Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 32

Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991 Hallgrímur Thorsteinsson Ríkisútvarpið hefur apað allt eftír öðrum I meira en áratug hefur liann veriö áberandi í ís- lenska fjölmidlaheiminum, sem frélta- og dagskrárgerd- armadur, og nýlega tók hann vid dagskrárstjórn Bylgjunn- ar. Hann stjórnar nú m.a. hin- um vinsœla þcetti „Reykjavík síddegis" og má teljast upp- hafsmadur slíkra blandadra frétta- og rabbþátta. Hann stjórnadi reyndar þessum sama þœtti þegar Bylgjan hóf átsendingar fyrir sex árum og adrar átvarpsstödvar hufa sídan sett svipada þœtti í dag- skrá sína, en fyrirmyndin er greinilega þœttir Hallgríms Thorsteinssonar hér á árum ádur. Þad er mikiö aö gera lijá dagskrárstjóra á stórri át- varpsstöö og ekki hlaupiö uö því aö króa manninn af, en þegar hann er loks sestur niö- ur er hann rólegur og af- slappaöur. Skrifboröiö hans er nákvœmlega eins og þaö hlýtur aö eiga aö vera hjá duglegum fréttamanni; stór, yfirfullur öskubakki, blöö og tímarit frá öllum heimsálfum og pappírsmiöar á víö og dreif. Hann er enn kornungur maður og greinilega ekki hæ'tur aö leita fyrir sér, hefur nýiega Iokið meistaranámi frá New York University í því sem kallast upp á íslensku gagnvirk miölun. Eg spyr hann hvaö gagnvirk miðlun merki eiginlega. Hann brosir og segir að þaö sé erfitt aö út- skýra án þess að sýna dæmi. Og áður en blaðamaöurinn veit af hefur hann kveikt á tölvunni og íurðulegustu hlutir fara að gerast. Loka- verkefni Hallgríms var að vinna úr myndbandi sem Sykurmolarnir létu taka upp fyrir nokkrum árum, og það er greinilega hægt að skoöa eitt slíkt myndband frá mörg- um hliöum. „Það má segja að þetta snú- ist í rauninni um að nýta tölv- una til að koma margbreyti- legum upplýsingum á frant- færi. Þetta getur flýtt gífur- lega fyrir allri leit að upplýs- ingum og gefið möguleika sem eru mjög langsöttir án þess að nýta eiginleika tölv- unnar. Þetta veitir lika tæki- færi til að blanda saman myndum, texta og hljöðum og miöla þannig sömu upp- lýsingum á margbreytilegan hátt, enda kalla margir þetta margmiðlun. Þessi tækni veitir líka ýmsa möguleika á að útbúa upplýsingar sem gætu verið aðgengilegar og hentað ólíkum hópum, s.s. skólum og ýmiskonar sér- hæfðri starfsemi." VIÐ TREYSTLM ÞEIM SEM ÞEGJA Talið berst eðlilega fljótt að íslenska fjölmiðlaheiminum, þar sem Hallgrímur hefur lif- að og hrærst síðustu árin. Hvaða skýringu á hann á hinni hroðalegu útreið sem íslenskir fjölmiðlar fengu í lífsgildakönnuninni sem ný- lega voru birtar niðurstöður úr? Þar kom í Ijós að aðeins rétt tæp tuttugu prósent þjóð- arinnar báru „nokkuð mikiö traust" til fjölmiðlanna, aðrir minna? „Hverju treystum við í líf- inu, eru það ekki helst þeir sem þegja yfir hlutunum? Fjölmiðlar eru náttúrlega ekki til þess að þegja yfir hlut- um, heldur til að segja allt sem hugsanlega gæti skipt máli. Ég held að þetta sé bara svona einfalt; þegar menn kjafta mikið og eru sífellt að segja þér eitthvað nýtt verður það til þess að þú ferð að taka þá með varúð, samanber stjórnmálamenn, þeir eru alltaf kjaftandi og fáir treysta þeim. I eðli sínu eru fjölmiðl- ar þannig að þú tekur þá var- lega og átt að gera það. Þetta er ekki endilega af því blöðin eru pólitísk, heldur einfald- lega þetta heilbrigða viðhorf; trúðu ekki öllu því sem stend- ur í blöðunum. í grundvallar- atriðum er þetta vantraust sprottið af náttúru fjölmiðl- anna.“ En pólitíski stimpillinn, sem allir íslenskir fjölmiðlar hafa meira og minna á sér, hefur hann ekkert að segja? „Jú, það hefur sitt að segja, en hitt sem ég nefndi, um náttúru eða eðli fjölmiðl- anna, vegur miklu þyngra. Ef við förum lengra út í það hvað verið er aö bera á borö í fjölmiðlum þá er það í raun tilbúningur. I níutíu prósent- um tilvika er búið að skekkja máliö strax og talað er við einn en öðrum sleppt. Þannig að sama hvernig farið er að; það er nánast útilokað að koma upplýsingum á fram- færi án þess aö á einhvern sé hallað. Allt sem sett er í þessa miöla er þannig búið til eins og hver önnur vara, fólk veit það. Keppikeflið er að búa til sem besta vöru." HVER OG EINN VERÐUR AÐ VERA ÁBYRGUR FYRIR ÞVÍ SEM HANN TRÚIR Eru fjölmiölar orönir of ráðandi afl í lífi fólks al- mennt? „Ég veit það svei mér ekki, spurningin snýst kannski frekar um hvernig fólk fær upplýsingar. Eru menn bara viðtakendur eða eru þeir í því að upplifa hlutina sjálfir sem virkir þátttakendur? Hvort þessi áhrif eru of mikii veröur að vera undir hverjum og ein- um komið að svara fyrir sjálf- an sig. Veðriö, vegakerfið og hvað sem er hefur líka áhrif, og ef fólk óttast þetta ægivald fjölmiðlanna verða menn að bera ábyrgð á sjálfum sér og velja og hafna á eigin for- sendum. Við getum alveg sagt okkur sjálf aö það hefur ekki góð áhrif á börn að horfa á mikiö ofbeldi, en fólk verð- ur sjálft að taka ákvörðun um hvort það leyfir börnunum að horfa á slíkt eða ekki." Hvaö hefur fjölmiðlafræö- ingurinn aö segja um þær sviptingar sem nú eru á ís- lenska fjölmiölamarkaðnum, s.s. tal um sameiningu blaða, hálflömuð flokksmálgögn og meiri samþjöppun þeirra sem ráða fjölmiðlunum? Sérðu kannski fyrir þér eitthvað sem gæti kallast ákjósanleg eða heilbrigð staða fjölmiðla á íslandi? „Það er náttúrlega gantan að þessari flóru eins og hún er í dag. Menn hafa bent á að með öllum þessum blaða- fjölda sé í raun verið að stækka ritstjórn hvers og eins fjölmiðils, það koma fleiri hugmyndir og fletir á hvert mál. En þetta sama má í sjálfu sér alveg eins gera á einum öflugum fjölmiðli, ef menn eru með nógu góða og fjöl- menna ritstjórn. Þrjú stór blöð hér á landi gætu skapaö mjög skemmtilegt jafnvægi. Annars mundi ég ekkert sjá eftir hinum blöðunum þótt Mogginn yrði einn eftir. Nú, útvarpsmarkaöurinn er i raun fyrst núna að slíta barns- skónum, og þó að einhverjar nýjar stöðvar séu að koma upp býr Bylgjan að því að hafa verið fyrst, hún fór líka af stað með ákveðnum for- merkjum, þ.e. hún var með fréttir. létta þætti og stílaði inn á að höfða til sem flestra og síðast en ekki síst vera skemmtileg. Það er kannski pláss fyrir Rás 2, Bylgjuna og eina stöð til viöbótar. Tíminn verður bara aö svara því hvort við þolum eina sjón- varpsrás til viðbótar, en ég geri alveg ráö fyrir því." RÍKISÚTVARPIÐ HEFUR APAÐ ALLT UPP EFTIR ÖÐRUM En hvernig hafa ríkisfjöl- miðlarnir staðið sig eftir að þeir fengu samkeppni frá frjálsu stöðvunum? „Þeir hafa að mörgu leyti gert góða hluti, en þeir hafa apað allt upp sem við höfum gert þótt einhver nýsköpun hafi kannski átt sér stað hjá þeim. Það virðist alltaf vilja leita í sama farió hjá þessari stofnun. Ég held bara að það sé einhver andi sem svífur yf- ir Ríkisútvarpinu, eins og vef- ur sem liggur yfir allri starf- seminni og mótar hana. Hver stofnun er eins og mannvera sem hefur sinn karakter." Hvernig líst þér á þær hug- myndir sem nú eru uppi um að selja a.m.k. rás 2? „Ég held að það ætti að að- skilja þennan rekstur hjá Rík- isútvarpinu, þannig að skatt- greiðendur séu ekki að borga samkeppnina við einkastöðv- arnar og einkastöðvarnar þurfi ekki að blæða fyrir sam- keppni sem erystyrkt af al- mapnafé." / En hvacrmeö siðferði ís- lenskra^fjölmiðlamanna. Eru menn sífellt að þiggja greiðsl- ur, éjafir og uppbætur fyrir vinsamlega umfjöllun? „Það er örugglega miklu minna um það en menn halda almennt. Menn hafa eitthvað verið að ýja að því > að dagskrárgerðarmenn fái greitt undir borðið, en þegar gengið hefur verið á þá menn sem hafa haldið þessu fram hafa þeir ekkert fyrir sér í málinu nema einhverja til- finningu. Ég hef sjálfur verið að skoða þessi mál en hef ekki fundið neitt þess eðlis. Það er að vísu alþekkt að mönnum er boðið í ferðir, og það hefur tíðkast ákveðið sið- leysi yfir heildina, blaða- mönnum er boðið í ferðir og allt er þegið, en ég held að þetta séu ekki kaup kaups, þ.e. ekki er ætlast tii þess að með þessu komi eitthvað ákveðið í staðinn." AMERÍKUDRAUMURINN VAR BÚINN AÐ RÆTAST Kom ekkLtil greina hjá þér að reyna að komast inn á fjöl- miðlaheiminn í Ameríku í stað þess að koma hingað heim? „Ja, ég var eiginlega búinn að láta það rætast, að því leyti að ég var búinn að fá vinnu. Það var mér kannski nóg að sýna sjálfum mér að þetta gæti ég ef ég vildi. Um það að koma heim má segja að ég hafði í ferðum mínum heim á síðustu árum ekki hugsað til þess að setjast hér að alveg strax, en svo bara gerðist eitthvað þegar ég kom í sumar. Þá kom landiö mér svo skemmtilega á óvart, mér bara fannst fallegt hérna. Stundum, þegar ég kom og leit í kringum mig, sagði ég við sjálfan mig; nei, é^vil ekki vera hér, en nú var það skyndilega breytt. Heim- urinn er líka í rauninni að verða ein heild; maður þarf ekki eingöngu að einblína á ísland þótt maður búi hér, ég get fengist við hluti sem ég get hugsanlega selt til út- landa ef því er að skipta. ís- land er ekkert afskekkt í þessum heimi nema þá á þann skemmtilega hátt að það er yndislega öðruvísi." Þeir sem sótt hafa í að starfa á fjölmiðlum ganga sjálfsagt ntargir með þann draum að í gegnum slíkt starf megi breyta heiminum, hafa einhver áhrif og svo framveg- is. Ert þú rekinn áfram af slík- um hugsunum í dag? „Menn verða að halda að þetta hafi einhvern tilgang. Ekki endilega að breyta heiminum, heldur að reyna að búa þannig í haginn að menn geti látið eitthvað gott af sér leiða." Björn E Hafberg S.ÞÓR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.