Pressan - 05.09.1991, Page 16

Pressan - 05.09.1991, Page 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Ritstjórnarfulltnii Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Ritstjórn, skrifstoíur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir iokun sklptiborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395, tæknideild 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi. Verö í iausasöiu 170 kr. eintakiö. Krónískt rádherrarugl í byrjun árs fjallaði PRESSAN um umtalsverða aukavinnu sem trygg- ingalæknar stunda í vinnutíman- um hjá Tryggingastofnun. Þessi aukabúgrein þeirra felst i þvi að meta örorku fyrir tryggingafélög- in. Sýnt þykir að tekjur læknanna af þessu aukastarfi, einkum Björns Önundarsonar tryggingayfirlækn- is, skipti milljónum án þess að þeir greiði krónu fyrir afnot af húsnæði Tryggingastofnunar. Tryggingaráð tók málið upp og Björn svaraði um hæl að hann hefði heimild ráðherra og þyrfti ekki að svara tryggingaráði neinu frekar um þetta mál. í PRESSUNNI lýsti Bolli Héðins- son, þáverandi formaður trygg- ingaráðs, þvi yfir að hann mundi ekki una þessu svari. Síðan hefur ekkert gerst þar til nú að Jón Sæ- mundur Sigurjónsson segir málinu lokið. Jón vísar fil gamals sam- komulags sem Matthías Bjarna- son, fyrrverandi ráðherra, gerði við læknana. Aðgerðaleysi formanns trygg- ingaráðs er óskiljanlegt. Hingað til hafa ráðamenn ekki veigrað sér við að breyta ákvöröunum forvera sinna. Á einni nóttu hefur verið skipt um húsnæðiskerfi, fiskveiði- stefnu, skattakerfi og svo mætti lengi telja. Það væri táknræn að- gerð af hálfu Sighvats Björgvins- sonar að afnema aukatekjur trygg- ingalæknanna, eða hið minnsta gera kröfu lil þess að þeir borgi eðlilegan hluta af tekjunum til stofnunarinnar. FJOLMIÐLAR Súkkulaöi meö bacon-bragöi Þjóðviljamönnum hefur orðið tíðrætt um það á greiðslustöðvunartímanum hvaða hættu það hefur í för með sér að Tíminn, Alþýðu- blaðið og Þjóðviljinn deyi drottni sínum. Það er alltaf gaman að því þegar menn finna til sín. Eg verð þó að segja þeim Þjóð- viljamönnum að ég lít blaðið þeirra og systurblöð þess ekki sömu augum. I raun held ég að saga íslenskra blaða frá því fyrir seinna stríð sýni að þessi sömu blöð, ásamt Morg- unblaðinu, hafi haft skað- vænleg áhrif á almenna um- ræðu og skoðanaskipti í þjóð- félaginu. Þessi blöð hafa, sem vettvangur þessarar um- ræðu, haldið henni á því lág- kúruplani, sem Laxness kvartaði svo sáran undan í sjónvarpsþættinum fræga. Og þessi blöð eru líka að súpa seyðið af þessu. Fyrir ut- an óvarkárni í fjármálum má rekja stöðu þeirra í dag til þess að þau hafa glatað öllum trúverðugleik. Þau hafa söls- að um og breytt áherslum í fréttum eftir því hvað þjónar best hagsmunum flokksins. Lesendur hafa því gefist upp á þeim og kjósa frekar Mogg- ann og DV. Því þótt margt Ijótt megi segja um Moggann er hann ekki nærri því eins slæmur og Þjóðviljinn, Tím- inn og Alþýðublaðið. En þeir Þjóðviljamenn ættu ekki að öfundast of mik- iö út í Moggann. Eftir því sem blöð stækka taka fréttir þeirra meira mið af almenn- um smekk og viðhorfum. Þau verða nokkurs konar allra- gagn og hætta að nýtast sem áróðurstæki. Um leið opnast tækifæri fyrir aðra að búa til blöð sem hafa dálítið sér- stæðari svip en Mogginn og leitast ekki við að þjóna al- mennustu þörfum alls al- mennings. Eitthvað pínulítið öðruvísi en Marks & Spencer. En þau blöð mega ekki vera lituð af sérhagsmunum stjórflmálaflokka. Það er álíka gáfulegt og að reyna að selja súkkulaði með bacon- bragði. Gunnar Smári Egilsson Nýr sjúkdómur „Þetta þjónustugjaldaæði er algjörlega nýtt fyrirbæri í augum okkar almennra jafnaðarmanna.“ Guðmundur Áml Stefánsson bæjarstjórl Er ekki bara að klæða sig betur? „Sú tilhugsun að Þjóðviljinn hætti að koma út vekur mér satt að segja hroll..." Sigurður A. Magnússon rithöfundur Jl ^að virðist svo að ýmsar fforréttindaættir standi í þeirri trú að himnafaðirinn haffi veitt þeim einum réttindi til að starfa uppi i himinhvolfinu." GUÐNI ÞÓRÐARSON FERÐAMÁLAFRÖMUÐUR /Jí iakna átuna/Unb „Það er misskilningur ef menn halda að það sé einhverjum fagnaðarefni ef Þjóðviljinn hættir að koma út eða Alþýðublaðið.“ Ellert B. Schram rltstjórl AÐ UERA UEL GIFTUR „Eg dáist að hugrekki Raisu.“ Mikhail Gorbatsjov forseti í TAla við Tímann „Við höfum ekki efni á að halda blaðinu opnu langt fram á nótt og við reynum hagræða þessu í takt við tímann." Kristinn Flnnbogason framkvæmdastjóri Já, en hvaða skattar lækka? Auðvitað er það enginn Hitlersfasismi að fá tekjur í ríkiskassann meö svokölluð- um þjónustugjöldum. Hvaö sem — meint — mál- gögn stjórnarandstöðunnar segja er það í sjálfu sér eng- inn sérstök hægrilausn. Það voru einmitt ekki þeir Davíö og Friðrik sem hófu um þessi mál opinbera umræöu hér á landi heldur sjálfur Olafur Ragnar Grímsson, sem í vor stóð fyrir tveimur ráðstefn- um um þjónustugjöld og önn- ur nýmæli í opinberum rekstri. Skynsamleg þjónustugjöld gætu reyndar orðið til þess að menn skilji betur hvað þessi opinbera þjónusta er okkur dýrmæt, og kunna að auka skynbragð á opinberan rekst- ur þannig að kröfur aukist og eflirlit batni. Þessvegna er nú verið að drepa á dreif nauðsynlegri rökræðu með því að hefja deilur um hlutfall ríkisfjár af slíkum gjöldum og ríkisfjár af jjví félagsgjaldi sem menn horga með svokölluðum tekju- eöa neyslusköttum. Hinsvegar er mikilvægt að viðurkenna að hvortveggja aðferðin er auðvitað almenn skattheimta í þágu ríkisins. Að halda öðru fram er orð- hengilsháttur og dugar ekki á þjóðina hvernig sem reynt er að spila á fréttamenn. Til þess eru íslendingar einfaldlega ekki nógu vitlausir. Ríkisstjórn Davíös Odds- sonar hefur viö almennan fögnuð strengt þess heit að skattheimta verði ekki aukin, og þessvegna hlýtur almenn- ingur í gjánni að spyrja við hvert einasta nýtt þjónustu- gjald: livar lækka skattarnir á móti? Lækkar tekjuskattur- inn hjá mér við þaö að borga meira í tannlækningum barn- anna minna? Lækkar virðis- aukaskatturinn á matnum við aö þurfa að kaupa sér að- göngumiða aö heilsugæslu- stöðinni? Hækka skattleysis- mörkin við aö borga börnin sín inní framhaldsskólana? Þetta er auðvitað megin- mál í samskiptum þjóðarinn- ar við þá ríkisstjórn sem hún hefur kosið yfir sig. Þetta er önnur aöalspurningin til þeirra sem nú eru aö setja saman fjárlagafrumvarpið. Undanbrögð afþökkuð. Hin spurningin er jafnein- föld. Nú stendur ríkisstjórnin auðvitað við það loforð að hækka ekki skattana. Verður hún þá samhliða boðuðum breytingum að gera þjóð sinni grein fyrir því hverjir eiga að borga meira í skatt og hverjir minna. Hverra kjör á að skerða og hverra kjör á að bæta með skattheimtunni. Eigi til dæmis að leggja tannlæknaskatt á barnafjöl- skyldur, heilsugæsluskatt á gamalmenni og skólaskatt á námsmenn — sem vel kann að vera skynsamlegt þótt ekki liggi í augum uppi — þá hljóta stjórnarliðar að svara því hvaða samfélagshópar eiga þarafleiðandi að borga minni skatt oí^ af hverju Þeir sem vilja fara í feluleik eru vinsamlegast beðnir að láta almenning ekki gjalda þess. Einfalt mál, ekki satt? Ein Þriðju kynslóðar Kvennalistaþingkona Kristín Ástgeirsdóttir er af þriðju kynslóð þingkvenna Kvennalistans. Ekki þeirri fyrstu, sem vann sigra og kom með dálítið ferskan vind inn í stjórnmálin. Ekki þeirri næstu, sem sýndi að Kvenna- listinn var kominn til að vera og kom fram með mál sem aðrir flokkar höfðu gleymt. Heldur af þeirri þriðju, sem hefur hvorki ferskleika þeirr- ar fyrstu né hugmyndaauðgi þeirrar næstu. Kristín er af þeirri kynslóð þingkvenna Kvennalistans sem missti vindinn úr seglunum. Miðað við áherslur Kvennalistans á undanförn- um misserum mætti ætla að hér á landi væri kvennaþjóð- félag. Málflutningur þeirra felur ekki í sér kröfur um breytingar heldur standa þær vörð um óbreytt ástand. Þótt réttindamál kvenna skjóti annað slagið upp kollinum hjá Kvennalistakonum leggja þær mest upp úr því að við- halda óbreyttri landbúnaðar- stefnu, óbreyttri byggða- stefnu, óbreyttum ríkisút- gjöldum og guð má vita hvað. skattahækkun er reyndar komin í gagnið, — hækkun vaxta af húsnæðislánum. Enn biða menn svara um skattalækkunina sem við fá- um í staðinn. Og þeir sem nú hafa borgað hávextina í allt sumar hlakka líka til að vita hvar skattalækkunin verður þegar nýja ríkisstjórnin af- nemur skattfrelsi af vaxta- tekjum. Því að þótt öllum sé auðvit- að ljóst að það hlýtur að vera forgangsmál að skattleggja læknisskoðun á gamalmenn- um og heimta gjald af skemmdum tönnum í börn- um, finnst mörgum að þar á eftir hljóti að koma þessi hálf- ur annar miiljarður sem vant- ar í ríkissjóð af tekjuskatti frá ávöxtun fjármagns. Og ef stjórnin vill heldur má sá skattur alveg heita þjónustu- gjald. Og þær vilja ekki að ísland geri samninga við Evrópu- bandalagið. Það er eins og Kvennalist- inn sé kominn í samkeppni við Framsóknarflokkinn um bændurna, samkeppni við Alþýðubandalagið um opin- beru starfsmennina og sam- keppni við alla flokka um íhaldssömustu kjósendurna. Það virðast ár og aldir liðnar síðan þær gátu talað beint inn í hjörtu helmings þjóðar- innar. Þá töluðu þær um hagfræði hinnar hagsýnu húsmóður. Hún vissi að ef hún eyddi um efni fram kæmi það henni í koll seinna. Nú boðar Kvennalistinn að það sé hættulegt að fara eftir þessari hagfræði. Það þurfi að líða mörg, mörg ár áður en hægt verði að taka hana upp. Fram að þeim tíma þurfi aðlögun og þá má hin hagsýna hús- móðir fara að eyða um efni fram. Það þarf ekki húsmóður til að komast að þessu. Hingað til hafa bændur, opinberir starfsmenn og aðrir þeir sem hafa beinan hag af umfram- eyðslu úr ríkissjóði haldið þessari hagfræði á lofti. Kvennalistinn er ekki lengur ný rödd í íslenskri pólitík. Hann eykur bara við styrk þeirra radda sem eru þar fyr- ir. Segja má að þeim Kvenna- listakonum sé vorkunn. Þær hafa verið í stjórnarandstöðu síðan 1983 eða í rúm átta ár. Hefðin hérlendis er sú að stjórnarandstaðan leiti uppi óánægju með verk ríkis- stjórna og geri málstað hinna óánægðu að sínum. Eðli sínu samkvæmt eru það þeir sem eru að missa spón úr aski sín- um sem hafa hæst. Þeir sem hagnast á breytingum finna ekki fyrir þeim þegar þær eru í undirbúningi. Flokkur sem er í krónískri stjórnarand- stöðu verður því fljótlega grátkór þeirra sem vilja halda í óbreytt ástand. Þannig er Kvennalistinn orðinn og er missir að því sem Kvennalistinn var. ÁS o o þÚ EKT BARA ALVECr 'AGÆfiS /WANGi NE) EflETTEKKi &CTMWS FRÆ6ASTT' JARP o6TMF&ETiW<Míi ÍSLENtíNGA FYPfí. o& EG HAF9 Í RETT r/típ MÉR VÍÐ ENPWÆtMnsroU Á ÓÐRMjh STjoto/tirt l \ GORBi {4 EZT HifcK SLhRP PESTÍ VÍHUp. MÍMIV ^j^ERUÞ KÐ ísLEfJt>)*IGAE> ££>A 5R pETTf\ BAP-A KfZÓNÍSKT HiPiLSÁSTANP BARA DRAUMUR EÍNHVEf’S fZÓNA ÚR AA/AAEÍ EN EF é& KEMST áftí EKKi FEr £LSW.LEG/\ srítJA SMl ÉtA EINS0& KET ‘«Ö ro n m co 8 2 R3 .C E 2 LL

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.