Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 9

Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991 9 Rekstur Bjórhallarinnar stöövaöist 2. mai í vor þegar Fjárfestingarfólagiö eignaðist og seldi Borgarfossi eldhúsaöstóöu sem Bjórhöllin hafði aðgang aö. Lögbann gegn innréttingu Bjórhallarinnar á nýrri eldhúsaðstöðu náði ekki fram að ganga. Bjórhöllin er aöeins í þriðj- ungi hússins sem Fjárfest- ingarfélagið eignaðist og Borgarfoss síðar. Engin til- raun hefur veriö gerð til að nýta þann hluta Bjórhallar- innar þar sem veitinga- rekstur var ekki. að hafa tekið rafmagnið aftur af og skipt um lása. LÖGBANNIGEGN INNRÉTTINGU ELDHÚSS HAFNAÐ 17. maí féll úrskurður í lögbanns- málinu. Banninu var hafnað og vís- að í leigusamninginn og bent á að nýir eigendur hefðu yfirtekið rétt- indi og skyldur. Daginn eftir var lögregian enn kvödd til og að þessu sinni voru Borgarfossmenn sakaðir um að hafa stolið tveimur varnarútidyrahurð- um. 21. maí fór Guðjón í innsetning- armál vegna hefts aðgangs að sturtuklefa og fékkst því breytt án úrskurðar. 26. maí kom nýtt inn- setningarmál og krafist var afhend- ingar varnarútidyrahurðanna. Tveimur dögum síðar er lögreglan enn kvödd á vettvang og Borgar- fossmenn sakaðir um innbrot, fyrir að hafa skorið ýmsar leiðslur og fjarlægt kælihurð. Enn tveimurdög- um síðar skipta Borgarfossmenn um lás á ræstiklefa. 31. maí voru teikningar vegna eld- húss Bjórhallarinnar samþykktar af byggingarnefnd Reykjavíkur. Viku síðar ritar lögmáður Bjórhaliarinn- ar Tryggua Púlssyni, stjórnarfor- manni Fjárfestingarfélagsins, bréf þar sem hann bendir sérstaklega á, að þegar félagið seidi Borgarfossi eignina hafi það ekki virt forkaups- rétt Bjórhallarinnar og var áskilinn réttur til skaðabóta vegna þessa. 12. júní var kveðinn upp fógetaúr- skurður um að Borgarfossmenn skyldu afhenda Bjórhöllinni varnar- útidyrahurðirnar. FÓGETI BAÐ LÖGREGLUNA AÐ SÆKJA HREIÐAR 3. júlí gaf Helga Jóna Benedikts- dóttir hjá borgarfógeta út þá fyrir- skipun að lögreglan skyldi færa Hreiðar fyrir fógetarétt vegna úr- skurðar í hurðamálinu. Hurðirnar voru afhentar daginn eftir, en þann sama dag kom Guðjón að starfs- mönnum Borgarfoss þar sem þeir voru að rífa í sundur salerni í sam- eign hússins. 8. júlí var útburðarkröfu Borgar- foss hafnað. Borgarfoss hóf þá nýja hrinu leigurukkana og 6. ágúst var leigusamningnum rift. Daginn eftir fór Borgarfoss enn í útburðarmál. Guðjón Pálsson brá þá á það ráð að fá löggilta úttektarmenn félags- málaráðuneytisins til að skoða hús- næðið og svara m.a. því, hvort eðli- legt gæti talist að leiga væri greidd „á sama tíma og forsvarsmenn Borgarfoss hf. framkvæma stórfelld skemmdarverk og stöðvi rekstur fyrirtækisins". Matsmennirnir kom- ust að þeirri niðurstöðu að Bjórhöll- in ætti ekki að greiða húsaleigu „frá því að reksturinn stöðvaðist og þar til að leigusali hefur bætt úr þeim annmörkum sem fyrir eru". Verði þetta mat lagt til grundvall- ar á Bjórhöllin að vera leigulaus frá 2. maí. Heildarleigan frá maí til og með október er rif lega tvær milljón- ir króna. HREIÐAR GJALDÞROTA OG SMIÐJUKAFFI í UPPBOÐSMEÐF ERÐ 10. september var útburðarkröfu Borgarfoss hafnað á ný af fógeta- rétti. Forsendan var hin sama og í fyrra málinu: Riftunarfresturinn var liðinn. Síðan hefur Guðjón farið i þrjú innsetningarmál sem ekki hefur enn verið úrskurðað í. Borgarfoss- menn eru sagðir hafa skipt um lás í ræstigeymslu, fjarlægt 7 fataskápa og innsetningarmál var höfðað til að fá aftur kælihurð sem tekin var í vor. 9. september sl. var bú Hreiðars Svavarssonar tekið til gjaldþrota- skipta. í gær átti síðan að fara fram uppboð á Smiðjuvegi 14 í Kópavogi, austur- og vesturhluta. í húsinu eru Smiðjukaffi/Pizzusmiðjan og er fasteignin í eigu Sverris, Smára og Arndisar Hreiöarsbarna. Fyrir Hæstarétti er ennfremur áfrýjað uppboð á einbýlishúsinu Háholti 3 í Garðabæ í eigu Hreiðars. Höfuðstóll veðskulda sem hvíla á því húsi er 57,5 milljónir króna að núvirði, en brunabótamat þess er 31,8 milljónir. Nokkur hluti veðskuldanna er vegna fjárnáma og lögtaka, en 42 milljónir vegna skuldar við Grétar Haraldsson, lögmann Borgarfoss. Fjárfestingarfélagið neitaði að upplýsa PRESSUNA um einstök efn- isatriði málsins í Ijósi trúnaðar- skyldu. Hins vegar upplýsti Einar Sigurjónsson, lögfræðingur félags- ins, að tilboð hefði komið í fasteign- ina „miðað við að ákveðið fyrirtæki yrði stofnað til að reka fasteignina. Kaupandi lagði fram tryggingar og hefur að öllu leyti staðið við gerðan samning. Leigusamningi fyrrver- andi eigenda við Bjórhöllina hf. var mótmælt sem löglausum á upp- boðsþingi og málið er nú rekið fyrir hæstarétti". Gudjón Pálsson GRÓFT SAMSÆRI UNDIR STJÓRN GRÉTARS Guðjón Pálsson segir að um gróft samsæri hafi verið að ræða af hendi Fjárfestingarfélagsins, Hreiðars og Grétars. „Það var skil- yrði Borgarfoss við kaupin að rekstur Bjórhallarinnar fylgdi með. Ég bauð þessum aðilum að yfirtaka reksturinn á kostnaðar- verði, sem í dag er um 25 milljónir króna, en því var hafnað. Þeir keyptu þá eldhúshlutann til að stöðva okkur, kærðu okkur og húsinu var lokað. Ég lít svo á, að sölusamningurinn við Borgarfoss hafi verið málamyndagerningur. Honum hafi átt að rifta, þannig að Borgarfoss fengi rekstur Bjórhall- arinnar en Fjárfestingarfélagið húsið aftur. Hinir eignalausu menn í Borgarfossi geta aldrei borgað þessar 100 milljónir. Þeir hafa mótmælt leigusamningnum til Bjórhallarinnar, en hafa þó ekki farið í riftunarmál. Staðreyndin er sú að sambýliskona mín á aðeins 20 prósent í Bjórhöllinni og hinir eru allir óskyldir aðilar." Guðjón bætti við að hann væri hluthafi í Fjárfestingarfélaginu og fyndist alvarlegt að félagið hefði ekki greitt af þeim lánum sem hann fékk en félagið yfirtók við uppboðið. „Félagið er komið með 22 milljóna króna vanskil vegna þessa og nær allt komið í lögfræði- lega innheimtu." Guðjón Pélsson, framkvæmda- stjórí Bjórhallarínnar. Átti húseign- ina og gerói leigusamning vió Bjór- höllina rétt fyrir uppboð. „Sambýl- iskona mín á aðeins 20 prósent i Bjórhöllinni." Friðrik Þór Guömundsson Barátta þeirra Margrétar Frí- mannsdóttur og Svavars Gests- sonar um þingflokksformanns- embættið hefur vak- ið nokkra athygli. Er til þess tekið hve fast Svavar, sem er fyrr- verandi ráðherra og formaður flokksins, sækir útnefninguna. Hefur verið bent á að hann eigi í svipaðri tilvistar- kreppu og Alþýðubandalagið sjálft. Eftir að hafa verið áberandi í fjöl- miðlum er hann allt í einu orðinn áhrifalaus óbreyttur þingmaður. Til að breyta því sækist hann eftir út- nefningunni... 1T JLeirihluti bæjarraðs Kopavogs hefur ákveðið að ráða Ólaf Briem hagfræðing í stöðu bæjarritara og framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjár- málasviðs. Ólafur er tæplega þrítugur og hefur starfað í pen- ingamáladeild Seðlabankans í tæp þrjú ár. Ekki gekk ráðningin þó mótmælalaust fyrir sig. Fulltrúar minnihlutans, Guó- mundur Oddsson og Valþór Hlöðverason, lögðu til að starfið yrði auglýst, en það felldu meiri- hlutamennirnir GuAni Stefánason, Birna FriAriksdóttir og SigurAur Geirdal bæjarstjóri. Ólafur tekur því brátt við embætti nafna síns Ól- afs Hilmara Sverrissonar, sem verður bæjarstjóri Stykkishólms ... H Lraðfrystihús Stokkseyrar hef- ur náð að greiða skuldunautum sín- um samkvæmt nauðarsamningum sem samþykktir voru í júní í sumar. Kröfur á hendur frystihúsinu voru 146 milljónir króna, en með nauðar- samningunum þurfti fyrirtækið að- eins að greiða einn fjórða skuld- anna, eða 37 milljónir. Meðal kröfu- hafa var ríkissjóður, með 44 millj- óna króna kröfu. Krafan var vegna skatta sem teknir höfðu verið af starfsfólki Hraðfrystihússins. FriA- rik Sophusson fjármálaráðherra féllst á að gefa eftir 33 milljónir króna. Það er fordæmislaust með öllu að ríkissjóður gefi eftir skuld sem þessa . . . * I ágústlok voru 20 mánuðir liðnir frá bankasameiningunni miklu í ís- landsbanka og á tímabilinu rann Samvinnubankinn inn í Lands- banka. Þótt sameiningu þessari hafi átt að fylgja hagræðing blasir við að það er Búnaðarbankinn sem hefur aukið markaðshlutdeild sína á kostnaö annarra. í innlánum hefur hlutur Búnaðarbankans aukist úr 20% í 21,3% og eru sparisjóðir þá inni í dæminu. Hlutdeild Lands- bankans hefur á sama tíma lækkað um svipað hlutfall. í útlánum eru það hins vegar sparisjóðirnir sem hafa aukið hlut sinn úr 12,3% í 14,9% á sama tíma og hlutur Lands- bankans hefur lækkað úr 48,5% í 45,3%. Þegar á heildina er litið má hins vegar segja að furðanlega lítið hafi breyst hvað innbyrðis markaðs- hlutdeild varðar...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.