Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991 Steingrímur Jóhann Jón Þorsteinn Árni Hermanns-, Ársæls-, Jóns-, Páls- og Árnason. HVAÐA ÞINGBLÓK ER NU ÞETTA? FRAMURAKSTUR BANNAÐUR VIÐ EFSTALEITI, SÍRA * er með ólíkindum — Við sögðum frá því hér í síðustu viku aö á nýlegum fundi félags- málaráðs borgarinnar hefði Guörún Át’ústsdállir gerst herská og greitt at- kvæöi gegn umsóknum „Fimmunnar" i Hafnar- stræti, Nl bars við Klapp- arstíg og Hressó um vín- veitingaleyfi. ()g Guðrún hélt uppteknum hætti á næsta fundi, greiddi at- kvæði gegn umsóknum Duus-húss, L.A. Café og Glaumbars. Allt kom fyrir ekki . . . — Sjaldan fellur epliö langt frá eikinni. A nýaf- stöðnum aöalfundi Félags ungra jafnaöarmanna í Reykjavik var Steindór Karvelsson endurkjörinn formaður, en hann er sonur Karuets Púlniason- ar. Meðstjórnandi var kjörin Siifrtöur llirnu Amundadóltir, dóttir Amunda Anumdusonar. ()g í eina af nefndum fé- lagsins f(>r Kjarlan Kinil Sifiurösson, sonur Sifíurö- ar E. (iiiömuiidssonar, fyrrum borgarfulltrúa krata. I>á hefur nokkuö komið við sögu ungkrata Þorbjörn Jónsson, sonur Jóns Siftiirössonar ráð- herra . . . — I.íklega hefur nýtt met veriö slegið i Lög- birtingablaöinu frá I!. okt- óber. I’ar er sagt frá úr- skuröum skiptaréttar Reykjavíkur um að taka alls 22 fyrirtæki og 77 einstaklinga til gjald- |)rolameðferðar. Holskefl- an mun til komin vegna breytingar þeirrar að |>eir sem krefjast gjaldþrots einhvers þurfa að leggja frani 1.7(1 þúsund króna tryggingu .. . HEIMUR VERSNANDI FER Rannsóknarlögretjla ríkis- ins hefur gefid úl sína fyrslu ársskýrslu. ,,A lidnum úrum hefur ofl sladid lil ad gefa út úrsskýrslu RLR en af ýmsum ústædum, sem ekki uerda raktar hér, er þad fyrst nú, fyrir áriö 1990, ad hún lítur dagsins Ijós," segir Bogi Nils- sort rannsóknarlögreglustjóri í formála skýrslunnar. Hér koma örfáir punktar úr skýrslunni: .áberandi aukning á kærum vegna fals- aðra skuldabréfa á árunum 1989 og 1990 ... veruleg aukning frá árinu 1988 á kær- um vegna innstæðulausra tékka . . . mikil aukning hef- ur orðið á kærum vegna ætl- aðra svika í viðskiptum fólks . . . kom fram mjög auk- in tíðni innbrota og þjófnaðar úr bifreiðum í upphafi árs- ins . . . tekin voru fingraför og Ijósmyndir af 136 afbrota- mönnum sem ekki höfðu áð- ur komið við sögu." F3nn lítill sólargeisli fannst: ....verulega dró úr notkun stolinna greiðslukorta." ()g líf RLR-manna er sem betur fer ekki bara svartnætt- isböl: „Yfir vetrarmánuðina er stunduð innanhússknatt- spyrna og keppt á tveimur mótum á vegum lögreglu- manna. I>á er einnig stundað pílukast (dart) og skák. Yfir sumarmánuðina stunda margir starfsmenn RI.R golf. . ." Kápa Alþingistídinda er skreytt med medfylgjandi tnynd (höfundur er ekki get- iö). Hún sýnir ótiltekinn þing- mann í rwdupúlti og hunn er uf einhverri dularfullri ástœöu andlitslaus. En huer er madurinn? Augljóslega er þingmaður- inn karlkyns. Þetta virðist vera þingmaður í yngri kant- inum, grannur með dökkt, þykkt hár, skipt til hægri frá áhorfanda séð. Augljóslega koma því ekki margir til greina nema reynt sé að fegra ímynd einhverra. Til að fá úr því skorið hvaða þingmaður þetta gæti helst verið var efnt til skoðana- könnunar meðal starfs- manna PRESSUNNAR. 14 tóku afstöðu. Steingrímur Hermannsson fékk 3 atkvæði og Jóhann Ársœlsson 2 at- kvæði og að auki sagði 1 að þetta væri bræðingur úr þeim báðum. 2 nefndu Þor- stein Pálsson, 2 Jón Sigurds- son og 2 Árna Ragnar Árna- son. 1 atkvæði fengu Sighvut- ur Björgvinsson og Fridrik Sophusson. Eitt er að minnsta kosti Ijóst. Þetta er ekki hann Davíð. Síra Heimir Steinsson er tekinn viö stööu útvarps- stjóra og svo háttar til aö þaö t’erisl þegur hann var um þuö bil aö fara uö halda upp á aö 10 ár voru liöin frá því hanri var skipaöur þjóögarösprest- ur á Þingvöllum. Þá skákaði hann þremur kollegum sínum í baráttunni um embættið og aftur er embættisveiting til síra Heim- is mannafellir; þrír hafa sagt sig úr útvarpsráði vegna þess að hann var tekinn framyfir Irigu Jónu Þóröardóttur. Menntamálaráðherrann þekkir vel til sfra Heimis, Ól- afur G. Einarsson situr enda í Þingvallanefnd og hefur sjálf- sagt oft komið austur í kaffi. Hitt er annað mál hvort Ól- afur réð réttan mann, miðað við að nú skal skorið og spar- að, ef ekki selt. 1982, á fyrsta embættisárinu hjá síra Heimi við rekstur þjóðgarðsins, Þingvallabæjar og Þingvalla- nefndar, fór hann 248% fram- úr fjárlögum, 1983 fór hann 191% framúr, 1984 til 1986 fór hann að meðaltali 52% framúr, en loks eftir 1987 var framúraksturinn undir 20%. lðulega var framúrakstri í rekstri mætt með miklum niðurskurði á framlögum til stofnkostnaðar og/eða við- halds. En það er auðvitað sitt- hvað, menningarsetrið við Efstaleiti og á Þingvöllum. KYNLÍF Tídaverkir Hver hefur ekki heyrt fleygt i samhandi við upp- stökkar konur; „hún lætur svona af því hún er að hyrja á þessu mánaðarlega" eða „hún er svo slöpp af því hún er á túr"? I fyrri at- hugasemdinni er átt við fyrirtíðaspennu og tíða- verki í þeirri seinni. A síð- ustu áratugum hafa konur fengið uppreisn æru — sársauki tengdur tíða- hringnum er ekki hara ímyndun heldur raunveru- legt fyrirbæri. Læknisrann- sóknir hafa staðfest það sem konur hafa vitað alla tíð — að tíðaverkir ættu sér fyrst og fremst likamlegar orsakir. Konur eru heillandi við- fangsefni og þvi til sönnun- ar má nefna að heil fræði- grein innan læknavísind- anna er helguð þeim — kvensjúkdómafræðin. Læknisfræðin hefur hins vegar ekki alltaf þótt hafa nægan skilning á kvenleg- um reynsluheimi. Til dæm- is gáfu læknar á endur- reisnartímabilinu orðinu „hysteria" (leg) nýja merk- ingu. Til að útskýra kven- sjúkdóma hjuggu þeir til kenningu um að legið gæti stundum losnað úr stað, farið á flakk um líkamann og valdið því að konan missti gjörsamlega vald á hegðun sinni og sálarró. Enn í dag tölum við um að þessi og hinn sé „móður- sjúkur" (hysterískur). Það er engin nýlunda eða vestræn nútímauppfinning að konur geti fundið til á meðan þær eru á túr. Á töfl- um frá Nippur (3000 árum fyrir kristsburð) má sjá þessa setningu: „Konu- verkur hefur yfirtekið lík- ama minn. Látið guðina rífa þennan sársauka hurtu." Talið er að um þrjá- tíu og fimmtíu prósent allra kvenna fái sársaukafulla legkrampa (dysmenorrhea) meðan tíðir standa yfir. Um tíundi hluti þeirra sem finna til þjáist það mikið að hann er nær óvinnufær í einn til tvo daga í hverjum mánuði. Kinkennin eru mismikil svo sem bakverk- ur, sár bylgjuverkur í neð- anverðum kvið og innan- verðum lærum, ógleði, nið- urgangur eða hægða- tregða, höfuðverkur, svimi og jafnvel yfirlið. Svo virð- ist sem dragi úr tíðaverkj- um eftir að konur ná þrjátíu ára aldri. Hvers vegna finna konur svona til í móðurlífinu? Til að skilja það er nauðsyn- legt að hafa lágmarksþekk- ingu á tíðahringnum. I byrj- un tíðahrings framleiðir lík- aminn hormón sem veldur því að eitt egg. af mörgum þúsunda eggja sem geymd eru í eggjastokkunum, byrj- ar að þroskast. Á sjöunda til fjórtánda degi eykst estró- genframleiðsla, en það hor- món örvar uppbyggingu legslímhúðar svo legið geti tekið á móti frjóvguðu eggi. Egglos verður um það bil fjórtán dögum eftir fyrsta dag blæðinga. Þroskað eggið kveður bernsku- heimili sitt (eggjastokkinn) og ferðast með neðanjarð- arlestinni (eggjaleiðurun- um) niður til blómlegra haga (legslímhúðarinnar). Á sama tíma eykst prógest- erónhormónaframleiðsla, sem enn frekar undirbýr legið fyrir hugsanlegan samruna sáðfrumu og eggs. Ef sá atburður verður ekki brotnar legslímhúðin niður á tuttugasta og átt- unda degi (blæðingar hefj- ast) og ný hringrás hefst. Talið er að þetta hor- mónasamspil líkamans og efnahópur er nefnist pro- staglandín hafi áhrif á hvort og hversu alvarlegir tíða- verkirnir verða. Prosta- glandín örva meðal annars samdrátt sléttra vöðva- fruma í legi og meltingar- vegi og draga saman blóð- æðar. Offramleiðsla prosta- glandína er talin valda slæmum tíðaverkjum. Framleiðsla á prostagland- ínum eykst í lok tíðahrings og nær hámarki við tíðir. Ýmislegt fleira getur haft áhrif á verki við tíðir, svo . . konuverkur hefur yfirtekið líkama minn. Látið guðina rífa þennan sársauka burtu“ sem lykkjan, túrtappar. sveppasýking eða blöðru- bólga. Eins og áður sagði fá sumar konur svo slæma tíðaverki að þær þurfa að leggjast í rúmið. Aukin hreyfing, til dæmis röskur göngutúr, getur létt á túr- verkjum og aukið blóð- flæði til grindarbotnslíffær- anna getur líka hjálpað. Margar kannast líka við að leggja hitapoka á kviðinn í því skyni eða fara í heitt bað — nú og svo má ekki gleyma því að kynferðisleg örvun eykur líka blóðflæð- ið til innri kynfæra (huggu- legra læknisráð er vand- fundið)! Sumar mæla með nuddi eða jurtatei, svo sem hindberja- og kamillutei. Meðganga og fæðing virð- ast stundum draga úr tíða- verkjum. Komi sjálfshjálp ekki að notum er hægt að leita læknis. Ýmis lyf, til dæmis prostaglandín eða getnaðarvarnarpillan, geta dregið úr tíðaverkjum. Brottnám legs verður að teljast algjört neyðarúrræði og er venjulega ekki mælt með því nema um sé að ræða mjög alvarlegt tilfelli tíðaverks og þá vegna ein- hverra sjúkdóma. Spyrjió Jónu um kynlífið. Utanáskríft: Kynlíf c/o PfíESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.