Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 42

Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 42
íslendingar hafa enn á ný komiö á óvart meö iönvarningi sinum, — segir Jack Buneltier, formaöur dómnefndarinnar Niðursuðuverksmiðjan Ora VINNUR FYRSTU VERÐLAUNí ALÞJÓÐLEGRI IÐNÞRÓUNAR- SAMKEPPNI — grænu baunirnar frá Ora eru byltingarkennd einangrun í hitabrúsa Ögmundur vill jafnframt kanna hvort ekki megi láta lyfjakortin gilda á útsölustööum ÁTVR. Samninganefnd ríkisins BYÐUR OPINBERUM STARFSMÖNNUM LYFJAKORT í STAÐ KAUPHÆKKANA — áhugavert tilboö en vid gerum einnig kröfur um mat- armiöa- og strætókort, — segir Ögmundur Jónasson Fjárveitinganefnd er stillt upp viö vegg og verður aö velja; pening- ana eöa Thor. Þjóðleikhússtjóri HÓTAR AÐ SETJA UPP LEIKRIT EFTIR THOR VILHJÁLMSSON — vona aö þetta veröi til þess að fjárveitinganefnd hækki framlögin, — segir Stefán Baldursson 41. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 10. OKTÓBER 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLIÓMAR Guömundur Malmquist segir aö framliöinn fjárglæframaöur láni í gegnum sig. ÞAÐ ER EINHVER SEM LÁNAR í GEGNUM MIG — sei>ir Gudmundur Malmquist, furstjóri Byggdastofnunar Reykjavík, 9. október ----3----- 1 „Eg tel mig bera afskap- lega takmarkaða ábyrgð á hvernig komið er fyrir Byggðasjóði,“ segir Guð- mundur Malmquist, for- stjóri Byggðastofnunar, í svarbréfi til ríkisendur- skoðunar, en stofnunin hefur krafið hann skýr- inga um stöðu sjóðsins. I bréfinu segir: ,,í fyrstu hélt ég að Stein- gríinur Hermannsson liefði hvatt mig til að lána vonlaus- um fyrirtækjum. Síðar kom í ljós að svo var ekki. I>á fannst mér eins og Davíð Oddsson hefði heimtað að éi> lánaði en áttaði mig síðan á því að það gat ekki verið. F.ftir að liafa hugsað þetta mál fram og til baka hef ég komist að |iví að einhver, ef til vill framliðinn fjárglæframaður, hefur lánað í gegnum mig til margra ára. Á annan hátt get ekki skýrt hvers vegna mér hefur alltaf fundist sem einhver annar en ég sjálfur væri að hvetja mig til lánveitinga." ..betta er dálítið sérstök staða sem er komin upp," sagði Halldór V. Sigurðsson ríkisendurskoðandi í samtali við GULU PRESSUNA. „Kn eftir lestur bréfsins er ekki annað hægt en trúa lionum Guðmundi. Og þegar maður veltir þessu fyrir sér grunar mann að fleiri starfsmenn hins opinbera eigi við sama draug að etja." Busavígsla þingmanna ÞETTA ERU HELVITIS SATISTAR Reykjovík, 10. október „Þetta eru helvítis satist- arog svín. Efég hefði vitað þetta hefði ég aldrei boðið mig fram til þings,“ sagði Ossur Skarphéðinsson, nýr þingmaður krata í Reykjavík, eftir busa- vígslu þingmanna, en þessi siður hefur verið gagnrýndur, þar sem vígslan var óvenjuharka- leg þetta árið. „Mér finnst það helvíti liart að vera tekið eins og hverjum öðrum busa," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, en þessi fyrrum fjármálaráðherra varð að þrífa þingflokksher- bergi Sjálfstæðisflokksins. Ol- aiur datt sem kunnugt er af þingi árið 1987 þó hann hefði verið ráðherra á síðasta kjör- tímabili, en náði aftur kjöri í vor. „Ég veit ekki hvað hann Óli er að kvarta. Hann var ekkert aö skafa utan af því þegar hann stjórnaði busavígslunni á sínum tíma," sagöi Þor- steinn Pálsson í samtali við GULU PRKSSUNA. „Og Árni Johnsen var látinn bera Steingrím átján sinnum upp stigana þótt hann hefði bara dottiö út af þingi eitt kjör- tímabil." ,,Eg held að það eigi eftir að gróa yfir þessi sár," sagði Salomé Porkelsdóttir, forseti þingsins, við GULU PRKSS- UNA. „Mér hefur alltaf fund- ist gaman að þessum busa- vígslum og má ekki til þess hugsa að þær leggist af. Og ég spyr; vill fólk frekar hlusta á umræður um stefnuræöu forsætisráðherra? Kg er hrædd um ekki. Busavígslan er fyrir það minnsta betra sjónvarpsefni." Ríkisstjórnin Viðurkennir sjálfstæði Súgandafjarðar Suðureyri, 9. október „Þetta er rosalegt áfall,“ sagði Tryggvi Hjaltason, íbúi á Suður- eyri við Súgandafjörð, í samtali við GULU PRESS- UNA, þegar það spurðist út að ríkisstjórn Islands hefði viðurkennt sjálf- stæði þorpsins og ákveð- ið að skipa Friðbert Páls- son, forstjóra Háskóla- bíós, sendiherra á staðn- um. „Við báðum aldrei um neitt sjálfstæði. Við báðum um peninga en ekki sjálf- stæði. Við eigum ekki einu sinni fyrir þjóðfána hvað þá meira," bætti Tryggvi við. „Veistu, mér er alveg sama hvort þeir fá sér fána eða ekki," sagði Davíð Oddsson, þegar GULA PRESSAN bar þetta undir hann. „Málið er að við í ríkis- stjórninni erum orðnir leið- ir á Súgandafírði. Og íbúar annarra staða á landinu ættu að hafa það í huga að þolinmæði okkar er á þrot- um gagnvart mörgum öðr- um stöðum. Ef sveitar- stjórnarmenn svo mikið sem láta sjá sig hérna í for- sætisráðuneytinu erum við vísir með að lýsa einhliða yfir sjálfstæði þessara krummaskuða," sagði Dav- íö. Ég mundi flytja burtu ef ísland heföi ekki lokaö landamærum sínum, — segir Tryggvi Hjaltason, íbúi í hinu nýfrjálsa lýðveldi, Suöureyri við Súgandafjörö. ÍSLENSKA KRÓNAN TENGD HLJÓMSVEITINNIELO — uegna misskilnings hjá sendiráöinu í París París, 10. október „Þetta er algjör bömm- er,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, þegar GULA PRESSAN bar undir hann hvers vegna íslenska krónan hefði verið tengd við bresku hljómsveitina ELO, eða Electric Light Orchestra. Albert Guð- mundsson, sendiherra ís- lands í París, gekk frá þessu máli í gær. „Albert hefur misskilið eitt- hvað. Ætlunm var að tengja krónuna viö i KCU, mynt- bandalag Kvrópubandalags- ins, en ekki einhverja afdank- aða poppsveit," sagði Jón Baldvin. „Kn úr því sem komiö er verður ekki aftur snúið. Við getum ekki gert okkur að fífl- um á alþjóðlegum vettvangi með einhverjum hringlanda með gengið," bætti Jón Bald- vin við. Seðlabanki íslands til- kynnti í morgun að gengi ís- lensku krónunar hefði veriö fellt um 48 prósent. „Pað er ljóst að nýjan plat- an frá ELO mun ekki slá í gegn. þrátt fyrir vinsældir hljómsveitarinnar á árum áð- ur. Við getum því ekki annaö gert en fella gengið," sagði Jó- Albert Guömundsson tengdi islensku krónuna viö bresku hljómsveitina ELO. „Mér finnst þeir ágætir," sagði Al- bert í samtali viö GULU PRESSUNA. hannes Nordal Seðlabanka- stjóri. Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 - sími 688944

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.