Pressan


Pressan - 28.11.1991, Qupperneq 19

Pressan - 28.11.1991, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 19 B Ö R N UNGLINGAR KRAKKAR Kjartan Dór Kjartansson er sjö ára. Hann er í dökkbláum sparibuxum, hvítri skyrtu með satín-saltfiskbindi og í bláum blazer-jakka frá Pierre Cardin með gylltum tölum og á svörtum leðurskóm. Marta Gunnlaugs- dóttir er fimm ára. Hún er í bleikri ullarkápu með flauelskraga frá Pierre Cardin, í flauelskjól með silkikraga, á uppreimuðum lakkskóm, með blómalakkveski, og satínskóreimar skreyta hárið. Steindór Þór- arínsson er tólf ára. Hann er á svörtum lakkskóm og í svörtum buxum, í vínrauðum tvíhnepptum blazer og vínrauðu blómavesti, í hvítri skyrtu og með satín saltfiskbindi með demanti. María Gréta Einars- dóttir er þrettán ára. Hún klæðist svörtum velúr-buxum, á svörtum uppreimuðum rúskinnsskóm, í svörtum velúr-hettukjól með silfur- pallíettuhárband í bleikum kápujakka með skinni og svart lakk- veski. Pétur Örn Gíslason er fjögurra ára. Hann er í vínrauðum flauelshnébuxum, grænu og gylltu vesti, hvítri skyrtu með bleika slaufu og á svörtum uppreimuðum skóm. Gísli Már er sjö ára. Hann er í vínrauðum kasmújakka frá Pierre Cardin, í gylltu og vínrauðu satínvesti með bleika slaufu og í hvítri skyrtu og á lakk- skóm með silfurtá. Guðný Kjartansdóttir er þrettán ára. Hún er í rauðum velúr-hettukjól og stretch-buxum í stíl og svörtum uppreimuðum lakkskóm, einnig í vínrauðum kápujakka með skinni og með köflótt hliðarveski. Kalla Lóa er sjö ára. Hún er í rauðri og gylltri peysu og buxum úr flaueli, svörtum upp- reimuðum lakkskóm og með svart lakkveski. Ásta Dís Gunn- iaugsdóttir er ellefu ára. Hún er í svörtum uppreimuðum lakkskóm með svart lakkveski og pallíettuhárband, í velúr- dressi með glansbútajakka. Tískan eirir engum og sveiflur hennar ná allt niður í kornabörn. Eitt árið eiga öll börti að vera klœdd eins og börn og næsta árið eiga þau að vera eins og smœkkuð útgáfa affullorðnum. í dag, eins og í tísku hinna fullorðnu, er allt leyfúegt hjá bömum og unglingum; gömlu matrósafötin, rósótt- ir kjólar, blazer-jakkar og lakkvesti. PRESSAN fékk hóp bama og unglinga til að klœða sig upp í tilefiii komandi jóla. Fötin eru því ífínni kantinum. Minna fer fyrir hipp-hoppurum, þunga- rokkurum og öðrum klæðastílum sem slá í gegn á götunum í dag. Þar er allt villt- ara en svo að sé við hæfi íjólaboðum. Efeinhver undrar sig á því hvemig ung- lingar klæða sig í dag getur sá hinn sami huggað sig við að það var ekkert betra fyrir tuttugu árum eða svo. Því til sönnunar hefur PRESSAN dregiðfram myndir af unglingatískunni þá og rætt viðfólk sem var í blóma lífsins á þeim árum. Þeg- ar myndimar eru skoðaðar er eðlilegt að spurt sé hvað fólkinu hafi gengið til að klæða sig svona. í samanburði við þettafólk virðast unglingar í dag hinir mestu smekkmenn upp til hópa. Að minnsta kosti vildufáir skipta á þeim bömum og unglingum sem birtast á þessum myndum og hinum sem blómstruðu í Húsafelli um árið. Hljómsveitin Toxic klædd samkvæmt tísku síns tíma. Meira um tískusveiflur fyrri tíma á bls. 22. LEIKJATÖLVUR - TÖLVULEIKIR TÖLVUHÚSID LAUGAVEGI 51, SÍMI 624770, KRINGLAN, SÍMI 677790

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.