Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 04.07.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. JÚU 1991 Hverrug verdur umhorfs á íslandi árid 2011? Hver veröur forseti og hver forsœtisráöherra? Hvaða lid verdur íslandsmeistari í fótbolta og hverjar verda metsölubœkurnar? Veröur ísland fátœkasta land Evr- ópu, einangrad eylandmeö ókleifan tollamúr í kringum sig eða hluti af sameinadri Evrópu? Eda veröur ís- land kannski orðid heimsveldi eins og gamlir spádómar gera rád fyrir. Það er ekkert mjög langt þangað til. Tuttugu ár. Þá verður fólk sem fætt er sitt hvoru megin við 1970 upp á sitt besta. Ungbörnin sem nú hrína á fæðingardeildunum fylla ballstaðina. Þá verður Davíð Odds- son á sjötugsaldri. íslendingar verða um það bil 275 þúsund og hlutfall aldraðra mun hærra en nú. Framtíðarspámenn falla yfirleitt í þá gryfju að gera ráð fyrir alltof ör- um breytingum. Hugmyndir um næstu öld taka ýmist mið af kvik- myndum þar sem flest hversdagsleg vandamál eru úr sögunni eða af hrollvekjum um stjórnleysi, meng- un og tortímingu. Meginástæðan fyrir þessu er trúlega sú hvað þessi öld hefur umturnað heimsmyndinni rækilega. Breytingarnar verða ekki jafn miklar næstu 20 ár. En nóg verður nú samt. AFTUR TIL FORTÍÐAR Ef við byrjum á því að líta 20 ár aftur í tímann, til ársins 1971, þá sést að ekki hafa orðið neinar stórkost- legar breytingar. Nema auðvitað í æðstu stöðum. Davíd Oddsson var til dæmis nýskriðinn úr mennta- skóla, lærði lögfræði og fór með gamanmál í útvarpinu. Steingrímur Hermannsson var bara nýr og óbreyttur þingmaður Framsóknar- flokksins, pabbastrákur sem enginn vissi hvað yrði úr. Ólafur Ragnar Grímsson var efnilegur framsóknar- maður og Jón Baldvin var kennari vestur á fjörðum. Engum skyni bornum manni hefði dottið í hug að þessir gaurar yrðu landsfeður tutt- ugu árum síðar. Vigdís Finnboga- dóttir kenndi frönsku í sjónvarpinu og var eins langt frá ímynd manna af forseta og hugsast gat. Guðrún Erlendsdóttir var ein af fáum kven- lögfræðingum og virtist alls ekki kandídat í forsetaembætti hæsta- réttar; Markús Örn Antonsson var borgarfulltrúi á fyrsta ári og óra- langt frá hásætum útvarpsstjóra og borgarstjóra. Einu framtíðarspámennirnir sem voru litnir hornauga fyrir 20 árum voru þeir sem héldu þvi blákalt fram að lítið myndi breytast. Flokkakerf- ið núna endurspeglar næstum í smáatriðum það kerfi sem margir héldu að myndi senn líða undir lok. í stað Samtaka frjálslyndra og vinstri manna er kominn Kvenna- listi. Annars er staðan eins. En við ætlum ekki að spá því að ekkert breytist í stjórnmálunum næstu 20 ár. Með hjálp góðra manna er búið að kortleggja framtíðina býsna vel. ALLABALLAR í KLANDRI Árið 2011 verður Davíð Oddsson ennþá formaður Sjálfstæðisflokks- ins og fer langt með að jafna met Ól- afs Thors sem var formaður í 27 ár. Aðrir af núverandi flokksformönn- um verða allir horfnir af vettvangi stjórnmálanna fyrir allnokkru. Ol- afur Ragnar Grímsson hættir sem formaður Alþýðubandalagsins árið 1993, vegna endurnýjunarreglu flokksins, og arftaki hans verður Steingrímur J. Sigfússon. Viðmæl- endur PRESSUNNAR voru á einu máli um það, að í tíð Steingríms yrði Alþýðubandalagið ennþá meiri landsbyggðarflokkur en nú og myndi byggja tilveru sína að mestu leyti á andstöðu við EB. Steingrímur mun hins vegar ekki verða sigursæll leiðtogi og þegar hann hættir sem formaður, upp úr aldamótum, mun mjög verða dregið af Alþýðubanda- laginu. Meðal annars vegna nýs vinstra flokks sem verður ætlað það hlutverk að sameina vinstri menn. Árið 2011 verður Alþýðubandalagið ekki til lengur, en arftaki þess verð- ur flokkur sem við getum kallað N0KKRRR ÚTGRFUBffKUR RRIÐ 2011 /. Hugrún í Hólmavík, 3ja bindi eftir Einar Kárason. 2. Tuttugu ár ú toppnum ævi- saga Davíds Oddssonar eftir Hann- es H. Gissararson. 3. Litiu dýrabækurnar — svínin okkar eftir Steingrim J. Sigfússon, fyrrv. ráðherra. 4. Vid heitum Gunna og Jón — Við erum hjón eftir Vigdísi Grints- dóltur. 5. Um viðtengingarhótt í ís- lenskum skáldskap eftir dr. Jón Slefánsson. C>. Hvernig ég eignaðist (næst- um þvi") ísland sjálfsœvisaga Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrv. sendiherra i Brussel. 7. Var Jón Sigurðsson forseti? Bók eftir dr. Bjarna Guðmarsson i tilefni 200 ára afmœlis Jóns Sig- urðssonar. H. Ævi mín og ástir eftir Signýju Jónsdóltur, alheimsfegurðar- drottningu árið 2010. .9. Færeyskar kímnisögur safn- að hafa Einar Falur Ingólfsson og Gyrðir Elíasson. Róttæka umbótaflokkinn; og verð- ur að sjálfsögðu frekar íhaldssamur í alla staði. Þingstyrkurinn verður ekki mikill en flokkurinn mun eink- um sækja fylgi til eldra fólks. Og for- maðurinn kemur úr þeim hópi: Stef- anía Traustadóttir, núverandi vara- þingmaður Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra. ÁFRAM ÆTTARVELDI í ALÞÝÐUFLOKKNUM Alþýðuflokkurinn hefur haft fimm formenn síðustu 20 ár og sterk hefð er fyrir því að fella formennina með lítilli sæmd. Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið formaður síðan 1985 en samkvæmt framtíðar- korti PRESSUNNAR mun hann hætta — eða verða velt úr sessi — árið 1996. Sjálfur hefur hann sagt að „hjörðin muni fyrr eða síðar snúast gegn“ sér. Arftakinn verður Guð- mundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði, en hann mun að lokum yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við nýja vinstri flokkinn. Al- þýðuflokkurinn mun í vaxandi mæli gera út á hægra fylgi en án mikils ár- angurs. Mjög skiptar skoðanir voru meðal samstarfsmanna PRESSUNN- AR um formann flokksins árið 2011. Nöfn Birgis Árnasonar hagfræð- ings, Steindórs Karvelssonar (Pálmasonar) og Ragnheiðar Bjark- ar Guðmundsdóttur voru meðal annars nefnd. Við tilnefnum Stein- dór. FRAMSÓKN ÁFRAM VEGINN Andstæðingar Framsóknarflokks- ins hafa lengi gert því skóna að hlut- verki hans í íslenskum stjórnmálum væri í raun lokið. Helsti styrkur Framsóknarflokksins hefur hins vegar verið sá hæfileiki foringja hans að haga seglum eftir vindi. Það mun ekki breytast neitt. Steingrím- ur Hermannsson mun senn láta af formennsku og Halldór Ásgrímsson tekur við. Halldór á eftir að breyta um stefnu gagnvart EB þegar vind- ar blása svo og verður einarður tals- maður frjálsræðis. Halldór Ásgríms- son og Davíð Oddsson munu svo skiptast á um að leiða ríkisstjórnir fram á næstu öld („og það eru nú ekki meðmæli með megrunarkúr- um,“ eins og einn viðmælandi blaðs- ins komst að orði). Halldór mun lík- lega láta af embætti öðru hvoru megin við árið 2011. Sumir töldu að eftirmaður hans væri ekki kominn fram á sjónarsviðið („það verður einhver af sonum Steingríms), aðrir nefndu Valgerði Sverrisdóttur frá Lómatjörn, Siv Friðleifsdóttur, for- mann ungra framsóknarmanna, og Hall Magnússon blaðamann. Siv er okkar kandídat. NÝIR STJÓRNMÁLAFLOKKAR En svo er það nýi flokkurinn. Það er hinn langþráði valkostur vinstri- manna sem beðið hefur verið eftir í marga áratugi. Sérfræðingar PRESSUNNAR voru að vísu mjög ósamhljóða hvað viðkom breyting- um á flokkakerfinu, bæði vinstra og hægra megin við miðju. Okkar út- gáfa er svona: Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur halda áfram stjórnarsamstarfi eftir kosningar ár- ið 1995. Kvennalistinn sleppur í gegnum þær kosningar en útséð er um að hann hafi nokkur áhrif. Fólk úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista verður burðarásinn í nýjum flokki: Guðmundur ÁrniStef- ánsson, Össur Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Árni Páll Árnason o.fl. fnnan flokksins verður að líkindum ekki mikil ein- ing enda mismunandi skoðanir gagnvart EB og fleiri grundvallar- þáttum. Það verður því að líkindum (slandsmótið í knattspyrnu árið 2011 FJÖLNIR ÍSLRNDSMEISTRRI Átta liða úrvalsdeild: 1. Fjölnir (Grafarvogi) 2. Grótta (Seltjarnarnesi) 3. KR 4. Fram 5. Fylkir (Árbæ) 6. Höttur (Egilsstöðum) 7. KA 8. Breiðablik hlutskipti hans að verða samstarfs- flokkur Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks til skiptis. Það er líka hægt að bóka hræring- ar hægra megin við miðju. Nú er út- séð um að menn á borð við Ellert B. Schram og Jón Magnússon eigi frumkvæði að slíkum flokki en aug- un hljóta að beinast að Ingi Birni Al- bertssyni. Hann er líklegur til þess að geta tileinkað sér þá list, eins og faðir hans, að spila á tilfinninganót- ur kjósenda. Hægri flokkur sem leggur áherslu á lægri skatta og berst gegn bruðli í þágu byggða-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.