Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 21 ENGLABORN Jóhanna Berta Bernburg er sex ára. Hún er í rauðum taftkjól og hvítum blúndusokkabuxum, svörtum lakkskóm og með hvítt og gyllt skraut í hárinu. Ari Jarkie Bouious er sjö ára. Hann er í svörtum buxum, hvítri skyrtu með teinótt slifsi og vestið er kopargyllt. Hjördís er átta ára. Hún er í rauðu velúr- dressi; buxumar em stretch-buxur og svo er hún á svörtum lakkskóm. Karl Bernburg klæðist hvítri blúnduskyrtu og svörtum flauelsfötum með gylltu FIÐRILDIÐ Birna Björk Olafsdóttir er sjö ára. Hún er í fjólublá- um blómakjól og rauðum myndasokkabuxum og á rauðum mynstruðum rúskinnsskóm. Svavar Már Ólafsson er ellefu mánaða. Hann er í rauð- um flauelsbuxum, rauðum bol og á bláum rúskinnsskóm. Unnur María Birgisdóttir er sjö ára. Hún er í appelsínugulum blómakjól, gulum myndasokkabuxum og rauðum og bláum leðurskóm. Erling Egilsson er tíu ára. Hann er í svörtum flauelsbuxum og svörtum og rauðum mittisjakka. Eðvarð Egilsson er þriggja ára. Hann klæðist pastelgrænum ullarjakka, pastelgrænum riffla-flauels- buxum í stíl, hvítum hekluðum sokkum og hvítri skyrtu með stóra satínslaufu og svo er hann á svörtum lakkskóm með siffonslaufum. Sunna Ósk Friðberts- dóttir er sex ára. Hún er í bláum hrásilki- kjól með hvíta slaufu, á svörtum lakk- skóm og í pífusokkum. Sóley Ragnars- dóttir er sjö ára. Hún er í svörtum flauelskjól með hvítum kraga, á svörtum lakkskóm og í hvítum blúndusokkum. BANGSI Margrét Erla Maack er sjö ára. Hún er í bleikum blóma- kjól í pastellitum, hvítum lakkskóm og hvítum pffu- sokkum með tjullslaufu í hárinu. Ellen Erla Egils- dóttir er þriggja ára. Hún er í bláum matrósakjól, hvítu pífu- undirpilsi með hvftan satínborða, í hvítum pífu- sokkum og svörtum lakkskóm. Guðjón Jónasson er orðinn fjögurra ára. Hann er í rauðum jakka með gylltum tölum, með bláa satfnslaufu og í hvítri skyrtu með ísaumaðri bangsamynd, köflóttum hnébuxum, hvítum sportsokkum og svört- um lakkskóm.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.