Pressan - 23.04.1992, Síða 17

Pressan - 23.04.1992, Síða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 17 Þ, ótt síðustu fjármálaráðherrar hafi þrýst á um að allir þjónustuaðilar tækju UPP sjóðvélar lögum samkvæmt eru enn margir sem þijósk- ast við. Stundum er þar erfiðum aðstæðum um að kenna. I Alþýðu- blaðinu er meðal ann- ars bent á að á stöðum eins og Kolaportinu, Undralandi og Bæjarins bestu pylsum séu sjóðvélar ekki notaðar. Sérstaklega er tekið fram að hjá Bæjarins bestu, þar sem veltan sé veruleg, sé sjóðvél en hún sé ekki notuð. Því má bæta við að eigandi Bæjarins bestu er Kristmund- 11 r Jónsson. Hann er faðir Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur og því um leið tengdafaðir Friðriks Sophussonar fjamiálaráðherra... N 1 ýlega var Kristján Björn Snorrason ráðinn bankastjóri Búnað- arbankans í Borgamesi. Búnaðarbank- inn gerir vel við sitt fólk því hann festi kaup á einu reisulegasta einbýlishúsinu í Borgarnesi, á Höfðaholti 5, fyrir Kristján. Kaupverðið er talið hafa verið um 13 milljónir króna. Annars ætti Kristján að nýtast Borgnesingum til fleiri hluta en bara að fá lánaða peninga hjá honum, því hann er í hinni kunnu sveit Upplyftingu og spilar listavel á harmonikku... i^ífeyrissjóðir landsins kaupa nú hlutabréf í gríð og erg og fylgja þar for- dæmi þeirra Guðmundar H. Garðars- sonar, Víglundar Þorsteinssonar og fé- laga í Lífeyrissjóði verslunarmanna. Gott dæmi um þetta eru hlutafjárkaup í hinu hálfopinbera Utgerðar- félagi Akureyringa. A síðustu mánuðum hafa komið þar inn sem nýir hluthafar lífeyrissjóðir versl- unarmanna, Dagsbrúnar og Framsókn- ar, bænda, trésmiða á Akureyri og Lff- eyrissjóðurinn Sameining. Samanlagð- ur eignarhlutur þessara sjóða er nú 4,12 prósent... s em kunnugt er hafa Matthías Mathiesen og Hafnarfjarðarbær átt í hörðum deilum vegna Einarsreits í Hafnarfirði. Málið er nú hjá Matsneíhd eignarlandsbóta og er úrskurðar að vænta innan fáeinna vikna. Einarsreitur er erfðafestuland og þar á að vera rekin fiskverkun, en slfk starfsemi hefur ekki farið þar fram ámm saman. Guðmund- ur Benediktsson bæjarlögmaður færir þau rök að aldrei fengist leyfi til rekstr- ar fiskverkunar í húsunum því þau full- nægi engan veginn nútímakröfum. Hann telur húsin verðlaus að mestu og býður Matthíasi, fyrir hönd bæjarins, 13 milljónir. Matthías lítur aftur á móti öðruvísi á málin og vill fá 98 milljónir. Aður en málið fór í hart höfðu samn- ingaviðræður milli Matthíasar og bæj- arins siglt í strand. I þeim viðræðum bauð bærinn Matthíasi mun hærri upj>- hæð en hann er tilbúinn að borga nú... T) -M-Jjörk Guðmundsdóttir og félag- ar hennar í hljómsveitinni Sykurmolun- um eru nú undir smásjá ríkisskatta- nefhdar. Astæðan er sú að er molamir voru á hljómleikaferð erlendis á síðasta ári fengu þeir greidda dagpeninga. Skattyfirvöld draga í efa að þama hafi verið um raunverulegar dagpeningagreiðslur að ræða heldur annað og meira. Vegna þessa rannsakar ríkisskattanefnd nú gaumgæfilega allt sem viðkemur tón- leikaferðum molanna... S A 1. JLhugamenn um landbúnað bíða nú með eftirvæntingu skýrslu svokall- aðrar sjömannanefhdar, sem gera á til- lögur um breytta skipan landbúnaðar- mála fyrir gildistöku nýs búvömsamn- ings. Það sem snýr að sauðfjárrækt er löngu afgreitt, en mjólkin virðist ætla að standa í nefndinni. Hún ætlaði fyrst að skila af sér fyrir áramót og síðan fyr- ir páska, en nú herma fregnir að tillögur um skipulag mjólkurframleiðslu verði tilbúnar eftir helgina... SOLUBGS&wt sctóMP Vantar kraftmikil sölubörn í hin ýmsu hverfi Reykjavíkur og nágrennis. GÓÐ SÖLULAUN Upplýsingar í síma 62-13-13 PRESSAN ÁTAK FYRIR AFRÍKU MILLJÓNIR SVELTA! Þessi drengur þarfnast hjálpar þinnar. Gíróseðlar í bönkum og sparisjóðum.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.