Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚLl' 1991
Miklilax
FÉKK100 MILLJÚNA LÁN
FRÁ BYGGDASTOFNUN
rétt fyrir dauðadóm ríkisstjórnarirmar
Miklilax hf. í Fljótum
skuldar Byggdastofnun hálf-
an milljard króna. Heimildir
innan Byggdastofnunar
herma aö á þeim bœ líti
menn á þessar 500 milljónir
Yrkja
Mjungur
íkostnað
Samkvœmt uppgjöri á út-
gáfu bókarinnar Yrkju voru
tekjur afhenni um 32 milljón-
ir króna en útgjöldin um 10
milljónir. Tekjuafgangurinn
er því rétt tœplega 22 milljón-
ir og munu þœr renna í sjód
sem œtlad er að studla ad
landgrœðslu.
Eins og kunnugt er var bók-
in gefin út í tilefni af sextugs-
afmæli Vigdísar Finnboga-
dóttur, forseta íslands. Hún
var seld í forsölu og pöntuðu
14.565 manns bókina. 12.219
þeirra hafa greitt sitt eintak.
Tekjur af bókinni eru sam-
kvæmt því orðnar 30,5 millj-
ónir af bóksölu en auk þess.
hefur verkefnið fengið styrki
og vaxtatekjur.
Um 10 milljóna króna
kostnaður skiptist þannig að
prentunarkostnaður varð um
4.5 milljónir, kostnaður
vegna sölu og dreifingar um
2.6 milljónir og auglýsinga-1
kostnaður um 2,5 milljónir.
Meðal kostnaðarliða má
nefna að Tryggvi Ólafsson
listmálari fékk 250 þúsund
krónur greiddar fyrir mál-
verkið sem prýðir forsíðu
bókarinnar. íslenska auglýs-
ingastofan fékk 813 þúsund
fyrir hönnun auglýsinga.
Hallgrímur Þ. Magnússon
Verö að komast hjá því að bjóða
upp á slíhan misskilning
sem nœr glatað fé. Þrátt fyrir
gífurlegar skuldir fyrirtœkis-
ins fékk það hundrað milljón-
ir afgreiddar eftir áramótin.
Skömmu síðar kvað ríkis-
stjórnin upp dauðadóm yfir
fiskeldinu.
Miklilax er stærsti skuldu-
nautur Byggðastofnunar og
margir fiskeldismenn eru
ósáttir við að fyrirtækið hef-
ur fengið tugmilljóna rekstr-
arlán en að öðru jöfnu hefur
einvörðungu verið lánað til
fjárfestinga. Nýjasta lánið
sem Miklilax fékk var annars
vegar rekstrarlán og hins
vegar til að standa straum af
kostnaði vegna borana eftir
heitu vatni. Skortur á heitu
vatni stóð starfsemi fyrirtæk-
isins mjög fyrir þrifum en
Gunnar Reynir Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Miklalax, segir
að nú sé búið að leysa það
vandamál fyrir fullt og allt.
Innan Byggðastofnunar eru
menn hins vegar ekki jafn
vissir.
í samtali við PRESSUNA
kvaðst Gunnar Reynir búast
við að Miklalaxi tækist með
tíð og tíma að greiða skuldir
sínar við Byggðastofnun.
„Ég er nú einu sinni þannig
gerður, að þegar mál eru bú-
in hef ég ekki meira um þau
að segja. En það er Ijóst að í
framtíðinni verð ég að reyna
uð komast hjá því að bjóða
upp á slíkan misskilning, þó
ég hverfi ekki frá hugsjónum
mínum og starfi. Ég verð
bara að reyna að vinna enn
betur," sagði Hallgrímur Þ.
Magnússon í samtali við
PRESSUNA um málalokin í
deilu hans og landlœknis.
Eins og PRESSAN greindi
frá í síðustu viku var læknis-
stofu Hallgríms lokað að ósk
landlæknis vegna klögunar
Hann sagði enn fremur að
fyrirtækið myndi ekki leita
eftir frekari fyrirgreiðslu. Inn-
an Byggðastofnunar eru
menn ekki jafn bjartsýnir á
að Miklilax muni nokkru
sinni borga skuldirnar: „Það
eru harla litlar líkur á því en
við verðum að vona það
besta," sagði Guðmundur
Malmquist, forstjóri Byggða-
stofnunar. Fimmhundruð
milljónir virðast þannig fokn-
ar út í veður og vind í Fljótun-
um.
sem embættinu barst um
meðferð Hallgríms á asma-
sjúklingi. Einnig kom fram að
landlæknir hafði og óskað
eftir því að Hallgrímur færi í
geðrannsókn.
Síðastliðinn föstudag kom
•hins vegar fréttatilkynning
frá landlæknisembættinu þar
sem tilkynnt var að Hallgrími
hefði verið veitt áminning og
hann hefði nú hafið störf á ný.
— En hyggst þú fara í mál
við landlæknisembættið?
„Ég veit það ekki ennþá.“
Ólafur Gunnarsson og félagar í Ólafsvík
BJOÐAST TIL AD SKILA 6ATUNUM
Olafur Gunnarsson, fyrr-
um framkvæmdastjóri Hrað-
frystihúss Ólafsvíkur og
stjórnarformaður Tungufells
ht, hefur boðist til að skila
tveimur bátum sem hann og
félagar hans keyptu rétt fyrir
gjaldþrot hraöfrystihússins.
Eins og PRESSAN greindi
frá fyrir þremur vikum
keyptu Ólafur og félagar báta
af frystihúsinu og dótturfyrir-
tækjum þess skömmu fyrir
gjaldþrot frystihússins. Kaup-
um á einum bátnum var þing-
lýst einungis fjórum dögum
fyrir gjaldþrotið.
Meðeigendur Ólafs að
Tungufelli eru Ólafur Krist-
jánsson, fyrrverandi verk-
stjóri í frystihúsinu, og Jónas
E. Guðmundsson, útgerðar-
stjóri þess.
Landsbankinn hefur krafist
þess að Ólafur og félagar skili
bátunum aftur og hefur neit-
að að semja við rekstrarfélag
bæjarfélagsins, verkalýðsfé-
lagsins og þeirra Ólafs og fé-
laga um leigu á frystihúsinu
sökum þessa máls. Með til-
boði sínu vonast Ólafur og fé-
lagar til að samningar takist.
Innan Landsbankans hefur
verið rætt um möguleika á að
kæra þá Ólaf og félaga vegna
undanskota frá skiptum á
þrotabúi hraðfrystihússins.
„Honum er mjög umhugað um neytendur í heil-
brigðiskerfinu og ber hag þeirra fyrir brjósti.
Hann er óragur við að taka á málum sem koma
við kaunin á læknastéttinni um leið og hann vill
veg hennar sem rhestan faglega séð,“ segir
Högni Óskarsson geðlæknir. „Ólafur er
skemmtilegur maður og ágætis náungi. Hann er
góðmenni. Hann er góður sálufélagi miskunn-
sama samverjans. Hann er velviljaður og sátt-
fús,“ segir Ingólfur Sveinsson geðlæknir.
„Ólafur hefur mikinn áhuga á forvarnarstörfurri
og hefur aukið þann þátt í störfum læknanna,"
segir Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri
Umferðarráðs. „Hann er ákaflega eðlilegur,
sanngjarn og ljúfur maður. Ég hef ekki mætt
öðru en velvild þegar ég hef þurft að leita til
hans. Hann hefur komið vel fram og mér finnst
hann vera góður í sínu embætti,“ segir Einar
Gíslason, fyrrverandi forstöðumaður hvíta-
sunnusafnaðarins. „Mér hefur líkað ágætlega
við Ólaf. Hann er ráðagóður maður og hug-
myndaríkur. En kannski meiri fræðimaður en
stjórnandi," segir Davíð Gunnarsson, for-
stjóri Ríkisspítalanna. „Við höfum verið góðir
vinir og starfað mikið saman. Mér hefur líkað
vel við Ólaf. Skapgerð hans er þannig að hann
er léttur í lund og auðvelt að umgangast hann.
Hann er hjálpsamur og góður vinur," segir
Nikulás Sigfússon, yfirmaður Hjartavernd-
ar.
Ólafur Ólafsson
landlæknir
„Sem sálufélagi miskunnsama samverjans
er hann oft talsvert óraunhæfur. Hann er
búinn að vera of lengi í embætti. Stundum
er eips og það sé hans verkefni að stjórna
kerfinu og hann lítur á heilbrigðisþjónust-
una fremur sem kerfi en þjónustu einstakra
aðila. Þó myndi ég teija of mikið að kalla
hann kerfiskall. Hann hefur mestallar hug-
myndir sínar frá Skandinavíu,“ segir Ingólfur
Sveinsson geðlæknir. „Ólafur er hugmynda-
ríkur, en gleymir því stundum að kapp er
best með forsjá,“ segir Högni Óskarsson geð-
læknir. „Duglegir menn eru stundum offar-
ar og Ólafur er þar engin undantekning. En
hann er einn af þeim sem maður fyrirgefur
allt, þó maður reiðist honum stundum í
augnablikinu,*1 segir Óli H. Þórðarson. „Það
fór svolítið í taugarnar á okkur hvað hann
var óstundvís," segir Nikulás Sigfússon. „Það
er erfitt að benda á áberandi galla í fari Ól-
afs,“ segir Davíð Gunnarsson.
Ákvoröun Ólafs Ólafssonar landlæknis um aö loka læknisstofu Hallgríms Magnússonar og krefjast þess aö hann færi í geörannsókn hefur vakiö athygli og deilur.
UNDIR
OXINNI
Logi
Ólafsson
þjálfari Víkirtgs
— Er það inni í
þjálfunarprógramm-
inu hjá þér að hvetja
menn til grófra brota
og kjaftháttar?
„Nei, alls ekki."
— Hvers vegna haf-
ið þið fengið svona
mörg spjöld?
„Það eru í sjálfu sér
til margar skýringar á
því. Sum eru sjálfsagt
til komin vegna þess
að ákveðnir liðsmenn
hafa á sér þann stimpil
að vera grófir, en það
eru þeir ekki. Eg er ekki
að segja að við eigum
ekki eitthvað af þess-
um spjöldum skilið.
Auðvitað höfum við
ekki fengið þau öll fyrir
ekki neitt. En mörg
þeirra hafa verið
hreinn og klár óþarfi,
bæði af okkar hálfu og
dómaranna."
— Viltu þá meina
að þessi stimpill, sem
þú segir suma leik-
menn liðsins hafa á
sér, hafi áhrif á dóm-
arana?
„Mig grunar það já."
— Ætlar þú að gera
eitthvað til að reyna
að fækka spjöldum?
„Ég reyni auðvitað
að koma í veg fyrir að
við fáum spjöid sem
við eigum ekki skilið
að fá. Og við höfum
ekki fengið eitt einasta
spjald, að ég heid, fyrir
að vera með kjaft við
dómarann. Þetta er
mestmegnis fyrír gróf-
an leik.
En það verður líka
að taka með inn íþetta
breyttar reglur fyrir
þetta sumar, þar sem
svokölluð „rennitæk-
ling"erheimiluð. Þetta
má sem sagt, en svo
eru „klásúlúr" í þessari
reglugerð, þar sem
segir: nema tæklingin
reynist andstæðingn-
um hættuleg. Og hún
er, að mínu mati, nán-
ast alltaf hættuleg.
Það hefur reynst dóm-
urunum erfitt að
greina þarna á milli,
hvenær hún er hættu-
leg og hvenær ekki, og
hvenær hún er leyfileg
og hvenærekki. Sjálfur
reyni ég að fara á eins
marga leiki og ég get,
og þar sé ég sömu
brotin og hjá okkur,
nema við fáum spjöld
| fyrir þau en hinir ekki."
Vikingur er kominn med flest
spjöld eftir 7. umferd i fyrstu
deildinni. 21 gult spjald og tvö
raud, á medan Valur hefur ekki
fengið nema sex spjöld ogKR sjö.