Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 34

Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991 Pað er hvorki audvelt aö vera íaðir né sonur. Sam- skipti þeirra geta verið erfið á vissu skeiði. Pað á kannski sérstaklega við um unglings- árin, fimmtán til átján ára, þegar unglingurinn er hvorki barn né fullorðinn. Piltinum finnst erfitt að gera föður sín- um til hœfis, og skiptir þá engu máli hvort um er að rœða að slá garðinn, taka til í bílskárnum eða annaö. Föð- urnum finnst pilturinn gera hlutina með hangandi hendi og piltinum finrisl faðirinn of kröfuharður. Vegna þessa og annars verða árekstrar og pilturinn gerir oft rneðvitaða, eða ómeðvitaða, uppreisn gegn föður sínum. Samkvæmt kenningum Sigmunds Freud verða fyrstu árekstrarnir milli föður og sonar þegar sonurinn er sjö til níu ára. Freud segir að á þessum aldri vakni kynhvöt drengsins og beinist þá að móðurinni. Drengurinn lítur á föður sinn sem keppinaut um hylli móðurinnar, fyllist afbrýðisemi og hafnar jafnvel föðurnum. HETJUÍMYNDIN Fram að þessum aldri er faðirinn fyrirmynd sonarins, hann vill líkjast honum og lít- ur á hann sem hetju. Þótt fað- irinn sé lítið heima, og sonur- inn hafi jafnvel lítið af honum að segja, er hann í huga drengsins hinn sterki bak- hjarl heimilisins. „Kg man að ég grét þegar ég var fimm eða sex ára vegna þess að allir töluðu um hvaö ég væri líkur mömmu. Ég vildi líkjast pabba og eng- um öðrum. Á unglingsárun- um varð ég síðan reiður ef einhver vogaði sér að líkja mér við pabba. Þá vildi ég bara vera ég sjálfur, vera sjálf- stæð vera en ekki eftirprent- un af öðrum," sagði karlmaö- ur á þrítugsaldri við PRESS- Seifur/ Júpiter — Appolló Seifur var æðstur guða hjá Grikkjum og Rómverjum og var ekki við eina fjölina felld- ur í ástamálum. Hann brá sér í allra kvikinda liki til að ná til kvenna; konungsdóttur einni breytti hann til dæmis i kvígu og nálgaðist hana í nautslíki. Appolló var dýrlegastur grískra guöa. Seifur lét drepa son hans og barnabarn sitt, Askfepíos, sökum þess að hann gat vakið dauða til lífs. og hann lærir aldreiaðsýna öðrum körlum tilfinningar. Asþór Ragnarsson sálfræð- ingur hefur haldið námskeið fyrir karla í ákveðniþjálfun. Þar er meðal annars reynt að fá karlmenn til að opna sig gagnvart öðrum karlmönn- um og gera þeim auðveldara að tala við aðra karlmenn. ,,Ég hef fengið til mín á nám- skeiðið unga menn sem hafa Bjarni Benediktsson — í háaloft. Einnig hafa komið til mín eldri menn sem vilja fá aðstoð við að nálgast börn sín,“ sagði Ásþór í samtali við PRESSUNA. Ásþór sagði ennfremur að flesta langaði til að vera inni- legir við börn sín og geta rætt við þau um allt milli himins og jarðar. Vandamálið væri það að menn kynnu það VERÐUM VIÐ ALLIR EINS OG FEÐUR OKKAR? eda algjörar andstœdur þeirra? Samband födur og sonar er einkennilegur hrœrigrautur virdingar og andúdar, dstar og haturs, samanburdar og höfnunar. UNA. Drengurinn er fyrstu árin alinn upp af konum. Móður sinni, ömmum, frænkum. Kennarar drengsins fyrstu ár- in eru einnig oftar en ekki konur. Snemma rekur hann sig á það að þurfa aö gefa frá sér það sem honum hefur verið innrætt af konunum. „Mjúku" gildin eru ekki æski- Sigurður Geirdal — Sjón leg, hann þarf að ganga inn í hetjuhlutverk og búa sig und- ir hinn harða heim karl- mannsins. Hann á að vera hraustur, „stórir strákar gráta ekki", hann má ekki vera „stelpustrákur". Þetta ruglar huga drengsins, sem fyrst og fremst er bara barn. fann veit ekki almennilega hvernig hann á að bregðast við. Hanngetur spurt sig: Af hverju er eðlilegt að ég leiki mér með bíla en ekki dúkkur? Af hverju finnst öllum sjálfsagt að ég leiki mér í byssuleik en ekki mömmuleik? Undirbúningurinn fyrir gönguna ströngu upp metorðastigann er haf- inn. VIÐMÓT PABBA Pabbi heldur á dótturinni og kyssir hana og kjassar, en hann slær á bak drengnum, hendir honum upp í loft og „slæst" við hann á gólfinu. Að kyssa son sinn á munninn og aðrar innilegar athafnir fara fljótlega að valda föðurn- um óþægindum. Hann er ekki vanur slíkum atlotum frá föður sínum í æsku og því tel- ur hann slíkt ekki rétt. Væntumþykju föður til sonar á að sýna á einhvern annan hátt. Drengurinn finnur þetta og verður þess snemma áskynja aðinnilegatlot eru fyrirstelpur en ekki stráka. Þetta hefur áhrif átilfinningalíf drengsins alla tíð átt í miklum erfiðleikum og hafa alls ekki getað rætt við föður sinn án þess að allt færi ekki, skrefið væri, í hugum manna, það stórt að þeir veigruðu sér við að stíga það. Hallsteinn Hinriks- son — Geir Hall- steinsson Pálmi Jonsson — Sigurður Gísli Pálmason Ólafur Jóhann Sig- urðsson — Ólafur Johann Ólafsson Árni Tryggvason — Örn Arnason Gylfi Þ. Gíslason — Vilmundur/ Þor steinn/ Þorvaldur Gylfasynir Björn Bjarnason BREYTTAR KRÖFUR Kröfur til karla eru að breytast i samfélaginu. Karl- ímyndin er að breytast. Það þykir ekki lengur sjálfsagt að karlmenn taki engan þátt í heimilishaldi. Karlmaðurinn í dag á að taka þátt í uppeldi barna sinna, elda, þvo upp, taka til og geta gert annað það sem fylgir búshaldi. Þetta gerir að verkum að margir ungir menn í dag geta ekki litið til feðra sinna sem góðra fyrir- mynda. Faðirinn lítur hlut- verk sonar síns, sem heimilis- föður og uppalanda, öðrum augum en unnusta sonarins. Þetta getur valdið sam- skiptaörðugleikum milli föð- ur og sonar þar sem þeir eru farnir að skilgreina hlutverk sitt á mismunandi hátt. í stað þess að vera eingöngu bak- hjarl heimilisins, og hugsa fyrst og fremst um peninga- hliðina og það að komast áfram, á karlmaðurinn nú að vera virkur í heimilislífinu jafnframt því að sinna starfs- ferii sínum. Hann þarf því bæði að standa sig vel í vinn- unni og jafnframt þarf hann að standa sig í sínu nýja hlut- verki sem heimilisfaðir. Um karlmanninn í dag eiga því við sömu rök og um kon- una, sem þarf að standa sig öllum betur á vinnustað jafn- Ragnar i Smára — Jón Óttar Ragn- arsson Gunnlaugur Þórðarson — Hrafn Gunnlaugsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.