Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚLÍ1991 Jóhannes B. Skúlason útvarpsstjóri ,Paö eru allir orðnir þreyttir á þessiim útvarpstöffun lífsstíl þarf að hugsa hlutina til lengri tíma. Það hafa oft verið gerðar slíkar tilraunir í gegnum söguna en fjölmiðlar hafa bremsað þær af.“ Eru fjölmidlamenn oftast monthanar úr takt uiö allan almenning? „Já, fjölmiðlafólk er yfir- leitt alveg úr takt við það sem er að gerast. Þetta er svo mik- ill stjörnuheimur, svo mikið egóflipp og þar er að minnsta kosti engin útvarpsstöðv- anna undanskilin. Menn stofnsetja þessar stöðvar til að hefna sín á einhverjum öðrum aðila, vegna þess að þar var einhverjum dagskrár- gerðarmanni hent út og þá fara þeir vondir og búa til nýja útvarpsstöð. Fyrst og fremst til að hefna sín en ekki til að búa til útvarpsstöð til þess að koma til móts við fólk. Útvarpsbransinn hefur einkennst af fýlupokum sem eru meira og minna í skítkasti sín á milli. Hóparnir hafa sameinast, stofnað stöð og svo sprungið eftir stuttan tíma, þá hafa einhverjir fýlu- pokar kroppað sig saman aft- ur og svo áfram og áfram. geisladiski af stað. Þeir vita ekkert um fólk og hafa tak- markaðan áhuga á raunveru- iegu lífi almennings." TÖFFARASKAPUR ÚR TÍSKU En nú hefur Stjarnan ekki breyst mikid eftir ad þú tókst uid. Ætlar þú aö breyta þuí og þá huernig? „Þó svo að dagskrárgerðar- menn og stjórnendur stöðv- arinnar séu opnir fyrir fólki og mannlegum þáttum þjóð- félagsins þá er Stjarnan tón- listarútvarp. En það er hægt að koma ýmsu til skila í gegn- um tónlistarútvarp. Við erum glaðbeittur hópur, við viljum vera hress og við viljum vera jákvæð. Við erum ekki að hugsa um breytingar í áttina að einhverskonar dægur- málaútvarpi. Við ætlum held- ur að reyna að fara meira á meðal fólksins, við viljum styðja við bakið á ýmsum góðum málum úti í þjóðfélag- inu. Við ætlum að hætta þess- ari töffaraímynd." ErStjarnan þá á leiöinniaö uerda aö einhuers konar mjúku útuarpi? Og eruö þiö úlan er sú að við verðum að hugsa eins og venjulegt fólk." VILJUM FULLNÆGJA HLUSTENDUM Skynjar þú þig sem ualda- mikinn einstakling, aö ráöa yfir útuarpsstöö?■ „Nei, í rauninni ekki, og ég held reyndar að ég skynji það betur en margir aðrir sem reka útvarpsstöð að útvarps- stöð hefur töluvert vald. Það eru hlustendur sem hafa hins vegar úrslitavaldið, þeir ráða því hvaða stöð lifir. En hópur- inn sem myndar Stjörnuna er ekki bara ég. Við viljum gera allt til að elta hlustandann uppi, fullnægja honum eins og við getum, þannig að vald- ið er í raun hans. En auðvitað getum við haft mikil áhrif á þann hlustendahóp sem við höfum. Og þess vegna veltir maður því fyrir sér hvers vegna fólk sem vinnur á þess- um útvarpsstöðvum lætur eins og það lætur. Þetta fólk virðist oft halda að það sé einhverjir guðir og hafi verið sérstaklega valið til að stjórna. Og það hættulegasta er að þessu fólki tekst oft að ingu á fjármálum, en ég hef mjög fært fólk til að vinna svona hluti fyrir mig. Ég ætla að sinna því sem ég held að ég geri best, þ.e. markaðsmál- um og almennri stefnumót- un, en ekki þessum daglegu fjár- og dagskrármálum. Auð- vitað hef ég alls staðar loka- orðið, en það er bara eins og í öllum öðrum fyrirtækjum." Ymsir segja aö samningur- inn sem þú geröir uiö íslenska útuarpsfélagiö sé á margan hátt einkennilegur eöa óuenjulegur? „Samningurinn er á engan hátt einkennilegur eða óvenjulegur, þetta er bara ákveðin tegund af verktaka- samningi. Þessi samningur er unninn af mér og fulltrúum íslenska útvarpsfélagsins í fullri samvinnu. Það var ég sem kom til þeirra og óskaði eftir þessu, það var ég sem lagði drögin að samningnum og þeir sem samþykktu. Þannig að ef hann er á ein- hvern hátt óvenjulegur eða skrýtinn þá er það á þeirra kostnað." Eru ekki í samningnum ákuœöi um aö þeir geti rift inn upp að 25 ára og ég ætla að einbeita mér að þeim hópi, þannig að hagsmunir munu ekki þurfa að rekast á. Þetta skilyrði er heldur ekki þannig að þeir geti bara sagt: Heyrðu, nú ert þú að taka af okkur hlustendur, og við verðum að rifta samningnum og reka þig út. Nefnd hlut- lausra fagmanna, sem skipað er í bæði af þeim og mér, á að meta hlutina út frá því sjónar- horni hvort ég sé farinn að markaðssetja mig fyrir hóp- inn 25 ára og eldri." Er of mikiö af útuarps- stööuum á íslandi í dag? „Já, og við erum jafnvel með allt of marga miðla. Það þarf einhver að deyja, en það verður ekki Stjarnan." Huern uilt þú helst sjá deyja? „Þann sem stendur sig ekki nógu vel." Björn E Hafberg Ástæðulaust að draga fólk á asnaeyrunum Þetta hljómar eins og ameríski draumurinn, hann er aðeins tuttugu ára gamall og er hæstráðandi á útvarpsstöðinni Stjörn- unni. Hann byrjaði fyrir fáum árum að hlaupa í til- fallandi störf, var að send- ast, hella upp á kaffið og skúra. Fylgdist vel með því sem gerðist og greip tæki- færið þegar það gafst og leigði reksturinn. Hann hefur ýmislegt að athuga við fjölmiðlana í dag og segir að fjölmiðlafólk hafi fyrst og fremst áhuga á sjálfu sér og sé í eilífum stjörnuleik í stað þess að þjóna almenningi. Hann heitir Jóhannes B. Skúla- son, ungur og röskur mað- ur sem ætlar að breyta ýmsu. Huers uegna leigöir þú Stjörnuna og huaöa tœkifœri finnst þér þaö gefa þér aö uera oröinn útuarpsstjóri? „Áhugasvið mitt lá upphaf- lega á sviði markaðsmála og rekstur útvarpsstöðvar var ekki á sjóndeildarhringnum. En þegar ég var búinn að vinna nokkuð í kringum út- varp fór ég að velta því fyrir mér og átta mig á að útvarp hefur gríðarlega mikið vald sem oft er misnotað. Hér á landi er þetta vald misnotað miklu meita én menn átta sig almennt á. Það er ekki alltaf sem þetta gerist meðvitað. Stjarnan á að vera útvarps- stöð fyrir ungt fólk sem oftast er mjög móttækilegt fyrir því sem er að gerast í útvarpinu. Á þessum útvarpsstöðvum sem ætlaðar eru ungu fólki hefur oft verið staðið illa að hlutunum og dagskrárgerð- arfólk er þar að segja hluti sem eru kolrangir og vitlausir og fara hreinlega illa með fólk og plata það. Það er hins vegar ekki það sem ég vil gera, ég held að ég sé nokk- urn veginn heiðarlegur mað- ur, og vil að útvarp sé notað á réttan hátt." í ÚTVARPI TIL AÐ VERÐA FRÆGUR Huernig er útuarp notaö á réttan hátt? „Við erum með fullt af vandamálum úti í þjóðfélag- inu. Vandamálin sem kannski mest er talað um eru alnæmi, eiturlyf og fleira mætti nefna. Ég vildi geta lagt eitthvað af mörkum í baráttunni gegn þessum vandamálum í gegn- um Stjörnuna." Er þá hugmyndin sú aö þú getir meö þuí aö ráöa yfir út- uarpsstöö haft ueruleg áhrifá skoöanir fólks og uiöhorf? „Já, ég ætla að gera það sem ég get og ég held að ég geti haft áhrif. Útvarp er bara einn miðill af mörgum og allir miðlar eru í harðri sam- keppni. Flestir þeirra eru að ala upp í fólki vitlausa hluti að mínu mati. Mér finnst ekki ástæða til að draga fólk á asnaeyrunum. Það sem þarf að gera er að koma fram af einlægni, svo einfalt er málið. Að vera meðvitaður um hvað það er sem venjulegt fólk er að gera, hvað fólk vill og hvað það er að hugsa. Þannig held ég að hægt sé að búa til mjög gott útvarp. Fólk er að ganga í gegnum allskonar vandamál, sem útvarpsfólk er líka að ge'ra. En þetta fólk í fjölmiðlabransanum er oft ofsalega hátt uppi. Það veit ekkert hvað er að gerasfr, það hugsar bara um sjálft sig, og það gengur ekki. Það sem fjölmiðlar þurfa að gera er að stuðla að því að fólki geti liðið vel. Hérlendis hafa margir lit- ið á það að starfa í útvarpi sem leið til að verða frægir." FJÖLMIÐLAFÓLK MONTHANAR UPP TIL HÓPA Ert þú sjálfur meö einhuerj- ar hugmyndir um huaö fólk uill, œtlar þú kannski aö boöa einhuerja ákueöna lífs- stefnu? „Bæði og. Til þess að móta ákveðinn hugsunarhátt eða Þetta þýðir að menn eru ekki í útvarpi af hugsjón heldur til að fullnægja egóinu, sem hlustendur hafa engan áhuga á. Menn verða að hafa ein- hverjar hugsjónir til að geta rekið almennilegt útvarp. Við ætlum að vera fyrir fólkið en ekki öfugt, eins og sumir fjöl- miðlagosar halda að hlutirnir eigi að vera." Huernig lýsirþetta mont út- uarpsmanna sér? „Þeir eru sífellt rífandi kjaft og þykjast alltaf geta haft vit fyrir fóíki. Þeir vita oft ekkert annað en hvernig á að setja plötu á fóninn eða koma þá meö einhuerja ákueöna hugmyndafrœöi sem þiö oetl- iö aö uinna útfrá? „Við erum ekki með neina uppskrift sem við förum yfir á hverjum morgni. Við erum hópúr'af ungu rösku fólki, nýrri kynslóð útvarpsfólks. Fólk sem vill gera þetta af ein- lægni, það er málið að menn geti verið þeir sjálfir. Menn þurfa að gera hlutina frá hjartanu, það eru allir orðnir þreyttir á þessum útvarpstöff- urum. En annars verða engin höft sett á fólk, við verðum að treysta hvert öðru. Form- stjórna hlustendum. Stjarnan á að nota áhrif sín á jákvæð- an hátt og hjálpa til, ekki rífa niður." ÉG HEF ALLS STAÐAR LOKAORÐIÐ En huernig helduröu aö þaö ueröi fyrir þig aö halda utan um fjármál stööuarinn- ar og hafa jafnframt lokaorö- iö um mótun dagskrárinnar. Veröur ekki erfitt aö sam- rœma þessa tuo þætti? „Jú, eflaust verður það, en ég hef í raun og veru ekki dagleg afskipti af dagskrár- gerð. Ég hef ekki sérþekk- honum efþú ferö inn á þeirra uerksuiö, og þeir reka sjálfir útuarpsstöö. Er þá hœgt aö komast hjá þuí aö uera í sam- keppni? „Það er hægt að rifta samn- ingnum ef ég fer inn á þeirra verksvið, og mér finnst það ákvæði mjög eðlilegt. Þeir eiga tvær útvarpsstöðvar og hugsun þeirra er að þjóna tveimur hópum, eldra fólki og ungu fólki, sínum á hvorri stöðinni. Ég hef engan áhuga á að berjast um sama aldurs- hópinn og hinar fjórar stöðv- arnar eru að berjast um. Það er tómarúm fyrir aldurshóp-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.