Pressan - 03.05.1991, Side 20

Pressan - 03.05.1991, Side 20
20 FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ1991 s?íí)jnr tðlcitöítar ^jóöööijur Á tímabili var töluvert um aö útlenskir ævintýra- menn sigldu á sportskút- um sínum til íslands og tækju fyrst land á Aust- fjörðurm Eitt sumariö höföu fimm skútur lagst aö bryggju á Fáskrúösfiröi og jafnan lá straumur manna niöur á höfn í hvert skipti. Aldraöur íbúi á staðnum, fyrrverandi sjómaöur, var gjarnan sá fyrsti til aö heilsa upp á gestina, sem voru oft heldur þjakaöir eftir velt- inginn yfir Atlantshafiö. Þegar leið á sumariö taldi hann sig vera orðinn vel sjóaöan i móttökunni og brá fyrir sig hinum ýmsu tungum þegar ein skútan lagöist aö bryggju: „Vellkomm tú this æs- landik fissingþorp" (Úr dreifbylíssögum) Stundum þurfti lögreglu- maöurinn á staönum aö beita sérstakri lagni til að koma vitinu fyrir Palla þeg- ar hann lagðist ofurölvi í drulluga götuna. Yfirleitt var nóg aö halda á þeirra grænu fyrir framan hann, en stundum gat Palli veriö á slíkum bömmer aö eitt- hvaö meira þurfti til. Einhverju sinni er Palli lá afvelta á götunni í alvar- legu þvermóösku- og fyllir- ískasti kom lögreglumaöur- inn á vettvang. Um leiö og Palli sá hann, hrópaöi hann: „Geir, Geir! Keyröu yfir mig!" Lögreglumaður, sem var þekktur fyrir yfirvegun og rósemi, lét þetta ekki setja sig út laginu, heldur svaraöi aö bragöi: „Væri ekki nóg aö éq stiqi ofan á þig." (Úr fyllinssögum) Þaö getur reynst örlaga- ríkt aö handleika framandi hluti sem rekur á land viö strendur landsins, ekki síst dufl og aörar hættulegar leifar úr styrjöldum. Bændur í Löndum i Stöövarfiröi voru hins veg- ar ekkert aö kippa sér upp viö þetta. Eitt sinn er dufl rak á land í fjörunni fyrir neöan bæinn tóku þeir sig til og veltu þvi upp á tún eins og hverjum öörum rekaviöi. Athæfi þeirra spurðist út og var þeim skilaboðum komiö til þeirra aö aðhafast ekkert fyrr en sérfræöingar heföu gengið úr skugga um aö duflið væri óvirkt. Bændur brugðust skjótt viö þessu og veltu duflinu aftur niöur túniö og niður í fjöruna. Siöan kom í Ijós aö duflið var þrælvirkt og heföi get- aö sprungiö viö minnsta hnjask. (Úr sveitavargssögum) Craslennan er ekki handa hvepium sem er Það varsólskin og vor í lofti þegar bladamadur PRESS- UNNAR rölti nidur á höfn í vikunni í þeim tilgangi ad ná tali af grásleppukörlum. Eng- ir grásleppubátar voru komnir inn um kaffileytid, en á vegi bladamanns varð Snorri Steinsson, smábáta- eigandi, ad gera að netum. Hann sagðist ekkert leyfi hafa fengið til grásleppuveiða enn- þá, þess vegna vœri báturinn í höfn. Snorri er reyndar hcett- ur að róa sjálfur og hefur fal- ið Sigþóri Olafssyni, reyndum sjómanni úr Olfusinu, skip- stjórn bátsins. Það stóð ekki á Sigþóri að tjá sig um grásieppuna, þegar blaðamaður spurði hann hvers vegna það stæði á leyf- inu. En veiðarnar hófust nú í lok apríl. „Við fáum ekkert leyfi til að veiða grásleppuna, af því það er ekki úthlutað nema þeim sem hafa verið á grásleppu- veiðum áður,“ sagði Sigþór og var ekkert alltof ánægður með fyrirkomulagið. „Það væri kannski allt í lagi ef við hefðum verið með meiri kvóta, en viðmiðunarkvótinn sem við fengum fyrir þessa vertíð náði þrjú ár aftur í tím- ann og þar sem eigandi báts- ins gat, heilsunnar vegna, ekki fuilnýtt kvótann á þeim tíma, var okkar kvóti skertur í vetur. Þetta er alveg fáránlegt, að við sem höfum okkar atvinnu af þessu skulum ekki fá ieyfi til grásleppuveiða þegar nóg- ur markaður er fyrir hrognin og nóg af grásleppunni. Heid- ur skuli þau veitt mönnum sem stunda þessar veiðar í sumarfríum sínum. Ég vil líka taka það fram, að það er ekki ráðuneytið sem ákveður þetta. Þeim er alveg sama. Það eru smábátaeigendurnir sjálfir, þeir sem hafa verið á grásleppuveiðum. Hún er ekkert handa hverjum sem er, grásleppan." Af hverju mega menn ekki veiða eins og þeir vilja, efþað er nóg af grásleppu? „Það var gert samkomulag fyrir um tveimur árum, að þeir sem hefðu ákveðinn kvóta gætu ekki farið á grá- sleppu. En þá var heldur ekki markaður fyrir hrognin. En nú hefur markaðurinn opn- ast aftur. Ég er til dæmis þeg- ar búinn að fá kaupanda að grásleppunni fái ég leyfið, svo ekki er það vandmálið, að ekki sé hægt að losna við hana.“ Hefurðu alltaf verið á smá- bátum Sigþór? „Nei, ég var á stærri bátum hér áður. Stærst líklega 100 tonna bát. En maður var orð- inn leiður á þessum löngu túrum og því að vera sjaldan heima. Mig langaði til að geta hossað barnabörnunum svo- lítið.“ Þú hefur ekki getað hugsað þér að fara í land? „Jú, en ég hefði þá þurft að gera J)að fyrir svona tíu ár- um. Eg fengi ekkert að gera i landi núna. Maður er orðinn of gamall." Hvað er of gamall? „Ég varð fimmtugur í vet- ur.“ Hvað œtlarðu að gera í sumar ef þú fœrð ekki grá- sleppuveiðileyfið? „Ég veit það ekki. Annars er maður nú að vona að mað- ur fái leyfið, þó ég sé ekki allt- of bjartsýnn á það. Mig lang- aði jafnvel til að reyna hvort ekki væri hægt að gera út frá Þorlákshöfn, það hefur aldrei verið reynt. En hef ekki feng- ið leyfi fyrir því heldur. Ég er samt alveg viss um að það er nóg grásleppa þar." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Hósti Gamall vinur minn úr Laugarnesskóla hringdi um daginn. — Ég er með svo djöfull slæman hósta. Get- urðu ekki gefið mér eitthvað við lionum. Ég þarf að sitja á samningafundi allan daginn á morgun og það hefur vond áhrif bæði á mina menn og hina ef ég sit hóstandi út all- an fundinn. — Ég er búinn aö skrifa um þetta í PRESS- UNA, sagði ég. — Gerðu það bara aftur, sagði hann. Þú getur ekki ætlast til að ég safni gömlum PRESSUM of- an á allt annaö drasl sem ég sanka að mér. — Jæja, sagði ég, þá skrifa ég aftur um hóstann. Hóstinn er öflug vörn fyrir öndunarvegina til að verjast slími og alls konar aðskotahlutum sem berast ofan í kokiö, barkann og berkjurnar. Hósti er flókið ósjálfrátt viðbragð sem á upptök sín í slímhimnum öndunarveganna. Þegar þær verða fyrir áreiti fara boð til mænunnar og stjórn- stöð öndunarinnar svarar. Einstaklingurinn dregur þá djúpt inn andann og hár þrýstingur myndast inni í brjóstkassanum þegar önd- unarvöövar dragast saman gegn lokuðum öndunarveg- um. Síðan pressast loftið út í hósta og ber með sér slím og aðskotahluti. Hósti er ein- kenni sjúkdóma sem valda OTTAR GUDMUNDSSON áreiti í slímhimnum lungna eins og sýkinga (s.s. kvef, bronkítar og lungnabólga) astma, æxlissjúkdóma, hjartasjúkdóma, aðskota- hluta í loftvegum o.fl. Hósti getur verið slímugur eða jmrr. Íslímhósta eykst slim í lungunum sem líkaminn los- arsig við með hóstanum. Þá er hann gagnlegur og besta vörn líkamans til að halda öndunarvegunum hreinum. Útlit hrákans gefur vísbend- ingu um orsökjna, hvítt slím bendir til einfalds áreitis, gulur eða grænn liráki er lík- lega vegna sýkingar og rauður hráki þýðir blæöingu og leiðir hugann að æxli. berklum eða blóðtappa í lunga. Erfiöur hósti getur þó valdiö blæðingu frá stnáæö- um aftan til í hálsi svo að blóðhósti þarf ekki að vera eins alvarlegur og liann hljómar. í þurrhósta berst ekkert slím upp úr lungun- um en hann er mjög þreyt- andi og getur gert sjúklingn- um og umhverfi hans lífiö leitt. MEÐFERÐ OG RANNSÓKN Hósti er varnarviðbragö líkamans sem verður að bera fulla virðingu fyrir. Menn verða því að hafa ein- hverja hugmynd um það af- hverju sjúklingur hóstar áð- ur en gripið er til meðferðar. Sjálfsagt er að taka lungna- mynd ef hósti er langvinnur og stundum þarf að grípa til ýmissa rannsókna s.s. berkjuspeglunar til aö finna hver orsökin er. Á seinustu árum hef ég fyrirhitt nokkra sjúklinga með þurran erfið- an hósta án nokkurrar sýni- legrar ástæðu. Þeir voru allir nýbyrjaðir að taka blóð- þrýstingslyf eins og Capo- ten og Renitec en þurra- hósti er þekkt aukaverkun af þessum lyfjum. Lyfjalaus meöferö á hósta felst í heit- um drykkjum, hætta að reykja og forðast ýmiss kon- ar áreiti sem gerir hóstann verri eins og ertandi loft- kennd efni. Þegar hóstinn stafar af ofnæmi þarf aö finna orsökina, og komast fyrir hana. Ýmiss konar lyfjameðferð hefur verið reynd við hósta. þegar liann ætlar alla lifandi að drepa. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um gagnsemi þessara lyfja og spurning hvort þau gera yfirleitt nokkuð gagn. 'Slím- þynnandi lyf eiga að verka vel á þykkt slím í lungum sem erfitt er að hósta upp. Þetta eru lyf eins og Fabrol og Mucomyst. Þau eru stundum gagnleg fyrir sjúkl- inga með króníska bronkíta. Hóstastillandi lyf hafa kæf- andi áhrif á hóstann og koma að góðum notum ef sjúklingur á erfitt um vik vegna þurrs hóstakjölturs. AIls konar blöndur hósta- stillandi og slímlosandi efna auk ofnæmislyfja eru tals- vert notaðar. F.kki hefur ver- ið sýnt fram á aukna gagn- semi af slíkum blöndum. Hóstalyfjaiðnaðurinn er tal- inn velta tugmilljónum á hverju ári hérlendis svo að eftirspurnin virðist vera mikil. Á AÐ MEÐHÖNDLA HÓSTA? Stundum er ástæða til að gefa eitthvað við ákaflega seigu slimi sem sjúklingur- inn getur ekki komið frá sér. Best er þá að gefa Bisolvon sem léttir undir með sjúkl- ingnum að hósta því upp. Slímþynnandi lyf geta kom- ið að einhverju haldi hjá sjúklingum með króníska bronkíta og langtímameð- ferð með lyfinu kemur að einhverju leyti í veg fyrir bráð veikindaköst. Við þurr- um hósta má í stöku tilviki gefa töflur eins og Nipaxon sem oft reynast vel. Flestir sem skrifa í einhverri alvöru um hóstann og lyf við hon- um telja ekki ástæðu til að gefa lyf nema í undantekn- ingartilfellum. Ég held að obbinn af öllum þessum hóstamixtúrum sem gefinn er og fólk drekkur eins og vatn sé meira eða minna gagnslaus. Hóstamixtúrur við venjulegu kvefi eru út í hött. Best er að drekka vel og fara vel með sig og hætta að reykja.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.