Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991 23 konur & tíska Palla polfimi Nú er ekkerl hcegt ad suindla. Hœd pallanna í pallaleikfiminni rœdur álaginu á líkamann. Eina leiðin tilþess að brenna minna en til er œtlast er að hœtta og fara ísturtu. Þeir sem halda áfram kála hins ueg- ar um 600 kaloríum í einum þol- fimitíma. Þeir uöðuameiri allt að 600 hitaeiningum. Eins og með aðrar æfingar er æskilegt að stunda palla-leikfimina þrisvar í viku. Hver tími er á við 10 til 12 kílómetra hlaup, en álagið á líkamann dreifist meira og því er pallaleikfimin ekki eins slítandi. Sporin, sem stigin eru á pallana, eru einföld og auðlærð; svo einföld að karlar geta lært þau til jafns við konur. Galdurinn er að vera beinn í baki, halda höfði og brjósti beinu, öxlun- um aftur og maga og rassi stinnum. Halda öxlunum í beinni línu við mjaðmirnar og beygja sig fram með ölium likamanum en ekki með því að beygja bakið. Hoppa létt upp á og niður af pöllunum og láta þyngd lík- amans hvíla á öllum fætinum. Gæta skal þess að gefa eftir í hnjánum en læsa þeim ekki þegar stokkið er upp og niður. Þegar stokkið er niður af pallinum skal tekið á móti þyngd lík- amans með táberginu og gefið eftir rólega, þar til allur fóturinn hefur tekið við þyngdinni. \

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.