Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991
GUÐMUNDUR
MALMQUIST
er seinheppinn maður.
Honum hefði verið nær að
vera ekki að derra sig við
[hwid Oddsson fyrr i sum-
ar. Nú er komið í Ijós aó
ríkisstjórn Davíils Oddsson-
ar hefur ákveðió að flytja
Guðmund oj> Bygijóastofn-
un alla leið norður til Akur-
eyrar. Til Amaro, Sjallans.
kokkteilsósunnar á pylsun-
um, Brai>a-kaffisins, Nonna-
húss. Annars er spurning
hvort Akureyrini>ar eru
ekki seinheppnari en Guð-
mundur. Kíkisstjórnin hefur
nefnilei>a líka ákveðið að
skrúfa fyrir flestöll lán úr
Byt>i>ðastofnun. Þeir fá þvi
enHÍn byHt>ðalán heldur
sjálfa Byj>t>ðastofnun i
hausinn. Oj> Guðmund
Malmquist.
Hjulli Úrsus Arnason er líka
óheppinn maður. Hann er í
mörj> ár búinn að vera
næst-aðal meðal krafta-
kalla, næst á eftir Jóiijfíili
Sifimarssyni. Nú þeqar Jóu
Páll er slasaður oq j>etur
ekki keppt stiii(>ur Matinós
Vcr sér fram fyrir Hjalta.
Biðlundín var þvi til einsk-
is. Hjalti virðist dæmdur til
að vera númer tvö.
Jólmnn Hjarlarson er ann-
ar óheppinn ntaður. T.kki
bara fyrir að hafa tapað
svona ntörttum skákum oq
unniö svona fáar. heldur
lika vejjna þess að á sama
tínia oj> hann er að kljást
við ofjarla sína á Hótel
l.oftleiðum er hridge-liinds-
liðið að lej>t!ja heiminn að
fótum sér úti i Japan. I'etta
er náttúrlet>a fáranlejfur
samanburður. en svona
hugsar (ólk samt. Vinsæl-
asta tillaga leiguhílstjór-
anna þessa dagana er til
dæmis að taka mennta-
skólakennaralaunin af .ló-
hanni ot> láta bridgespilar-
ana fá þau.
Heimir Sleinsson er enn
einn óheppinn maður. Á
sama tíma og hann var að
tala um íslandsklukkuna og
dætur hennar sendi sjón-
varpið út textavarp á texta-
varpísku.
Ráðhús Reykjavíkur, annað
minnismerkja Davíös Odds-
sonar borgarstjora. Hönnun
fór fram samhliða fram-
kvæmdum og var undir eftir-
liti stærsta hönnuðarins. Átti
að kosta 1,4 milljarða en fer
vart undir 3,2 milljarða. 130
prósenta umframkeyrsla.
Perlan, hitt minnismerki Dav-
íðs Oddssonar. Hjörleifur
Kvaran, Jóhannes Zoéga og
Ingimundur Sveinsson tóku
ákvarðanir um kostnaðarsöm-
ustu breytingarnar. Perian átti
að kosta tæpar 800 milljónir
króna, en stefnir nú í 1.600
milljónir.
Þjóðarbókhlaðan. Stjórnvöld
hafa árvisst skorið niður fram-
kvæmdafé byggingarinnar.
Við upphaf framkvæmda fyrir
14 árum var rætt um 1,4 millj-
arða kostnað. Miðað við að
byggingarframkvæmdum
Ijúki 1994 verður endanlegur
kostnaður vart undir 2,2 millj-
örðum.
Listasafn íslands. Það átti að
kosta um 340 milljónir að
breyta gamla Glaumbæ í
glæsilegt listasafn, en reikn-
ingurinn hljoðaði upp á um
520 milljónir.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar átti
að kosta tæpa 4 milljarða en
endaði i um 6 milljörðum.
Heimildir fyrir kostnaðarsöm-
ustu breytingunum og magn-
aukningunum veittu Matthías
Á. Mathiesen og Geir Hall-
grimsson. Matthías lagði ríka
áherslu á að vígsla flugstöðv-
arinnar færi fram fyrir kosn-
ingarnar 1987.
LANDSMENN FA SEX
NRLLJARDA DAKRBKNING
VEGNA SKRADTHALIANNA
10 MILUARÐAR URÐU AÐ 16 MILLJÖRÐUM
Byggingar áætl.m.kr. kostn.m.kr. mism. %
Ráðhús Rvk. 1.390 3.160 1.770 127,3%
Perlan 790 1.600 810 102,5%
Þjóðarbókhlaða 1.400 2.150 750 57,1 %
Listasafn ísl. 340 520 180 53,0%
Flugstöð L.E. 3.920 5.850 1.930 49,2%
Seðlabankinn 2.120 2.640 520 24,5%
OFANGREINT 9.970 15.920 5.950 59,7%
Útvarpshús (3/4) 1.675 1.500 -175 -10,4%
Útvarpshús (4/4) 2.060 2.280 220 10,7%
Skýringar: Allar tölur eru framreiknaðar til Þyggingarvísitölu (187 stig). núvirðis samkvæmt
llyi’fjinijarkoslnadur nokk-
urru af lielstu skruutfjödrum
íslenskrur byggingursögu síö-
ustu áru fer (i milljörðum
króna fram úr áœtlunum uið
upphaf frumkuœmda. Ráð-
liásið, Perlun, Flugstöö Leifs
Eiríkssunur, Þjóðarbókliluð-
an, Seðlabunkahöllin og
Listusafn Islands áttu að
kostu 10 milljarðu að náuirði
en niðurstaðun uerður uart
undir Ifi milljöröum.
Þessir (i milljurðu krónu
bukreikningur samsuuru um
iH5 þásund krónum á huerju
fjölskyldu í lundinu. Fyrir
sömu upphceb vœri hcegl uð
byggja nýtt Ráðhás og nýja
Seðlabankahöll með öllum
tillieyrandi umframkostnaði.
RÁÐHÚSIÐ:
ÁÆTLLN MIÐUÐ VIÐ
SKÓLABYGGINGU
Ráðhúsið átti, samkvæmt
fyrstu áætlunum, að kosta
1.400 milljónir króna. Fram
hefur komið að þessi áætlun
hafi verið skot út í loftið og þá
miðað við kostnað á hvern
fermetra í framhaldsskóla-
byggingum. Allir málsmet-
andi menn eru sammála um
að þetta hafi verið sett fram
af fullkomnu óraunsæi. Lík-
legasta skýringin er sú, að
með þessu var hægt að
„selja" borgarbúum hug-
myndina.
Heildarkostnaður við Ráð-
húsið stefnir nú í tölu sem er
ekki undir 0,2 milljörðum
króna. Er það 1,8 milljarða
eða tæplega 100 prósenta
hækkun frá ofangreindri
áætlun, sem lögð var fyrir
borgarstjórn í september
1987. Jafnvel þótt miðað
væri við endurskoðaða áætl-
un frá júlí 1988 er bakreikn-
ingurinn gríðarlegur: 1,0
milljarðar og 70 prósent um-
framkeyrsla.
Skýringarnar eru Ijósar:
Ráöist var í framkvæmdirnar
án viðhlítandi hönnunar og
annars undirbúnings, ein-
stakir kostnaðarliðir hækk-
uðu upp úr öllu valdi og ofur-
kapp hefur verið lagt á að
klára bygginguna í samræmi
viö gefin kosningaloforð.
PERLAN: 900 MILUÓNA
KOSNINGABAK-
REIKNINGUR
Perlan á Öskjuhlíö var í árs-
lok 1987 sögð eiga að kosta
700 milljónir að núvirði. Nú
stefnir í að byggingarkostn-
aðurinn verði ekki undir
1.600 milljónum króna, sem
er bakreikningur upp á 900
milljónir. Með öðrum orðum
fór kostnaðurinn við Perluna
hlutfallslega jafnmikið fram
úr og við Ráðhúsið, 130%.
Skýringarnar á umfram-
keyrslunni í Perlunni eru í
raun svipaðar og hjá Ráðhús-
inu. Öll hönnunarvinna var
unnin samfara sjálfum fram-
kvæmdunum og um leið
voru allar kostnaðaráætlanir
út í hött. Sífelldar og kostnað-
arsamar breytingar áttu sér
stað á framkvæmdatíman-
um, ekki síst fyrir tilstilli
rekstraraðila veitingahússins,
Bjurnu Árnusonur í Brauð-
bæ. Allt kapp var lagt á að
húsið yrði því sem næst risið
fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar vorið 1990 og kláraö í
samræmi við kosningaloforð.
Seðlabankahöllin. Þrátt fyrir
j að framkvæmdatiminn væri
eðlilegur og enginn skortur á
fjármunum fór kostnaðurinn
að minnsta kosti hálfum millj-
arði fram úr áætlunum, en
meira ef reiknað er með kostn-
aði vegna lóðarinnar og Kola-
portsins.
FLUGSTÖÐIN:
UMFRAMKEYRSLA
Á VIÐ NÝJA
SEÐLABANKAHÖLL
Enn ein kosningabomban
er Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
í árslok 1987 lagði Ríkisend-
urskoðun fram svarta skýrslu
um framkvæmdirnar við
flugstöðina. Samkvæmt ,,vel
rúmum" áætlunum 1983 átti
flugstöðin að kosta 3,9 millj-
arða, en kostnaðurinn við
fullgerða flugstöð er talinn
verða 5,5 milljarðar. Sem
ekki er þó tæmandi, því bæta
verður við fjármagnskostn-
aði, kostnaði vegna lista-
verka, við umsjón, eftirlit og
byggingarnefndarstörf.
Heildarkostnaðurinn verður
þá liðlega 5,8 milljarðar og
umframkeyrslan tæplega 2
milljarðar eða um 50 prósent.
Kostnaðarsömustu breyt-
ingarnar voru „viðbætur við
upphaflega áætlun" upp á
1.200 milljónir og „magn-
aukningar" upp á 250 millj-
Útvarpshúsið. Húsið komst að
mestu í núverandi mynd
haustið 1987 og var þá 10 pró-
sentum undir kostnaðaráætl- )
unum frá upphafi fram-
kvæmda. Kostnaðarsamir
afangar eru eftir og ekki úr
vegi að reikna með 10 pró-
senta umframkeyrslu þegar
upp verður staðið.
ónir. Þá má nefna stækkun
landgangs og landgangshúss
upp á 180 milljónir, endur-
hönnun upp á 190 milljónir
og viðbætur viö innréttingar
upp á 145 milljónir. Þá kemur
fram að samræming og
stjórnun brugðust i einstök-
um atriðum, t.d. var lengst af
engin heildarstjórnun á
hönnunarverkefnum. Ekki er
að sjá að nein áætlun um
kostnað til verkloka hafi ver-
ið gerð fyrr en í apríl 1987.
Fram að þeim tíma virðist
hafa verið ætt áfram og ofur-
kapp lagt á að opna flugstöð-
ina formlega fyrir þingkosn-
ingarnar 1987.
SEÐLABANKINN:
HEILDARKOSTNAÐUR
YFIR 3 MILLJARÐAR
Frá byrjun framkvæmda
við Seðlabankahöllina 1982
til loka þeirra 1988 nam bygg-
ingarkostnaðurinn 2.640
milljónum að núvirði, en
framreiknuð áætlun var
2.120 milljónir. Umfram-
keyrslan nemur því liðlega
hálfum milljarði að minnsta
kosti eða um 25 prósentum.
Til viðbótar þessum 2.640
milljónum má svo bæta við:
Um 245 milljónir fóru í lóðar-
kaup og bifreiðastæðagjöld
og framlag Seðlabankans
vegna bílastæðageymslu
Reykjavíkurborgar (Kola-
portsins) var alls um 180
milljónir. Kostnaður Seðla-
bankans fer þá upp í liðlega 3
milljarða króna.
Umframkostnað Seðla-
bankahallarinnar rekur
bankinn „fyrst og fremst til
vandaðri og dýrari frágangs
hússins að utan en upphafleg
áætlun gerði ráð fyrir".
Þá má nefna minna dæmi,
en ekki ómerkilegra. Fram-
kvæmdirnar við að breyta
gamla Glaumbæjarhúsinu í
glæsilegt Listasafn íslands
áttu að kosta um 340 milljón-
ir. Eftir því sem næst verður
komist endaði kostnaðurinn i
um það bil 520 milljónum.
Formaður byggingarnefndar
hússins var Guðmundur G.
Þórarinsson. í HP 1988 sagði
hann: „Það hefur ekki verið
sparað í þessu safni, það var
aldrei mín meining að byggja
yfir Listasafn lslands ódýran
bragga."
ÚTVARPSHÚSIÐ:
GRÆDDU Á
STRÍÐI VERKTAKA
Við upphaf framkvæmda
við Þjóðarbókhlöðuna eða í
maí 1977 var kostnaðurinn
áætlaður um 1.400 milljónir.
1990 hafði um 800 milljónum
verið varið í bygginguna og í
hana fara 145 milljónir í ár.
Áætlað er að 1.100 milljónir
þurfi til að klára bygginguna
miðað við að hún verði tilbú-
in 1994. Ef það stenst verður
heildarkostnaður um 2.150
milljónir og umframkostnað-
urinn því um 750 milljónir.
Þjóðarbókhlaðan hefur liðið
fyrir miklar og kostnaðar-
samar tafir á framkvæmdun-
um.
Andstætt ofangreindum
byggingum hefur stórhýsi
RUV risið að þremur fimmtu
hlutum án bakreikninga.
Samkvæmt yfirliti Ffarðar
Vilhjálmssonar, formanns
byggingarnefndar, var kostn-
aðurinn 10 prósentum undir
áætlunum þegar húsið var
komið í núverandi mynd um
haustið 1987. Að núvirði nam
kostnaðurinn um 1.500 millj-
ónum króna. Hinu má þó
ekki gleyma að kostnaðar-
samir áfangar eru eftir.
„Arkitektastofan í verkinu
vann meira og minna að
hönnun hússins frá 1972.
1980 heimilaði þáverandi
menntamálaráðherra okkur
að hefja framkvæmdir eftir
því sem ráðstöfunarfé fram-
kvæmdasjóðs RÚV leyfði. Þá
var allri hönnunarvinnu lok-
ið og þeir aðilar sem unnu að
kostnaðaáætlunum höfðu
því fast land undir fótum. Um
leið var það lán okkar að
verktakamarkaðurinn var
harður á þessum tíma og
menn buðu því vel frá okkar
sjónarhóli séð. Kostnaðurinn
er nú vel undir áætlun, þrátt
fyrir að um mjög flókna og
sérhæfða byggingu sé að
ræða," sagði Hörður.
Auk 1.500 milljónanna hef-
ur 76 milljónum króna verið
varið í að innrétta 4. og 5.
hæð hússins og áætlað er að
það muni kosta um 700 millj-
ónir að fullklára húsið. Heild-
arkostnaður fer þá upp i
2.280 milljónir. Arið 1980
hljóðaði áætlunin um full-
klárað hús upp á 2.060 millj-
ónir og stefnir því í að niður-
staðan verði að lokum 220
milljóna umframkeyrsla. Sem
verður að teljast nokkuð gott,
því húsið er sérhæft og ýmsar
forsendur hafa breyst.
Friðrik Þór Guðmundsson