Pressan - 05.09.1991, Side 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991
9
Forstjóri Flugleiða, Sigurður Helgason, þarf nú að glíma við erfiðan hlutabréfamarkað um leið og hann hefur sagt að það þurfi að bæta eiginfjárstöðu
fyrirtækisins.
erktakafyrirtækið Gunnar og
Guðmundur fékk ágætt verkefni á
vegum Kópavogsbæjar í sumar, en
það voru fram-
kvæmdir við götuna
Vesturvör. Þess skal
getið að annar eig-
enda fyrirtækisins
er Gunnar I. Birg-
isson, formaður
bæjarráðs í Kópa-
vogi. Gunnar og Guðmundur buðu
tíu milljónir króna í verkið. Þegar
upp var staðið reyndist kostnaður-
inn til muna hærri, eða 16 milljónir
króna, sem þýðir að verktakinn
Gunnar 1. Birgisson fékk greiddar
sex milljónir umfram það sem hann
bauð í verkið. Meðal þeirra sem
gáfu grænt ljós á þessa auknu
greiðslu var Gunnar I. Birgisson, for-
maður bæjarráðs . . .
N
JL ^ ýtt kvótaár hófst um síðustu
mánaðamót. Það eru fleiri en karlar
sem fást við útgerð. Guðrún Lárus-
dóttir, útgerðarmaður í Hafnar-
firði,jgerir út tvo togara, frystitogar-
ann Ymi og Rán. Samtals hafa togar-
ar Guðrúnar 3.700 tonna kvóta sem
mundi kosta nálægt 600 milljónum
króna væri hann seldur...
ónir króna, sem aðallega stafaði af
lækkun á gengi bandaríkjadollars.
Um 85% af skuldum félagsins eru í
dollurum. Þetta var mikil breyting
frá því árið á undan en þá nam
gengistap 777 milljónum króna.
Þessar upphæðir eru á verðlagi
hvers árs.
I ár hefur þróun dollarsins hins
vegar verið fyrirtækinu ákaflega
óhagstæð, en dollarinn hefur hækk-
að um 10,1 % frá áramótum. Út frá
skuldastöðu fyrirtækisins, sem
skuldaði 11.263 milljónir um síðustu
áramót, má ætla að gengistap þess,
það sem af er árinu, nemi nú um
1.058 milljónum króna. Þetta er
bókfært sem tap í reikninga Flug-
leiða og rýrir að sjálfsögðu eiginfjár-
stöðu fyrirtækisins.
Það sem er hins vegar alvarlegra
fyrir afkomu félagsins er þróun Evr-
ópugjaldmiðla gagnvart islensku
krónunni, en þaðan koma tekjur fé-
lagsins. Evrópska mynteiningin
ECU hefur lækkað um 4,4% gagn-
vart íslensku krónunni síðan um
áramót.
HLUTABRÉFIN FALLIN
ÚR A-FLOKKI
í síðustu viku gerðust óvenjulegir
hlutir varðandi hlutabréf Flugleiða.
Eftir jafna og stöðuga hækkun frá
því bréfin voru skráð á almennum
hlutabréfamarkaði féllu þau í verði.
Hlutabréfasalar segja að lækkunin
sé upp á 2% í síðustu viku en það
segir ekki alla söguna. Verðbréfa-
fyrirtækin taka nú aðeins við hluta-
bréfunum í umboðssölu, sem þýðir
að í raun er ekkert gengi skráð á
þau. Þetta þýðir að verðbréfafyrir-
tækin treysta sér ekki til að kaupa
hlutabréfin í eigin reikning vegna
þess að þau óttast gengisfall á þeim.
Þetta er mikil breyting frá því sem
var þegar menn biðu í röðum eftir
að kaupa hlutabréfin. Á köflum
tengdist það reyndar valdabaráttu
innan félagsins. Nú geta eigendur
bréfanna ekki gengið inn í verð-
bréfafyrirtækin og fengið þau
greidd samstundis eins og er enn
með Eimskipabréfin. Sumir vilja
tala um að bréfin séu fallin úr Á-
flokki íslenskra hlutabréfa.
Verðbréfasalar sem við er rætt
vilja ekki gera mikið úr þessari
lækkun — segja að um sé að ræða
eðlilega aðlögun á markaðinum.
Skýring Flugleiðamanna er af svip-
uðum toga. PRESSAN heyrði hins
vegar frá manni nákomnum fyrir-
tækinu að ekki yrði séð fyrir end-
ann á lækkun bréfanna — hefur því
verið spáð að þau eigi eftir að lækka
enn frekar á næstu dögum.
Ef það er staðreyndin eru Flug-
leiðir að ganga í gegnum svipaða
hluti og evrópsk flugfélög. Má sem
dæmi taka að um mitt sumar lækk-
uðu hlutabréf í hollenska flugfélag-
inu KLM um 50% og bréfin í Luft-
hansa um þriðjung. Sömuleiðis hafa
hlutabréf SAS lækkað verulega.
HEIMILDIN TIL
IÍLUTAFJÁRAUKNINGAR
ENN ÓNOTUÐ
í ársskýrslu Flugleiða má lesa í
ávarpi fráfarandi stjórnarformanns,
Siguröar Helgasonar, að hann telur
að fyrirtækið verði að ná sér í nýtt
hlutafé upp á 500 milljónir króna að
nafnvirði. Þáð hefði fært fyrirtæk-
inu um 1,5 milljarða ef miðað er við
sölugengi þá.
Á aðalfundi fyrirtækisins fékk síð-
an stjórn þess heimild til að hefja
hlutafjárútboð upp á 400 milljónir
króna. Það útboð átti að verða á al-
mennum markaði en ekki lokað
eins og var með hlutafjáraukning-
una í fyrra.
í fyrstu var gert ráð fyrir að ráðist
yrði í hlutafjáraukninguna í vor en
æ. yrir vestan haf er til félagsskap-
ur er nefnist Félag Sameinuðu þjóð-
anna í Bandaríkjunum. Þessa dag-
ana er að líða frestur
til að skila inn svör-
um í skoðanakönn-
un félagsins, þar
sem spurt er hvaða
einstaklingur við-
komandi vilji að taki
við af Perez de
Cuellar sem aðalritari Sameinuðu
þjóðanna. Könnunin fer þannig
fram að birtur er listi með nöfnum
16 einstaklinga sem mest er talað
um í stöðuna, en einnig gefinn kost-
ur á að nefna önnur nöfn. Skemmst
er frá því að segja að félagið sá enga
ástæðu til að hafa Steingrím Her-
mannsson á listanum, en eins og
PRESSAN hefur greint frá viðraði
Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra þann möguleika fyrir
vestan að Steingrímur hlyti stöð-
una. Augu manna í ofangreindu fé-
lagi beinast hins vegar að fólki eins
og Gro Harlem Brundtland, leið-
toga jafnaðarmanna í Noregi,
Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja-
forseta, Eduard Shevardnadze,
fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkj-
ana, Margaret Thatcher, fyrrum
forsætisráðherra Bretlands, Sa-
ruddin Aga Khan, prins frá íran,
og Pehr Gustaf Gyllenhammar,
stjórnarformanni Volvo í Sví-
þjóð ...
stöðugur dráttur hefur orðið á því.
Þar sem svo mikil óvissa ríkir með
gengi hlutabréfanna í dag má telja
líklegt að framkvæmdinni verði
frestað enn um sinn.
GÍFURLEG FJÁRFESTING
VELDUR ÓVISSU
Flugleiðir hafa staðið í gífurlegum
fjárfestingum á undanförnum árum.
Félagið hefur endurnýjað allan
millilandaflugflotann hjá Boeing,
keypt fjórar 737-400-vélar og þrjár
757-200-vélar. Síðustu vélarnar
komu í vor.
í júlí í fyrra seldi félagið síðan inn-
anlandsflugflotann, fimm Fokker
F-27-flugvélar, fyrir 7,5 milljónir
dollara. Vélarnar voru síðan leigðar
og um leið undirritaður samningur
um kaupleigu á fjórum Fokker
50-vélum.
Flugleiðamönnum er tamt að tala
um ágæti þessara fjárfestinga og
hafa ýmislegt til síns máls. Þeir
gerðu samninga um kaupin á tiltölu-
lega hagkvæmum tíma og seldu
eldri vélar á þeim tíma þegar enn
var hægt að fá verð fyrir þær. Innan
flugheimsins er hins vegar bent á að
svo mikilfengleg endurnýjun sé fá-
tíð — einfaldlega af því að ekkert fé-
lag vilji leggja öll eggin í sömu
körfu. Vegna þróunarinnar í flug-
heiminum er mikill fjöldi flugvéla til
Samkeppni við Guðna i
Sunnu hefur þýtt tekju-
minnkun af Evrópufluginu.
sölu og hefur markaðsverð þeirra
fallið, sem hefur að sjálfsögðu haft
áhrif á verðmæti flugflota Flugleiða.
Spár um það í upphafi ársins hafa
gengið eftir.
Það er því spurning hvernig félag-
ið gæti brugðist við samdrætti í
rekstrartekjum eins og blasir við.
Sala flugvéla er tæpast æskileg
vegna lækkunar á markaðsverði en
spurning hvaða valkosti félagið á —
sérstaklega ef það getur ekki sótt
betri eiginfjárstöðu inn á íslenskan
hlutabréfamarkað.
Sigurður Már Jónsson