Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 22

Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4, JÚLl' 1991 \TENGSL\ Albert Guðmundsson sendiherra ólst upp hjá ömmu sinni eins og Guðmundur G. Þórarins- son verkfræðingur sem er áhugamaður um Shakespe- are eins og Linda Pétursdóttir fegurð- ardrottning sem er ættuð frá Húsavík og hefur unnið á hóteli eins og Bjarni Sigtryggsson frétta- maður sem lærði í Noregi eins og Stefán Snævarr heimspek- ingur sem skrifað hefur í Al- þýðublaðið eins og Orn Eiðsson deildarstjóri sem er Fáskrúðsfirðingur eins og_ Skúli Óskarsson lyftinga- maður sem er í sama stjörnu- merki og Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra sem hef- ur unnið sem flugfreyja eins og Unnur Steinsson fegurðar- drottning sem býr á Sel- tiarnarnesi eins og Ólafur Ragnar Grímsson aiþingismaður sem er aðdá- andi Jónasar frá Hriflu eins og Albert Guðmundsson sendiherra. Skyldi Davíð vera púki í mannslíki? Samkvæmt kenningu Kristjáns Jóhannssonar voru „ömurlegar ullarvörur" frá Álafossi síðasta hálmstráið. Grallari með kaldranalegan húmor. Þannig lýsti Vilhjálmur Þ. nýja borgarstjóranum. MARKÚS ER GAMALT HREKKJUSVÍN Nýi borgarstjórinn í Reykja- vík er ekki allur þar sem nn er séöur. Flestir sjá nn fyrir sér þungan á brún, landsfödurlegan og jafnvel fráhrindandi. Markás Örn Antonsson, kalladur í œsku Krási, á sér hins vegar aörar hliðar. Þegar Krúsi var nýorðinn útvarpsstjóri sagði borgar- stjórabiðillinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson um hann: ,,Það er geysilegur grallari í honum og uppátækjasemi og hér á árum áður var hann óskap- legt hrekkjusvín. Húmorinn hans er dálítið kaldranalegur i enn þann dag í dag. Hann sér vel það spaugilega í mannlíf- inu þótt hann sé ekkert að flíka því, miklu frekar kraum- ar það niðri í honum, jafnvel á hátíðlegustu stundum." Krúsi gæti sem sé umturn- ast í alvöru Dabba á svip- stundu, samkvæmt Vilhjálmi, sem sagði þó reyndar jafn- framt að Markús væri „ekk- ert sérstaklega opinn per- sónuleiki. .. ekki maður yf- irlýsinga, upphrópana, æði- bunugangs". Þetta eru sem sé vankantarnir, en þá má létti- lega sníða af með fáeinum námskeiðum hjá Dabba. Og væri þá ekkert eftir nema að safna hári og kaupa tví- hneppt jakkaföt. Og undir- búa stofnun ,,arms“ í flokkn- um, því aldrei er að vita hvað gerst getur á landsfundum framtíðarinnar. Ekki má gleyma því að öll mennta- skólaár sín bjó Markús á heimili Bjarna heitins Bene- diktssonar forsætisráð- herra . . . Lesendur Þjóðviljans rak í rogastans við lestur blaðsins síðastliðinn laugardag. Eftir fyrirsögnunum að dœma var nefnilega auðvelt að álykta að komið vœri helvíti á jörð með tilkomu nýrrar ríkis- stjórnar Davíös Oddssonar. Á forsíðunni voru tvær fréttir, hvor annarri djöful- legri: „Stjórnin blekkir al- menning" og „Ríkisstjórnin stefnulaus í atvinnumálum". Vildu menn anda léttara og snúa blaðinu við tók ekki betra við: „Ríkið níðist á unglingum" og „Ráðaleysi þessarar ríkis- stjórnar virðist algjört". GJALDÞROT ÁLAFOSS MARKAR UPPHAF AÐ ENDI ÞJÓÐAR- VITUNDAR I viðtalsbók Garðars Sverr- issonar við Kristján Jóhanns- son spjallar Kristján meöal annars um hversu fátt það er orðið sem tengir þjóðina saman. Það vœru helst ömur- legar ullarvörur frá Álafossi. I bókinni segir Kristján: „Ég held að við íslendingar séum smátt og smátt að týna niður öllum menningarein- kennum, öllu sem skilur á milli okkar hefðar og annarra þjóða. Mér finnst eins og við séum að verða einn alþjóð- legur hamborgari sem aðeins er til á landakorti. Gagnvart menningu annarra þjóða er ekkert sem sameinar okkur lengur nema einhverjar ESSO, Olíufélagið ht, er sem kunnugt er olíufélag Samvinnuhreyfingarinnar. Verðbréfasjóður Samvinnu- bankans býður bréf til kaups t ESSO á genginu 5,95. Verð- bréfasjóður Islandsbanka býður hins vegar upp á geng- ið 5,70. Ætli viðskiptavinur að kaupa bréf fyrir 100 þás- und krónur í ESSO þarfhann að borga 570 þásund kr. hjá púkalegar ullarvörur sem við höldum að allur heimurinn vilji eignast en eru eingöngu keyptar sem sýnishorn um nesjamennsku." Frá því þetta var sagt hefur heldur sigið á ógæfuhliðina. Álafoss er gjaldþrota og hinar Islandsbanka en 595 þúsund hjá Samvinnubanka. Munur- inn er 25 þúsund eða 4,4 pró- sent. Með öðrum orðum verðleggur banki samvinnu- hreyfingarinnar eign í olíufé- lagi samvinnuhreyfingarinn- ar hœrra en aðrir. Ætli viðskiptavinur hins vegar að kaupa bréf í Skelj- ungi, SHELL, fyrir sömu upp- hæð mætir hann genginu ömurlegu ullarvörur ekki lengur sameiningartákn þjóðarinnar. Úr þessu er því vart við öðru að búast en að þjóðin verði endanlega að þeim alþjóðlega hamborgara sem Kristján sá fyrir. 5,95 hjá Samvinnubanka, en 6,30 hjá íslandsbanka, Fjár- festingarfélaginu og Kaup- þingi. Hann þyrfti því að greiða 595 þúsund hjá Sam- vinnubanka en 630 þúsund hjá hinum. Munurinn er 35 þúsund eða 5,9 prósent. Skyldu einhverjar hug- myndafræðilegar skýringar vera á samhenginu þarna á milli? SAMVINNUHUGSJÓNIN BLÓMSTRAR HJÁ SAM- VINNUMANNASJÓÐI GRÁA MARKAÐARINS KYNLÍF Kvennaofsóknir á miðöldum Mannskepnan er ótrú- lega lunkin við að búa til allskyns stríð; stríð milli ' kynþátta, trúarhópa, stétta og kynja svo eitthvað sé nefnt. Hvernig má útskýra aðra eins vitleysu og stríð þar sem enginn er sigur- vegari? Það tapa allir, og þeir sem taka ekki beinan þátt tapa einnig, því allt líf á jörðinni er samofið. í stríði spila saman fávísi, grimmd, hroki og virðing- arleysi fyrir lífinu. Flestir muna eftir nasistahryll- ingnum í seinni heimsstyrj- öldinni þó að svipuð af- skræming á mannlegri reisn, „bara“ á minni mæli- kvarða, eigi sér stað á okk- ar litlu jarðkúlu nú á tím- um, ef marka má skýrslu Amnesty International- mannréttindasamtakanna. Þegar mamma mín var lítil stelpa var í öðru landi verið að murka lífið úr milljónum manna, þar á meðal krökk- um á hennar aldri. Pynting- ar og ofsóknir eru svo ógeðfelld reynsla að al- JÓNA INGIBJÖfíG JÓNSDÓTTIfí menningur virðist helst líta undan þegar fréttist af slík- urn viðbjóði. Á fræðimáli kallast slík hegðun fólks af- neitun. Afneitun hefur til- gang, til dæmis þann að vernda gegn sársauka. I sögu jarðarinnar eru nokkur hundruð ár alls ekki langur tími. í nokkrar aldir, frá fjórtándu öld fram á þá sautjándu, áttu sér stað ofsóknir á hendur konum, svokallaðar „nornaofsókn- ir“ eða „nornabrennur". Um daginn rakst ég á litla bók en í henni er reynt að svara spurningunni hvers vegna „konur urðu undir í lækningum en voru áður leiðtogar á því sviði". Meiri- hluti „norna" sem þá var útrýmt, ef til vill í milljóna- tali, var konur sem bjuggu yfir læknisþekkingu. Þær voru læknar síns tíma og fólk leitaði á náðir þeirra við öllum mögulegum kvillum, einnnig voru þær ljósmæður. Til dæmis not- uðu þær ergot og bella- donna en afleiður þessara lyfja eru velþekktar í nú- tímalæknisfræði. Á meðan þær notuðu ergot til að draga úr verkjum hríða prédikaði kirkjan að hríð- arverkir væru refsing guðs fyrir syndir Evu. „Nornirn- ar“ notuðu það sem virkaði og létu annað eiga sig út frá fenginni reynslu („rann- sóknum" þess tíma). Þann- ig óx þekking sem byggðist á árangri, reynslu og skyn- semi en ekki kreddum og trúarþröngsýni. Hvernig gerðist það svo að þessar konur voru seinna ofsóttar, pyntaðar hroðalega til að játa ótrú- legustu syndir og líflátnar? Það er varla hægt að svara þessu í nokkrum setning- um en aðalnornaofsóknirn- ar tengdust miklum þjóðfé- lagsbreytingum á miðöld- um — bændauppreisnum, byrjun kapítalismans og uppgangi mótmælendatrú- ar. Nornaofsóknir voru vel skipulagðar ofsóknir ræki- lega studdar af ríki, kirkju og auðvaldi þess tíma. Tveir ágætir prestar, Kram- er og Sprenger, rituðu Mall- eus Maleficarum eða „Nornahamarinn" árið 1484, sem var eins konar leiðarvísir um hverjar sakir norna væru, hvernig mætti sanna sakirnar á þær og hvernig best yrði staðið að „réttarhöldum". Hverjar voru helstu sak- irnar sem bornar voru á konurnar? Að vera kona og kynvera var ein sökin. Að mati kirkjunnar var sama- semmerki milli kvenna og kynlífs. Öll kynlífsánægja var forboðin og kynferðis- leg vellíðan kom frá djöflin- um sjálfum. Konur áttu mök við djöfsa og smituðu síðan karlmenn svo að þeir misstu kynlífsgetuna og ... konur áttu mök við djöfsa og smituðu síðan karlmenn svo að þeir misstu kyn- lífsgetuna og getnaðarliminn getnaðarliminn. Önnur sök var að þær hefðu með sér skipulögð samtök sem væru samtök djöfulsins. Líklegra var að þessar lækningakonur og ljóssins mæður hittust reglulega til að skiptast á reynslusögum og góðum læknisráðum (eins konar læknaþing þess tíma). Loks voru þær sak- aðar um að búa yfir töfrum — bæði til að lækna og til að skaða. Sumar voru meira að segja ásakaðar um að búa yfir ákveðinni læknis- eða Ijósmóður- þekkingu. Djöfullinn réð yfir jarðneskum efnum, konur þekktu jurtir og kraftana sem bjuggu í jörð- inni. Notkun þessara „krafta“ hræddi ríki og kirkju. Lækningar kvenna voru þá ekki Guðs vilji því guðlegir kraftir voru ekki álitlir vera í jörðinni. Það var enginn vandi að þekkja guðlega lækningakrafta því auðvitað gat Guð að- eins komið „í gegn" hjá prestum og karlkyns yfir- stéttarlæknum en ekki hjá aumri bóndakonu. „Norn- inni“ sem bjó yfir áratuga- þekkingu á sviði lækninga varð því að koma fyrir katt- arnef — á bálkestinum. Við lá að um tíma yrði hálf- dimmt í Norður-Evrópu því svo margar nornabrennur fylltu loftin blá af gráum reyk. Tæplega þremur öld- um síðar brunnu aðrir eld- ar í Evrópu, að þessu sinni í útrýmingarbúðum nas- ista. Gyðingaofsóknir í það skiptið. Kynþátta- en ekki kynjastríð. Það er skelfilegt til þess að hugsa að við virðumst ekki geta lært af reynslunni. Að minnsta kosti virðast stríð ekki vera á undanhaldi í heiminum. Spyrjió Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PfíESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.