Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 4
4 listaspírurnar og menningar- vitarnir geta nú rætt saman í sólinni undir vegg með mynd á eftir Jóa Vald og Gunnellu. í vetur er svo fyrirhugað að stækka staðinn, svo háfleyg- í rEIMAh lsflRDINGUR og ævintýri hans í Reykjavík Áður en nokkurn mann varði hafði Strandamaður- inn þurrkað sjálfan sig upp og keypt sjoppu. Reimar tók mig í slef þangað einn dag- inn. Þetta var aldagamall draumur hjá Reimari. Hefði hann mátt velja á milli, hvort hann vildi frekar vera for- setasonur eða sonur sjoppu- Eika, þá hefði hann valið seinni kostinn. Eiki Stranda- maður var eins og Gunnar Húsebý tvöfaldur innan við glerborðið í sjoppunni. Við Reimar héngum þarna inni dögum saman og Reimar fékk litla kúlu á magann af kókosbolluáti. Hann hafði ekki komist nær því að hlaupa í spik. Hann var gljá- andi í augunum af hamingju Flugkappinn og með sótthita. — Ég hefði ekki trúað því að karlinn ætti svona stórkostlega hluti til, sagði Reimar við mig hvað eftir annað. Það var sérlega gaman að sjá Strandamanninn af- greiða súkkulaðikúlur. Hann var svo skjálfhentur aum- ingja karlinn að hann gat varla fiskað þær upp á te- skeiðina. Svo hrukku kúl- urnar á tvist og bast um gler- borðið. Við Reimar höfðum stórkostlega gaman af þessu. Við leigðum heilu krakkastóðin til að koma og kaupa kúlur þegar við vor- um þarna í kæruleysi að lepja kók. I fyrstu bar tölu- vert á því að gamlir félagar Eika úr sukkinu kæmu í sjoppuna en hann gaf þeim engin grið og rak þá út með harðri hendi. Reimar sá opn- ast ótrúlegar víddir og möguleika í þessum efnum. — Ef allt fer vel og pabbi græðir á sjoppunni þá kaup- ir hann aðra og hver veit, einn góðan veðurdag eigum við feðgarnir kannski hundrað sjoppur saman og ég dræfa bara landið rúnt á rauðum bjúkka með blæju og tel úr djúkboxunum og skipti um plötur. Reimar reyndi að rykkja rauða lokknum upp á enni en lokkurinn lét ekki hagga sér. Einn dag var ég að drekka appelsín í sjoppunni og fletta Alþýðublaðinu sem var eina blaðið sem Strandamaður- inn vildi selja þegar ég sá á forsíðunni að von var á ítölskum listflugmanni í bæ- inn. Hann ætlaði að sýna kúnstir sínar úti í Skerjafirði. Það fylgdi mynd af kauða með fréttinni. Hann stóð glaðhlakkalegur út á sjó- skíði á lítilli rellu með leður- húfu á hausnum og brosti. Ég stakk upp á því við Reim- ar að við skryppum út í Skerjafjörð og horfðum á hann fljúga. Reimar fékk strax þá frábæru hugmynd að við settum upp sölutjald á staðnum og seldum ís og pulsur og Prins og létum ekki ítalann einan um að græða á landanum. Eiki var strax með á nótunum og fór á lagerinn og fann alls konar dót sem hann vildi losna við. Gamlar sautjándajúní-blöðr- ur, eldgamalt Póló á flöskum og nokkur karton af Cool. Hann var nýbúinn að kaupa sér flúnkunýjan pick- up beint úr kassanum og stakk upp á því að við tjöld- uðum á pallinum og seldum þaðan gúmmelaðið. „Þið getið líka kippt til ykkar kvensum upp á pallinn drengir." Það var sláttur á okkur' þennan sunnudag þegar við vorum búnir að parkera bílnum. Úti á sjónum vagg- aði litla sjóflugvélin svo þokkafull á öldunum. ítalinn lét móðan mása við eitthvert mannkerti sem gat túlkað fyrir hann. Eiki stóð í flæðar- málinu og mændi á flugvél- ina. Reimar seldi kók og Prins og pulsur á tá og fingri. Fólk stóð á víð og dreif um fjöruna með ropvatnið. Allt í einu krækti ítalinn húfunni, setti upp flugmannagler- augu og stökk út á annað sjó- skíðið og relian brunaði til hafs. — Nú sýnir hann list- flug, sagði mannkertið sem túlkaði. Litla rellan varð sem húsfluga hátt á himni, svo lét hún sig detta niður á við í stórkostlegum spuna, þegar hún átti eftir svona húslengd í hafflötinn, þá rétti hún úr sér og geystist í áttina að landi og strauk sölutjaldið tæknilega. Ekki mundi ég fara í svona flugferð fyrir nokkurn pening, hugsaði ég. Mannfjöldinn æpti húrra og Reimari fipaðist í sinnep- inu. — Sé þetta nú stór- magnað, sagði Reimar. ítalinn tók nokkra svona svínga til og frá um himininn og sveif svo inn til lendingar og reis upp úr klefanum með útbreiddan faðm til að taka á móti hip hip, húrra, hann lifi og blómvendi frá túlkinum.1 Túlkurinn tilkynnti. — Nú tekur hann farþega! Ekki fleiri en tvo í einu. Vill nokk- ur gefa sig fram? Farið kost- ar fimmtíu krónur. Engan langaði til að fljúga en allt í einu sté Reimar fram og kallaði: Tvo miða, einn fyrir mig og annan handa þér, Nasi. Framhald. Ólafur Gunnarsson FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. ar samræður þurfi ekki að eiga sér stað úti í kuldanum. Café Splitt er óneitanlega Mokka unga fólksins. Stelfrcvutafi <£ Sfditt Café Splitt er kaffihús menningarvita bæjarins á aldrinum 20 til 35 ára. Þang- að koma listaspírur úr öllum listgeirum og fastagestir eru úr hljómsveitum eins og Risa- eðlunni og Sykurmolunum (sem reyndar eru í útlöndum þessa dagana) og myndlistar- menn eins og Húbert Nói og Danni. Stelpur sem vinna á Splitt og reka staðinn, þær Stefanía, Ýr Margrét, Jó- hanna og Dísa, segja langt því frá að öðrum sé meinaður aðgangur að Splitt. Aftur á móti sé algengt að fólk þori ekki að koma inn og hrökkl- ist til baka. Sérstaklega tvær miðaldra konur. Annars verða gestir ósjaldan frá að hverfa á Splitt, sökum sæta- skorts, en væntanlega hefur bót verið ráðin þar á, því um siðustu helgi var opnað út í garð bakvið húsið, þar sem Hljómsveitin íslenskir tón- ar tród upp í fyrsta skipti fyrir uiku á Rauðu myllunni, en þar ueröur í gangi svokaUad Neðanhopp á fimmtudags- kuöldum í sumar. Öðruuísi tónlist og suoleiðis. Ekkert hiphop heldur nýbylgjurokk, eins og þaö gerist best. Þuí strákarnir í Islenskum tónum eru engir nýgrœðingar. Þeir Snorri Sturluson og Þórir Við- ar Þorgeirsson uoru áður í Ottó og nashyrningunum, en Stefán Már Magnússon, Páll Úlfar Júlíusson og Finnur Björnsson í Dufþaki. Hljóm- sveit sem einu sinni uann hljómsveitakeppnina í Húna- veri. íslenskir tónar eru fjögurra mánaða gömul hljómsveit, og „undanfari íslenska tón- listarsumarsins". Segja þeir. Eða íslenska tónasumarsins. Þeir hafa þó ekkert ákveðið ennþá hvort, hvenær eða hvar framhald verður á spili í sumar, enda hluti sveitarinn- ar á leið utan. Beðnir að skilgreina tónlist íslenskra tóna, segja þeir að þetta sé nýbylgja, tónlist sem ekki heyrist annarstaðar. Frumsamin í bland við gamla slagara. Takmarkið er að fá smell vikunnar í Melody Ma- ker, en útgáfa efnis er þó ekki á dagskrá. Strákarnir voru einkar ánægðir með framtakið í Rauðu myllunni, þegar PRESSAN hitti þá að máli eft- ir tónleikana. Sögðu að það hefði þó komið sér á óvart, hversu góð mæting var á tón- leikana. Þeir hefðu bara ekki þekkt neinn, sem benti til að ekki hafi allir verið vinir og ættingjar. „Aðalmálið er að fá fólk á staðina. Þess vegna er oft best að spila í menntaskól- unum, þá þarf maður að minnsta kosti ekki að spila fyrir veggina." Þeir óttast þó ekki framtíðina. Ætla að halda ótrauðir áfram. Jafnvel bara i bílskúrnum. Segja að það sé undir þeim sjálfum komið hvort þeir spili opin- berlega, en „ef rokkið og ról- ið deyr, þá eru alltaf til kynlíf og eiturlyf". Stefán Pálsson er starfsmaður á Tennisvelli Víkings í sumar, þar sem hann veitir einnig leiðsögn ungum og óreyndum tennis- leikurum. Stefán er ekki gamall sjálfur, fæddur 29. september 1974, en er engu að síður í hópi okkar fremstu tennisspilara. Ætlarðu í útilegu í sumar? Já, sennilega. Ein- hverntíma. Hvað gerir þú á sunnudögum? Spila golf. Hvað borðar þú í morgunmat? Kornflex. Hvenær fórstu síðast í kirkju? Ætli það hafi ekki verið við skólaslitin í 10. bekk fyrir ári. Ertu í Ijósum? Ég fer aldrei í Ijós. Gætirðu hugsað þér að reykja hass? Hef ekki hugsað út í það. Hugsarðu mikið um í hverju þú ert? Nei, ég hugsa frekar lítið um það. Hefurðu átt heima úti á landi? Nei. En ég hef búið í Svíþjóð. Ferðu oft í megrun? Nei, ég hef ekki þurft þess. Frekar hitt. Hvernig steipur eru mest kynæsandi? Þær þurfa að vera háar, en hef annars enga skoðun á því. Syngur þú í baði? Neeei. Notarðu strætó? Stundum í skólann. Annars ei ég á hjóli. Kanntu að elda? Eitthvað, en ekki mikið. Finnst þér soðin ýsa góð? Ljúffeng. Hvenær fórstu síðast til útlanda? Um jólin. Hefurðu komið til ísafjarðar? Já, örugglega ein- hverntíma. Klæðirðu þig eftir veðri? Já, ég geri það. Hvaða ilmvatn notar þú? Fahrenheit. En ég nota það sjaldan. Trúirðu á ást við fyrstu sýn? Nei. Hvað má vera mikill aldursmunur á pörum? Fimm ár. DRAUMA DINNER PRESSAN bað ÞOR- GRÍM ÞRÁINSSON blaða- mann og rithöfund að vera gestgjafi í ímynduðu kvöldverðarboði með átta gestum. Gestirnir máttu vera hverjir sem er, lifandi, frægir, látnir, skáldsagnapersónur, teiknimyndafígúrur eða bara vinir og vanda- menn. Þorgrímur býður átta eftirfarandi gestum: Jesús Kristur: Vil forvitn- ast um sannleikann i lifinu og hvað tekur við hinum megin. Victor Hugo: Þvi bókin Maríukirkjan eftir hann er magnþrungin og hann var það væntan- lega líka. Grace Kelly: Hún var gyðju líkust og geislandi persóna að sjá. Ragnhildur Eiríksdóttir: Svo ég hafi ástæðu til að brosa. Sævar Jónsson: Til þess að vita hvað tím- anum liður og til að fá boðsmiða á opnun búðar hans Leonard i Borgar- kringlunni 20. júlí. Þórhallur Guðmundsson: Svo hann geti frætt okkur um þá sem eru á sveimi i kringum okkur. Michael Jordan: Þvi ég hef aldrei séð mann fljúga. Shirley MacLaine: Hún hefur upplifað svo margt spennandi, sem væri gaman að fá að fræðast um.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.