Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 2
I
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 10, OKTÓBER 1991
FYRST FREMST
ingimar eydal. Hann og aðrir templarar á Akureyri misstu hús.
magdalena schram. Finnst sjónvarpið dónalegt við þulurnar.
LEKTOR RÁÐINN
ÁN AUGLÝSINGA
Kristján Jóhannsson,
fyrrum framkvæmdastjóri
Almenna bókafélagsins, sem
nú berst fyrir lífi sínu, hefur
verið settur lektor við við-
skipta- og hagfræðideild Há-
skóla íslands. Staðan var ekki
auglýst laus til umsóknar. Kitt
fyrsta verkefni Kristjáns Jó-
hannssonar var námskeiö
um mat á fjárfestingarhug-
myndum, með sérstakri
áherslu á fjárfestingar opin-
berra aðila.
Brynjólfur Sigurðsson.
deildarforseti viðskipta- og
hagfræðideildar, sagði í sam-
tali við PRESSUNA að það
hefði komið mjög skyndilega
upp á að staðan losnaði.
Hann sagði allan gang á þvi
með hvaða hætti ráðið væri í
stöðu sem þessa, sem Brynj-
ólfur segir vera timabundna.
Oftast er ráðningin til þriggja
ára, en starfssamningar geta
hins vegar verið til skemmri
tima.
DÓNALEGAR
UPPSAGNIR
Á ÞULUM
I kjölfar 25 ára afmælis
sjónvarpsins var ákveðið að
lífga upp á svip þess og inn-
leiða meiri hressleika. Kins
og vanalega var byrjaö á að
segja upp þulum sjónvarps-
ins. Tvær útvarpsráðskonur,
þær Magdalena Schram og
Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, sáu ástæðu til að
biðja sérstaklega um upp-
sagnarbréfið sem þeim þótti
sérlega dónalegt. Um leið og
sagt var að breyta ætti um stíl
og gera allt „ferskt, hratt og
glaðlegt" var þulunum sagt
upp. Það var í sjálfu sér ein-
falt, því þulurnar voru ekki
fastráðnar og nutu til dæmis
engra lífeyrisréttinda.
Þrjár þulur sóttust ekki eft-
ir endurráðningu, þær María
Björk Ingvadóttir, Sigur-
laug Jónasdóttir og Bryn-
dís Hólm.
Þær Sigríður Arnardóttir
og Rósa Guðný Þórsdóttir
fengu endurráðningu en
tveimur þulum var hafnað
vegna þess að þær höfðu
ekki rétta útlitiö. Það voru
þær Sigríður Pétursdóttir
og Þórunn Hjartardóttir.
Uppsagnirnar voru meðal
annars ákveðnar að tillögu
starfshóps sem hefur með
hressleikann að gera. í hon-
um sitja: Hákon Már Odds-
son dagskrárgerðarmaður,
Kaiman le Sage de Fon-
tenay auglýsingateiknari og
Alfreð Halldórsson tækni-
fræðingur.
SELDI HÚS
TEMPLARA
ÁN ÞESS AÐ
SPYRJA PÁ
Hús, sem templarar telja sig
hafa átt um áratugaskeiö á
Hjalteyri við Kyjafjörð, hefur
verið selt og afsalað einstak-
lingi í Kópavogi, án þess að
eigendurnir hafi komið þar
nokkuð nálægt. Templara-
húsið hafði staðið ónotað um
áratugaskeið og eru skiptar
LISTAMENNIRNIR
VILJA FÁ BORGAÐ.
Upp er risin deila milli listamannanna Brynhildar Þorgeirs
dóttur og Magnúsar Kjartanssonar annars vegar og bæjar-
sjóðs Hafnarfjarðar hins vegar.
Forsaga málsins er sú að í sumar er leið var haldin listahátíð í
Hafnarfirði. Hápunktur hennar var opnun höggmyndagarðs á
Víðistaðatúni. Sérstök vinnustofa var starfrækt fyrir listamenn-
ina sem unnu myndir í garðinn; Meðal listamannanna voru
nokkrir erlendir og lá Ijóst fyrir frá upphafi að þeir mundu gefa
verk sín og vinnu til garðsins, enda fehgu þeir frítt uppihald og
ýmislegt annað þann tíma er þeir voru hér á landi.
Islensku listamennirnir vilja aftur á móti meina að aldrei hafi
verið um það rætt að þeir gæfu sína vinnu, verkin sjálf eru þau
tilbúin að gefa, en vilja fá borgaðan tímann sem fór í að gera
þau. Þau eru með öðrum orðum tilbúin að gefa listina en ekki
vinnuna. ,
Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri og bæjarstjórn
virðast frá upphafi hafa talið að bærinn mundi eignast verkin
gegn því að leggja út fyrir efniskostnaði og tæknivinnu (vinnu
járnsmiðjum og slíku), en þyrfti ekki að borga listamönnunum
neitt fyrir sitt framlag.
Heimildir PRESSUNNAR herma að orsök þessarar misklíðar sé
sambandsleysið er var á milli bæjarstjórnar og Sverris Ólafs-
sonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Talað er um að málið sé
tómt klúður og Sverri hefði átt að vera Ijóst í upphafi að engir
samningar voru um að Brynhildur og Magnús gæfu vinnu sína.
Nú neitar Hafnarfjarðarbær að borga, en máliö er komið inn á
borð hjá SÍM (Sambandi íslenskra myndlistarmanna) og munu
þeir ætla að ganga hart í það, því myndlistarmenn vilja koma í
veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. Kinnig munu þeir vera
hræddir við fordæmisgildi málsins.
skoðanir um eignarhaldið.
Eftir því sem næst verður
komist hefur hús þetta staðið
ónotað í hálfa öld og var talið
ónýtt.
Hreppurinn keypti Hjalt-
eyrina 1970 og mun hafa taliö
sig kaupa húsið um leið, en
um það eru skiptar skoðanir.
Sýslumaðurinn í Eyjafirði, El-
ías I. Elíasson, þinglýsti
pappírum á hinn nýja eig-
anda, þótt eignarhaldið væri
umdeilanlegt.
Það eru margir templarar í
Eyjafirði. Þeir eru ekki allir
sáttir við hvað orðjð er af
eigninni á Hjalteyri. Helstu
talsmenn templara fyrir
norðan eru; Ingimar Eydal
hljóðfæraleikari, Arnfinnur
Arnfinnsson bíóstjóri.
Hannes Arason í amboða-
verksmiðjunni Iðju og
Sveinn Kristjánsson.
Nýi eigandinn úr Kópavog-
inum hefur endurbyggt húsið
og vöknuðu þá upp spurning-
ar hjá templurunum, eins og
fyrr sagði. Þeir hafa hins veg-
ar ekki sinnt húsinu í áraraðir
og ekki greitt gjöld af því,
enda ekki rukkaðir. Áður en
kom til kasta Kópavogsbúans
stóð til að rífa húsið.
BJÖRN GETUR
HVORKI SAGT
NÉ SKRIFAÐ
EYJÓLFUR
Þrátt fyrir að þingflokkur
sjálfstæðismanna hafi yngst
mikið á hann enn við sömu
smákónga-vandamálin að
glíma. Björn Bjarnason er
einn þessara smákónga og
hann á enn bágara en margir
hinna, þar sem hann hefur
ekki einu sinni smáríki.
Eins og kunnugt er mis-
tókst Davíð Oddssyni að
koma honum að sem for-
manni utanríkismálanefndar
og varð að láta í minni pok-
ann fyrir Eyjólfi Konráð
Jónssyni. Björn er auðsjáan-
lega ekki búinn að fyrirgefa
Eyjólfi.
Þegar Eykon óskaði eftir
tillögum á fyrsta fundi nefnd-
arinnar í vetur um hver ætti
að verða formaður þagöi
hinn fulltrúi sjálfstæðis-
manna, Björn, þunnu hljóði.
Þögnin varði allt þar til
Steingrímur Hermanns-
son greip orðið og stakk upp
á Eykon. Þegar atkvæði voru
greidd um tillögu Steingríms
var einn seðill auður. Það
virðist því sem Björn geti
hvorki sagt né skrifað Eyjólf-
ur Konráð Jónsson eftir deil-
urnar við hann.
ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR. Heimtaði að dónalega uppsagnarbréfiö yrði birt. þórunn hjartardóttir. Ekki nógu hress fyrir sjón-
varpiö. sigríður pétursdóttir. Fékk ekki endurráðningu. bjórn bjarnason. Getur hvorki sagt né skrifaö nafn Eyjólfs. stbngrímur hermanns-
son. Bjargaði andliti Eykons. eyjólfur konrád jónsson. Hafði bæöi Björn og Davíð undir.
Jóhannes, datt ykkur í
hug að þig fengjuð
leyfið eftir að hafa
reynt að stela honum
Leifi?
,,SAS var ekkert ad reyna
aö stela Leifi, þad var
bara veriö aö koma hon-
um á framfœri. Annars
telur SAS á íslandi aö
hann hafi veriö íslend-
ingur og kemst upp meö
þaö þó aö SAS erlendis
telji annaö."
SÁÖ í Bandarikjunum hóf
mikla auglýsingaherferð i kjöl-
farið á komu víkingaskipanna
vestur um haf í síðasta mán-
uði, þar sem því var haldið
fram að Leifur Eiríksson hefði
verið norskur. Á sama tíma
sótti SAS á islandi um leyfi til
að fljúga meö íslendinga út á
sérkjörum. Jóhannes Georgs-
son er framkvæmdastjóri SAS
á Islandi.
LÍTILRÆDI
af klámhópnum
„Ástin er sterkasta aflið <>g
þarnæst kemur hnefinn sem
brýtur manni braut," segir
einhversstaðar í klassísku ís-
lensku snilldarverki og hef-
ur síðan verið haft fyrir satt.
Einsog að líkum lætur
hafa þessir aðskiljanlegu
kraftar í mannlegum sam-
skiptum; ástin og hnefinn,
orðið skáldum og listamönn-
um drýgra yrkisefni en flest
annað og er það ekki síst
sjúnvarpið sem helgar dag-
skrá sína þessum þáttum í
mannlegu eðli.
Segja má að varla líði svo
sjónvarpskvöld að ekki sé
þar einhverskonar kennslu-
mynd í hnefarétti þar sem
söguhetjurnar eru slags-
málabullur, ökuníðingar og
manndráparar sem eru jafn-
vígir á hnúajárn og barefli.
sem vel eru til þess fallin að
limlesta og beinbrjóta fólk
sem á ekki fyrir skuldum, og
skotvopn, hnífa og sérhönn-
uð eggvopn til að ræna og
drepa saklausa vegfarendur
þegar verið er að sýna
hvernig á að standa vörð um
réttlætið í skólpræsunum í
Harlem, Bronx eða öðrum
skuggahverfum stórborg-
anna.
()g árangurinn leynir sér
ekki því varla líður svo dag-
ur — eða nótt — að eitthvert
ólánsfólk, oft börn eða ungl-
ingar. sé ekki að sannreyna
ágæti manndrápstækjanna
úr sjónvarpinu hvað á öðru
eða til að ræna vegfarendur
sem enn hætta sér útá götu í
Reykjavík eftir að skyggja
tekur.
„Það læra börnin sem fyr-
ir þeim er haft," var ein-
hverntímann sagt og skálm-
öldin í Reykjavík á sér svo
sannarlega skýringu.
Forskriftin er fengin beint
úr sjónvarpinu.
Svo einfait er það nú.
Ég fór að hugsa um þetta
þegar ég las í Tímanum um
daginn, að vetrarstarf
Kvennalistans hæfist á því
að endurvakin yrði starf-
semi „klámhópsins góða",
einsog hann er kallaður.
í greininni segir frá því að
á sínum tíma hafi „klámhóp-
urinn" svokallaði pantað
klámmyndbönd gegnum DV
og hafi kvennalistakonur
boðið þingmönnum og fleir-
um uppá kaffisopa og nota-
lega kvöldstund meðan
horft var á myndböndin.
Og ekki stóð á viðbrögð-
unum. Fólk lét heyra frá sér
í stórum stíl og bar sig illa
undan því að þegar líða tæki
á vikuna þyrðu (oreldrar
ekki að fara út og skilja börn-
in ein eftir heima af ótta viö
það að í kapalkerfum íbúð-
arblokkanna yrði fariö að
sjónvarpa myndum af fólki
að gera do-do.
Þetta gat að sjálfsögðu
verið stórvarasamt, því eins-
og áður segir læra börnin
það sem fyrir þeim er haft.
Ég er persónulega hlynnt-
ur því að „klámhópur"
Kvennalistans verði áfram
með morgunfundi á laugar-
dögum á Laugavegi 17, taki
með sér prjónana og kíki á
bláar spólur svona einsog til
að rifja upp gamlar endur-
minningar.
Djarfar ástalífsmyndir eru
auðvitað öðrum þræði
kennslugögn um það hvern-
ig viðhalda á lífinu á jörðinni
í skrítnum stellingum.
Ofbeldismyndir eru hins-
vegar leiðbeiningar um það
hvernig haganlegast sé að
drepa fólk eftir kúnstarinnar
regium.
Þess vegna á að skera upp
herör gegn ofbeldinu.
Það verður auðvitað helst
gert með því að sýna klám-
myndir í sjónvarpinu á
kvöldin svo börn og ofbeld-
ismenn haldist inni en
venjulegt fólk geti farið að
heiman, eftir að skyggja tek-
ur, án þess að eiga það vist
að verða rænt, limlest eðal
jafnvel drepið.
Þeir sem heima sitja og
horfa á klámspólur gera
ekkert af sér á meðan og lík-
legt er að áhrifamáttur sjón-
varpsins yrði til þess að
menn færu að gera do-do í
staðinn fyrir að drepa fólk.
Flosi Ólafsson