Pressan - 03.05.1991, Page 26
Amnesty International
Manum ekkl kvarta
þó þessi maður
verði settnr á
geðveikrahseli
— hver sá sem kýs Reykjavík
frekar en Síberíu er klikkað-
ur, segir talsmaður samtak-
anna um rússneska flugræn-
ingjann.
Ólafur Ragnar í útistööum
við íslandsbanka
Það má fá nt hvaða
sknld sem er ef
menn leika sér að
forseadnnnm
— segir Ólafur en bankinn
hefur samt tekið af honum
greiðslukortið og ávísana-
heftið.
Það er hægt að finna út einhverja
skuld á heftinu ef þeir í bankanum
gefa sér að ég ætli ekki að borga
þetta síðar á árinu, segir Ólafur
Ragnar.
Endnr af tjðrninni
hafa étið upp allt
grasið fyrir framan
stjórnarráðshúsið
— virðast hafa elt Davíð
Oddsson.
Miklar gróðurskemmdir hafa orðið
á grasbalanum fyrir framan Stjórn-
arráð Islands.
18. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR
FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 1991
STOFNAÐ 1990
HAFA SKAL ÞAD SEM BETUR HUÓMAR
Fáni Reykjavíkur hafði verið
dreginn að húni í Viðey þegar
þessi mynd var tekin um há-
degisbilið i gær.
Sjáum til hvort
við munum
viðurkenna nýju
ríkisstjórnina í
Viðey
— segir Steingrímur
Hermannsson forsœt-
isrádherra
Reykjavík, 2. moí
„Eftir framgöngu okkar
■ Litháen-máiinu þori ég
ekki annað en segja að við
munum kanna þetta mál til
hlítar. Mér er hins vegar
engin launung á því að
mér er skapi næst að
senda lögguna strax úti í
Viðey og taka eyna af þess-
um mönnum," sagði Stein-
grímur Hermannsson for-
sætisráðherra, aðspurður
um viðbrögð ríkisstjórnar
hans við myndun svokall-
aðrar Viðeyjarstjórnar
undir forsæti Davíðs
Oddssonar, formanns
Sjálfstæðisfiokksins.
„Lögum samkvæmt á
Reykjavíkurborg Viðey svo
við getum í sjálfu sér lítið
gert. En ég vil minna á að til
þess að komast út í eyna
þurfa erlendir sendifulltrúar
fyrst að fá vegabréfsáritun til
Islands. Sjálfstæði Viðeyjar er
því meira orðin tóm,“ bætti
Steingrímur við.
Borgarfulltrúi í Prag
TÓLF ATKVÆÐUM FRÁ
ÞINGSÆTI Á ÍSLANDI
Prag, 2. maí
„Þú segir fréttir,“ sagði
Slavék Havenjék, borgar-
fulltrúi Lýðræðisflokksins
í Prag, höfuðborg Tékk-
óslóvakíu, þegar GULA
PRESSAN sagði honum frá
því að einungis hafi munað
tólf atkvæðum að hann
hefði verið kjörinn á Al-
þingi íslendinga í þing-
kosningunum sem fram
fóru fyrir tæpum tveimur
vikum.
Eins og kunnugt er eru ís-
lensku kosningalögin snúin.
Það vakti þó furðu þegar töl-
fróðir menn komust að því að
ef Heimastjórnarsamtökin
hefðu fengið tólf atkvæðum
meira á Norðurlandi vestra
hefði farið af stað keðjuverk-
un sem hefði leitt til þess að
Slavék Havenjék hefði lent
inn á þingi. Hann var þó ekki
í framboði né er hann kjör-
gengur, þar sem hann hefur
ekki íslenskan ríkisborgara-
rétt.
,,Eg varaði mjög við að eitt-
hvað svipað þessu gæti gerst
þegar lögin voru samþykkt
árið 1983,“ sagði Þorvarður
Helgason, prófessor og
stærðfræðilegur ráðgjafi Al-
þingis, í samtali við GULU
PRESSUNA. ,,En þetta er
ekki það versta sem gat kom-
ið fyrir. Það er fræðilegur
möguleiki á því að Saddam
Hussein hefði náð kjöri ef
sjálfstæðismenn hefðu unnið
mann á Austurlandi."
Slavék Havanjék. Tólf atkvæðum frá kjöri á Alþingi.
Sértrúarsöfnuður i Póllandi trúir á Helga Pétursson og
lærisveina hans í Ríó tríói.
Sértrúarsöfnuður í Póllandi
TELUR HELGA PÉ
VERA MESSÍAS
Varsjó, 3, maí
„Fyrst þegar ég frétti af
þessu kom þetta mér á
óvart en ég er farinn ad
venjast tilhugsuninni
núna. Eg er jafnvel farinn
ad kunna ágætlega við
hana,“ sagdi Helgi Péturs-
son, einn af liðsmönnum
Ríó tríós, en eins og fram
hefur komið í GULU
PRESSUNNI trúir sértrú-
arhópur í Póllandi að
Helgi sé endurborinn
Messías.
„Ég veit ekki nlveg hvernig
þeir fundu þetta út. Mér skilst
að það tengist eitthvað fæð-
ingarstað og stund, en ég er
þó ekki alveg viss,“ sagði
Helgi.
Samkvæmt upplýsingum
frá heimildarmanni GULU
PRESSUNNAR í Póllandi hef-
ur þessi hópur skreytt sam-
komuhús sitt með myndum
af Helga, auk þess sem þeir
leika plötur Ríó tríósins undir
helgiathöfnum.
„I aðra röndina er þetta
mjög ánægjulegt fyrir okkur
félagana í tríóinu því það hef-
ur opnast óvæntur markaður
fyrir plöturnar okkar. Það er
því ekki bara kvöl og pína að
vera Messías," sagði Helgi.
Málverkasýning sonar
Steingrims var okkur
dýrkeypt, segir Guð-
mundur Bjarnason.
Slœm útkoma
framsóknar-
manna í
kosningunum
Ástæðan er
ekki Evrópu-
málin heldur
málverka-
sýning sonar
Steingríms
— segir
Guðmundur
Bjarnason
Húsavík, 25. apríl
---3----------------
„Eg held að menn
hafi gert alltof mikið
úr áhrifum af afstöðu
okkar til Evrópu-
bandalagsins í þess-
um kosningum," sagði
Guðmundur Bjarna-
son þegar GULA
PRESSAN leitaði álits
hans á slæmri útkomu
Framsóknar í kosn-
ingunum.
„Ég held að þeir sem
fóru á málverkasýningu
sonar hans Steingríms í
Gallerí Borg viti betur,"
sagði Guðmundur. „Ég
verð að segja það fyrir
mig persónulega að ef
ég hefði ekki verið í
framboði sjálfur fyrir
flokkinn hefði ég ekki
kosið hann eftir að hafa
litast um í galleríinu."
Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfí, umbrotskerfi og alhliða þjónusta
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944