Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚLI -.991 21 Skaganum, og Einsi kaldi bjó í Vestmannaeyjum. Sumir eiga þess frekar kost en aðrir að hljóta viðurnefni. Kallar eru nefndir kúlur, Maggar mýs, Bjössar bollur og Siggar sætir, nema Siggar sóðar. Þá hafa menn gert misheppnað- ar tilraunir til að ná af sér hvim- leiðum viðurnefnum. Til er saga úr kaupstað einum þar sem slík tilraun snerist upp í andhverfu sína, en hún er á þessa leið. Drengur nokkur var nefndur Halli krúga, og þótti honum, svo og for- eldrum hans, þetta heldur hvim- leitt. Var þá gripið til þess ráðs er drengurinn var fermdur að skíra hann á nýjan leik og var hann þá endurskráður í drottins bækur og nefndur Guðjón. Ekki fór þó betur en svo að eftir þetta var blessaður drengurinn aldrei nefndur annað en Guðjón bróðir hans Halla heit- ins krúgu. MENN KENNDIR VIÐ KONUR SÍNAR, MÖMMUR, ÖMMUR, FYRIRTÆKI EÐA STÖRF Ekki veit ég hvort það er sérís- lenskur siður að kenna menn við konur sínar, mömmur og ömmur. Frægur togaraskipstjóri og krafta- karl var t.d. aldrei kallaður annað en Stebbi auminginn hennar Jónu. Krúsi Hvernig nafnið á Stebba er til komið munu vera skiptar skoðanir um, en Jóna var kona þessa ágæta manns. Annar var nefndur eftir ömmu sinni og sjaldnast kall- aður annað en Halli hennar Stínu frænku. Þá eru þeir Gunnuþórir, Rósusiggi og Stínuhalli þekktir ein- staklingar. Allir þekkja Sæma rokk þann sem m.a. varð þjóðfrægur þegar hann var lífvörður skákkappans Bobbys Fischer. Sæmi, eða Sæ- mundur Pálsson, þótti á árum áð- ur besti rokkari landsins og sýndi danskúnstir sínar víða um land og nafnið hefur loðað við hann síðan. Flestir hafa lika heyrt nefndan Pét- ur rakara, gamlan umboðsmann hljómsveita, sem sjaldnast er nefndur án þess að rakaraheitið fylgi með. Raggi pól var kunnasti lögregluþjónn Vestmanneyinga á árum áður. Sveitarstjóri í litlu þorpi vestur á fjörðum er sjaldnast kallaður annað en Danni sveitó, og núverandi bæjarstjóri í Mos- fellsbæ var aldrei kallaður annað en Palli bæjó meðan hann vann á bæjarskrifstofunni í Eyjum. Jón Ólafsson í Skífunni hefur líka þetta virðulega heiti, ekki þó Nonni bali Þórarinn fimmti fyrir afskipti sín af bæjarmálum nema þá á óformlegan hátt sem bæjarvillingurinn í Keflavík fyrir langa löngu. Pá hafa þeir synir Ingvars Vil- hjálmssonar, sem eitt sinn átti Is- bjarnarfrystihúsið fræga, gjarnan verið nefndir húnarnir (afkvæmi ísbjarnarins) eða einfaldlega ís- bjarnarbræður. Steini spil var líka eitt sinn frægasti spilari Selfyss- inga. Eigandi innrömmunarstofu í Reykjavík, sem ekki þótti ýkja hárprúður maður, var lengi kunn- ur sem Guðmundur rammaskalli. Þá eru þeir áberandi borgarar þeir Binni blóm og Gulli rakari. Fyrir nokkrum árum var Pétur nokkur Sveinbjarnarson helsti talsmaður umferðarmála hér á landi. Pétur gekk um tíma undir nafninu um- ferðarhnúturinn og má vera að vaxtarlag hans hafi haft áhrif á nafngiftina. VIÐURNEFNI ELTA MENN FRÁ ÆSKUÁRUNUM Drengur nokkur, sem var örlítið smá- eða hraðmæltur í æsku, sagði gjarnan þegar hann sá bíl á ferðinni: naddna burri, og hefur sjálfsagt ætlað að segja þarna er burri (eða bíll). Þetta viðurnefni hefur orðið svo lífseigt að a.m.k. í vinahópi er þessi nafngift dregin upp þegar vel stendur á. Öðrum varð það á að drepa kött á æsku- árunum og fékk viðurnefnið katt- arbaninn, sem var sett aftan við Jón bæjó nafn hans, en í seinni tíð hefur nafngiftin verið þannig stytt að nú er maðurinn, sem er orðinn full- orðinn góðborgari, sjaldnast nefndur annað en kötturinn eða kattó. Önnur í svipuðum dúr: Drengur nokkur varð fyrir því á æskuárunum að slasast, þannig að senda varð hann á sjúkrahús til Danmerkur. Síðan þá hefur hann jafnan gengið undir nafninu Siggi danski eða bara danskurinn, til aðgreiningar frá öðrum Siggum í heimabyggð sinni. Þá hefur löngum loðað við æsku landsins að skíra lærifeður sína og uppnefna. Frægastur er líklega Guðni kjaftur, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík. Þá var Baldur Ing- ólfsson þýskukennari sjaldan nefndur annað en Bingó af nem- endum sínum. Guðmundur Stef- ánsson, forstjóri ístess, var eitt sinn kennari og var þá oftast kall- aður Gvendur Wodki til aðgrein- ingar frá samkennara sínum, sem heitið hafði frá barnæsku Guð- mundur Áki. SUKKARAR HUGMYNDARÍKIR Það hefur lengi loðað við sukk- bransann að uppnefna menn og aðgreina. Halli skítur var þekktur hasspæjubakari en Gulli gramm og Steini moli voru ekki eins stór- tækir. Bjarni bakkus og Valdi víð- átta þóttu óárennilegir eftir þriðju bokku og heldur þótti kárna gam- anið þegar Jón á röltinu og Fjalla- eyvindur voru komnir í hópinn svo ekki sé minnst á Bóbó á holt- inu eða Gunna á götunni. Eins og skuggi fylgir sól fylgja glæpir fíkniefnum og drykkjuskap. Jói glæpur þótti með skemmtilegri mönnum á þriðja glasi. Ekkert hefur heyrst frá Skrolla handfljóta í mörg ár. Engir rimlar héldu þeim Sigga kýli og Villa kúbeini, sem hafa nú um langa hríð þjónað samfélaginu og verið öðrum til fyrirmyndar. Sæbbi rotta og Lalli peysa hafa líka snúið frá villu síns vegar. TIL SJÓS HAFA MENN VIÐURNEFNI Ólafur Jónsson, aflaskipstjóri á Viðey, er á meðal félaga sinna aldrei nefndur annað en Óli ufsi, það sama má segja um Einar sting Bóbó og Solla togmund, sem fengið hef- ur viðurnefni sitt vegna áhuga á togaramennsku. Þá hafa virðulegir skipherrar Landhelgisgæslunnar heldur ekki sloppið við viðurnefn- in. Þannig var Guðmundur Kærne- sted oft nefndur Mummi meinhorn vegna djarfra uppátækja, og Hös- kuldur Skarphéðinsson fékk viður- nefnið Flatrekur skipstjóri þegar hann lét dögum saman reka úti á ballarhafi í stað þess að leyfa mönnum að dóla uppi í landstein- um og glápa á sjónvarp. Þröstur Sigtryggsson var að sjálfsögðu aldrei kallaður annað en spörfugl- inn á sínum skipstjóraferli. HAUKUR FÓTAFÚNI OG BADDI BINGUR Til er saga af Hauki fótafúna Bóbó Guðjóns Halldór Giljan Rassness Hallgrímur strandagraður Mangi rauði Viddi pulsa Gunna stöng Malli móri Siggi darling Stjáni stones Villi hestur Haukur þreytti Helga fagra Vestmannaeyja Anna Hafnarfjarðar Gullý Kennedy bræður Óli blaðasali Ragnar skjálfti Bjarni blautavör Dóri Lax sem er á þessa leið. Haukur kom eitt sinn í verslun í heimabyggð sinni. Afgreiðslumaðurinn, sem þótti einstaklega hæglátur og Bubbi kóngur kurteis maður, spyr Hauk hvað hann geti gert fyrir hann. Haukur biður þá um tveggja lítra fötu af fúavarnarefni. Þegar afgreiðslu- maðurinn kemur til baka spyr hann í sakleysi sínu hvort ætlunin sé að fara í fótabað. Sagan segir að Hauki hafi ekki þótt þetta neitt fyndið. Sagan um Badda bing er þannig til komin að Baddi þessi var eitt sinn vörubílstjóri. Baddi þótti jafn- an nokkuð skrafhreifinn og kom það yfirleitt ekki að sök. Svo ger- ist það eitt sinn er Baddi var í vegavinnu að hann var að sturta malarhlassi sem dreifa átti úr. Maður kemur skyndilega upp á vegkantinn og kallar á Badda, sem stöðvar bílinn samstundis en heldur áfram að sturta. Það var ekki að sökum að spyrja að hlass- ið lenti allt í einum haug, vega- gerðarmönnum til lítillar gleði, og hafa þeir síðan kallað bílstjórann skrafhreifa Badda bing. STÍNA STUÐ, LINDA LOKKUR, GUNNA SMOKKUR OG ALLIR HINIR Þær vinkonurnar sem nefndar eru hér að ofan þóttu eitt sinn líf- Umferðarhnúturinn Bjargvætturinn legustu skvísurnar í bænum. Það fer í dag ekki svo mikið fyrir þeim — ekki frekar en öðrum öndvegis- mönnum og -konum sem ekki komast á blað í þessari upptaln- ingu. Látum þó fylgja í lokin nokkur nöfn til viðbótar. Jón ráð- herra Sigurðsson var á unglingsár- um sínum á ísafirði gjarnan kall- aður Bóbó. Haukur þreytti, Villi hestur, Einar ríki. Maggi gullkjaft- ur, Ómar samlok-'., íón teygja og Gvendur kýlir voi u allir þekktir Jakinn menn á sinni tíð. Það sama má segja um Stebba láttu mig sjá, sem þótti afar röskur maður á sínum tíma, og hvaða miðaldra kona hef- ur ekki heyrt um Steina sleik og Óli grís Dóra dipló. Enn hefur ekki verið minnst á Önund tréfót, Einar efni- lega, Stebba á löppinni, Lalla bíó, Ingu með nefið, Didda slólí, Gvend kúlupenna, Jóa grínara og Sigga truntusól, svo ekki sé minnst á nýja borgarstjórann, sem aldrei var nefndur annað en Krúsi í æsku. En ætli framangreind runa ætti ekki að nægja til að sýna svo ekki verður um villst að viðurnefnin, sem sum bera vott um mikla hug- kvæmni uppfinningamannanna, lifa enn góðu lífi hér á landi, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það má velta því fyrir sér í fullri alvöru hvort viðurnefnin íslensku séu ekki vísir að einskonar ættar- nöfnum eins og þau tíðkast í öðr- um löndum. Greinarhöfundur þakkar samt sínum sæla fyrir að þurfa ekki að burðast með viðurnefni ættföður síns, sem kallaður var þorskabítur. Björn Hafberg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.