Pressan - 05.09.1991, Page 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991
Tökum hunda í gæslu til lengri eða
skemmri dvalar.
HUNDAGÆSL UHEIMILI
Hundavinafélags íslands og
Hundaræktarfélags íslands
ARNARSTÖÐUM, Hraungerðishreppi
801 Selfoss - Símar: 98-21031 og 98-21030
skuldar nú á milli 150 og 250 millj-
ónir króna og á litlar eignir. Ástæð-
an mun fyrst og fremst vera óhag-
kvæmur rekstur, en hátt í 40 manns
vinna hjá sölufélaginu . . .
u
Liklir erfiðleikar steðja nú að
Sölufélagi garðyrkjumanna, sem
birtist meðal annars í því að tveir
stjórnarmenn og framkvæmdastjóri
félagsins, Valdimar Jónasson,
hafa sagt starfi sínu lausu. Staða fé-
lagsins mun vera hrikaleg; það
1 ndirbúningur handknattleiks-
manna fyrir komandi tímabil er nú
á fullu. Má meðal annars nefna að
Haukar eru á leið-
inni til Spánar þar
sem verða leiknir
sex leikir á sjö dög-
um — meðal annars
við Spánarmeistara
Barcelóna. Með því
liði lék Viggó Sig-
urðsson, þjálfari Hauka, á sínum
tíma og er það ekki síst vegna
tengsla hans við liðið sem þessi ferð
er farin . . .
AUKAFERÐIR TIL
DUBLIN Á VERÐI
Eins og okkur grunaði
seldust ferðirnar til Dublin
/
upp á örskömmum tíma.
Okkur hefur þó tekist að
útvega þrjár aukaferðir
dagana 10., 17. og 24.
nóvember. Ferðirnar eru
4daga/3 nátta og gist
verðurá glæsihótelinu
Burlington. Verðið er
ótrúlegt!
‘Innifalið í verðinu er flug, gisting, akstur til
og frá flugvelli erlendis, írskur morgunverður
og islensk fararstjórn. Verð miðast við
staðgreiðslu og gengi 16.8. '91. Flugvallar-
skattur og fortallagjald er ekki innifalið.
HAUSTINU SLEGIÐ A FREST MEÐ
SAMVINNUFERÐUM - LANDSÝN!
MALLORCA OG BENIDORM
Við getum nú boðið góðar SL-íbúðir á frábæru verði
á Benidorm og St. Ponsa í nokkrar ferðir í sept-
ember. Þetta er tilvalið tækifæri til þess að njóta
sólargeislanna á suðurströnd og jafnvel líta í búðir í
leiðinni. Verðið er ekki sambærilegt við neitt annað.
Verðdæmi: 4 í íbúð í 3 vikur = 38.570 kf. *
I M I N I
Örfá laus sæti til Rimini 9. og 16. sept.!
GOLF A MALLORCA
Við efnum til aukagolfferðartil Mallorca dagana 1. -
8. október því golfferðin 8.-16. október seldist upp.
Búið verður í íbúðum í Cala d'Or og spilað á Vall d'Or,
gullfallegum og viðráðanlegum velli skammt þar frá.
Fararstjóri verður Kjartan L. Pálsson.
VINSMOKKUNARFERÐ
Ógleymanleg vínsmökkunarferð til Þýskalands
13. sept. Fararstjóri verður Sigrún Aspelund og gist
verður í sumarhúsum. Við leggjum Rínardalinn undir
okkur og dreypum á uppskeru ársins.
EGYPTALAND
Ævintýraferðir til Egyptalands 28. sept., 19. okt. og
16. nóv. - lands leyndardóma og stórbrotinnar sögu.
Samvinnuferðir - Landsýn minna á:
Við viljum vekja athygli á leik Fram og Víkings sunnu-
daginn 1. sept. kl. 16. Allir á Laugardalsvöllinn og
hvetjum okkar menn!
'Verð miðast við staðgreiðslu og gengi 16. 8. '91. Flugvallarskattur og
forfallatrygging er ekki innifalið.
Sainvinniiferúir-Líiiulsýii
Reykjavík: Austurstræti 12 * S. 91 - 69 10 10 * Innanlandsferðir. S. 91 -69 10 70
Simbréf 91 - 2 77 96 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Símbrét 91 - 62 39 6
Akureyri: Skipagötu 14 • S 96 - 27 200 • Símbrét 96 - 2 75 88 • Telex 2195
kJérstakur fréttaflutningur Stöðv-
ar 2 í tengslum við meintan eitur-
lyfjainnflutning vakti athygli og sér-
staklega þegar lögreglan sendi frá
sér fréttatilkynningu um að heim-
ildamaður Stöðvarinnar væri annál-
aður lygamörður og vissi ekkert í
sinn haus. Nú er ljóst að viðkomandi
fréttamaður, Árni Gunnarsson,
verður að súpa seyðið af þessu og
hefur hann nú hætt störfum á frétta-
stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 . . .
kjkipun Þorsteins Pálssonar á
nýjum hæstaréttardómara hefur
vakið nokkra athygli. Ekki þar fyrir
að menn telji ekki
Pétur Kr. Hafstein
verðugan í embætt-
ið, heldur hitt, að við
valið var gengið
framhjá tveimur
reyndum dómurum
í Borgardómi, þeim
Auði Þorbergsdóttur og Garðari
Gíslasyni. Pétur er með yngstu
mönnum sem skipaðir hafa verið
hæstaréttardómarar, helst að hann
jafnist á við Þór Vilhjálmsson,
sem var kallaður undrabarn á sín-
um tíma. Menn telja að Pétur hafi
notið þess að vera gamall skóla-
bróðir Þorsteins auk þess sem hann
er af góðum og gegnum sjálfstæðis-
ættum . . .
V,
issuð þið að síðastliðinn vetur
var 131 íslenskur nemandi að læra
arkitektúr við erlenda skóla. Þá
voru 33 að læra fatahönnun, 95 fjöl-
miðlun, 20 að nema heimspeki, 49
kvikmyndagerð, 42 ljósmyndun og
151 las viðskiptafræði við erlenda
skóla á síðasta vetri. ..
ólitísk endurkoma Gústafs Ní-
eissonar, sem nú hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri þingflokks
sjálfstæðismanna í
stað Ólafs Arnar-
sonar, hefur vakið
athygli. Gústaf var
stuðningsmaður
Gunnars Thorodd-
sen á sínum tíma og
einnig í hulduher
Alberts Guðmundssonar. Albert
launaði honum góða þjónustu og
gerði hann að skrifstofustjóra í
ÁTVR. Þaðan fór hann skyndilega
en er nú kominn fram á sjónarsviðið
á ný . . .
M,
Leðal þeirra mála sem flutt
verða í Hæstarétti í vetur er mál
sem Kristinn Guðbrandsson i
Björgun á í gegn
Kirkjubæjarhreppi.
Þar er deilt um hvort
Kristinn eigi að
greiða fjallskilagjald
eins og aðrir jarðeig-
endur í hreppnum.
Kristinn hefur ekki
viljað greiða þetta gjald þar sem
hann er ekki með fé á jörðum sín-
um, en Kristinn á tvær jarðir í
Kirkjubæjarhreppi, Eystri-Tungu og
Ytri-Túngu. Jarðirnar eru nú skráðar
sem ein eign og heita einu nafni;
Tunga. Kirkjubæjarhreppur vann
málið í héraði. Kristinn vildi ekki
una þeim dómi og áfrýjaði til
Hæstaréttar. ..
B
‘ifreiðaskoðun Islands er eitt
helsta umfjöllunarefnið í nýjasta
hefti Frjálsrar verslunar. Blaðið
reiknar meðal annars út hvað þjón-
ustugjöld hafa hækkað síðan Bif-
reiðaskoðun íslands tók til starfa í
byrjun árs 1989. Sem dæmi má
nefna að aðalskoðun vörubíla hefur
hækkað um 198 prósent, númera-
plötur um 167 prósent og nýskrán-
ing bíla hefur hækkað um 52 pró-
sent á sama tíma og laun í landinu
hafa hækkað um 35 prósent...