Pressan - 28.11.1991, Side 36
FIMMTUDAGUR PRESSAN
Sú kynslóÖ sem er að vaxa úr grasi hlustar á tónlist sem var
vinsœl fyrir tuttugu árum, horfir á bíómyndir sem eru endur-
gerðar útgáfur afmyndum sem foreldrar hennar horfðu á
klœðist fötum sem taka mið aftískunni fyrir þrjátíu árum.
Eina sjáanlega nýjungin sem þessi kynslóð hefur fœrt
mannkyninu er að ífyrsta skipti í sögunni geta
foreldrarnir dillað sér við tónlistina sem berst úr herbergi
krakkanna.
KYNSLÓE
ÁNEINKEN
Er kynslódin sem elsl upp í
dag án allra sérkenna? Verd-
ur ekki hægt aö tala um
’90-kynslódina eftir tuttugu
ár sökum þess ad hán á sér
engin einkenni, er hrœri-
grautur fortíöar, nútídar og
framtídar?
Sautján ára unglingur í dag
hlustar á tónlist frá 1960 til
1970, horfir á endurgerdir
bíómynda sem uoru frum-
sýndar 1940 til 1950, gengur í
fötum frá pönktímabilinu
1980 eöa jafnvel frá 1965 og
leikur sér í tölvuleikjum þar
sem sögusvidid er áriö 2030.
Þessi aumingjans ungling-
ur á ekkert sem hans kynslóð
hefur uppgötvað. Það er ekk-
ert sem þessi kynslóð getur
eignað sér eftir tuttugu ár,
hún er ekki að skapa neitt
nýtt í dag. Þetta er eiginlega
tímalausa kynslóðin.
Kannski verður það helst
hættan á eyðni og umræðan
í kringum hana sem verður
þessari kynslóð minnisstæð.
MEIRA AÐ SEGJA
LITTLE RICHARD OG
FATS DOMINO
Vinsælasta tónlistin hjá
unglingunum í dag er tónlist
Bítlanna, RollingStones, Jimi
Hendrix, Led Zeppelin, Cre-
am, Credence Clearwater
Revival og Janis Joplin.
Þetta er sú tónlist sem
hlustað er á í partíum í dag og
þegar stuðið ágerist og lækka
tekur í flöskunum má búast
við að heyra Bill Hailey, Little
Richard, Elvis Presley, Chuck
Berry og jafnvel eitt og eitt
lag með Fats Domino.
Plötur og geisladiskar eru
vinsælar afmælisgjafir sem
fyrr, en nú er það ekki nýjasta
plata Prince eða Dire Straits
sem leynist í pakkanum. Nú
er það Sergeant Pep-
per’s-plata Bítlanna eða safn-
plata með Rolling Stones eða
eitthvað annað gamalt og
gott og helst eldra en afmæl-
isbarnið.
Nú þegar Freddy Mercury,
aðalsprauta hljómsveitarinn-
ar Queen, er nýlátinn úr
eyðni má búast við að lög
með hljómsveitinni fari að
heyrast í gríð og erg. Sjálfsagt
munu útvarpsstöðvarnar
hrinda skriðunni af stað, en
ekki er að efa að sala á hljóm-
plötum sveitarinnar eykst og
þá væntanlega helst á eldri
plötum Queen.
GEISLASPILARAR
SKÝRINGIN AÐ HLUTA
Þessi fortíðarfíkn ungling-
anna hefur staðið í um það bil
tvö ár. Kvikmynd Olivers
Stone um ævi Jims Morrison
og feril hljómsveitar hans,
Doors, ýtti síðan enn frekar á.
En eftir að Doors-myndin var
sýnd og tónlistin komst í tísku
var eins og við manninn
mælt að hún féll fljótlega út af
sakramentinu. Unglingarnir
höfðu nefnilega notað tónlist
Doors til að skapa sér sér-
stöðu og vera öðruvísi. Og
um leið og allir fóru að fíla
Doors hvarf sérstaðan; Doors
varð allra og glansinn fór því
fljótt af henni.
Starfsfólk hljómplötuversl-
ana er PRESSAN ræddi við er
allt sammála um að áhugi
unglinga á þessari gömlu tón-
list sé mikill og þeir staðfesta
líka að Doors er komin úr
tísku. „Okkur finnst áberandi
að tólf til nítján ára gamlir
unglingar hlusta á Jimi
Hendrix og fleiri. Svo er
ákveðinn hópur unglinga aft-
ur á pönkbylgjunni," segir
Kristján Kristjánsson, versl-
unarstjóri hjá Japis. Og í
sama streng tók Halldór
Andrésson í Plötubúðinni.
Ný dönsk sækir til fortíðar-
innar. „Erum að gera það
sem okkur þykir skemmti-
legt," segir Daníel Ágúst
Haraldsson.
Almenn geislaspilaraeign
kann að hluta til að vera skýr-
ingin á því að unglingarnir
eru að uppgötva þessa tón-
list. Eftir að geislaspilarar
urðu almenningseign varð að
sjálfsögðu að endurútgefa
ýmislegt eldra efni. Það þýddi
tvennt: í fyrsta lagi var þetta
efni auglýst í blöðum og í
sjónvarpi og í öðru lagi fengu
útvarpsstöðvar gamla vínið á
nýjum belgjum. Nú þurfti
ekki lengur að notast við
gamlar rispaðar plötur með
lélegum hljómi. Því fór þetta
efni að heyrast meira í út-
varpi.
UNGLINGARNIR AÐ
UPPGÖTVA HVAÐ ÞESSI
TÓNLIST ER GÓÐ
„Þessi tónlist er mjög vin-
sæl í dag. Krakkarnir eru að
uppgötva hvað þetta er í raun
og veru góð tónlist," segir Sig-
urdur Kári Kristjánsson, átj-
án ára nemi í Verslunarskóla
íslands. Hann telur skýring-
una með geislaspilarana eiga
við að einhverju leyti en segir
líka: „í mörgum bíómyndum
eru þessi gömlu lög spiluð og
þau vekja áhuga á að heyra
fleiri lög.“
ívar Gröndal er sautján ára
nemi í Menntaskólanum við
Sund. Hann segir þessa
gömlu tónlist tvímælalaust
uppáhaldstónlist sína, en
kann enga sérstaka skýringu
á því af hverju hún er svona
vinsæl. „Ég held að tískan
fari bara í hringi," segir ívar.
„Fólk langar í æði og að
sameinast í einhverju," segir
Stefán Baldur Árnason, ní-
tján ára nemi í Menntaskól-
anum við Sund. Stefán segist
sjálfur hlusta á allar tegundir
tónlistar en kveðst mjög hrif-
inn af þeim hljómsveitum
sem hér hefur verið minnst á.
Margt spili saman sem verði
þess valdandi að unglingarn-
Stefan Baldur Arnason, til vinstri, segir kynsloð sina vanta
samkennd, of mikið sé í boði af öllu. Ivar Gröndal telur tísk-
una fara í hringi.
Sigurður Kári Kristjánsson
og Eva Margrét Ævarsdóttir
eru hrifin af tónlistinni sem
heillaði foreldra þeirra.
Stefán Hjörleifsson segir
strákana sem hann er að
kenna bara vilja spila
Hendrix og aðra slíka.
ir í dag eru svona uppteknir
af fortíðinni.
„Ég hef lítið spáð í þetta en
þetta er partímúsíkin, svona í
og með,“ var það sem Eva
Margrét Ævarsdóttir, átján
ára nemi í Verslunarskóla ís-
lands, hafði til málanna að
leggja. Eva starfar einnig
með leikfélagi VÍ, sem frum-
sýndi nýlega leikritið „Börn
mánans" eftir Michael Well-
er. Það þarf engum að koma
á óvart að það fjallar um
’68-kynslóðina og segir frá
ungu fólki sem býr saman í
kommúnu. En af hverju sýna
leikrit um pabba og mömmur
dagsins í dag? „Leikritið fjall-
ar um ungt fólk og við sjáum
þennan tíma í skemmtilegu
ljósi. Þarna var vakning í
gangi," er svar Evu.
NÝ TÓNLIST
EKKI EINS GÓÐ
Skýringin á þessu öllu sam-
an virðist ekki liggja á lausu
og fiestir telja að þarna sé um
marga samverkandi þætti að
ræða. „Ætli aðalástæðan sé
ekki sú að þetta eru betri
listamenn,” sagði Páll Óskar
Hjálmtýsson söngvari að-
spurður um hvort hann kynni
einhverja skýringu á þessari
fortíðarfíkn.
Páll Óskar er tuttugu og
eins árs og hann hefur ein-
mitt vakið mikla athygli fyrir
flutning sinn á gömlum lög-
um. Hann tekur dæmi af
Shakespeare og segir það
enga tilviljun að hann skuli
vera klassískur og óspart
vitnað í hann. Shakespeare
hafi einfaldlega verið snill-
ingur. Það sama gildi um alla
þessa gömlu tónlist; þar hafi
snillingar verið að verki og
því sé alltaf leitað til þeirra
aftur og aftur og tónlistin sí-
fellt spiluð. Þarna sé því
ótæmandi uppspretta sem
alltaf er hægt að leita í.
Ný dönsk hefur vakið at-
hygli fyrir tónlistarflutning
sinn, en hljómurinn á nýjustu
plötu þeirra er ekki ósvipað-
ur því sem gerðist fyrir fimm-
tán til tuttugu árum. „Mér
finnst meiri músík í þessu en
tölvupoppi,” segir Daníel Ág-
ást Haraldsson, sörigvari Ný
danskrar. Hann segir þá fé-
laga einfaldlega vera að gera
það sem þeim þykir skemmti-
legt.
Stefán Hjörleifsson, gítar-
leikari Ný danskrar, segist
verða var við fortíðarfíkn á
framhaldsskólaböllunum.
Það sjáist á klæðnaði krakk-
anna og einnig sé greinilegt
að þau vilji helst hlusta á eldri
tónlist. Stefán er einnig gítar-
kennari og hann verður var
við það í kennslunni að strák-
arnir vilja helst spila Hendrix
og aðra slíka snillinga.
PABBI, MAMMA, BÖRN
OG TÓNLIST
Fyrir rúmum áratug var
pönkbylgjan í algleymingi,
tíu árum þar á undan voru
það Hendrix og Morrison.
Nú, tuttugu árum síðar, eru
það aftur Hendrix og Morri-
son. Nú er ekkert nýtt æði
nema ef vera skyldi
hipp-hoppið og rappið, en
það er þó ekki eins almennt
og pönkið eða hippatónlistin
var. Er þá ekkert að gerast í
tónlist í dag sem kemur til
með að lifa og verða aftur
vinsælt að tuttugu árum liðn-
um?
„Ég held að krakkarnir tapi
miklu á því að eiga ekki sína
eigin músík,“ segir Halldór í
Plötubúðinni, en við nánari
umhugsun er hann þó ekki
frá því að U2, REM og Pixies
eigi eftir að lifa og jafnvel
verða sígildir og aftur vinsæl-
ir einhvern tímann.
Sigurður Kári taldi ótrúlegt
að nokkuð mundi lifa „nema
kannski helst Dire Straits",
sagði hann.
„Það er engin hljómsveit í
dag sem getur lifað eftir tutt-
ugu ár,“ var skoðun Evu
Margrétar. I sama streng tók
ívar. Hann sagðist enga
hljómsveit sjá í dag sem hlust-
að yrði á að tveimur áratug-
um liðnum.
Á þessa leið voru svör
flestra, en allir tóku þó fram
að ómögulegt væri að sjá
fram í tímann og þess vegna
gæti það svo sem allt eins
gerst að nýja tónlistin í dag
yrði uppáhaldstónlist ung-
linganna árið 2010.
Núna hlusta krakkarnir á
tónlistina sem mömmur og
pabbar þeirra héldu vart
vatni yfir á sínum tíma. Allt
tal foreldra um garg og há-
vaða úr hljómflutningstækj-
um táninganna ætti því að
hitta þá sjálfa fyrir. Óg for-
eldrarnir ættu ekki að vera í
vandræðum með að þekkja
poppstjörnur dagsins í dag.
Niðurstaðan er eiginlega
sú, að fyrst foreldrarnir gátu
ekki skilið tónlistarsmekk og
viðhorf unglinga dagsins í
dag tóku unglingarnir sig til
og reyna nú að skilja viðhorf
unglinganna um 1970, sem
eru foreldrarnir í dag. Við
skulum ætla að heimilisfrið-
urinn sé meiri fyrir vikið.
Haraldur Jónsson