Pressan - 23.04.1992, Síða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992
PRESSAN
Útgefandi
Blaðhf.
Ritstjóri
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13
Faxnúmer: 6270 19
Eftir lokun skiptiborös:
Ritstjóm 62 13 91, dreifing 62 13 95 (60 10 54),
tæknideild 62 00 55, slúðurlína 62 13 73.
Áskriftargjald
700 kr. á mánuði ef greitt er með
VISA/EURO/SAMKORT
en 750 kr. á mánuði annars.
Hin nýja stétt
forráðamanna
lífeyrissjóða
í PRESSUNNI í dag er meðal annars fjallað um kaup Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna á veglegum sumarbústað fyrir
starfsmenn sína og stjómarmenn.
í sjálfu sér væri þetta ekki í frásögur færandi ef starfsmenn
sjóðsins hefðu látið sér nægja bústað af svipaðri stærð og með
álíka þægindum og öðmm verslunarmönnum er boðið upp á
hjá Verslunarmannafélagi Reykjavflcur. Og það væri heldur
ekki í frásögur færandi þótt eitthvert einkafyrirtæki hefði tekið
þá ákvörðun að gera vel við starfsmenn sína.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er hins vegar ekki einkafyr-
irtæki. Starfsmenn hans eiga að varðveita og ávaxta lífeyris-
greiðslur verslunarmanna með sem bestum hætti. Þeir vinna í
umboði annarra verslunarmanna og eiga að þjónusta þá.
Ef til vill finnst einhverjum skiljanlegt að starfsmenn Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna skuli hafa misst sjónar á því. Líf-
eyrissjóðurinn er einn fyrirferðarmesti fjárfestinn á verðbréfa-
og hlutabréfamarkaði og starfsmenn hans eiga sæti í nokkmm
stórfyrirtækjum í krafti eignarhluta sjóðsins. Og starfsmenn-
imir virðast hafa gleymt því að þeir em í þessari aðstöðu í um-
boði venjulegra verSlunarmanna. Þeir virðast vera hættir að
skilja muninn á sér og þeim stjómarmönnum stórfyrirtækja
sem sitja þar í krafti eigin fjármuna.
Enginn getur kvartað þótt stóreignamenn kaupi sér sumar-
bústaði og ekki heldur þótt þeir leyfi starfsmönnum sínum að
nota þá. Þeim er frjálst að ráðstafa fé sínu eftir eigin geðþótta
svo framarlega sem þeir standa skil á sköttum og öðrum
gjöldum.
Þó að þeir sem sitja í umboði annarra í stjómum stórfyrir-
tækja vinni í návígi við slíka stóreignamenn veitir það þeim
ekki rétt til að nota fé umbjóðenda sinna til að búa sér svipað-
ar aðstæður og stóreignamennimir. Ef þeim þykir hart að aka
um á minni bílum, búa í minni húsum, eyða sumarleyfinu á
ódýrari stöðum eða hafa aðgang að minni sumarbústöðum; þá
verða þeir bara að bíta í það súra epli. Ef þeim finnst þeir
minnimáttar innan um þá sem sitja í stjómunum í krafti eigin
peninga þá er það persónulegt vandamál þeirra og kemur fjár-
munum umbjóðenda þeirra ekkert við.
Allan áttunda áratuginn létu forráðamenn lífeyrissjóðanna
þá brenna upp vegna neikvæðra vaxta á lánum til félags-
manna. Á níunda áratugnum var blaðinu snúið við og nú em
lífeyrissjóðimir orðnir öflugir aðilar á fjármagnsmarkaði. Og í
framtíðinni munu þeir vaxa enn.
Eftir því sem styrkur sjóðanna færir forsvarsmönnum þeirra
meiri völd verður meiri hætta á að í kringum þá myndist stétt
valdsmanna sem fari sínu fram í krafti þessa styrks. Það er
hlutverk eigenda sjóðanna, launþega, að tryggja að þessir for-
svarsmenn haldi sig á jörðinni.
V I K A N
HORFÐU REIÐUR UM
ÖXL
Allt í einu er Eyjólfur Konráð
Jónsson orðinn ungur í annað
sinn; ungurog reiður. Hann gef-
ur forsætisráðherra langt nef og
neitar að sitja og standa eftir
hans geðþótta. Þetta gerist akk-
úrat á þeim tíma þegar síðustu
matarholur Isnó í kerfinu hafa
lokast. Sú staðreynd fær okkur
hin til að skilja reiði Eykons,
okkur sem ættum bágt með að
skilja hvers vegna maður léti
svona útaf einhverjum Evrópu-
málum.
VENDIPUNKTAR
Á páskadagskvöld fengu
áhorfendur Ríkissjónvarpsins að
sjá sjónvarpsleikrit Davíðs
Öddssonar og fyrrihlutann af
sjónvarpsgerð af sögu Alexand-
ers Solzhenitsyn um Fyrsta
hringinn. í henni mátti sjá hvers
vegna Solzhenitsyn hafnaði
kommúnisma Stalíns. í mynd-
inni var brugðið upp mynd af
skoðanakúgun og efstu lögunum
af Gúlaginu. I mynd Davíðs
mátti finna skýringu þess hvers
vegna hann er ekki framsókn-
armaður. Samkvæmt myndinni
er ástæðan sú að kaupfélags-
stjórinn á Selfossi hreppti tyggi-
gúmmíið sem Davíð óskaði sér
svo heitt.
LÖGREGLAN GRÍPUR í
TAUMANA
Það sýndi sig á miðvikudag-
inn var að lögreglan í Reykjavík
lætur ekki plata sig. Hún stöðv-
aði þrjá bláedrú og prúðbúna
menn í Vonarstræti sem báru
það með sér að ætla í ráðhúsið
og drekka þar frítt án þess að
hafa boðskort upp á vasann. Þeir
vom teknir og geymdir í fanga-
geymslum lögreglunnar þangað
til síðasti gesturinn var ömgg-
lega farinn úr ráðhúsinu. Það
þarf glögga menn til að lesa fyr-
irætlanir manna af göngulagi
jreirra og fasi og gott til þess að
vita að slíka menn skuli vera að
finna í lögreglunni í Reykjavík.
Með því er hægt að koma í veg
íyrir glæpi; jafnvel áður en sjálf-
ir glæpamennimir hafa áttað sig_
á hvað þeir hafa í bígerð.
HVERS VEGNA
Er ástæða til að halda í
lögverndun starfsréttinda?
ANDRÉS MAGNÚSSON, LÖGFRÆÐINGUR LANDSSAMBANDS IÐNAÐARMANNA
Undirritaður mun ekki
svara þessari spumingu
beint, enda h'tur hann ekki
á sig sem sérstakan mál-
svara þess að starfsréttindi
séu almennt lögvemduð.
Hins vegar verður leitast
við að gera grein fyrir
þeim sjónarmiðum sem
vegast á, þegar rætt er um
lögvemdun starfsréttinda,
og verður fjallað um málið
eins og það lítur út frá
sjónarhomi hinna löggiltu
iðngreina.
Iðnréttindi hafa verið
lögvemduð hér á landi allt
frá árinu 1927 er sett vom
fyrstu lögin um iðju og
iðnað. Þau lög vom sniðin
að norskri fyrirmynd og í
aðalatriðum samhljóða
lögum sem sett vom um
þetta efiti árið 1913 í Nor-
egi. Þau rök sem einkum
vom sett fram fýrir setn-
ingu þessara laga á sínum
tíma vom í fyrsta lagi
vinnuréttarlegs eðlis, þ.e.
það þótti ástæða til að tryggja
þeim einkarétt til vinnunnar sem
aflað höfðu sér starfsréttinda á
viðkomandi sviði, en jafnframt
að útiloka aðra. Þá vom rökin
ekki síður þau að með lögunum
væri verið að vemda neytendur.
Neytendur ættu að vera tryggari
með góða þjónustu ef þeir skiptu
við fagmenn en ef þeir skiptu
við ófaglærða aðila.
Mikið vatn hefur mnnið til
sjávar síðan þessi lög vom sett.
Breytingar í atvinnulífi og
tækniframfarir hala orðið mikl-
ar. Hafa margir haldið því ffarn
að nú eigi ekki sömu rök við fyr-
ir lögvemdun starfsréttinda og
y i Það er m.ö.o.
óheimilt að kenna
sig opinberlega, t.d.
í súnaskrá, við
starfsgrein sem við-
komandi hefur eng-
inréttindií.
þá. Því hefur m.a. verið
haldið fram að iðnlöggjöf-
in sé úrelt sem vinnulög-
gjöf og hún vemdi neyt-
endur ekki á sama hátt og
hún gerði áður. Þá héfur
það einnig verið nefnt sem
rök að almenningur sé al-
mennt mótfallinn þeim
einkaréttindum sem í lög-
vemdun starfsréttinda fel-
ast. Vom þessi rök m.a.
færð fram þegar Norð-
menn breyttu sinni iðnlög-
gjöf fyrir nokkrum ámm.
Breytingin í Noregi var í
því fólgin að lögvemdun á
starfsréttindum í löggiltum
iðngreinum var afnumin,
en hins vegar vom starfs-
heiti þeirra sem aflað
höfðu sér iðnmenntunar
áfram lögvemduð. Það er
m.ö.o. óheimilt að kenna
sig opinberlega, t.d. í sfrna-
skrá, við starfsgrein sem
viðkomandi hefur engin
réttindi í.
Á undanfömum ámm
hafa margir, t.d. sumir alþingis-
menn, haldið því fram að það
væri mjög nauðsynlegt að af-
nema lögvemdun starfsréttinda á
sviði löggiltra iðngreina hér á
landi. Hafa þessir aðilar gjaman
nefnt sömu rök og fyrr vom
nefnd. Á sama tíma hafa hins
vegar verið samþykkt lög á Al-
þingi sem fela lögvemdun
starfsréttinda í sér, t.d. lög um
lögvemdun á starfsheiti og
starfsréttindum kennara frá
1986. Svo virðist því sem menn
hafi um of einblínt á lögvemdun
starfsréttinda í löggiltum iðn-
greinum þegar þeir hafa gagn-
rýnt lögvemdun starfsréttinda al-
mennt.
Þeir sem gagmýnt hafa lög-
vemdun starfsréttinda í löggilt-
um iðngreinum hafa gjaman
nefnt það sem rök að íslendingar
væm orðnir þeir einu sem héldu
í slflct fýrirkomulag. Það er á
miklum misskilningi byggt. Iðn-
löggjöf, sem byggist á sömu for-
sendum og sú íslenska, er að
finna í Þýskalandi, Lúxemborg
og Austurriki. Má sérstaklegf
nefna að Þjóðverjar hafa alls
ekki í hyggju að breyta iðnlög-
gjöfinni að því er varðar lög-
vemdun starfsréttinda. Þeir telja
hana þvert á móti einn lykilinn
að þeirri miklu velgengni sem
þýskur iðnaður býr við.
Mikil umræða hefur á undan-
fómum misserum farið fram um
þessi mál á vettvangi Landssam-
bands iðnaðarmanna — samtaka
atvinnurekenda í löggiltum iðn-
greinum. Hefur sú umræða eink-
unt snúist um hvort nauðsynlegt
sé að afnema umrædd laga-
ákvæði í tengslum við fýrirhug-
aða þátttöku okkar í EES. Það er
ljóst, að þátttaka okkar þar hefur
ekki í för með sér að nauðsyn-
legt sé að afnema lagaákvæði
sem fela í sér Iögvemdun starfs-
réttinda, hvorki í iðnaði né ann-
ars staðar. Samtökin hafa hins
vegar litið svo á að full ástæða sé
til að taka ákvæði um lögvemd-
un starfsréttinda til endurskoð-
unar á næstu ámm. Breytingar á
þessu fyrirkomulagi geta ekki
orðið í einni svipan, enda málið
viðkvæmt og mörg sjónarmið
sem taka þarf tillit til. Einhver
tími mun því líða áður en breyt-
ingar á þessu sviði líta dagsins
ljós.
ALlTisLfifJD EA ob HiHfe
f 'a,— /n rr.’^rn/DA k A r- i /r*Ir\* 4 ái.i.. / __. •
ItFiB CttlSiKR. SlHtJ WWASAMG-
í ALLT í ?Lf\TÍC(\NitJt\ VtFBivT
stmpA YFiPs. og ftuiP. icfcriR. af
t*YÓÐ\ os S'tepp r. , .A . , 4)L
LÍNBySfiN PINtiSöfZNXOM UEÍMR k Sírr ‘VPÁrtHPS Hi-yoÐF/TPI
VÍN0fLG£Ltf>
bfr-e* Aí tAr-Hfr AF kRisr’i.EG-HM
ÚAí-ló, ÞÓR H&R/RSVRj E eimtvFR
riN E^eiA of&N XtííXLflGft toiMD Fétps]>
m em
jtí þerrAlL
ODÞAFLÚ^
Æbi ÞassAc. átjk M.\ierr'
ptrirféiTAR Á VKkwA stpákara !