Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 28.11.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991 Í-J m mánaðamótin kemur út nýtt tímarit sem hlotið hefur nafnið Hamingja. Blaðinu verður dreift frítt í alla skóla og tískuvöruverslan- ir meðal annars. í blaðinu verður fjallað um tísku, tónlist, kvikmyndir og annað sem viðkemur lífi fólks. Að Hamingju standa Valgarður Bragason, myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur Björnholt, Einar Snorri Einarsson og Eiður S. Ey- steinsson, sem um árið var kosinn „Herra ísland" og ber þann titil víst enn ... s l^kaldsaga Guðmundar Andra Thorssonar, sem kemur út nú fyrir jólin og átti að bera nafnið „Blái bláminn", hefur nú fengið nýtt nafn. Skáldsagan nefnist nú „fslenski draum- urinn". Þetta kom flatt upp á marga þar sem höfundur hafði lesið upp úr Bláa blámanum og auk þess höfðu lesendur PRESSUNNAR haft pata af því að bókin bæri fyrra nafnið. En það er semsagt úr sögunni; íslenski draumurinn er orðinn að veru- leika ... M. orsteinn Antonsson rithöf- undur sendir frá sér sögulega skáld- sögu um jólin þar sem gamaikunn- ugt mál skýtur upp kollinum. í kynn- ingu bókarinnar, sem nefnist „Áminntur um sannsögli", segir svo; Söguleg skáld- saga um Guðmund- ar- og Geirfinnsmálið. Voru fjögur ungmenni dæmd af Hæstarétti árið 1980 fyrir morð sem þau aidrei frömdu?... ÆT að hefur verið mikið uppistand meðal körfuknattleiksmanna hjá Þór á Akureyri að undanförnu. Þar hefur farið fremstur í flokki Sturla Ör- lygsson, fyrrver- andi þjálfari Þórs. Sturla er hættur hjá Þór og ekki vitað í hvaða lið hann fer. Hann ætti reyndar að vita að hverju hann gengur, því Sturla hefur verið ákaflega iðinn við að flytja sig á milli liða. Hann hefur nefnilega leikið með Njarðvík, Val, ÍR, Tindastól og að sjálfsögðu Þór. Ekki er vitað til þess að annar körfu- knattleiksmaður hér á landi hafi reynt sig með jafnmörgum lið- um ... : :: : Kassettutæki m/hljóðnema Þessi skemmtilegu hljómtæki eru hönnuð og framleidd miðað við þarfir og getu yngstu notendanna. Tækin eru sterkbyggð, takkar stórir og í áberandi litum, öll horn eru ávöl svo ekki er hægt að meiða sig á þeim. Öll tækin eru án rafmagnstengi sem kemur í veg fyrir fikt í innstungum og eru tækin mjög sparsöm á rafhlöður. Sem sagt tilvalin jólagjöf fyrir unga tónlistaraðdáendur. Kassettutæki fyrir þau yngstu. Tækið slekkur á sér þegar spólan er á enda. Vasadiskó með ól JAPIS m HLJOMTÆKJAVERSLUN UNGA FÓLKSINS BRAUTARHOLT 2 • KRINOLUMMI SÍMI Bl TPM-8000 WM-3000 * kr. 4420 L'OREAL

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.