Pressan - 28.11.1991, Síða 24

Pressan - 28.11.1991, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 Matthildur Guðmundsdóttir ið snerist um tónlist og Gulli í Karnabæ var allt í öllu, sá um „Ungu kynslóðiná* og seldi miða á alla tónleika sem haldnir voru. MUSTANGBILAR OG MJÓLKURHRISTINGUR í AMERÍSKUM GLERGLÖSUM Sumrin 1970 og 1971 eru þeim minnisstæð sem fóru í Húsafell um verslunar- mannahelgina. Henný Her- manns minnist þess sérstak- lega þegar í hlað renndi löng halarófa af fimm ára gömlum mustangbílum með Sœvar í Karnabæ, Magga Kjartans, Jón Camel og fleiri innan- borðs ásamt öllum aðalpíum höfuðborgarinnar. Þarna voru líka Bolli í versluninni 17 og Birgir Þórisson, sem komu á eldgömlum grænum Vojkswagen. Á þessum tíma voru tísku- verslunin Karnabær og Hressingarskálinn í Austur- stræti aðalmenningarmið- stöðvar unglinganna og á Hressó var komið saman til að skipuleggja helgarnar og drekka jarðarberjamjólkur- hristing úr stórum amerísk- um glerglösum. Á KAFI í SKEMMTANALÍFINU BÖRN AÐ ALDRI „Ég lét sauma á mig hné- síðan, bláröndóttan og kraga- lausan jakka í Últíma. Þetta var meiriháttar flík. Ég var á þessum árum mjög upptek- inn við að leika í hljómsveit- inni Pops á Vellinum í Kefla- vík, þá fimmtán ára gamall, þannig að maður hafði nú lít- inn tíma til að sinna skólan- um sem skyldi. Þegar við spil- uðum á Vellinum voru Henný. Hermanns og Brynja Nord- quist „gogo girls“ hjá okkur," segir Birgir Hrafnsson, tón- listarmaður og sölustjóri. „Mér verður oft hugsað til þessara ára þegar ég er að ríf- ast í tuttugu og eins árs göml- um syni mínum. Þá spyr ég mig hvernig ég hafi verið sjálfur og sannleikurinn er sá að við vorum miklu verri. Maður var farinn að skemmta sér svo rosalega ungur og mér finnst núna að ég hafi farið algerlega á mis við unglingsárin, ég hafi allt í einu verið orðinn fullorðinn úr því að vera alger krakki sem spilaði á Keflavíkurvelli." „Þegar ég var upp á mitt besta fólst dellan í því að vera. í teygjutvist í tíma og ótíma á öðru hverju götuhorni á milli þess sem við renndum okkur á hjólaskautum eftir gang- stéttunum," segir Matthildur Gudmundsdóttir, fyrrum feg- urðar- og sunddrottning. - „Ég man líka að einu sinni DRAGSÍÐ VÍNIU LAKKKÁPA OG STÍGVÉL UPP Á MIÐ LÆRI „Það var aldrei gengið í gegnum miðbæinn nema kíkja inn á Hressó, því þar komu allir saman í hádeginu eftir skóla og á kvöldin. Eftir að ég fékk bílpróf vorum við . óþreytandi við að keyra rúnt- Guðrún inn svokallaða, hring eftir hring eftir hring," segir Krist- BjamadÓttír ín Waage sem var kosin „Ungfrú unga kynslóðin 1967“ „Ég man líka eftir því þegar pabbi og mamma fóru til út- landa éinu sinnú' Þá bað ég þau að kaupa handa mér eitt- hvað bítlakyns, mér var alveg sama hvað. Þau komu með brúna támjóa bítlaskó með teygjö á hliðunum og þeir voru stolt mitt í marga mán- uði. Ég'hélt líka rosalega upp á Bob Dylan pg Rolling Stones Kristín- minnist fleiri dellu- hluta frá unglingsárum sín- um; svartrar leðurkápu, drag- síðrar vínil-lakkkápu og hlið- arveskis í stíl, leðurstígvéla sem náðu upp á mið læri, hvítra sokkabuxna, túperaðs hárs, hvítra eða krembleikra vara og falskra augnhára. Líf- Björgvin Halldórsson Sævar í Karnabæ keypti ég mér stretch-buxur Kaupmannahöfn og mér fannst ég vera alveg ferlegá töff í þeim. Þær voru það sem kallað var „salt og pipar" og þóttu geggjaðar." „Ég fékk eiturgrænan kjól og skærappelsínugula kápu sem pabbi keypti handa mér í Carnaby Street í London. Ég fékk hvít lakk-vínilstígvel með og þegar ég var komin í þetta fannst mér ég vera eins og Nancy Sinatra og var al- veg dáleidd," segir Brynja skónum sem pabbi keypti handa mér í London. Þetta voru lakkaðir beislitaðir vín- ilskór með rosalegum kubb- hæl og hælbandi og gott ef þeir voru ekki 14 sentimetra háir. Sama dag og ég fékk skóna voru hljómleikar Led Zeppelin í Laugardalshöllinni og þangað fóru náttúrlega allir sem vettlingi gátu valdið. Þá var Múlahverfið svo til óbyggt og ekkert nema urð og grjót. Ég bjó á Háaleitis- brautinni og ég þykist vita að ég hafi verið hálfbrosleg þar sem ég klöngraðist í urðinni og drullunni í háhæluðu skónum á leið á tónleikana. Eftir tónleikana fórum við í partí á skemmtistaðnum Las Vegas, haldið til heiðurs með- limum sveitarinnar, og þar Nordquist, flugfreyja og fyrr- um módel. SKYRTUFLIBBINN EINS OG HUNDSEYRU „Bíddu nú við,“ segir Sœvar í Karnabæ aðspurður um fyrsta tískufatið sem hann eignaðist á ævinni. „Það var alveg rosalega flott rósótt skyrta með stór- um háum kraga og flibbinn minnti á hundseyru. Hún kostaði þá 560 krónur og þeg- ar ég hafði eignast hana voru allar óskir mínar uppfylltar, — í bili að minnsta kosti. Svo voru það mjaðmabuxurnar góðu. Þær voru mjög þröngar að of- an og víðar að neð- an og þeim fylgdi belti með svo stórri sylgju að það var ekki hægt að setjast í þeim nema með miklum erfiðismun- um, vegna þess að sylgjan þrýsti á að framan og rassinn kom upp úr að aftan. En maður lét sig hafa það og skálm- arnar voru svo víðar að það var með ólík- indum," sagði Sævar. Eins og hjá öllum hinum snerist lífið um tónlist og er- lend hljómsveitargoð, flotta bíla og dansleiki. Sævar segir að orðið líkamsrækt hafi ekki þekkst á þessum tíma,.eng- um datt í hug að fara í vegg- tennis, sund eða út að trimma. Sá sem það hefði gert hefði þótt beinlínis hall- jerislegur. Nei, á þessum ár- um var farið á bílnum með rusljð út í tunnu. dinglaði maður skónum í all- ar áttir en í rauninni hélt ég alls ekki jafnvægi á þeim," segir Henný Hermannsdóttir um æskuæðið og uppáhalds- skóna. FLOWERSJAKKI OG HÚFA SEM KOMST Á PLÖTUALBÚM „Fyrst lét ég Sigga klæð- skera sauma á mig föt sem ég hannaði sjálfur. Þau voru úr glerfínu ullartweedefni. Ég gleymi heldur aldrei þegar ég eignaðist rauða Flowersjakk- ann skömmu síðar og þann jakka á ég ennþá,“ segir Jón- as R. Jónsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. „Mesta dellan sem ég man eftir á unglingsárunum teng- ist náttúrlega hljómsveitum. Takmarkið var að komast í eina slíka og eignast sem flestar hljómplötur. Þeir sem voru harðastir áttu hundruð platna. Lífið snerist um tónlist," segir Björgvin Halldórs- son söngvari. Bjöggi var 13 eða 14 ára þegar hann eignaðist forláta húfu í skólaleik- riti í Flensborgarskóla í Hafn- arfirði: „Hana narraði Rúnar Júlí- usson í Hljómum út úr mér þegar hljómsveitin kom í skólann til að leika á balli. Hann fór með hana og bar á hausnum 'við mynda- töku sem gerð var fyrir albúmið á smáskífunni þar sem lagið „Vertu með“ var á annarri hliðinni. Ég man líka sérstaklega eftir háhæluðu bítla- skónum sem ég keypti hjá Einarsbræðrum í Hafnarfirði. Eftir að ég eignaðist þá gekk ég á skýjum í marga mánuði."

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.