Pressan - 10.10.1991, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 10. OKTÓBER 1991
35
Pétur Tyrfingsson
— Guömundur
Pétursson
framt því að hugsa um heim-
ilið.
UPPREISNIN
Flestir ungir menn gera
uppreisn gegn föður sínum
þegar þeir eru í kringum
sautján ára aidur. Þá er sjálfs-
vitund þeirra í mótun og þeir
eru að reyna að skapa sér til-
veru sem sjálfstæðar persón-
ur. Uppreisnin getur bæði
verið meðvituð og ómeðvit-
uð. Ungir menn eru oft í and-
stöðu við ríkjandi þjóðfélags-
skipan, eru á móti boðum og
bönnum og vilja alls ekki fest-
ast í viðjum vanans. Líf þeirra
á að verða miklu innihalds-
ríkara og skemmtilegra en
hinna. Þeir ætla ekki að fest-
ast í sama farinu og foreldrar
þeirra. Alls staðar í kringum
sig sjá þeir karla í valdastöð-
um, það eru karlar sem halda
um stjórnartaumana
og setja boðin
og bönnin.
Faðirinn
verður
tákn þessa
þjóðfélags
og
uppreisnin
beinist
gegn
honum.
„Þegar ég var sautján til ní-
tján ára var samband okkar
mjög stirt. Það var sama hvað
ég gerði; honum fannst aldrei
neitt nógu gott. Honum
fannst ég kærulaus og latur,
mér fannst hann kröfuharður
og ósanngjarn. Svona gekk
það um tíma og ég fór að gera
hluti sérstaklega til að fara í
taugarnar á honum," sagði
karlmaður hátt á þrítugs-
aldri. „Það var ekki fyrr en
eftir að skólagöngu minni
lauk, og ég komst í sæmilega
stöðu og stofnaði fjölskyldu,
að greri um heilt. Nú í dag er-
um við góðir vinir og ræðum
mikið saman."
Helgi Sæmunds-
son — Helgi E.
Helgason
Uppreisnin kemur fram í
ýmsum myndum; sumir
safna hári, fara að ganga með
eyrnalokk eða í rifnum og
slitnum fötum. Aðrir temja
sér kæruleysi og þykjast vera
sama um allt og alla. Sumir
gera allt þetta og meira til, ef
það má verða til þess að faðir-
inn hristi hausinn hneykslað-
ur.
SUMIR LÁTA BUGAST
„Rannsóknir sýna að
drengir leita ekki tilfinninga-
legs stuðnings í vinahópi sín-
um, eins og stúlkur til dæmis.
Samskipti drengja eru ekki
eins náin og stúlkna. Drengir
lenda því oft í miklum vand-
ræðum tilfinningalega þegar
upplausn verður í lífi þeirra,
til að mynda við skilnað for-
eldra, vinamissi eða annað,"
sagði Guðný Guðbjörnsdóttir,
dósent við Háskóla íslands, í
samtali við PRESSUNA.
Af þeim sem fremja sjálfs-
morð eru ungir menn í mikl-
um meirihluta. Svo virðist
sem tilfinningaleg áföll legg-
ist mjög þungt á þá og þeir
geti ekki snúið sér til neins.
Ein af ástæðum þessa gæti
verið þau áhrif í uppeldi, sem
minnst var á hér að framan,
að drengir læra snemma að
það sé ekki karlmannlegt að
sýna tilfinningar.
„Þegar ég var á þessum
aldri hvarflaði ekki að mér að
tala um tilfinningar mínar við
Ares/ Mars — Eros
Ares var stríðsguð
og gladdist við orustu-
gný. Hann barðist með
hverjum sem var, aðal-
atríðið var að blóðið
streymdi. Eros, ástar-
guðinn, var sonur hans.
Hann réð yfir ástinni,
sterkasta afli náttúr-
unnar, og jafnvel Seifur
var ekki óhultur fyrir
skeytum Erosar.
Tómas Árnason — Eirikur
Tomasson
Sigurbjörn Einarsson —
Þorkell/ Karl/ Árni Bergur
Sigurbjörnssynir
Magnús Ólafsson
— Höröur Magn-
ússon
Haraldur Jónsson
Efnið i greinina er sótt i
viðtöl við Guðnýju Guð-
björnsdóttur dósent, Ás-
þór Ragnarsson sálfræð-
ing og marga feður og
syni. Einnig er stuðst við
kafla úr bók eftir Herb
Goldberg, „Hazards of
being male", og fleiri
bækur.
Ingolfur Guöbrandsson —•
Andri Már Ingólfsson
Hannibal Valdimarsson —
Jón Baldvin Hannibalsson
Skallagrímur
Kveldúlfsson —
Egill Skalla-
grímsson
Aðrir frægir feðgar
úr íslandssögunni.
Skallagrímur var
„svartur maður og
Ijótur" og var Egill
líkur honum,
„mátti það brátt
sjá á honum að
hann mundi verða
mjög Ijótur og lík-
ur föður sínum".
/
I
I
aðra karlmenn, síst af
öllu pabba. Við gátum
talað um fótbolta og
aðrar íþróttir og annað
slíkt, en engin hjartans
mál. Við félagana var
rætt um stelpur og
iþróttir, síðasta fyllerí
og það næsta. Það var
helst ef maður var með
góðum vini, og við vor-
um báðir í glasi, að örlít-
ið sást í kvikuna. En
maður hristi það strax
af sér aftur," sagði ungur
maður við blaðið.
HAFA REYNST ÞEIM
VEL
Allir viðmælendur
PRESSUNNAR voru
sammála um að feður
þeirra hefðu reynst
þeim vel, þrátt fyrir
ýmsa árekstra, í lífinu.
Eða eins og einn orðaði
það: „Þetta voru hörku-
rifrildi um útivistar-
tíma, afnot af bilnum,
að maður væri byrjaður
að smakka það og ann-
að ómerkilegra. Eg kall-
aði pabba stundum
„helvítis kallinn" í vina-
hópnum, þegar ég fékk
ekki mitt fram, og við
vorum allir sammála
um að önnur eins
óþurftardýr og feður
okkar væru ekki til. En
þetta jafnaði sig allt,
mér þykir vænt um
pabba og honum þykir
vænt um mig."
Thor Vilhjálmsson — Örnólf-
ur/ Guömundur Andri Thors-
synir
Baltasar Samper — Baltasar
Kormákur
Albert Guömundsson — Ingi
Bjöm Albortsson
Matthías Mathiesen —
Þorgils Óttar/ Árni
Mathiesen
o
llum starfsmönnum Tímans
hefur verið sagt upp störfum. Stein-
grímur Hermannsson, formaður
blaðstjórnar, hefur
sagt að til standi að
breyta útgáfu blaðs-
ins, þannig að Fram-
sóknarflokkurinn
hætti aðild að útgáf-
unni. Meðal starfs-
manna Tímans ríkir
hins vegar mikil óvissa, þar sem
ekkert hefur verið rætt við starfs-
fólkið um hvað bíði þess ...
u
ndirmenn Más Péturssonar.
lögreglustjóra í Hafnarfirði, stóðu í
stórræðum fyrir stuttu. Bifreið var
stöðvuð á Álfaskeiði
í Hafnarfirði vegna
gruns um að bílstjóri
og farþegar hefðu
eiturlyf undir hönd-
um. Við aðgerðina
voru notaðir þrír
lögreglubílar. Þeir
sem voru í bílnum voru drifnir út,
látnir standa gleiðir með hendur á
þaki bílsins og á þeim leitað. Þeir
voru síðan leiddir handjárnaðir
burtu. Umtalsvert magn eiturlyfja
fannst en atið var mikið. Gömul
kona hringdi síðar á lögreglustöð-
ina og spurði hvort þarna hefðu
menn verið að taka upp HUNT-
ER ...
egar afli togara á fyrstu átta
mánuðum ársins er skoðaður kem-
ur i ljós að Akureyrin er langhæst
frystitogaranna. A átta mánuðum
var aflaverðmæti Akureyrinnar 460
miiljónir króna, eða rúmar 1.600
þúsundir króna hvern dag sem tog-
arinn var á sjó. Aðalskipstjóri á Ak-
ureyrinni er Þorsteinn Vilhelms-
son, einn eigenda Samherja á Akur-
eyri. Af ísfisktogurum er annað
Í>ekkt skip í efsta sæti, Guðbjörg frá
safirði. Skipstjórar eru feðgarnir
Ásgeir GuAbjartsson og Guð-
bjartur Ásgeirsson. Aflaverð-
mæti Guðbjargar er 295 milljónir
króna frá áramótum. Aflaverðmæti
hvern dag sem togarinn hefur veriö
á sjó er 980 þúsund krónur ...
s
l^jálfstæðismenn, utan þings sem
innan, eru æfir út í samflokksmann
sinn, Ólaf G. Einarsson mennta-
málaráðherra, fyrir
að hafa gengið fram-
hjá Ingu Jónu
Þórðardóttur í
stöðu útvarpsstjóra
og hefur forsætis-
ráðherra, Davíð
Oddsson, kallað Ól-
af á sinn fund og krafið hann um
skýringar á því hvers vegna hann
réð Heimi Steinsson í stöðuna . . .
X. egar skoðað er hvaða togarar
hafa fiskað mest það sem af er árinu
kemur í Ijós að það Akureyrin frá
Akureyri. Ef háseti á Akureyrinni
hefur farið í alla túrana hefur hann
haft yfir fjórar milljónir króna í tekj-
ur fyrstu átta mánuði ársins, eða 500
þúsund á mánuði. Þrátt fyrir sjó-
mannaafslátt lætur nærri að hann
hafi greitt um 1.500 þúsund krónur
í skatta á sama tíma. Ef menn vilja
halda áfram að reiki.a þá hefur skip-
stjórinn helmingi meiri tekjur og
borgar þar með helmingi hærri
skatta...