Pressan - 05.09.1991, Page 10

Pressan - 05.09.1991, Page 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 TRYGBINGAUHCNAR Matthías Bjarnason sagðist geta skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að hann hefði heimilað aukavinnuna þegar hann var ráðherra trygginga- HAFA HEIMILD FRÁ RÁBHERRA TIL AB SINNA AUKAVINNU VINNUTÍMANUM 'nianuniað *eta Það var Matthías Bjarnason sem gafBirni Önundarsyni heimild til að sinna aukavinnu í vinnutímanum. Tryggingaráð hafði óskað skýringa á umfangi aukavinnu tryggingalœknanna en ráðið hefur nú fallið frá þessum óskum sínum, samkvœmt því sem for- maður tryggingaráðs, Jón Sæmundur Sigurjónsson, segir. Þegar Matthías Bjarnason var heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra veitti hann Birni Önundarsyni og öðrum tryggingalæknum heimild til að stunda aukavinnu í vinnutímanum og eins í húsnæði Tryggingastofnunar ríkisins. Jón Sœmundur Sigurjónsson, formaður trygg- ingaráðs, sagði að í ljósi þessara staðreynda hefði trygg- ingaráð ekki frekari afskipti af aukavinnu trygginga- lækna í vinnutímanum. Áður hefur komið fram í PRESSUNNI að trygginga- læknarnir stunda umtalsverða aukavinnu, og það í vinnutímanum. Þar ber Björn Önundarson yfirtrygg- ingalækni hæst. Ætla má að Björn hafi verulegar auka- tekjur af því að meta örorku, en hann gerir það fyrir tryggingafélögin. Heimildir PRESSUNNAR, innan Trygg- ingastofnunar, segja að Stefán Bogason hafi einnig um- talsverðar aukatekjur en þriðji læknirinn, Jón K. Jó- hannsson, mun vera eftirbátur félaga sinna og hafa mun minni aukatekjur. Fyrrum formaður trj'ggingaráðs, Bolli Héðinsson, skrifaði Birni Ön- undarsyni bréf fyrir síðustu áramót, þar sem hann bað um skýringar á aukavinnu Björns. Svar Íæknisins var nánast á þá leið að þar sem hann hefði heimild ráðherra til að sinna þessari umdeildu aukavinnu teldi hann sér ekki skylt að svara tryggingaráði neinu þar um. MÁLINU ER LOKIÐ Eftir að svar Björns lá fyrir sagði Bolli Héðinsson í samtali við PRESS- UNA að hann tæki svarið ekki giit og málinu væri ekki lokið. Síðan hafa orðið formannsskipti í trygg- ingaráði og nýi formaðurinn, Jón Sæmundur Sigurjónsson, sagði við PRESSUNA að þar sem Matthías Bjarnason, fyrrum heilbrigðis- og tryggingaráðherra, hefði sagt að hann væri tilbúinn að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að hann hefði gefið læknunum heimild til að sinna aukavinnu í vinnutímanum, og eins í húsnæði Tryggingastofnunar, væri málinu lokið af hálfu tryggingaráðs. Þess ber að geta að þeir læknar, sem störfuðu uppgefið hjá Trygg- ingastofnun á undan þeim sem þar eru nú, gátu einnig sinnt svipaðri aukavinnu. SKIPTIR MILLJÓNUM KRÓNA Aukavinnan sem tryggingalækn- arnir sinna í vinnutímanum og í hús- næði Tryggingastofnunar er fyrst og fremst mat á örorku. Þeir sem slas- ast og eiga í málum við tryggingafé- lögin þurfa á örorkumati að halda áður en uppgjör bóta fer fram. Þess- ir sömu læknar meta einnig örorku viðkomandi sjúklinga fyrir Trygg- ingastofnun, til að hægt sé að meta örorkubætur til handa þeim sem lenda í slysum. Samkvæmt könnun sem PRESS- AN hefur gert er Björn Önundarson sá læknir sem sennilega afgreiðir flest möt allra lækna. Ekki er unnt að fá hjá tryggingafélögunum hvernig mötin skiptast á milli lækn- anna. Þeir sem rætt hefur verið við segja að Björn skili inn tvö til þrjú hundruð mötum á ári. Sumar heim- ildir PRESSUNNAR segja að óhætt sé að reikna með að Björn geri allt að fimm hundruð örorkumötum á ári. Fyrir hvert mat greiða trygg- ingafélögin 25 þúsund krónur. Ef hæsta talan er rétt er verið að tala um aukatekjur upp á annan tug milljóna króna. Stefán Bogason mun skila af sér eitt hundrað til eitt hundrað og fimmtíu mötum á ári, eða fyrir á þriðju milljón króna á ári. Jón K. Jó- hannsson kemur langt á eftir þeim Birni og Stefáni með innan við tíu örorkumöt á ári. Það eru fleiri læknar en læknar Tryggingastofnunar sem meta ör- orku. Um þá gegnir hins vegar tals- vert öðru máli, þar sem þeir eru með einkastofur úti í bæ og sinna þessari vinnu þar, en ekki í vinnu- tíma hjá ríkinu eða í húsnæði sem er eign ríkisins. UMFANGSMIKILL BISSNESS Á sínum tíma óskaði tryggingaráð þess að Björn gæfi ráðinu skýringar á umfangi þessarar vinnu. Hann svaraði, eins og áður hefur komið fram, nánast engu. Bolli Héðinsson, þáverandi for- maður tryggingaráðs, sagði þá í samtali við PRESSUNA, að svar Björns hefði ekki verið fullnægj- andi. í máli Bolla kom fram að lækn- arnir hefðu stundað umtalsverða aukavinnu, eða einkabissness. Hann sagðist ekki viss um umfang vinnunnar og einmitt þess vegna hefði tryggingaráð óskað frekari upplýsinga. Bolii sagði að bréf Björns hefði verið til tryggingaráðs og ekki til birtingar í fjölmiðlum. PRESSUNNi er kunnugt um að svar Björns þótti ekki fullnægjandi þegar það barst, enda tók Bolli undir það. Hann bætti því við að unnið yrði að mál- inu. Eins og áður kom fram telur nú- verandi formaður enga nauðsyn á því. Þegar tryggingaráð óskaði svara frá Birni var ráðuneytinu gert kunn- ugt um málið. Eins var því tilkynnt svar Björns Önundarsonar. í viðtali sem PRESSAN átti við Bolla Héðinsson kom fram að hann hafði þær hugmyndir að ná þessum aukatekjum iæknanna sem sértekj- um fyrir Tryggingastofnun. TEKJURNAR SÝNA EKKI MIKLA AUKAVINNU Samkvæmt skattskrá Reykjavíkur hafa tryggingalæknarnir ekki haft mikla aukavinnu. Árstekjur Björns Önundarsonar voru á síðasta ári 3,2 milljónir króna, sem gera um 260 þúsund á mánuði. Árstekjur Jóns K. Jóhannssonar voru 2.750 þúsund krónur, eða 230 þúsund á mánuði. Stefán Bogason gaf upp rúmlega 2,1 milljón í tekjur á síðasta ári, eða 175 þúsund á mánuði. Ef mið er tekið af uppgefnum tekj- um læknanna virðist sem þeir gefi ekki upp alla þá aukavinnu sem þeir inna af hendi. BJÖRN OG MATTHÍAS GAMLIR VINIR Matthías Bjarnason og Björn Ön- undarson eru gamlir vinir. Þegar Matthías var að berjast til að ná fyrsta sæti á lista sjálfstæðismanna á Vestfjörðum var Björn héraðslækn- ir á Flateyri. Björn var einhver tryggasti stuðningsmaður Matthías- ar í kjördæminu og er hans þáttur ekki talinn lítill í þeirri baráttu sem Matthías háði fyrir sæti sínu. Eftir að Matthias varð ráðherra tryggingamála skipaði hann hinn gamla vin sinn yfirtryggingalækni. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.