Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 26
26
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚLÍ 1991
LP
LISTAPÓSTURINN
Hvað eiga þjóðskáldin okkar
sameiginlegt með torfæru-
ökumönnum? Nöfnin. Þann-
ig þeysir Einar Benediktsson
um á sérútbúnum kagga og
Steingrímur Thorsteinsson
tryllir um gryfjurnar á kraft-
miklum jeppa. Þjóðskáldin
ortu náttúru landsins lof en
ökuþórarnir spæna hana upp
með miklum tilþrifum — á af-
mörkuðum svæðum, vel að
merkja. Og líklega eiga öku-
mennirnir ívíð meiri vinsæld-
um að fagna en. skáldin, í
seinni tíð að minnsta kosti.
Fyrir ættfræðingana: Öku-
þórinn Steingrímur Thor-
steinsson er barnabarnabarn
Steingríms Thorsteinssonar
skálds en engum sögum fer af
því hvort Einar Benediktsson
er skyldur Einari Benedikts-
syni. . .
Nokkrir bókamolar: Hannes
Sigfússon gefur út Ijóðabók
hjá Máli og menningu í haust,
■Steinar Sigurjónsson verður
með skáldsögu hjá Forlaginu
og Kristín Omarsdóttir hjá
MM. Forlagið ætlar að leggja
mikinn metnað í útgáfuna á
bók Steinars sem hefur löng-
um átt í brösum með útgef-
endur, en hann er einn merk-
asti nýjungamaður í íslensk-
um bókmenntum . . .
Um daginn var sagt frá því í
fréttum að Bragi Kristjónsson
fornbókasali hefði fundið ein-
,tak af Fjölni, áritað af Jónasi
Hallgrímssyni. Áður var að-
eins vitað um eina bók sem
varðveist hefur með áritun
listaskáldsins góða. Bragi
mun hafa rekist á ritið af til-
viljun og fengið það fyrir
slikk. Nú er hann hins vegar
búinn að selja gripinn. Kaup-
verðið mun hafa verið
200.000 krónur. Það getur
borgað sig að róta í gömlu
drasli . . .
Kristín á Pílu í íslandsreisu.
Eitt málverk er þúsund myndir
Kristín María Ingimarsdóttir í stuttu spjalli um hreyfimyndagerd
„Þaö var œvintýraþráin
öðru fremur sem rak mig út.
Að vísu œtlaði ég aldrei til
Ameríku og ég œtlaði aldrei
að vera svona lengi," sagði
Kristín María Ingimarsdóttir
myndlistarmaður sem hefur
búið í San Francisco undan-
farin átta ár. Fyrst við mynd-
listarnám en upp á síðkastið
hefur hún verið í kvikmynda-
skóla og einkum lagt stund á
það sem kallast „animation"
á ensku. Það er hcegt að þýða
sem teiknimyndir en Kristín
vill fremur skilgreina við-
fangsefni sín sem „hreyfi-
myndir".
„Það sem heillar mig við
hreyfimyndagerðina er eink-
um hversu margir vinna sam-
an. Myndlistarmaðurinn er
fremur einangraður í starfi
sínu og hættir til að loka sig
af. Hreyfimyndagerð er ótrú-
lega mikið þolinmæðisverk
en býður upp á óendanlega
möguleika. Hver rammi er
unninn sérstaklega og það
þarf 24 ramma á sekúndu."
Þolinmæðisverk, já. Kristín
hefur verið í fjóra mánuði að
vinna að þriggja mínútna
langri mynd. Og hún er ekki
alveg búin ennþá.
En af hverju úr myndlist í
hreyfimyndir? „Ég lít á þetta
sem framhald af myndlist-
inni. Mig langaði að reyna að
þróa málverkið áfram. Eitt og
sama málverkið er í rauninni
óteljandi myndir, frá því að
listamaðurinn byrjar og
þangað til hann telur það full-
klárað. Einn myndlistarmað-
ur sagði að þegar hann hefði
lokið einni mynd fyndist sér í
raun að hann væri búinn að
mála þúsund myndir. í hreyfi-
myndagerðinni gefast mögu-
leikar á því að sýna þessa þró-
un. Og ég nota verkin mín í
myndina, færi formin til á
myndfletinum út frá ákveð-
inni grunnhugmynd sem ég
móta í upphafi."
Hvaða möguleikar eru svo
í hreyfimyndagerðinni hér-
iendis?
„Ég renndi alveg blint í sjó-
inn þegar ég byrjaði en ég sé
marga möguleika. Þetta er
nær óplægður akur hérlend-
is. íslendingar hafa tilhneig-
ingu til að líta svo á að ekki
séu til öðruvísi kvikmyndir
en tveggja tíma langar bíó-
myndir með ákveðnum sögu-
þræði. En ég held að í fram-
tíðinni eigi þetta eftir að
breytast. Til þess þarf þó auð-
vitað vettvang fyrir sýningar
á styttri kvikmyndum."
Kristín María fer aftur vest-
ur til Ameríku í haust og held-
ur áfram þar sem frá var horf-
ið með myndina. í sumar
kennir hún hins vegar í reið-
skóla.
Opnað með stæl
Það var dúndrandi fjör í Ný-
listasafninu þegar þeir félag-
ar Daníel Magnússon og
Sveinn Þorgeirsson opnuðu
sýningu um síðustu helgi.
Þeir fara aldrei troðnar slóðir,
hvorki í listinni né lífinu. En
þeim tókst hins vegar að gera
opnunina ógleymanlega fyrir
gestina. Ogleymanlega?
Kannski er seinni hlutinn svo-
lítið óskýr í hugum sumra
enda flaut vínið ómælt. Og
þeir voru útsjónarsamir:
Fengu Argentinu til að
styrkja sýninguna (húrra fyr-
ir þeim), útveguðu sér vín frá
öðrum myndlistarunnend-
um, pylsur á grillið frá enn
öðrum. Svo komu tónlistar-
menn og héldu uppi fjöri í
garðinum í aftanskininu.
BÆKUR
Charles Bukowsky:
Ham on Rye
Bukowsky er engum lík-
ur. Fyrstu 50 ár ævi sinnar
var hann meira og minna á
fyileríi og kvennafari,
skipti lengst af um vinnu-
staði eins og sokka en vann
lengst hjá póstinum. Nú er
hann kominn á áttræðis-
aldur og hefur gefið út eitt-
hvað um 30 bækur; Ijóð,
smásögur, greinar og skáld-
sögur. Bukowsky er yfirleitt
sjálfur í aðalhlutverici (und-
ir nafninu Henry Chinasky)
og skrifar um fólk sem lifir
frá degi til dags, óháð öðr-
um lögmálum tilverunnar
en þeim, sem lúta að því að
útvega áfengi, söng og end-
ingarlitlar ástir. Bukowsky
hefur síðustu árin komist í
tísku í Evrópu, einkum
Frakklandi, og hann skrif-
aði líka handritið að Barfly.
Lýsingar hans á lífi utan-
garðsfólks eru bæði ljúfar
og hrjúfar og alltaf bráð-
skemmtilegar. Ham on Rye
er skáldsaga af endurminn-
ingagerð; lýsir uppvexti
drengs í nöturlegu um-
hverfi þýskra innflytjenda
(Bukowsky fæddist í Þýska-
landi árið 1920, fjölskyldan
flutti til Bandaríkjanna
1924). Bækur Bukowskys
hafa verið ófáanlegar hér-
lendis nema með höppum
og glöppum en nú hefur
Eymundsson staðið fyrir
talsverðum innflutningi á
gamla manninum.
Ljóð ungra skálda
Ung
islandsk lyrik
Guðrún Jakobsdóttir valdi
og „endursamdi".
Þetta er dálítið dularfull
bók. Hún er bæði á ís-
lensku Qg dönsku, inni-
heldur ljóð eftir tólf ung, ís-
lensk skáld (Anton Helga
Jónsson, Braga Ólafsson,
Elísabetu Jökulsdóttur,
Gyrði Elíasson, ísak Harð-
arson, Kristínu Ómarsdótt-
ur, Lindu Vilhjálmsdóttur,
Magnús Gestsson, Margréti
Lóu Jónsdóttur, Sigfús
Bjartmarsson, Sjón, Svein-
björn I. Baldvinsson). Hvert
skáld á tvö ljóð í bókinni og
danska forlagið mun hafa
sett það skilyrði að ljóðin
væru áður óbirt. Bókinni er
líklega einkum ætlað að
kynna Dönum íslenska nú-
tímaljóðlist; en þar sem
engri ritstjórn er fyrir að
fara mistekst það meira og
minna. Engin mynd fæst af
skáldskap einstakra skálda
og liklega var það misráðið
að láta þau velja ljóðin sjálf.
Inngangur að bókinni hefði
ekki sakað og sagt dönsk-
um lesendum meira en for-
málsorð Vigdísar Finn-
bogadóttur. Það sem hins
vegar ónýtir þessa útgáfu
algerlega eru óteljandi
prentvillur (þær eru sex á
kápunni einni). Ljóð eru
viðkvæm vara og mega alls
ekki við svona útreið. Aðrir
verða að meta hvernig
Guðrúnu Jakobsdóttur hef-
ur tekist til við þýðingar,
þær virðast vera afar ná-
kvæmar frá orði til orðs.
Hrafn Jökulsson.