Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 20

Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚLÍ 1991 smáa letrið Pað var sko fjör á Borginni á föstudagskvöldið. Ástæðan? Júpiters. Ballinu var útvarpað á Bás 2 (Stefán Jón Hafstein dansaði allt kvöldið) en færri komust að en vildu. Nóg samt. Það var orðið svívirðilega troð- fullt upp úr miðnætti. Hverjir mættu? Allir íbúar Grjótaþorps- ins, sætar stelpur og væn sneið af menningarelítunni. Júpíters eru „inni" hjá kúltúrgenginu (hvað gera þeir vitlaust?) Böll eru ekki eina dægra- styttingin. Upp á síðkastið hef- ur sá hópur farið stækkandi sem sækir nauðungaruppboö. Nokkrir fastagestir eru oft i fylgd með fógeta og harðsnúnu liði lögfræðinga. Það er mis- jafnt hvort menn bjóða i eignir eða eru „bara að skoða". Hverjir sækja nauðungaruppboðin? Nú, þessir til dæmis: Gunnar Berg Björnsson flugmaður hjá Flugleiðum. Hann ereinna dug- legastur og hefur nælt sér i nokkrar eignir. Þá eru það félag- arnir Helgi Baldursson og Vig- lundur Sigurjónsson Þeir koma alltaf saman og eiga stundum hæstu boð. Um dag- inn tryggðu þeir sér eignir á Frakkastíg 19 og Vitastíg 9. Steingrímur Leifsson er titlað- ur kennari en sýnir auk þess með Módelsamtökunum. Hann keypti smáholu við Bauð- arárstíg og hefur mætt nokkr- um s'.nnum eftir það. Sá eini úr hópi fastagestanna sem ekki hefur dottið i lukkupottinn enn- þá er Siguröur Haraldsson (fyrrum markvörður?) en hann er hæstbjóðandi i eina eða tvær eignirsem fógeti á eftir að taka afstöðu til. Er þetta ekki tilval- inn fjölskylduleikur? Tvifarakeppni PBESSUNN- AB i síðasta tölublaði vakti mikla athygli (Höröur Sigur- gestsson og Bart Simpson) og vegur þeirra tvifaranna vex stöðugt. Nýlega kunngerði bandarískt blað að Bart væri orðinn vinsælli en sjálfur Bill Cosby (49% gegn 43%). Viljiði vera með á nótunum um hverjir eru inni og hverjir úti i stjörnu- bransanum? Hér hafiði það: Julia Boberts er uppáhald allra um þessar mundir, en Mad- onna er siðasta sort (versta leikkonan, næstversta söng- konan). Sinéad O'Connor er versta söngkonan og að auki með verstu hárgreiðsluna (hvaða hárgreiðslu?) að mati lesenda blaðsins. Besta parið i sjónvarpsþáttum eru þau Dan og Roseanne en þau urðu lika efst ikosningu um versta parið og versta þáttinn. Og svo var það spurningin um best heppnuðu lýtalækninguna. Þar gekk ekki hnífurinn á milli Cher og Michaels Jacksons. Tvifarakeppni PRESSUNNAR — 2. hluti Tvífarar vikunnar koma úr sitthvorri heimsálfunni eins og i siðustu viku og eiga sem betur fer ekki mjög margt sameigin- legt: Manuel Noriega fyrrum einvatdur i Panama og Markús Örn Antonsson nýr borgar- stjóri i Reykjavik, Islandi, Valda- sól Manuels er hnigin til viðar og hann situr nú i bandarisku fangelsi. Sól Markúsar er hins vegar i hádegisstað. Manuel hefði aftur á móti áreiðanlega haft betri tök á borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna... Uppnefni, sem gleymast seint eða aldrei Frá Katli flatnef Bjarnasonar bunu til Óla gríss og Nonna bala Ragnar álskalli Gunnólfur kroppa hét maður, sonur Þóris hauknefs hersis. Þór- ólfur brækir, Haraldur hárfagri, Ól- afur trételgja, Ormur hinn mjói, Hallfreður vandræðaskáld, Koll- grímur hinn grái, Ketill þistill og Helgi magri. Allt eru þetta þekkt nöfn úr íslandssögunni. Og hver kannast ekki við Þránd nefja, er var faðir Þorsteins sem átti Loft- hænu dóttur Arinbjarnar hersis, eða Auði djúpúðgu dóttur Ketils flatnefs, Bjarnasonar bunu. Flestir þessara kappa flúðu til íslands undan ofríki Haralds hins hár- fagra, áður lúfu, sonar Hálfdáns svarta. Þeir reistu bú sín á íslandi og afkomendur þeirra hafa unað hag sínum sæmilega síðan hér á landi, nú síðast undir stjórn Denna dæmalausa, Nonna bala, Óla gríss og Bubba kóngs. Allir kannast við viðurnefnið ál- skallann, þar er að sjálfsögðu átt við Ragnar Halldórsson, fyrrver- andi forstjóra álverksmiðjunnar í Straumsvík. Það vita líka allir við hvern er átt þegar vitnað er í Denna. Denni er að sjálfsögðu Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra til skamms tíma, og nafngiftin er frá frægri teikni- Denni Steingrímur íslandsböllur Diddi fiðla Lalli toppur Tóti tönn Palli pönkari Goddi fýla Friðrik daunn Elli smellur Óli kommi Valdi kúkur Magnús Lenín myndafígúru Tímans um Denna dæmalausa. Þá hefur viðurnefnið Bubbi kóngur lengi loðað við Dav- íð Oddsson, borgarstjóra og for- sætisráðherra, sem mun hafa sleg- ið rækilega í gegn í hlutverki Bubba kóngs á sviði fyrir mörgum árum. Guðmundur J. Guð- mundsson verkalýðsleiðtogi hefur í áratugi sjaldnast verið nefndur annað en Guðmundur Jaki, oft er aðeins talað um Jakann og fyrir fáum árum var viðurnefnið gert svo gott sem ódauðlegt þegar helj- armikill bryggjukrani Eimskips var skírður í höfuðið á verkalýðsfor- ingjanum. Og allir þekkja orðið Einar Odd Kristjánsson, formann Vinnuveit- endasambandsins, undir nafninu bjargvætturinn. Það er kannski ekki eins þekkt að Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og for- seti borgarstjórnar, er af sumum umbjóðenda sinna nefndur Magn- Guðni kjaftur ús Lenín Sveinsson. Ekki fylgir sögunni hvort þessi nafngift Magn- úsar er tilkomin vegna hörku hans í samningaviðræðum við atvinnu- rekendur, töldu viðmælendur PRESSUNNAR reyndar fæstir að sú væri ástæðan. Þá er Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, oft nefndur Þórarinn fimmti, sem kemur til af vaffinu í nafni hans. LEIBBI TÍMAVÖRÐUR OG ÆTTARNAFNAÆÐIÐ Maður er nefndur Leifur. Óvíst er hvort hann á ættir að rekja til þess fólks sem nefnt er hér að framan, en hann býr í Þingholtun- um og í daglegu tali nefndur Leibbi. Ekki er vitað til þess að hann hafi beinlínis orðið ber að dónaskap eða annars konar óvið- urkvæmilegu athæfi, nema hvað honum verður býsna tíðlitið á klukkuna, og hlýtur það í sjálfu sér að vera fullkomlega saklaust. Engu að síður hefur lengi loðað við hann viðurnefni sem margir gætu hugsað sér að vera án. Það er kunnara en frá þurfi að segja — enda skal ekki fjallað um það hér — að velflestir Islendingar Binni blóm halda enn í þann forna sið að kenna sig við feður sína, eða þeg- ar verst lætur við mæður sínar eins og Loki Laufeyjarson. í öðr- um löndum bera menn ættarnöfn, sem ekki fór framhjá íslenskum höfðingjasonum sem lögðust í ferðalög til útlanda á síðustu öld- um. Þeir tóku margir að kenna sig við stórbýli feðra sinna — Vídalín, Espólín, Kúld, Briem — eða upp á dönsku við feðurna sjálfa — Steph- ensen, Thorarensen, Thoroddsen, Johnsen, en síðast við írska kónga og dýrlinga — Kvaran, Kjaran, Kjarval og Kiljan. Sumir hafa kennt sig við ár og fljót, t.d. Blandon, eða Blöndal. Aðrir hafa gripið til þess ráðs að kenna sig við fæðingarstað, s.s. Jón Isfjörð og Baldur Arnfjörð. Ættarnöfn þóttu í eina tíð mönnum heldur til framdráttar og kepptust allir sem vettlingi gátu valdið við að skreyta sig og ætt- menn sína þessum furðulegu nöfn- Flatrekur skipstjóri um. Þá urðu til nöfn eins og Blá- feld, ísfeld, ísberg og Sæberg svo eitthvað sé nefnt. Lagt var bann við þessari óvenju þegar menn gátu ekki lengur skroppið í kaup- stað án þess að fara að kalla sig Guðjohnsen eða þvíumlíkt. TILEFNIN ÓÞRJÓTANDI Eins og gefur að skilja hljóta menn oft viðurnefni af framkomu sinni, sérkennum í fari, burðum, ásköpuðum líkamslýtum eða -prýði og þar fram eftir götunum. Jóhann risi hefði tæplega verið nefndur svo ef hann hefði ekki verið meiri vexti en aðrir menn. Diddi dvergur, sem fyrir fáum ár- um setti svip sinn á bæjarlífið. þurfti ekki að óttast þá hvimleiðu kvöð að horfast i augu við döm- urnar sem hann dansaði við á Borginni. Ólafur digri var Noregs- konungur. Grettir Asmundarson hlaut viðurnefnið hinn sterki og sama máli gegndi un> Odd af

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.