Pressan


Pressan - 03.05.1991, Qupperneq 19

Pressan - 03.05.1991, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991 19 /gfCdtlGL (fá^mcnn/] /cóttæ^in^a/cJ an^/i' sjá^stæðigmnn, t^pm £a/ca£tc/ca/c. Fegurdin býr í auga sjá- andans segir máltœkib og er margt til í því. Hinsvegar hefur tískunni löngum þótt vissara ab ákvaröa fyrir okkur hvab er fallegt á hverjum tíma og séum vib sœmilega vel upplýst förum viö ekki varhluta af upplýs- ingum um hverskonar smartheit fœra okkur ofar á smarta listanum. Og þó aö sumir séu smart eru aörir œtíö smartari og enn aörir hafnir yfir smartheit yfir- leitt. Og hverjir eru það sem láta tískuna lönd og leið? Eru þeir kannski jafn ræki- lega fjötraðir í duttlunga tísku þó að með öðrum hætti sé? Allt snýst þetta um að klæðaburðurinn og fram- koman þjóni markmiðum okkar hver svo sem þau eru. Afgreiðslustúlkan sem segir þegar þú grípur pils af slánni; „það er ótrúlegt en stelpurnar hafa rifið þetta út“ er að höfða til „vera eins og hinir" hvatarinnar sem verður æ óvinsælli líkt og afgreiðslukonurnar sem stíla inn á hana. SKEGGSEM STEFNUSKRÁ Það varð keppikefli meðal reykvískra róttækra gáfu- menna til lengri tíma að elta ekki ólar við tískuna heldur grafa sig í hári, skeggi og lopapeysum, skarta jafnvel húfu í sauða- litunum og gjarna með eyrnaleppum í stíl. Og þótti kunnugum sem slíkur klæðaburður bæri vott um róttækni og væri ótvírætt gáfumerki og gáfurnar juk- ust þeim mun lubbalegri sem klæðaburðurinn varð. Þessi klæðaburður óx og dafnaði jafnhliða hippatísk- unni og lifði endalok henn- ar. Sumir þykjast jafnvel sjá eima eftir af þessu enn í dag. Fyrir fylgjendur þessar- ar andans stefnu í klæða- burði var rakstur aðeins ónauðsynlegt veraldlegt vafstur og hjá sumum vildi hársnyrting einnig sitja á hakanum. Slíkt útlit varð stefnuskrá og líkt og sumir tóku ákvörðun um að læra pipulagnir, rafvirkjun, eða taka meirapróf tóku aðrir þann pól í hæðina að verða gáfaðir og róttækir. Lopapeysumenningin sem var skilgetið afkvæmi hippamenningarinnar hlaut sömu örlög. Hún komst í tísku og úr henni aftur. Rót- tæklingalínan varð að huggulegri fótlaga allaballa- menningu sem félagsfræð- ingar fengu lánaða til að skapa sér félagsiega meðvit- aða ímynd. Hjá þorra ungs fólks var löngu komið úr móð að vera gáfaður og róttækur. Diskóið tröllreið æskulýðn- um og þeir sem ekki vildu þekkjast það létu sér nægja að stæla gömlu hetjuna Dyl- an og misjafnlega frjó af- sprengi hans. NÝBYLGJA OG UPPAR Aðrir fóru að digga Bowie og Iggie Pop og úr þeim frjóa jarðvegi spratt nýbylgj- an og líkt og diskóinu fylgdi henni viss glamor. Andtísku- liðið þurfti að fara að nota ilmvötn og rakspíra og kon- urnar fóru á nokkuð háa hæla og karlarnir í jakkaföt. Óprúttnir sölumenn not- færðu sér margir hverjir grandaleysi þessa fólks sem eytt hafði sokkabandsárum sínum á fótlaga skóm og bómullarskyrtum. í verslun- argluggum gaf að líta glæsi- leg jakkaföt sem því miður virtust gædd þeim eiginleik- um að leysast upp í þvotti eða rakna upp við notkun. Hvers kyns tuskubúðir spruttu upp eins og gorkúl- ur og nýbylgjan komst í tísku. Pönkið varð til á svip- uðum tíma og nýbylgjan og hafði áhrif á þá tísku og meginlínan varð einhvers' konar bil beggja. Þó voru vissulega til alvöru pönkar- ar í Reykjavík og eimir eftir af þeim enn. Ófarir nýbylgju- fólksins í samskiptum við verslunareigendur og aukin hægri- sveifla í þjóðfélaginu urðu gróðurmold uppakynslóðar- innar með mottóið; því dýrara því betra.að leiðarljósi. Uppatískan var kostnaðar- söm og ekki á allra færi að fylgja henni eftir. Hún hafði því þann eiginleika að hljóta að kalla á andsvar. Hún dagaði því að mestu leyti uppi í Heimdalli. Og flokksmerkið í barminum varð ekki síður stöðutákn en fínu dýru merkin á föt- unum. AÐ VERÐA EINS OG LANDSFEÐURNIR Ef hár-og skeggvöxturinn þótti fínn í Fylkingunni í gamla daga svo og hippa- tískunni, þá er það tvímæla- laust hagvöxturinn hjá ung- um sjálfstæðismönnum. Það er fínt að eiga peninga og ríka foreldra og fínt að halda ræður og útskýra af hverju aðrir eigi ekki að eiga peninga. Því er nefni- lega þannig farið að fái aðr- ir peninga þurfa þeir sem áttu meira fyrir enn meiri peninga. Það eru óskráð lög. Þannig getur það geng- ið og fært verðbólguna upp úr öllu valdi. Og verðbólgan hún er óvinur litla mannsins en bandamaður hinnar upp- rennandi sjálfstæðishetju. Það er fínt í Heimdalli að spítthausarnir eru yfirleitt alveg að fara að meika það og gjarnan dressaðir í sam- ræmi við það. Leðurjakkar, gallabuxur og mokkasínur prýða þá sem eru í sölu- mennskunni en fylgifiskar þeirra klæða sig svipað nema í ódýrari merki. Ungl- ingar og eilífðartáningar í sama bransa eru hrifnir af svörtu leðri og támjóum bítlaskóm. Þungarokkarar eru auð- þekktir og frumleikinn situr ekki í fyrirrúmi. Svört leður- föt og leðurstígvél, sítt hár og gjarnan skegg og hljóm- sveitarmerki yfir bakið. Ermalaust gallavesti yfir leðurjakkann og gaddabelti og jafnvel hnúajárn. Unglingar hafa bæði verið hvatamenn svo og stolið og stælt andtískuna. Svar and- tísku unglinganna við und- angenginni tísku er endur- heimtur hippaklæðnaður með tilheyrandi hárprýði, útvíðum buxum, naflaskoð- un, blómum og friðarboð- skap. Við erum því komin aftur á byrjunarreit í þessari umfjöllun. „NÚNA ER ÉG EIGINLEGA EKKERT“ geta pakkað þessum sann- indum í silkiumbúðir og gef- ið fátækum. Upprennandi landsfeður og mæður í öðrum stjórn- málaflokkum eiga sér líka ákveðna tísku í takt við þá hugmyndafræði sem á upp á pallborðið hverju sinni. I Æskulýðsfylkingunni þótti um nokkra hríð traustvekj- andi fyrir karlpeninginn að láta sér vaxa skegg svona í stíl við Svavar Gestsson. Einn bullukollur að austan fleytti sér ansi langt á skegg- vextinum sem var allur hinn myndarlegasti og sór sig í ættina. Hann gekk líka lengra og klæddist jafnan jakkafötum í stíl, tileinkaði sér rödd Svavars og tilburði alla. AÐ SAMLAGAST FÓTLAGA SKÓNUM EÐA HAFNA ÞEIM Fyrir konurnar varð þetta með skeggvöxtinn ekki jafn einfalt mál. Þær voru því Bubbi Morthens: Frá léttpönkuðum farandverkamanni í nýbylgjutöffarann með hljómsveit- inni Egó. flestar mjög félagslega með- vitaðar um meðvitundarieysi annarra, spiluðu baráttulög á gítarinn sinn og gengu gjarnan með kringlótt gleraugu og samlöguðust því á ýmsan hátt gömlu fótlaga tískunni. Þær litu niður á verkafólk vorkenndu því samt nógu mikið til að læra félagsráðgjöf í Háskól- anum. Síðast en ekki síst voru þær skotnar í litlu pól- itíkusunum. Endaiok nýbylgjunnar og uppgangur uppanna ól af sér týpurnar og karakter- ana. Café Gestur sálugi varð griðastaður þeirra og seinna veitingahúsið Tuttugu og tveir sem er í andarslitrun- um. Einkennisbúningar týp- anna og karakteranna eru gjarnan svartir eða dökkir. Konur í þessum hópi eru Þær eru gjarnan sjóaðar í samkvæmisleikjunum og í klæðaburði þeirra má gjarn- an finna ýmislegt sem til- heyrir hinum ýmsu straum- um og stefnum. Hinar snöggu ruglingslegu hug- dettur þeirra minna um margt á týpurnar og karakt- erana sem eru þjakaðar af hverskyns heilabrotum um hvernig þær eigi að rísa undir nafni. Hin dæmigerða karlkyns fyllibytta hefur kannski sítt hár frá tímum hippanna og gæti verið þungarokkari sé litið til höfuðsins. Svörtu terelynbuxurnar minna um margt á viðskiptafræði og horfna gullöld í Heimdalli. Rósturslegur skeggvöxturinn er frá tímum gáfna og heimspekilegra hugsana en pönkarafrakkinn með merkjunum stingur óneitanlega nokkuð í stúf við Ha- waii skyrtuna frá glaum- gosatímabilinu eftir ■Ik stúdentspróf. m ÚTVÍÐAR BUXUR í STAÐ HNÚAJÁRNA Dópistar hafa löngum haft ákveðna tísku innan sinna raða. Hörðustu hass- og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir gjarnan stuttklipptar og klæddar svona í ragtime stíl. Þær bera oftar en ekki hatta og eru daglegir gestir á kaffihúsunum. Þær tala svolítið út og suður, eru al- veg agalega ópólitískar og hafa áhuga á list. Karlmenn- irnir tala digurbarkalega, yrkja ljóð og lítilsháttar firr- ing og óvissa um stöðu skáldskaparins skaðar ekki. Það er í tísku að vera með svart hár í þessum hópi og hafa þýðingarmikið augna- ráð. Alvarleiki er í fyrirrúmi og danstilburðir vélrænir. Það snýst allt um að þekkja rétta fólkið og sækja réttu staðina. Ekki skaðar að vera vel að sér í dulspeki. FYLLIBYTTURNAR SAMEINA ALLAR TÍSKUR Svo eru það fyllibytturnar. É Flest erum við einhvers- lags blanda af þessu öllu. Mjög fáir halda það út að viðhalda einhverri ímynd allt Iífið, enda um margt annað að hugsa. Það finnast þó undantekningar á þessu sem öðru. Um daginn hitti ég stelpu sem var alveg rugluð í höfðinu af þessu öilu enda var hún nýskriðin yfir tvítugt og hafði sem unglingur lifað alla strauma og stefnur í botn hvort sem kaupmenn eða bara krakk- arnir í hverfinu höfðu ákveðið að hlutirnir ættu að vera svona en ekki hinseg- in. „Ég var sko pönk,“ sagði hún og sýndi mér anarkista- tattó á öðrum upphand- leggnum. „Svo varð ég New wave. Ég varð nú líka aga- legt diskó á sínum tíma. En í Æskulýðsfylkingunni var ég meira svona sósíal týpa, þú veist, melló pía. En núna. Núna er ég eiginlega ekkert," og hún boraði hugsandi í annað eyrað eins og til að undirstrika þýðing- arleysi sitt í tilverunni. Það er svo einstrengingslegt að verða fullorðinn og vera bara eitt eða ekkert. Meðlimur i pönksveitinni Sjálfsfróun. Böðvar Guðmundsson: Fra róttæklingi yfir i fótlaga alla ballamenningu. an. Bifhjólasamtök lýðveldisins: Mótorhjólatísk- ú maður dans- ar síðan gjarnan í hip hop stíl, spáir í spil og bolla og þessi fjölleikabrögð vagga honum lengur á öldum gleðinnar en hann er borg- unarmaður fyrir.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.