Pressan - 05.09.1991, Page 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. SEPTEMBER 1991
ÞESSI NÖFN VORU LESIN UPP
Vigdís Finnbogadóttir forseti.
Steingrímur Hermannsson, fyrr-
um forsætis- og utanríkisráöherra.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra.
Ólafur Ragnar Grimsson, fyrrum
fjármálaráðherra.
Davíð Oddsson, forsætisráðherra og
fyrrum borgarstjóri.
Halldór Laxness rithöfundur.
Kristján Jóhannsson óperusöngv-
ari.
Ásgeir Sigurvinsson knattspyrnu-
maður.
Kristján Arason handboltamaður.
Einar Vilhjálmsson spjótkastari.
Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maö-
ur heims.
Jóhann Hjartarson skakmaður.
Helgi Tómasson, ballettdansari og
danshöfundur.
Hrafn Gunnlaugsson kvikmynda-
gerðarmaður,
Joe Grímsson 1<aupsýslumaður.
Björk Guðmundsdóttir rokksöng-
kona.
Ólafur Jóhann Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Sony.
Hólmfriður Karlsdóttir, ungfrú
heimur 1985
Linda Pétursdóttir, ungfrú heimur
1988.
Við eigum heimsfrægan forseta,
heimsfrægan óperusöngvara,
heimsfrægan spjótkastara,
heimsfrægan skákmann,
heimsfrægan sterkasta manninn,
heimsfrægan kvikmyndaleikstjóra,
heimsfrægt Nóbelsskáld.
Iwcuf?
„ Sagðirðu Kristjan Johanns-
son? Getur verið að hann sé
leikari?“ spurði einn af níu rit-
stjórum þekktra erlendra tíma-
rita og dagblaða sem PRESSAN
ræddi við og spurði hvort þeir
þekktu einhver íslensk nöfn,
annaðhvort af sjálfsdáðum eða
við að heyra nöfnin nefnd.
„Getur ekki verið að það sé
mikið um svart grjót í landslag-
inu?“ spurði annar þegar spurt
var um ísland almennt. Af átta
ritstjórum í Evrópu og einum í
Bandaríkjunum gátu þrír nefnt
(Vigdísi) Finnbogadóttur af
sjálfsdáðum og tveir (Stein-
grím) Hermannsson. Og í huga
ritstjóranna komu helst upp
myndir af spúandi hverum og
leiðtogafundinum í Höfða.
íslendingum er annt um orðstír
landans í útlöndum, en ekki er
alltaf gott að segja til um hvort til-
teknir einstaklingar séu raunveru-
lega heimsfrægir eða bara plat-
frægir, í anda Garðars Hólm.
PRESSAN hringdi í hóp ritstjóra
•þekktra erlendra dagblaða og
tímarita í Evrópu og Bandaríkjun-
um og spurði hvort þeir þekktu
einhverja Islendinga og hvað þeir
vissu um ísland. Okkur tókst að
ná tali af átta stykkjuin í Evrópu
og einum í Bandaríkjunum.
Astæðan fyrir rýrri uppskeru
vestanhafs er einföld; hátt settir
menn þar voru ekki til viðtals
(vandlega verndaðir af riturum og
PR-fólki) eða höfðu ekki áhuga á
að taka þátt í gamninu. Voru
kannski óhóflega meðvitaðir um
fákunnáttu sína. Vildu láta skrifa
sér bréf með formlegri beiðni um
viðtal.
KRISTJAN JÓHANNSSON: 0 -
EGILL SKALLAGRÍMSSON: 1
Viðmælendur PRESSUNNAR
voru ritstjórar þriggja franskra
blaða, tveggja enskra, eins ítalsks,
eins spænsks og eins bandarísks.
Fyrst voru þeir spurðir hvort þeir
gætu af sjálfsdáðum nefnt ein-
hverjar persónur frá íslandi. Þrír
gátu hjálparlaust nefnt Vigdísi
Finnbogadóttur forseta. Tveir
nefndu Steingrím Hermannsson.
Englendingarnir nefndu báðir
Magnús Magnússon sjónvarps-
mann, annar þeirra reyndar með
aðstoð félaga sins. Eitt atkvæði í
fyrstu atrennu hlutu Guðni Bergs-
son, Davíð Oddsson, Egill Skalla-
grímsson og Sveinn Björnsson for-
seti.
í sjálfu sér varð uppskeran ekki
miklum mun meiri þegar lesin
voru upp nöfn íslendinga sem
ástæða er til að ætla að gætu
hljómað kunnuglega í útlandinu.
Sumir stöldruðu við nafn Kristjáns
Jóhannssonar; einum datt í hug
að hann væri leikari, öðrum að
hann væri íþróttamaður. Tveir
kveiktu strax á nafni Halldórs Lax-
ness. Einn skaut rétt á að Jón
Baldvin væri ráðherra, annar taldi
að hann væri leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar. Og við upplesturinn
fengu eitt atkvæði hver Davíð
Oddsson, Vigdís Finnbogadóttir,
Ásgeir Sigurvinsson og Helgi Tóm-
asson. Sjálfsagt hefði Helgi Tómas-
son fengið fleiri tilnefningar ef rit-
stjórar vestanhafs hefðu tekið sím-
ann.
Þegar spurt var um ísland al-
mennt var þekkingin meiri, en þó
ærið misjöfn. Efst í huga flestra
var leiðtogafundur Reagans og
Gorbasjovs og að hér væru hverir.
FALLEGT LANDSLAG MEÐ
SPÚANDI HVERUM
SERGE LAFAURIE, annar aðalrit-
stjóra franska tímaritsins Le nou-
vel OBSERVATEUR, þekkti engan
íslending. Hann hikaði við þegar
hann heyrði nafn Kristjáns Jó-
hannssonar, sagðist hafa heyrt
nafnið, en gaeti ekki sagt í hvaða
sambandi. ,,Ég veit mjög lítið um
íslendinga og ísland. Hef bara
heyrt að það sé frábært land að
koma til, með fallegu landslagi,
spúandi hverum og fleiru. Ég gæti
vel hugsað mér að fara til íslands,
en ég held að þekking almennings
á landinu sé afar takmörkuð."
JOCHUM SCHILDT, ritstjóri er-
lendra málefna hjá þýska tímarit-
■o
c
>-
O)
83
0)
-c
N
0)
C E
O «3
1 =
= E
« 3
c a
C </)
O
2.5
X LU