Pressan - 21.03.1991, Qupperneq 30
Kennari á Húsavík
MEÐ LOTTOKASSA
í KENNSLUSTOFUNNI
— vil að nemendur mínir kynnist lífinu eins og
þaö er, segir Úifur Ingvarsson kennari.
Þetta er ekki bara lærdómsríkt
heldur helviti skemmtilegt og svo
má lika græða, segir Úlfur.
Fjolgun framboða hefur gert
Erlu Pálsdóttur erfitt fyrir
meö að velja flokk. „Ætli ég
verði ekki bara að bjóöa fram
sjálf til að gera ekki upp á
milli barnanna," segir hún.
Hundrað ára kona á ísafirði
Fjórtán barnabörn
í framboð fyrir
ellefu flokka
— það verður alltaf erfiðara og erfiðara
að kjósa, segir gamla konan
Sérsveitir fjármálaráðherra
Tókn barnapíu
til yfirheyrslu
vegna skattsvika
— við vildum bara fá að sjá
greiðslukvittanir og bókhald
segir yfirmaður sveitarinnar
Þeir trúðu mér ekki þegar ég
sagðist hafa keypt nammi
fyrir peninginn, segir Sigur-
laugur Harðarson, tíu ára
barnapia, sem slapp naum-
lega frá sérsveitunum.
r> r>
10. TOLUBLAÐ 2. ARGANGUR
HJÖRLEIFI
BOÐIÐ TIL
EVRÓPU-
ÞINGSINS
Brussel, 21. mars______
Hjörleifi Guttormssyni,
þingmanni Alþýðubanda-
lagsins, hefur verið boðið
að sitja á Evrópuþinginu
næsta sumar sem sérstak-
ur gestur.
„Þetta er í sjálfu sér dálítið
fyndið allt saman,“ sagði
Guðrún Helgadóttir, forseti
sameinaðs þings, en það var
fyrir hennar tilverknað sem
Hjörleifi var boðið.
„Ég skrifaði þeim vemmi-
legt bréf og talaði heil ósköp
um nauðsyn aukinnar sam-
vinnu og samskipta. Þeir
virðast ekkert vita hver Hjör-
leifur er svo þeir bitu á agnið.
Hann fer eftir tæpa viku.
Þetta er dásamlegt," sagði
Guðrún.
„Mér líst mjög vel á þetta,“
sagði Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra.
„í raun fær þetta mig til að
endurskoða álit mitt á Evr-
ópubandalaginu. Með inn-
göngu í það gætum við ekki
bara losnað við Hjörleif held-
ur Ólaf Þ. Þórðarson, Pál Pét-
ursson, Alexander Stefáns-
son og fleiri svoleiðis menn.
Það myndi létta mikið á þing-
störfunum hér heima,“ sagði
forsætisráðherra.
■■■■
FIMMTUDAGURINN 21. MARS 1991
STOFNAÐ 1990
HAFA SKAL ÞAD SEM BETUR HUÓMAR
Ritari Alþingistídinda
Ég missti eiginlega
löngun til að lifa
Hjörleifur vinnur nú aö undir-
búningi ræöuhalda í Brussel.
Þessa mynd tóku íraskir öryggisverðir af Kristjáni þegar þeir
sóttu hann í teppabúðina. Meö honum á myndinni er af- j
greiðslukonan.
íslenskur sendiráösmaöur í Bagdad
Laus gegn 150
þús. $ greiðslu
Bagdod, 21. mars
íslensk stjórnvöld
þurftu að greiða um 150
þúsund dollara til að fá
sendimann sinn, Krist-
ján Lúðvíksson, lausan
frá Bagdad í gær. Ástæð-
an var ekki sú að honum
hafi verið haldið í gísl-
ingu heldur skuldaði
Kristján þessa upphæð í
teppabúð í borginni.
„Svo virðist sem Kristján
hafi farið inn í búðina stuttu
eftir að hann kom til Bagd-
ad. Samkvæmt okkar
heimildum mun hann hafa
misskilið afgreiðslukonuna
eitthvað eða misreiknað sig
við gengisútreikninga. Alla
vega liðu ekki nema um tíu
mínútur þar til að hann
skuldaði ofangreinda upp-
hæð,“ segir í fréttatilkynn-
ingu utanríkisráðuneytis-
ins.
Kristján var fámáll við
fréttamenn á flugvellinum í
Bagdad þegar hann var
leiddur út í flugvél af tveim-
ur öryggisvörðum.
„Ég vona að ég fái tæki-
færi til að koma hingað aft-
ur. Mér leist vel á land og
jjjóð og hefði viljað kynn-
ast henni betur," sagði
Kristján í stuttri yfirlýsingu.
Reykjavík, 20. mars___________
„Þetta var hræðilegt,“
sagði Bára Kjartansdóttir
og barðist við grátinn þeg-
ar GULA PRESSAN bað
hana að rifja upp þegar
hún var látin skrifa upp
ræðu Hjörleifs Guttorms-
sonar alþingismanns fyrir
Alþingistíðindi i fyrri
viku.
„Ég þurfti að berjast við að
falla ekki saman. En allan
tímann fann ég hvernig ræð-
an var að leggja mig í rúst.
Þetta byrjaði með hausverk,
lagðist svo út í hendurnar á
mér og loks lá ég gersamlega
bjargarlaus á gólfinu. Ég gat
mig hvergi hrært. Það versta
var að heyrnartólin voru enn
á eyrunum og ég gat ekki tek-
ið þau af,“ sagði Bára.
Ég þori ekki aö opna fyrir sjónvarpiö, segir Bára Kjartansdótt-
ir, ritari Alþingistíðinda.
Bára þakkar samstarfs-
mönnum sínum að hún sé
enn á lífi. Þeir komu að henni
bjargarlausri á gólfinu og
gátu vakið hana til lífsins aft-
ur.
„Ég veit að ég á eftir að
eiga lengi í þessu,“ sagði
Bára. „Ég þori til dæmis ekki
fyrir mitt litla líf að opna fyrir
sjónvarpið ef helvítið hann
Hjörleifur mundi birtast."
Niöurstööur vísindamanna
TANNPINA ER TAUGA-
SJÚKDÓMUR Á ÍSLANDI
London, 20. mars
Samkvæmt niðurstöðum
vísindarannsóknar sem
birt er í hinu virta blaði
Science í dag er tannpína
ekki fyrst og fremst líkam-
legur sjúkdómur á íslandi
heldur rniklu frekar tauga-
sjúkdómur eða andlegur
sjúkdómur.
„Þó fyrstu viðbrögð tann-
pínu séu líkamlegur sársauki
þá hafa eftirköst hennar fyrst
og fremst áhrif á taugakerfi
íslendinga og andlegt ástand
Það er fyrst og fremst andleg-
ur ótti en ekki líkamleg þján-
ing sem einkennir íslenska
tannpínu-sjúklinga.
sjúklingsins," segir í niður-
stöðum hóps vísindamanna
sem könnuðu máli.
í skýrslu þeirra kemur fram
að ótti um fjárhagslega af-
komu sína einkenni íslenska
tannpínu-sjúklinga.
„Við þekkjum dæmi þess
að fólk hafi fyllst algjöru von-
leysi og sumir hafa jafnvel
gripið til örþrifaráða. í því
sambandi má nefna að stofn-
un tveggja stjórnmálaflokka
má rekja beint til hárra reikn-
inga vegna tannviðgerða,"
sagði Paul Houseman, er
stjórnaði rannsókninni.
Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944