Pressan - 28.11.1991, Page 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. NÓVEMBER 1991
35
komst að hann hafði engin
réttindi til þess arna!
Ólafur Jórtsson vitavörður,
betur þekktur sem Óli
kommi, hefur einnig verið
nafngreindur í viðlíka sög-
um. Hann á einhverju sinni
að hafa verið ráðinn lyfja-
fræðingur í Iðunnarapóteki
og náð að starfa sem slíkur í
mánaðartíma áður en upp
komst um strákinn Tuma.
Ólafur vildi ekki ræða þetta
við PRESSUNA og kvaðst
ekkert muna um þetta. Hann
sagði þó að sumir yrðu af
ýmsum ástæðum þjóðsagna-
persónur í iifanda lífi, en um
þessa ákveðnu sögu vildi
hann ekkert segja. Þótt sagan
sé þannig kennd Ólafi er lítið
vitað um sannleiksgildi henn-
ar.
TÖFRATASKA DANANS
Árið 1986 var á ferð hér á
landi danskur maður, Knud
Gravab að nafni. Hann
kynnti sig sem sölumann frá
danska ráðgjafarfyrirtækinu
Scankey í Kaupmannahöfn.
Gravab seldi hugmyndir að
litlum iðnfyrirtækjum. Skjöl
sín og hugmyndir hafði hann
í lítilli skjalatösku sem fræg
varð á íslandi undir nafninu
töfrataskan. Gravab var ófá-
anlegur til að opna tösku sína
án þess að fá fyrst borgaðar
40 þúsund danskar krónur.
Mörg sveitarfélög borguðu
honum þá upphæð en ekki
þótti allt gott er úr töfratösk-
unni kom.
Siglfirðingar borguðu upp-
setta upphæð en fannst lítið
til hugmynda Danans koma.
„Við fengum fjögur tilboð frá
Dananum en sáum strax að
þetta var tóm þvæla og sett-
um upp í hillur," sagði Óttar
Proppe, þáverandi bæjar-
stjóri á Siglufirði, í viðtali við
DV í maí 1986. „Daninn vildi
að við færum að framleiða
einhverjar járnplötur með
götum í eða þakstál sem tvö
önnur fyrirtæki á landinu
framleiða. Og svona til að
gleðja okkur var hann með
aukatilboð um rækjuræktun.
Gallinn við það tilboð var
bara sá að ræktunin miðaðist
við hitabeltisloftslag, enda
var hann víst búinn að selja
rækjuhugmyndina áður í Gu-
atemala," heldur Óttar áfram.
Síðan þetta gerðist hefur
orðið verðfall á íslenskri
rækju þar sem hún getur ekki
keppt við hitabeltisræktaða
rækju. Daninn sagði við DV
að hann hefði þarna verið að
benda á möguleika til nýting-
ar jarðvarma. Og kannski var
hugmyndin þrátt fyrir allt
ekki svo vitlaus.
Gravab bauð Búðdæling-
um verksmiðju til að vinna
þaksteina úr leir. Stokkseyr-
ingar keyptu gardínutappa-
verksmiðju, sem gat annað
dönskum markaði áttfalt —
hvað þá íslenskum! Það fyrir-
tæki endaði með ósköpum: í
DV kemur fram að annar eig-
andinn hafi endað á sjúkra-
húsi en hinn fór á sjóinn.
Blöndósingum vildi Gravab
selja gúmmímottuverk-
smiðju og í Borgarnesi var
það verksmiðja er framleiða
átti baðherbergisinnrétting-
ar.
Þótt mörgum hafi verið í
nöp við þennan danska töfra-
mann var sumt af því sem
hann bauð upp á ekki svo gal-
ið. Þannig er honum þökkuð
álpönnuverksmiðjan á Eyrar-
bakka, límtrésverksmiðjan á
Flúðum og kertaverksmiðja í
Vestmannaeyjum, svo eitt-
hvað sé nefnt.
Samningar þeir er Gravab
gerði munu hafa verið óað-
finnanlegir, en einhverjir
kvörtuðu yfir að hann hefði
eingöngu talað dönsku og því
oft á tíðum verið erfitt að
skilja manninn.
ÞÓTTIST VERA
ÚTGERÐARMAÐUR
OG STÓRGRÓSSER
Enn er ótalinn sá maður
sem hvað kræfastur hefur
verið í að villa á sér heimildir.
Sá heitir Marinó Einarsson og
er rétt liðlega þrítugur, en
hann hefur narrað fólk í
meira mæli en aðrir frá unga
aldri og fengið nokkra dóma
fyrir svik sín.
Það hefur verið vinsælt hjá
honum að þykjast vera forrík-
ur útgerðarmaður, stundum
íslenskur og stundum fær-
eyskur.
Kona nokkur lét hann einu
sinni, í góðri trú, hafa umtals-
verða fjárhæð í erlendum
gjaldeyri, sem Marinó átti að
nota til að kaupa fyrir hana
vörur í gegnum viðskipta-
sambönd sín erlendis. Konan
sá aldrei neinar vörur, en hún
stóð einmitt í þeirri trú að
þarna væri velstæður útgerð-
armaður á ferðinni.
Marinó kemur nokkuð vej
fyrir og virðist eiga auðvelt
með að tala sig inn á fólk. Ein-
hverju sinni komst hann upp
með það í nokkra daga að
ganga um á hvítum slopp í
sjúkrahúsi og þykjast vera
læknir. Hann fór og talaði við
sjúklinga um líðan þeirra og
skoðaði þá. Fljótlega komst
þó upp um hann og ekki mun
hann hafa náð að gera neitt
alvarlegt af sér.
Eflaust er ýmsum í fersku
minni Bretinn sem hingað
kom og taldi sig eiga hér inni
loforð um atvinnu hjá ís-
lenskum stórgrósser sem
hann hitti á bar í London.
Þessi viðskiptajöfur var ekki
tii og hafði aldrei verið, en
málið vakti nokkra athygli á
sínum tíma. Þessi íslendingur
í London á að hafa verið Mar-
inó, en hann mun ekki hafa
gengist við því.
RÁÐINN
DÖNSKUKENNARI
í HVERAGERÐI
Hitt er aftur örugglega satt
að Marinó var einu sinni ráð-
inn dönskukennari að barna-
skólanum í Hveragerði. Þar
var hann á ferðinni og kvaðst
vera danskur útgerðarmaður
og gera út frá Færeyjum. í
Hveragerði hitti hann stúlku
eina er kolféll fyrir honum og
á endanum fóru þau að búa
saman. Stúlkan átti barn er
var í barnaskólanum og Mar-
inó mætti með því á kennara-
fundi og var kammó og Ijúfur
við alla og kom ákaflega vel
fyrir.
Svo er það einu sinni að
dönskukennarinn forfallast
og tilvalið þótti þá að láta
Marinó taka við. Hann taldi
það ekki nema sjálfsagt, því
auk þess að vera Dani var
hann jafnframt ágætlega vel
menntaður og talaði góða ís-
lensku, þó með áberandi
dönskum hreim.
Mesti glansinn fór þó fljót-
lega af þessu þegar Marinó
mætti manni á götu sem
þekkti hann, — þó ekki sem
Dana heldur sem Marinó Ein-
arsson. Þá var ævintýrið úti
og hann fór frá Hveragerði.
Það verður þó að segjast Mar-
inó til hróss að hann þótti
ágætur kennari og enginn
kvartaði yfir honum sem slík-
um, en kennsluferillinn fékk
skjótan endi.
Haraldur Jónsson
I-4endingargjöld eru þrisvar sinn-
um hærri hér á landi en í Lúxem-
borg, eða svo segir Jóhannes Ein-
arsson, fram-
kvæmdastjóri hjá
Cargolux, í viðtali
við Frjálsa verslun. í
viðtalinu segir Jó-
hannes að vélar Car-
golux fljúgi yfir ís-
land tólf sinnum í
viku. Vélarnar lenda á Skotlandi og
Kanada, það er sérstaklega gert
vegna þess hversu há lendingar-
gjöldin eru hér á landi. Við þetta
bætist að eldsneytisverð er til muna
hærra hér á landi en í hinum lönd-
unum...
F
X—lf til vill hafa margir beðið eftir
því að sá orðheppni maður Illugi
Jökulsson gæfi út skáldsögu. Nú er
hún komin og heitir
Fógetavaldið. Fógeti
í litlu sjávarplássi
segir frá í sögunni og
leiðir lesendur inn í
afkima þessa litla
samfélags, sem
kemst í hálfgert upp-
nám vegna heimsóknar ókunnugs
manns í plássið ...
I Iitaveita Reykjavíkur er ekki
þakklátasta fyrirtæki í heimi — því
hafa SH verktakar í Hafnarfirði
fengið að kynnast. Fyrirtækið er
með miklar framkvæmdir í gangi í
Setbergshlíð í Hafnarfirði, en þegar
átti að fara að hleypa heita vatninu
á kom babb í bátinn. Þrátt fyrir að
verktakafyrirtækið hefði nýlokið
við að byggja Pferluna glæsilegu
vildi Gunnar Kristinsson hita-
veitustjóri ekki samþykkja pípu-
lagningamann SH verktaka. Þess
vegna var heita vatninu ekki hleypt
á. Pípulagningamaðurinn hefur
reyndar meistararéttindi frá Akur-
eyri og Hafnarfirði en ekki Reykja-
vík. Krafðist Hitaveitan þess að því
yrði kippt í liðinn áður en vatninu
yrði hleypt á ...
T
M. veir unglingalandsliðsmenn úr
Stjörnunni í Garðabæ munu á
næstu dögum undirrita samninga
við enska fyrstu-
deildarfélagið West
Ham. Samningarnir
verða til tólf eða átj-
án mánaða. Þeir
sem eru á förum til
West Ham eru Rún-
ar Sigmundsson
og Kristinn Lárusson. Þessir
samningar verða með þeim hætti
að engar skuldbindingar verða
gerðar, sem þýðir að Stjarnan fær
ekkert fyrir leikmennina. Stjarnan
hefur misst marga leikmenn frá því
í fyrra. Sveinbjörn Hákonarson er
farinn í Þór, Valdimar Kristófers-
son í Fram, Bjarni Jónsson fer
sennilega til KA og Ingólfur Ing-
ólfsson er einnig á förum. Stjarnan
hefur þó fengið liðsstyrk, en Þor-
grímur Þráinsson, fyrrum fyrirliði
Vals og landsliðsmaður, ritstjóri og
rithöfundur, hefur ákveðið að taka
framskóna og leika með Stjörnunni
næsta sumar...