Pressan - 03.05.1991, Blaðsíða 24
24
FÖSTUDAGUR PRESSAN 3. MAÍ 1991
Fyllibyttur, forhertir drykkjurútar og
fársjúkir alkóhólistar i íslandssögunni
Æðstu embættismenn þjóðar-
innar slaga dauðadrukknir á
Þingvöllum, fljúgast á og láta
öllum ilium látum. Skólameist-
ari í Skálholti drukknar þegar
hann veltur dauðadrukkinn út í
á or getur enga björg sér veitt.
Konungsskrifari er ekki til
nokkurs gagns vegna drykkju-
skapar. Biskup drekkur sig í
hel. Almenningur kærir presta
fyrir að þynna út messuvínið.
Háir og lágir fyrirfara sér í
drykkjuæði.
Þannig lýsingar má víða finna í
annálum og sögum en má þó telja
fullvíst að ekki eru til skráðar
heimildir nema um örlítið brot af
þeim fólskuverkum og glappaskot-
um sem gerðust í drykkjuvímu.
Ýmsar sögur eru á kreiki um að
æðstu embættismenn þjóðarinnar
hafi skrifað undir þýðingarmikla
samninga dauðadrukknir í trausti
þess að fá meira að drekka.
ÖRLÍTIÐ SÝNISHORN AF
DRYKKJURÚTUM
Á ÞJÓÐVELDISÖLD
Sögur og frásagnir af drykkju-
skap má finna hvar sem gripið er
niður í íslandssöguna. Þórði
kakala varð svo bilt við þegar
konungur hafði falið honum æðsta
vald á Islandi að hann drakk yfir
sig og vaknaði ekki aftur.
Egill Skallagrtmsson var orðinn
til vandræða vegna drykkju strax
þriggja ára segir sagan. Hann var
líka ofbeldishneigður með víni,
lamdi menn og barði, ældi yfir
menn og lét sig ekki muna um að
rífa úr fólki augun ef það var að
ybba sig.
Og hvað skyldi Snorri Sturluson
hafa verið að gera niðri í kjallara
umkringdur stórum tunnum þegar
hann var drepinn? Tæplega hefur
verið óblandað vatn í tunnunum.
Grettir Ásmundarson, hetjan óg-
urlega, þótti heldur betur geta
skvett í sig, allavega eru til af hon-
um ýmsar sögur þar sem hann
drekkur hvern þann sem reynir
undir borðið.
FYLLIRAFTAR MEÐAL
EMBÆTTISMANNA
Á SÍÐ-MIÐÖLDUM
Það er svo ekki fyrr en kemur
fram á sextándu öld sem farið er
að tilgreiha drykkjuskap sem or-
sök fyrir dauða manna. Frá þeim
tíma eru til alllangir listar um
menn og konur sem þóttu í meira
lagin drykkfelld, lítum á nokkur
dæmi:
Jón Vídaltn biskup og Oddur
Sigurösson lögmaður fljúgast á og
slaga um dauðadrukknir á Þing-
völlum.
Gísli Oddsson biskup drekkur
sig í hel. Helst lítur út fyrir að
nauðsynlegt hafi þótt að senda
ráðsettan prest með Gísla til Kaup-
mannahafnar í vígsluför til þess að
hafa gætur á hinu mjög drykk-
fellda biskupsefni.
Jón Jónsson lögmaður drekkur
sig til dauða. Þórður Oddsson pró-
fastur reið drukkinn á stag rnilli
húsa, datt af baki og sálaðist.
Frá þessum tíma eru líka til sög-
ur sem hafa yfir sér skemmtilegan
blæ eins og þessar: Prestur nokk-
ur var dæmdur frá embætti 1723,
hann hafði það til saka unnið að
hafa dauðadrukkinn rekið fólk út
úr kirkjunni á jólum eftir að hafa
gefið því loðpappír í stað brauðs
og útþynnt messuvín. Annar var
svo drukkinn við embættisgerð á
allraheilagramessu 1734 að hann
datt við altarið á kórgólfið og var
svo lagður á bekk þar í kirkjunni.
Var hann síðan kallaður séra Jón
dettir.
Þessi dæmi eru aðeins tínd af
handahófi. Hægur vandi væri að
búa til langan lista af alræmdum
drykkjusvolum frá þessum tíma.
GOÐSÖGNIN UM
GLATAÐA SNILLINGA
Goðsögnin um gáfaða, við-
kvæma og einmana snillinginn
sem situr á síðkvöldum á útlendri
drykkjubúllu og yrkir ódauðleg
ástar- og ættjarðarljóð er enn
djúpt greypt í þjóðarvitundina.
Sagan af sveitamanninum sem
sendur er til útlanda vegna ein-
stakra gáfna en er svikinn í ástum
og endar líf sitt í síkjum Kaup-
mannahafnar eftir að hafa lifað
viö sult og seyru í mörg ár er eins
og rauður þráður í ævisögum
helstu skálda og menntamanna
nítjándu aldar.
Fleiri skáld en tölu verður á
komið hafa sungið víninu lof, dá-
samað lit þess og angan og gjarn-
an líkt snertingunni við brún bik-
arsins við koss ástmeyjar sinnar —
eða öfugt; kossi ástmeyjarinnar
við vín.
Enn fleiri þekkja þó sennilega
harmkvæðin sem mörg hver
verða að teljast með því besta sem
ort var á nítjándu öld. í kvæði
sínu Bikarinn lýsir Jóhann Sigur-
jónsson eymd og volæði íslenskra
drykkjumanna í útlöndum betur
en gert hefur verið fvrr og síðar.
Einn sit ég yfir drykkju
aftaninn vetrarlangan.
Ilmar af gullnu glasi
gamalla blóma angan.
Gleði, sem löngu er liðin,
lifnar í sálu minni,
sorg, sem er gleymd og grafin,
grœtur í annaö sinni.
Bak við mig bíður dauðinn.
Ber hann í hendi styrkri
hyldjúpan nœturhimin
helltan fullan af myrkri.
DRYKKJUSKAPURINN
OG SKÁLDSKAPARGYÐJAN
I heiðnum sið var Óðinn æðstur
goðanna. Sagt er að Óðinn hafi
eingöngu nærst á einhverskonar
áfengum drykk. Og Óðinn var
fyrst og fremst goð þeirra sem
mestir þóttu, þar á meðal skálda.
Sagan eða goðsögnin um að
drykkjuskapur sé forsenda þess að
menn geti ort er því aldeilis ekki
neitt nútíma fyrirbæri. Sagt er að
Óðinn hafi einn ráðið yfir drykk
þeim sem menn þurftu að dreypa
á til að verða uppnumdir þ.e. að
komast í samband við æðri heima
eða skáldskapinn.
Þessi gamla goðsögn um Óðin
sem ekki verður frekar rakin hér
ýtir undir þá almennu kenningu
að skáld á öllum tímum hafi talið
drykkju forsendu þess að komast í
snertingu við hið ósnertanlega
sem eingöngu var hægt í gegnum
skáldskapinn.
En það er fleirum en skáldum
sem þótt hefur sopinn góður, en af
líkum má ráða að aðdáun manna
á skáldum hafi oft verið í nokkru
samræmi við hversu miklir
drykkjumenn þeir voru, mörg
seinni tíma dæmi ýta undir þá
kenningu.
BRENNIVÍNSÞORSTINN
OG VALHÖLL
Mjög víða í íslendingasögunum
má finna lýsingar á hressilegum
drykkjuveislum. Drykkjuskapur er
snar þáttur í hetjulund manna,
það þótti vesæll maður sem ekki
gat skvett sæmilega í sig.
Veislur og brúðkaup stóðu oft
dögum saman og benda ýmsar
sagnir til að þá hafi verið setið
sleitulaust að drykkju. Og í heiðn-
um sið hefur kannski verið litið á
drykkjuna sem þjálfun fyrir vist í
Valhöll.
Að vera veginn í orustu var
æðsta ósk heiðinna manna. Að-
eins þannig gátu þeir verið vissir
um að fá vist í Valhöll. Þar snerist
lífið um að berjast á daginn og
drekka á kvöldin. Þessi draumsýn
hefur sjálfsagt hvatt margan dáða-
drenginn til að ganga hraustlega
fram í orustum og deyja með bros
á vör.
Það skyldi þó aldrei gleymast að
í drykkjuveislum þessum voru líka
konur og sumar þeirra virðast
ekkert hafa gefið körlunum eftir.
HÓRDÓMUR OG DRYKKJU-
SKAPUR VIÐ KIRKJUR
Mest alla átjándu og nítjándu