Pressan - 28.11.1991, Side 16
16
STEINÞÓR
Skúlaron, íorstjóri SS, sem
fær 550 þúsund krónur á
mánuöi, hefur neyðst til aö
segja upp átta starfs-
mönnum á Hvolsvelli. Á
Hvolsvelli býr reyndar
heiðurskona sem missti
vinnu sína meö öðrum
hætti. Það er engin önnur
en
ADALHEIDUR
BJARNFREDSDÓTTIR,
fyrrverandi þingmaður
Borgaraflokksins. Árni
Gunnarsson, sem hefur tek-
ið við sem framkvæmda-
stjóri Slysavarnafélagsins,
Asgeir Hannes Eiríksson,
sem hélt megrunarnám-
skeið í sumar. Birgir ísleifur
Gunnarsson slapp rétt fyrir
þinglok inn í Seðlabank-
ann.
ÁGÚSTSSON
hefur hellt sér út í lög-
mennskuna á ný en Guö-
mundur H. Garöarsson hef-
ur auðvitað nóg að gera í
öllum nefndunum og ráð-
unum. Guömundur G. Þór-
arinsson er eitthvað að
starfa í Landsbankanum en
Guörún 1 Halldórsdóllir er
aftur tekin til starfa sem
forstöðukona Námsflokka
Reykjavíkur. Enginn veit
vel hvað Hregguiöur Jóns-
son er að gera en Jóhann
. Einuarösson hefur starfað
hjá Vörubílastöð Keflavíkur.
Jón Sœmundur Sigurjóns-
son fékk gamla starfið sitt.
JÚLÍUS SÓLNES er farinn
að gegna hlutverki prófess-
orsins utangátta í Háskól-
anum. Karuel Pálmason fór
í stjórn Byggðastofnunar
en Kristinn Pétursson tók
við starfi sínu á Bakkafirði.
Matthías A. Mathiesen er í
Sparisjóði Hafnarfjarðar en
Málmfríöur Siguröardóttir
fer sér hægt. Óli Þ. Guö-
bjartsson tók við skóla-
stjórastarfinu á Selfossi en
Ragnhildur Helgadóttir tek-
ur það rólega. Skúli Alex-
andersson rekur nú fyrir-
tæki sitt á Hellissandi en
Stefán Valgeirsson nýtur
eftirlaunasjóðanna og
sömuleiðis Þorualdur Garö-
ar Kristjánsson. Þórhildur
Þorleifsdóttir setur hins
vegar upp leikrit.
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
Tekjur kirkjunnar:
Greidslur til kirkjumála
hœkkudu úr 878 milljónum
króna 1984 í 1.670 milljónir
1989 eda nœr tuöföldudust
aö raungildi á aöeins fimm
árum. Umdeild skeröing á
greiðs/unum 1990 leiddi til
140 milljóna króna lœkkunar
frá árinu áöur, en eftir sem
áöur fer til kirkjumála rúm-
lega 700 milljónum meira á
ári huerju en fyrir adeins 6 til
7 árum.
1 ár eru þessar greiöslur
áœtlaöar um 1.600 milljónir.
Fyrir sömu upphœö uœri
hœgt aö byggja eina Perlu á
ári meö öllum umframkostn-
aöi. „Þaö er í raun ekkert til
sem heitir kirkja í peninga-
legu tilliti, þuí hún saman-
stendur af nálœgt 350 sjálf-
stceöum sóknum, sem fá tekj-
ur sem þœr hafa fullt umboö
til aö rádstafaj" segir Þor-
björn Hlynur Árnason bisk-
upsritari.
Tvenn lög hafa stóraukið
tekjur kirkna á síðustu árum.
Árið 1986 tóku gildi lög sem
bundu sóknargjöldin við út-
svarshlutfall og juku sóknar-
og kirkjugarðsgjöldin til sam-
ans um 250 milljónir. Árið
1988 var staðgreiðslan tekin
upp og enn hækkuðu gjöldin,
samtals um 274 milljónir.
JÓNARNIR REYNDUST
GJÖFULUSTU
RÁÐHERRARNIR
Árið 1989 höfðu heildar-
greiðslurnar hækkað úr 878
milljónum árið 1984 upp í
1.667 milljónir, um 790 millj-
ónir. Stærstu stökkin má
rekja til ákvarðana í tíð ríkis-
stjórnar Steingríms Her-
mannssonar 1983—1987,
þegar Jón Helgason var
kirkjumálaráðherra og Al-
bert Guömundsson fjármála-
ráðherra, og til ríkisstjórnar
Þorsteins Pálssonar, þegar
Jón Sigurösson var kirkju-
málaráðherra og Jón Balduin
Hannibalsson fjármálaráð-
herra.
Það var við þessar aðstæð-
ur sem ákveðið var að skerða
sóknar- og kirkjugarðsgjöld-
in, þegar Óli Þ. Guöbjartsson
var orðinn kirkjumálaráð-
herra og Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra.
Þeir voru með öðrum orðum
að taka nokkuð til baka af
nær 800 milljóna aukningu
og skertu heildargreiðslurnar
á síðasta ári um samtals 140
milljónir eða um liðlega 8
prósent.
„SKERÐING“ ÞORSTEINS
í RAUN 65 MILLJÓNA
HÆKKUN
í ár verður engin skerðing
á sóknargjöidunum, en
skerðingin á kirkjugarðs-
gjaldinu hækkuð úr 15 í 20
prósent. Þeirri skerðingu
mótmælti, sem frægt er orð-
ið, Þorsteinn Pálsson harð-
lega, en heildargreiðslurnar
hækka þó á milli ára um 65
milljónir.
Og á næsta ári er gert ráð
fyrir óbreyttum greiðslum að
raungildi — og áframhald-
andi 20% skerðingu kirkju-
garðsgjalds, þótt Þorsteinn
Pálsson sé orðinn kirkjumála-
ráðherra með Friörik Sop-
husson sem fjármálaráð-
herra. Eftir sem áður eru
heildargreiðslurnar meira en
700 miiljónum króna hærri
en þær voru 1984. Skerðing-
in á stofni sóknar- og kirkju-
garðsgjalda er því í raun smá-
vægileg miðað við tekju-
sprengingarnar árin á undan.
Ríkisframlögin standa und-
ir launum presta og prófasta,
en auk þess undir rekstri
embættis Biskups íslands,
Söngmálastjóra Þjóðkirkj-
unnar, stærri stofnkostnaðar-
og viðhaldsverkefnum og fé
er lagt í Kristnisjóð og Kirkju-
byggingarsjóð.
SÓKNIRNAR MEGA
RÁÐSTAFA FÉNU
AÐ VILD
Sóknargjöldin renna til um
350 sókna þjóðkirkjunnar og
til viðurkenndra sjálfstæðra
trúfélaga. Sóknirnar og trúfé-
lögin fá greiðslur í samræmi
við hausafjölda, til ráðstöfun-
ar að eigin geðþótta. Stærstu
póstarnir eru byggingar, við-
hald og laun safnaðarfull-
trúa, kirkjuvarða, organista,
hringjara og meðhjálpara.
Kirkjugarðsgjöldin fara í
kirkjugarðsframkvæmdir og
laun með meiru. Samkvæmt
lögum um sóknargjöld frá
1987 eru engin skilyrði um
notkun fjárins. Átti kirkju-
málaráðherra að setja reglu-
gerð með nánari ákvæðum
um framkvæmd laganna.
Það hefur aldrei verið gert.
Sóknargjöldin nema í ár
samtals um 838 milljónum
króna, að meðtöldu framlagi
í Jöfnunarsjóð sókna, en án
hlutdeildar Háskólasjóðs.
Fær Þjóðkirkjan að vonum
mest, en litiu trúfélögin fá
einnig drjúgar upphæðir, til
að mynda Krossinn og Vegur-
inn, sem fá til samans 1,4
milljónir króna í ár. Af helstu
Þorbjörn Hlynur Árnason bisk-
upsritari. „Kirkjan er ekki til-
tekin eining og það verður að
hafa í huga að þessir fjármunir
sem þjóðkirkjumenn greiða til
sóknar sinnar og kirkjugarðs
renna til mjög margra þátta."
afrekum félaganna tveggja
undanfarið ber hæst bæna-
hald gegn þungarokkurum.
Stærstu sóknirnar fá álit-
legar upphæðir af sóknar-
gjöldum á ári hverju. Þannig
fær Nessókn um 27 milljónir
í ár, Akureyrarsókn 26 millj-
ónir og Háteigssókn, Selja-
sókn og Bústaðasókn fá á
milli 20 og 24 milljónir hver
sókn.
BROTÁ
GRUNDVALLARATRIÐI
SEGIR BISKUPSRITARI
Þorbjörn Hlynur Arnason
biskupsritari sagði í samtali
við PRESSUNA að mótmæli
kirkjunnar lytu fyrst og
fremst að grundvallaratrið-
um. „Grundvöllurinn að mót-
mælum Kirkjuþings á skerð-
ingunni á kirkjugarðsgjald-
inu er sá, að þar er verið að
brjóta mjög mikilvægt grund-
vallaratriði. Gjaldið er mál
sem fór í sinn farveg að
beiðni ríkisvaldsins. Það var
gerður samningur um inn-
heimtu sem staðfestur var
með lögum. Það er komið aft-
an að öllum samningum þeg-
ar gjaldið er skert einhliða
með lánsfjárlögum. Ef átti að
skerða þá átti að gera það
með öðru móti, því þessi að-
ferð er óhrein. Eg skal ekki
segja hvernig kirkjugarðar
og sóknir standa í saman-
burði við annað i þjóðfélag-
inu, það er erfitt að meta, en
fyrst og fremst er þetta brot á
samningi sem gerður var í
góðri trú.“
— Síöustu ár hafa ríkis-
framlög, sóknargjöld og
kirkjugarösgjöld hljóöaö upp
á 1.530 til 1.670 milljónir á
ári. Eru kirkjan og trúfélögin
ekki nokkuö uel sett meö slík-
ar fjárhœöir?
GÍFURLEG VERÐMÆTI
BRUNNUÁ VERÐBÓLGU-
BÁLINU
„Að mörgu leyti nær kirkj-
an með þessu að gera það
sem hún á að gera, ef undan
er skilið að við búum við
mannaskort og getum ekki
sinnt prestsþjónustunni sem
skyldi. Kirkjan er ekki tiltek-
in eining og það verður að
hafa í huga að þessir fjármun-
ir sem þjóðkirkjumenn
greiða til sóknar sinnar og
kirkjugarðs renna til mjög
margra þátta, en hlutirnir eru
nú í betra horfi en áður fyrr.
Varðandi þessar tekjur verð-
um við að átta okkur á því að
það er í raun ekkert til sem
heitir kirkja í peningalegu til-
liti, því hún samanstendur af
um 350 sjálfstæöum sóknum,
sem fá tekjur sem þær hafa
fullt umboð til að ráðstafa.
Sóknin er grunneiningin.
Þá vil ég ekki túlka ríkis-
framlagið til launa presta sem
einhverja ölmusu. Árið 1907
voru samþykkt lög um af-
hendingu kirkjujarða. Þá af-
salaði kirkjan sér fjölmörgum
jörðum. Ándvirðið rann í
kirkjujarðasjóð, sem veitti fé í
prestslaunasjóð, sem síðan
átti að standa straum af laun-
um presta. Ríkið passaði ekki
nægilega vel upp á sjóðinn,
sem að lokum brann upp í
verðbólgu. Þetta voru gífur-
leg verðmæti frá kirkjunum
sem þarna brunnu upp, verð-
mæti sem upprunalega komu
frá kirkjunni, og þegar launin
voru sett á fjárlög var það
með hliðsjón af þessu," sagði
Þorbjörn Hlynur Árnason
biskupsritari.
Friðrik Þór Guðmundsson
Sóknargjöld 1991:
HÁTT í MILLJARÐ BRÓÐURLEGA
SKIPT EFTIR HAUSAFJÖLDA
Þjóðkirkjusöfnuðir 672.742.748 kr.
Jöfnunarsjóður sókna 124.511.540 kr.
Fríkirkjusöfnuðir . 21.463.142 kr.
Kaþólska kirkjan . . 6.800.855 kr.
Óháði söfnuðurinn .. 3.282.371 kr.
Hvítasunnusöfnuðir . . 2.473.391 kr.
Aðventistar .. 2.194.698 kr.
Vottar Jehóva .. 1.304.433 kr.
Önnur trúfélög . . 3.220.440 kr.
ALLS 838.047.806 kr.