til
er það hryllileg niðurlæging. Það er
meiri niðurlæging að mistakast
uppi á sviði í ballkjólnum hennar
mömmu þinnar en í þínum venju-
legu fötum. Þú tekur svo mikla
áhættu."
Fáið þið annarskonar viðbrögð
hjá gagnkynhneigðu fólki en
hommum og lesbíum?
„Já, þegar gagnkynhneigt fólk
horfir á drag er það oft og tíðum að
hlæja að hommamenningunni en
ekki bara þeim bröndurum sem
drottningin segir. Það er ósköp eðli-
legur hlutur að verða feiminn við
það sem maður ekki þekkir. Fólk
ruglar því ósjaldan saman að vera
hommi sem leikur dragdrottningu
og því að vera klæðskiptingur en
þeir eru oftast gagnkynhneigðir og
hinsvegar að vera kynskiptingur
sem þráir að skipta um kyn. Þessi
misskilningur getur bæði verið
fyndinn og fúll. Það er mjög mikið
frelsi að vera í dragi. Það rukkar þig
enginn um það sem þú lætur út úr
þér heldur persónuna sem þú ert að
leika. Ef einhver myndi spyrja mig
eftir sýningu hvort ég væri virkilega
svona inn við beinið vefðist mér
tunga um tönn. Ef ég segði nei, þá
væri ég að ljúga. Að játa væri það
sama og að segja að ég væri huglaus
og þyrfti að klæðast kjól til að segja
það sem mér býr í brjósti. Fyrir utan
allt þetta:
There is no business like show business
nowhere you can gel that feeling
when you are steeling that extra bow."
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
^Forstjóri Sambandsins, Guðjón
B. Ólafsson, er nú sagður berjast
hetjulegri baráttu fyrir framtíð sinni
innan Sambandsins,
en sem kunnugt er
eru uppi raddir um
að leggja starf for-
stjórans niður og
fela stjórnarfor-
manni daglegan
rekstur. Guðjón mun
hafa boðað til sín á einkafundi bæði
kaupfélagsstjóra og framkvæmda-
stjóra, en orðið lítið ágengt. Talið er
að fljótlega muni Sigurdur Mark-
ússon boða til fundar í stjórninni og
taka af skarið, enda málið orðið
verulega óþægilegt fyrir alla að-
ila . . .
að fór ekki eins og samvinnu-
menn voru að láta sig dreyma um
varðandi KRON. Er nú Ijóst að fyrir-
tækið fær ekki eins
virðulega útför og
menn höfðu verið
að vonast eftir.
Langir fundir Þrast-
ar Óiafssonar með
heildsölum á sínum
tíma hafa því skilað
litlu. Tvennt er einkum talið stuðla
að þessu: I fyrsta lagi nýlega sam-
þykkt lög á alþingi um samvinnufé-
lög en sumir kröfuhafa telja nú
mögulegt að sækja peninga inn í
séreignarsjóði SÍS. Er það skilningur
sumra að með þessum lagabreyting-
um hafi þeir verið opnaðir í tilfellum
sem þessum . . .
I öðru lagi þá eru margir kröfu-
hafanna ekki ánægðir með hvernig
staðið var að málum á síðustu mán-
uðum KRON. Telja þeir til dæmis að
kröfuhöfum hafi verið mismunað
með útgáfu víxla sem SÍS taki að sér
að greiða. Vilja þeir því knýja fyrir-
tækið í gjaldþrot meðal annars til að
koma í veg fyrir möguleika á því að
selja það. Er talið að skattalegt hag-
ræði af tapinu hefði getað gert það
að góðri söluvöru, svo góðri að eig-
endur KRON hefðu jafnvel komið út
með gróða. Með því að setja það í
gjaldþrot eru slíkir möguleikar eyði-
lagðir ...
A
^^•tfmæli Alþýðuflokksins a
Hótel Sögu um síðustu helgi þótti
takast með ágætum. Að minnsta
kosti urðu gestirnir
miklu fleiri en gert
hafði verið ráð fyrir,
þannig að Kristinn
T. Haraidsson bíl-
stjóri Jóns Bald-
vins Hannibals-
sonar var sendur út
af örkinni til að kaupa upp sæta-
brauð í bakaríum borgarinnar. Um
þúsund manns komu til veislunnar
og fengu allir nægju sína eftir að
Kristinn hafði leyst málið. Þess má
geta að Kristinn er enginn viðvan-
ingur í veisluhöldum. Jón Óttar
Ragnarsson, fyrrverandi sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2, hefur ekki
hvað síst þakkað honum að brúð-
kaup aldarinnar skyldi verða að
veruleika á sínum tíma . . .