Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 30
30
Hrossaræktin var það eina sem
ekki sýndi botnlaust tap í Hús-
dýragarðinum
Húsdýra-
garðurinn í
Laugardal
orðinn
gjaldþrota
— áttum að vita að loð-
dýraeldi, sauðfjárrækt,
fiskeldi og kanínurækt
gátu ekki borið sig —
segir forstöðumaðurinn
Markús Örn
sendir Reyk-
víkingum
kveðju
— er nú staddur í Algeirs-
borg
Markús Örn hefur ekki gleymt
Reykvíkingum á ferðalagi sinu og
sendir þeim kveðju hvar sem hann
er staddur
a
Það var óskaplegur léttir að losna
við sjóðinn — segir Ólafur G. Ein-
arsson menntamálaráðherra
Emírinn af
Kúvæt kaupir
Lánasjóð
íslenskra
námsmanna
— ætlar að nota hann til
að kosta nám sonar síns
27. TOLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR
FIMMTUDAGURINN 4. JÚLÍ 1991
STOFNAÐ 1990
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR
— margir lœknar hafa verid sendir til hans í
gedrannsókn
Seltjarnarnesi, 4. júlí______
„Auðvitað verð ég
hneykslaður þegar ég
frétti þetta. Það á ekki að
líðast að menn í trúnað-
arstörfum misnoti að-
stöðu sína með þessum
hætti,“ sagði Sighvatur
Björgvinsson heilbrigð-
isráðherra, þegar GULA
PRESSAN innti hann eft-
ir viðbrögðum hans við
því að Ólafur Ólafsson
landlæknir hefði aðstoð-
að frænda sinn við að
koma undir sig fótunum
í geðlækningum með því
að vísa ýmsum læknum,
meðal annars Hallgrími
Þ. Magnússyni, til hans í
geðrannsókn.
„Mér fannst alltaf hálf-
furðulegt að Ólafur skyldi
sífellt vera að krefjast þess
að læknarnir færu í geð-
rannsókn. En nú er skýr-
ingin komin," sagði Sig-
hvatur.
„Ég skipaði þeim aldrei
að fara til frænda míns,“
sagði Ólafur Ólafsson í
samtali við GULU PRESS-
UNA. „Ég benti þeim ein-
faldlega á að það gæti
reynst þeim vel.“
„Auðvitað er ég þakklát-
ur honum Óla frænda,“
sagði Karl I. Nikulásson
geðlæknir. „Hann hefur
hjálpað mér mikið en því
fer fjarri að þetta sééinhver
klíkuskapur. Ég á ekki að
líða fyrir að vera frændi
hans Öla.“
Karl I. Nikulásson, frændi Ólafs Ólafssonar landlæknis, hefur
haft mikið að gera að undanförnu.
Ólafur Ólafsson landlœknir
Sakaður um að útvega
frænda sínum verkefni
Samkomulag íslensku og norsku ríkisstjórnarinnar í nótt
LEIFUR EIRÍKSSON
ER ÍSLENSKUR
— Hrafn Gunnlaugsson og Thor Vilhjálmsson veröa norskir í staöinn
Bergen, 4. júlí
„Þetta var fullnaðarsig-
ur fyrir okkur íslendinga,"
sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson utanríkisráð-
herra þegar hann kom út
af fundi með Gro Harlem
Brundtland, forsætisráð-
herra Noregs, seint í gær-
kvöldi. Á þessum fundi var
leidd til lykta mörg hundr-
uð ára deila þjóðanna um
þjóðerni Leifs Eiríksson-
ar, þess er fann Ameríku.
„Þetta er sigur sem líkja má
við lausnina í handritamál-
inu,“ sagði Jón Baldvin.
„Norðmenn féllust loks á að
Leifur væri íslenskur og fyrir-
gerðu öllum kröfum til hans.“
Aðspurður vildi Jón Bald-
vin lítið gefa út á það sem
Norðmenn fengu út úr sam-
komulaginu, en í því er kveð-
ið á um að Hrafn Gunnlaugs-
son kvikmyndagerðarmaður
og Thor Vilhjálmsson rithöf-
undur verði norskir.
„Þetta er bara skiptimynt
við hliðina á Leifi. Þó Norð-
menn vanti menn eins og
Hrafn og Thor þá eigum við
nóg af þeim,“ sagði Jón Bald-
vin.
Virt breskt rádgjafarfyrirtœki um Alþingi
LEYFIÐ FRAMM’IKÖLL
OG KOMIÐ RÓSU
INGÓLFS Á ÞING
— munum íhuga þessar tillögur, — segir Salome
Þorkelsdóttir
Reykjavík, 3. júlf___________
Hið virta breska ráðgjaf-
arfyrirtæki Smith, Smith
and Tholson hefur sent
Salome Þorkelsdóttur
áfangaskýrslu um úttekt
sína á hvað megi verða til
að auka hróður Alþingis
og áhuga almennings á
störfum þess. í skýrslunni
er meðal annars lagt til að
frammíköll verði leyfð til
að lífga upp á þingfundi,
að þingfundum verði varp-
að á risaskjá á Lækjartorgi
og í Kringlunni og reynt
verði að fá Rósu Ingólfs-
dóttur til að sitja á þingi.
Auk Rósu nefna bresku ráð-
gjafarnir ýmsa aðra sem
gætu lífgað upp á þingið, til
dæmis Garðar Cortes óperu-
söngvara, Gunnlaug Þórðar-
son lögmann og Sverri Her-
mannsson bankastjóra.
í skýrslunni fá sitjandi þing-
menn umsagnir og fær Árni
Johnsen hæstu einkunn.
„Hann er hreint óborganleg-
ur og væri dýrgripur á hvaða
Rósa hefur allt til að bera til að
auka áhuga miðaldra karl-
manna á þingstörfunum" seg-
ir í skýrslu Smith, Smith og
Tholson.
þjóðþingi sem er,“ segir um
Árna í skýrslunni. Aðrir fá
verri dóm. Til dæmis segir
um Eggert Haukdal: „Þó ekki
væri nema vegna sjónrænna
krafna nútímafjölmiðlunar er
forgangsverkefni að koma
Mr. Haukdal af þingi.“
Kári Unnarsson vill þjálfa lax
til að leita uppi og telja loðnu.
Tilraunir til að
þjálfa laxa upp
í að telja
loðnur
— gæti rennt stoöum
undir greinina, — segir
Guömundur Malmquist
forstjóri Byggöastofnunar
Kópaskeri, 3. júlí
„Tilraunirnar eru komn-
ar alltof skammt á veg til
þess að ástæða sé til að
vera ekki bjartsýnn,“
sagði Guðmundur Maim-
quist, forstjóri Byggða-
stofnunar, í samtali við
GULU PRESSUNA, en
stofnunin hefur ákveðið
að verja um 500 milljónum
til að kanna hvort ekki sé
hægt að þjálf a eldislax upp
í að telja loðnur á hafi úti.
„Mér datt þetta í hug þegar
ég heyrði einhvern viðskipta-
fræðing segja að helstu vaxt-
armöguleikar í íslensku at-
vinnulífi væru í ýmsum stoð-
greinum sjávarútvegs," sagði
Kári Unnarsson fiskeldis-
fræðingur, en hann á hug-
myndina að nýjum notum
fyrir eldislax.
„Það er ljóst að laxinn ratar
vel og að hann er skynugur
fiskur,“ sagði Kári. „I fljótu
bragði er því líklegt að hægt
sé að þjálfa hann til starfsins."
„Ég var voðalega feginn
þegar ég frétti þetta," sagði
Matthías Bjarnason, formað-
ur stjórnar Byggðastofnunar.
„Ég var farinn að halda að
við gætum ekki með góðu
móti lánað meira til laxeldis,
en þarna hafa opnast algjör-
lega nýir möguleikar."
Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og aihliða þjónusta
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944