Pressan - 03.05.1991, Page 11

Pressan - 03.05.1991, Page 11
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAl' 1991 11 A ^^Mstæðan fyrir því að Sighvat- ur Björgvinsson er ráðherra er þessi: Þegar Jón Baldvin Hanni- balsson átti eftir að útdeila heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu leit hann yf- ir þingflokkinn og sá að Sighvatur var sá eini sem var í fatla . . . v ið stjórnarmyndun mun Davíö Oddsson hafa verið búinn að gefa sjávarútvegsráðuneytið eftir til Alþýðuflokksins. Og ráðherraefni Al- þýðuflokksmanna var Jón Sigurðs- son, sem mun hafa la£t áherslu á að fá einnig hluta af verk- efnum viðskipta- ráðuneytisins til að tryggja Alþýðu- flokknum aðild að stjórnun efna- hagsmálanna. Meirihluti þingflokks sjálfstæðismanna, með Þorstein Pálsson í broddi fylkingar tók þessa ósk formannsins ekki í mál og kratar máttu una því.. . C C^penna er nú á milli auglýsinga- deildar Ríkisútvarpsins og frétta- stofu Sjónvarpsins eftir kosninga- sjónvarpið um síð- ustu helgi. Auglýs- ingadeildin telur nefnilega^ að þeir Bogi Agústsson fréttastjóri og Helgi E. Helgason, sem hafði umsjón með kosningasjónvarpinu, hafi klúðrað auglýsingabirtingu í þvi. í ákafanum að standa sig í samkeppninni við Stöð 2 hafi þeir félagar nefnilega hundsað það að birta umsamdar auglýsingar og þannig kastað frá sér auglýsingatekjum upp á tvær millj- ónir króna. Þetta hefðu menn á einkastöð líklega ekki leyft sér . . . I*yrir skömmu var sett á svið á Hótel íslandi skemmtidagskráin Landið og miðin sem sýnd hefur verið fyrir fullu húsi í Hallarlundi í Vest- mannaeyjum. Sýn- ingin byggir á göml- um slögurum og massívum Vest- mannaeyjahúmor. Fyrir sýninguna á Hótel íslandi var auglýst að útvarps- maðurinn Siguröur Pétur Harðar- son, sem sér einmitt um þáttinn Landið og miðin á Rás 2, yrði kynnir kvöldsins. Þegar hann mætti undir- búinn til starfans kom hins vegar babb í bátinn, því Vestmanneying- arnir sem stóðu að sýningunni vildu ekki gefa honum hljóðnemann. Að- dáendur Sigurðar Péturs, sem mætt- ir voru á staðinn, vildu hins vegar meina að um alvarleg vörusvik væri að ræða . . . Liíklega getur Halldór Blöndal þakkað Birni Bjarnasyni fyrir ráð- herrastólinn. Eins og kunnugt er vildi Davíð Odds- son flest til vinna til að fá Björn í ríkis- stjórnina. Hann vildi því að ráðherra- skiptingin yrði fimm-fimm í stað fjögurra ráðherra frá báðum flokkum. Sjálfstæðismenn höfðu nefnilega fjóra ráðherra klára; Davíð, Þorstein Pálsson, Friðrik Sophusson og Ólaf G. Einarsson. En þegar líða tók á átt- aði Davíð sig á að hann gat ekki fengið Björn samþykktan af þing- flokknum. Þess vegna situr hann uppi með Halldór Blöndal. Og meira til. Því nokkrir þingmenn flokksins telja sig allt eins eiga tilkall til ráðherrastóls eins og Halldór. Með tilraunum sínum til að koma Birni í ráðherrastól hefur Davíð því skilið nokkra þingmenn eftir móðg- aöa. Ef ráðherranir hefðu bara verið fjórir hefði enginn móðgast... að vakti athygli að Jóhanna Sigurðardóttir varaformaður Al- þýðuflokksins tók ekki í mál að bakka út úr félags- málaráðuneytinu og taka þess í stað heil- brigðis- og trygg- ingamálin. Jón Baldvin Hanni- balsson hafði gert tillögu um að Karl Steinar Guðnason yrði félags- málaráðherra, en forystumenn í verkalýðshreyfingunni höfðu lagt áherslu á það í samtölum við for- manninn. Afstaða Jóhönnu varð til þess að Karl Steinar varð utan ríkis- stjórnar og Eiður Guðnason varð umhverfisráðherra. Krafa Jóhönnu mun meðal annars hafa verið sú, að gera Rannveigu Guðmundsdótt- ur að umhverfisráðherra. Ef Jó- hanna hefði samþykkt að verða heilbrigðis- og tryggingaráðherra þá hefði Sighvatur Björgvinsson líklega orðið umhverfisráðherra, en Eiður Guðnason utan stjórnar . . . i nýju Mannlífi er að finna opin- skátt viðtal við Karvel Páimason fyrrverandi alþingismann, „Karvel, Farvel". Karvel kveður stjórnmálin og Alþýðuflokkinn og fjallar um kosti og lesti á mönnum og málefnum. Hanni víkur að því sem* hann kallar sam- bandsleysi Jóns Baldvins Hanni- balssonar við grasrótina og varpar fram þeirri spurningu hvort Alþýðu- flokkurinn verði innan tíðar án al- þýðu... TIL ÍBÚA í REYKJAVÍK OG KÓPAVOGI! Nú eru hafnar framkvæmdir við lagningu 132.000 volta jarðstrengs milli aðveitustöðvar við Meistara velli í Reykjavík og aðveitustöðvar á Hnoðraholti í Kópavogi. Með til- komu þessa strengs eykst flutnings- geta og rekstraröryggi veitu- kerfisins enn til muna. Fyrirhuguð strenglega kemur fram á meðfylgjandi korti. í Reykjavík verður lagt frá aðveitu- stöðinni við Meistaravelli, eftir Meistaravöllum, Kaplaskjólsvegi, Ægisíðu, Starhaga, Suðurgötu, Einarsnesi, Skeljanesi og fram í sjó í Fossvogi, vestan flugbrautarenda. Lagður verður sæstrengur yfir Foss- voginn að enda Hafnarbrautar í Kópavogi. í Kópavogi verður síðan farið eftir Vesturvör, Kársnesbraut, Nýbýlavegi, Bröttubrekku, Stút- lautarvegi, Dalvegi, Reykjanesbraut og í vegstæði væntanlegs Arnarnes- vegar að aðveitustöðinni á Hnoðra- holti. Verklok eru áætluð um miðjan ágúst í Reykjavík, og um miðjan september í Kópavogi. Rafmagnsveitan biður íbúa við ofangreindar götur, svo og aðra vegfarendur, velvirðingar á því ónæði sem framkvæmdimar kunna að valda. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 108 REYKJAVlK SlMI 60 46 00

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.