Pressan - 23.04.1992, Side 20

Pressan - 23.04.1992, Side 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRIL 1992 E R L E N T S L Ú Ð U R Benetton á þing ítalski tískuhönnuðurinn Luciano Benetton er löngu orðinn heimsfrægur fyr- ir litríkar peysur sem eru seldar undir nafni hans út um allan heim, en ekki síður fyrir sérstæða auglýsingatækni. Benetton hefur í auglýsingum ekki dregið dul á að það fylgja því líka þjáningar að vera maður og meðal annars birt myndir af stríðshrjáðu fólki og eyðnisjúklingi á banastundinni. Þetta hefur vakið mismikla hrifningu. En nú hefur Benetton gengið skrefinu lengra í áhuga sínum á þjóðfélagsmálum, hann er kominn á þing á Italíu. Þangað var hann kosinn í kosningunum fyrir fáeinum vikum sem fulltrúi eins af fjöl- mörgum smáflokkum, Repúblikanaflokksins svokallaða sem þykir aðhyllast frjálslynda umbótastefnu. Ætli hann sé þá ekki heimsfræg- asti óbreytti þingmaður á Ítalíu, eftir að Cicciolina missti sæti sitt? Af tjaldi á svið Þrjár af fremstu kvikmynda- sljömum Bandaríkjanna leika þessa dagana saman á sviði Brooks Atkinson-leikhússins á Broadway í New York. Þetta em þau Gene Hackman, Richard Dreyfuss og Glenn Close, sem öll eru reyndar menntaðir sviðsleik- arar. Leikritið heitir „Dauðinn og stúlkarí' og er eftir rithöfundinn Ariel Dorfman ffá Chile. Það kvað fjalla á gagnrýninn hátt um lífið í Chile eftir fall herforingjastjómarinnar, þegar íymim ofsækjendur og fómarlömb eiga að fara að lifa saman í sátt og samlyndi. Leikritið hefur að undanfömu farið sigurför um heiminn, sýningarrétturinn hefur þegar verið keyptur til tuttugu landa og Roman Polanski hefur í hyggju að kvikmynda verkið. Mengelevardað heillin Það leikur enginn vafi á því lengur, það var Jo- sef Mengele, læknirinn illræmdi úr Auschwitz- búðunum, sem drukknaði í Brasilíu 1985. A þeim tíma leiddi samanburður við skýrslur lækna og tannlækna í ljós að nær öruggt væri að líkið væri af Mengele. En ísraelsmenn og talsmenn eftirlifenda úr útrýmingarbúðum nasista létu ekki fyllilega Örugglega sannfærast. I síðustu viku birtust hins vegar niður- dauður. stöður bresks vísindamanns, Alec Jeffreys, sem gerði samanburð á DNA-erfðavísum úr líkinu og úr Rolf Jenckel, syni Mengeles. Það leiddi í ljós svo óyggjandi er að þetta vom líkamsleifar Mengeles. Sonurinn, Jenckel, var reyndar mjög ósamvinnufus, allt þar til sak- sóknari í Þýskalandi hótaði að láta grafa upp lík ýmissa látinna ætt- ingja Mengeles til að gera samanburð. Hackman, Dreyfuss og Close. Útlendur bjór inn fyrir þýskar varir Eins og Storm P. spuröi: „Hvornár smager en Tuborg bedst? — Hvergang!" Heimurinn gæti farist en varla hætta Þjóðverjar að drekka bjór, sem er talinn með nauðsynjavöm þar í landi, en líka eitt helsta grundvallaratriði í þýsku þjóðemi. En samt em þýskir bjórbruggarar fullir af áhyggjum. Framleiðsla bjórs fyrir Þýska- landsmarkað hefur nefnilega staðið í stað síðustu árin. Hún var í fyrra 118 milljón hektólítrar, sem gerir 143 lítra á hvem íbúa á ári — hvorki meira né minna, mundi mað- ur freistast til að segja. En hins vegar hefur innflutningur á bjór stóraukist, um hvorki meira né minna en 76,9 prósent. Þjóðverjar eru semsagt famir að leggja sér til munns útlendan bjór, frá Danmörku, Belgíu og Tékkóslóvakíu. 9tett> ?)ortt $ime£ Japanskar hersveitir eru ekki svarið Af hverju er Bush forseta svo mikið í mun að Japanir fái að senda hersveitir út lyrir landsteinana í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrj- öld? Löggjöf sem myndi heimila Japönum þátttöku í friðargæslusveit- um Sameinuðu þjóðanna í Kambódíu og Júgóslavíu hefur valdið óþarfa usla í japönskum stjómmálum og áhyggjum víða um Asíu. Skýringin er líklega að Bandaríkjastjóm haldi að bandarískur almenn- ingur krefjist slíks af Japönum vegna stöðu þeirra sem stórveldis í heiminum. Hugmyndin um að nota japanskar hersveitir í friðargæslu kom ffam í Japan sem svar við gagnrýni Bandaríkjamanna. Þegar James Baker utanríkisráðherra var í Tókýó í fyrra talaði hann í hæðnistón um að peningar væru helsta framlag Japana í alþjóðamálum. Japanir lögðu 13 milljarða til Persaflóastríðsins, en þau framlög skiluðu sér seint og virtist sem ekki lægi heill hugur að baki. Nú vill ríkisstjóm Bush að Japanir sýni meiri lit og leggi meira undir. En Japanir geta sinnt skyldum sínum á alþjóðavettvangi með öðm en hersveitum — það hafa þeir sýnt í verki. Þeir hafa haft fmmkvæði að þróunaraðstoð, umhveríisvemd og ýmsum verkefnum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þeir em meðal helstu stuðningsmanna um- hverfisráðstefnunnar í Ríó og erindrekar þeirra em yfimienn starfs SÞ í þágu flóttamanna og endurreisnar Kambódíu. Bandaríkjamönnum væri hollara að nýta sér eðlilega samvinnu á milli herstyrks Bandaríkjanna og vaxandi borgaralegs veldis Japana. Ef Bandaríkjamenn vilja leita nýrra leiða í alþjóðasamstarfi í þíðunni að loknu Kaida stríðinu er ekki úr vegi að líta til Japans þar sem góð- um hugmyndum hefur þegar verið hrint í framkvæmd. ’Þættinum e.r að ljúkay en við köj-um enn 20 sekúndut* ejfie og ág eefla að spyeja þig einnae spumingai*. AAenn fala ojf um að kosningabaráttan sé yj-iebonðskennd og kraðsoðin. G-r [oetta nétt og ej- svo, kvers vegna? Afganistan Friður enn utan seilingar Þrátt fyrir að leppstjórnin í Kabúl sé að leggja upp laupana horfir ekki friðvænlega í Afganistan. Þegar hinn sameiginlegi fjandi er horfinn er samstaða Mujaheddin-andspyrnunnar sáralítil og fátt virðist geta komið í veg fyrir að stríðið haldi áfram. 14 ár em liðin frá því að and- stæðar fylkingar tóku að stríða um völdin og rúm 12 síðan Sov- étmenn réðust inn í landið. Eng- inn hefur enn hlotið sigur og það segir sína sögu um baráttuþrek Afgana, að Sovétríkin liðu undir lok en Afganistan ekki. En eftir að höfuðóvinurinn er felldur er ekki segin saga að allt falli í ljúfa löð. Þrátt fyrir að það eigi að heita vopnahlé hafa átök blossað upp í grennd við höfuð- borgina Kabúl og menn óttast að áður en vikan er liðin verði borg- in hólmgöngustaður heittrúar- mannsins Gulbuddins Hekmaty- ars og hins örlitlu hófsamari Ah- med Shah Masoud. I borginni býr ein og hálf milljón manna. Masoud, sem talinn er snjall- asti herforingi Afgana og hefur mestan styrk að baki sér, hefur í senn slegið skjaldborg um Kabúl og umkringt hana. I borginni á að heita að gamla stjómin sé enn við völd, en íjölmargir hermenn hafa gengið til liðs við skæmliða og stjómarliðar em einungis að semja um með hvaða hætti þeir leggja upp laupana. Atök er helst enn að finna suð- ur af Kabúl þar sem Hekmatyar hefur liðsöfnuð sinn, en hann krefst þess að þegar í stað verði stofnað til íslamsks ríkis í Afgan- istan, þar sem engin lög ríki nema lög guðs. Masoud styður reyndar líka stofnun íslamsks ríkis, en er ekki jafneinstreng- ingslegur og Hekmatyar. Hekmatyar er Pathani, en sá ættbálkur eða þjóðarbrot Afgana hefur ráðið lögum og lofum í landinu undanfarin 300 ár. Masoud er aftur Tadsjíki og ræð- ur yfir mestum hluta norður- og austurhluta landsins, en á því svæði em um 30 þjóðarbrot. Hann hefur stuðning mun fleiri skæmliðaforingja annarra en Hekmatyar og hefur tekið undir hugmyndir um samsteypustjóm með þeim, sem eftir sitja af stjóm Najibullah. Þeir hafa gefið til kynna að þeir séu fyllilega til viðræðu um slíkt, enda hafa þeir engu að tapa óg allt að vinna. Hekmatyar þvemeitar hins vegar að ræða við Masoud, hvað þá meira. „Masoud hefur mynd- að bandalag með kommúnista- stjóminni í Kabúl og í okkar aug- um er hann í engu frábmgðinn glæpamönnunum, sem slátmðu milljónum Afgana," segir Na- wab Salim, talsmaður Hekmaty- ars í Pakistan. Talið er að um tvær milljónir Afgana hafi fallið í innrás Sovét- mannanna og átökunum, sem sigldu í kjölfar undanhalds Rauða hersins. Sáttasemjari Sameinuðu þjóð- anna, Benon Sevan, er ekki neitt sérstaklega bjartsýnn um fram- vindu mála. Atburðarásin hefur enda verið hraðari en hann gat búist við, ekki síst eftir að Masoud og leifar leppstjómar- innar fóm að ræðast við. En hvað tekur við? Þrátt fyrir að Afganir séu orðnir vígmóðir má ekki gleyma því að í hugum margra eru þeir ekki bara að herja á kommúnista, valdaræn- ingja eða innrásarlið, heldur er um heilagt stríð að ræða. Það á til dæmis við um Hekmatyar og stuðningsmenn hans. Fari svo að Masoud og leppstjómin taki höndum saman getur hann held- ur ekki reitt sig á þann stuðning, sem hann hefur átt vísan hjá bandamönnum sfnum. Vesturlönd kunna að líta á slíka stjóm með nokkurri vel- þóknun, því hún myndi ekki vera jafnbundin ströngustu skýring- um á lögmálinu — sharíunni — og ella yrði; áhrif heittrúarmanna væm takmörkuð. En fjölmargir stuðningsmanna hans myndu líta á slíkt sem svik við guð, því bar- átta þeirra gegn kommúnistum snerist fyrst og fremst urn að snúast til vamar gegn guðleys- ingjunum. Eins og nú er komið málum munu heittrúarmennimir ekki sætta sig við neitt nema hefnd gegn kommúnistum, sem gæti hæglega snúist upp í niðurskurð á öllu því, sem vestrænt og guð- laust getur talið. Afganistansér- fræðingar telja að trúarofsinn í Iran á dögum byltingarinnar, eða strangar refsingar við lögbrotum í Saudí-Arabíu gefi ekki nema forsmekkinn að því, sem gerst gæti ef ofsatrúarmenn næðu yfir- höndinni. Eftir allar hörmungamar, sem afganska þjóðin hefur gengið í gegnum á liðnum ámm, virðist því miður ekkert nema krafta- verk geta komið í veg fyrir að stríðið haldi áfram.________ Andrés Magnússon. Hverjir berjast? Að neðan er upptalning á helstu andspymuhópum Afgana: Hezb-e-lslami (flokkur íslams), sem Gulbuddin Hekmatyar stjórnar. Þetta er auðugasta og best vopn- aóa hreyfingin og naut meðal ann- ars öflugs stuðnings Bandaríkjanna eftir innrás Sovétmanna 1979. Upp á síðkastið hefur Hekmaktyar orðið æ gagnrýnni á Vesturlönd og segir þau reyna að hindra sig i að stofna íslamskt riki. Jamiat-e-lslami (flokkur islams), sem er stjórnað af Burhanuddin Rabbani, fyrrum prófessor I íslömskum frseðum. Hann er mjög trúaður, en kveðst vilja frjálslynda ríkisstjórn á mælikvarða múslima. Helsti áhrifamaður i hreyfingunni er þó herforinginn Ahmed Shah Masoud, sem nú situr um höfuð- borgina Kabúl. Ittehad-e-lslami (íslamski einingar- ftokkurinn), stjórnað af Abdul Raso- ol Sayyaf. Samtökin eru ekki öflug en njóta stuðnings og samvinnu við ýmsa öfgahópa i Mið-Austudönd- um. Hezb-e-lslami-Khalis (flokkur is- lams) er flokksbrot úr hreyfingu Hekmatyars undir stjórn Yunis Khalis, sem er harðlínumaður og berst fyrir ómenguðu klerkaveldi f Afganistan. Harakat-e-lnguilab-e-lslami (Is- lamski byttingarflokkurinn), stýrt af Mohammad Nabi Mohammadi og er þrátt fyrir naf nið fremur hófsamt afl. Áður fyrr var þetta ein ðflugasta andspymuhreyfingin en máttur hennar hefur mjög þorrið. Islamska þjóöfylklngin, stjórnað af Syed Ahmed Gailani, sem er trú- arleiðtogi dulhyggjutrúarhóps og skyldur konungsfjölskyldunni. Hann er talinn hófsamastur andspyrnu- leiötoganna og vill að konungur Afganistans snúi heim úr útfegð. Pjóöfrelsisfylking Afganistans, stýrt af Sibghatullah Mojadidi, fyrr- verandi prófessor í íslamskn heim- speki. Þetta er minnsti hópurinn. Hezb-e-Wahadat (einingarflokkur- inn) eru samtök átta stórra skæru- liðahópa shíta með aðsetur i íran og hafa þau um 15.000 manns und- ir vopnum. Flestir aðrir andspymu- hópar hafa mestmegnis súnníta í röðum sinum. Harakat-e-lslaml (islamska hreyf- ingin) og Shura-ye- Ifefaq-i-lslami (islamska einingarráðið) eru smærri andspymuhópar shita og hafa að- setur i Pakistan.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.