Pressan - 23.04.1992, Side 21

Pressan - 23.04.1992, Side 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23.APRÍL1992 21 E R L E N T Rússland Kalda stríðið búið en enn er njósnað Þrátt fyrir allt talið um að Kalda stríðið sé á enda og að ný heimsmynd blasi við virðast ekki allir hafa heyrt af því. Að minnsta kosti virðast Rússar síður en svo hættir njósnastarfsemi sinni á Vesturlöndum. Fyrir skönunu vísuðu Belgar heilum hópi njósnara úr landi, Bretar hafa óskað eftir því að nokkrir starfsmenn rússneska sendiráðsins fari hljóðlega úr landi, í Danmörku stendur Ford slær Japönum við Japanskir bílaífamleiðend- ur hafa á undanfömum árum talað niður til bandarískra kollega sirtna og vænt þá um að hafa glatað bæði tæknilegu frumkvæði og getu til að standast samkeppni. Nú hugsa þeir sig vandlega um eftir að Ford kynnti nýjustu afurð sína, sem er „umhverf- isvænasti bíll í heimi". „Þetta kemur okkur á óvart,“ segir Yukihiro Inaga- wa, talsmaðurNissan. „Það er prýðilega að verki staðið hjá þeirn." Nýi bíllinn frá Ford full- nægir nýjum mengunarvama- kröfum Kalifomíuríkis, sem taka gildi 1997, en þær em hinar alströngustu í heimi. Fram að kynningu Ford höíðu japanskir, bandarískir og evrópskir bílaífamleiðend- ur verið á einu máli um að kröfurnar væm óraunhæfar og bensínknúnar vélar gætu aldrei uppíyllt þær. mönnum ekki á sama um umsvif rússneska sendiráðsins, í Noregi hafa menn hert eftirlit með rúss- neska sendiráðinu á nýjan leik og í Bandaríkjunum em stjóm- völd síður en svo ánægð með efndir Rússa á fögmm fyrirheit- um um bætta hegðan. Wayne Gilbert, yftrmaður gagnnjósnadeildar FBI í Banda- ríkjunum, telur að þvert á móti hafi Rússar aukið vemlega hem- aðamjósnir sínar frá því sem áð- ur var. Gilbert og fleiri sérfræð- ingar á þessu sviði, þar á meðal Robert Gates, forstjóri CIA, segja að svo virðist sem nokkuð hafi dregið úr njósnastarfsemi rússnesku leyniþjónustunnar — arftaka KGB — en þeir bæta við að GRU, leyniþjónusta hersins, hafi bætt um betur. Þetta mun eiga við um hefðbundnar njósnir á hemaðarsviðinu, en ekki síður iðnnjósnir í hergagnaiðnaði. Fyrir íslendinga kann þessi þró- un að vera athyglisverð, þegar haft er í huga að sérfræðingum um njósnastarfsemi hefur ávallt borið saman um að aðgerðum KGB hér á landi hafi yfírleitt verið stillt mjög í hóf, en að á hinn bóginn hafi fjöldi GRU- manna yfirleitt verið með al- mesta móti. Vöruþróun fremur en heimsyfirráð markmiðið? Bandarískir embættismenn telja að markmið Rússa sé meðal annars það, að betrumbæta þann vopnakost sinn, sem þeir vilja selja úr landi. Rússar eiga ógrynni hergagna, sem þeir vilja gjaman losna við íyrir beinharð- an gjaldeyri, og fyrir rúmu ári hefðu þeir ekki átt í neinum vandræðum með að koma þeim í verð, þar sem vopnin vom jafn- góð og hver önnur. í Persaflóa- stríðinu kom hins vegar í ljós hvaða leikföng Bandaríkjamenn höfðu í fómm sínum og mesti glansinn fór af kostaboðum Rússa. Gilbert segir að FBI hafi á undanfömum mánuðum komið í veg fyrir fjölmargar aðgerðir rússneskra njósnara á banda- rískri gmndu, en vill ekki nefna nein einstök dæmi þess. „Það, sem máh skiptir, er einfaldlega að við viljum að þessi vitleysa fari að minnka," segir Gilbert. „Þegar það hefur gerst viljum við gjaman auka samstarf okkar við Rússa um allt milli himins og jarðar." Bæði ríkin myndu vafalaust hafa mikinn hag af slíku sam- starfi. Bandaríkjamenn fýsir til dæmis að fá upplýsingar um hryðjuverkasamtök palestínuar- aba á borð við hóp Abus Nidal, en mörg þeirra vom þjálfuð í Sovétríkjunum á sínum tíma. Gilbert segir að til þessa hafi Rússar verið afar tregir til að láta nokkuð uppi, sem einhveiju máli skiptir. A hinn bóginn vilja Rússar endilega fá upplýsingar um hryðjuverkamenn — sérstaklega í ljósi sjálfstæðisbaráttu ýmissa þjóða og þjóðabrota, sem áður tilheyrðu sovéska heimsveldinu. Þá vilja þeir einnig fá bandaríska aðstoð á sviði glæparannsókna og þjálfunar á sérsveitum gegn hryðjuverkum. Öryggisaðstoð að vestan Rússar, önnur ríki samveldis- ins og nýju lýðræðisríkin í Mið- E og Austur-Evrópu hafa öll farið S ffam á aðstoð Vesturlanda í bar- |f áttunni við aukna glæpastarf- G semi og eiturlyfjavandann, og B sum þeirra — Pólland, Tékkó- k slóvakía og Ungverjaland — I hafa farið fram á aðstoð við end- fe urskipulagningu herja sinna og k stofnun nýrra (kommúnista- I lausra) leyniþjónustna. Fram að n þessu hafa Vesturlönd veitt slíka I aðstoð hinum fyrrum leppríkjum S Sovétríkjanna í Austur-Evrópu, 1 bæði með þjálfun og tækjagjöf- g um, en menn hafa enn efasemdir B um Rússana. „Það er afar erfitt | að vera að hjálpa þeim á sama j;5 tíma og þeir eru önnum kaíhir H við að njósna um okkur,“ segir | Gilbert. Kurr vegna nektarmynda af konungsfjölskyldunni Myndröð vatnslitamynda af ýmsum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar klæð- litlum eða -lausum hefur valdið nokkurri ókyrrð í Lundúnum síðustu daga. Myndimar, sem eru eftir Donald Grant, vom til sýnis í einkaklúbbi listamanna, en þær vom fjarlægðar eftir fjaðrafok í ijölmiðlum og um- ræður um málið á þingi. „Sannast sagna tókum við þær niður til að losna við að- gangshörku slúðurblaðamann- anna, sem vildu ólmir sjá þær,“ sagði Hugh Gilbert, forseti Chelsea Arts Club, í samtali við Sunday Times. Blaðið skýrði jafnframt frá því að Bretadrottningu væri ekki skemmt, en að hertogaynj- an af Jórvík hefði ekki getað stillt sig um að skella aðeins upp úr. Myndimar, sem em 16 að tölu, vora verðlagðar frá 25.000 krónum upp í 65.000. Á þeim mátti meðal annars sjá alla konungsfjölskylduna nakta á svölunt Buckingham-hallar, portrett af drottningunni íklæddri hvítum hönskum, kór- ónu og með handtösku fyrir hinu allra helgasta; mynd af baksvip Díönu prinsessu og Söm hertogaynju af Jórvík; og hestakonuna Önnu prinsessu á hestbaki að hætti lafði Godívu. „Hafiö þið heyrt um lögmál Murp- hys, aó allt sem geti fariö úr- skeiöis muni gera þaö? ...Mér finnst Murphy vera bjartsýnis- maður.“ 5 James Carville, aðstoöarmaður ! Bills Clinton, sem sækist eftir út- j nefningu Demókrataflokksins til for- I setaframboðs. Jerry Brown hefur gert þeim lífið leitt aö undanförnu. Ekki meiri mann- vistarleifar! í Aþenu, þar sem vart er þverfót- andi fyrir alls kyns fornminjum, ör- vænta borgaryfirvöld vegna 20. ald- ar mannvistarleifa. Öskukarlar hafa verið í verkfalli frá 8. apríl og krefjast 12% launahækkunar, skattfríðinda og ýmissa sérkjara. Síðan hafa um 32.000 tonn af sorpi hrúgast upp á götum borgarinnar og er vart vært í Aþenu lengur vegna ólyktar. Er enginn örugg- ur lengur? Fram aö þessu hafa menn ekki ótt- ast neitt sérstaklega um líkamlegt öryggi glímukappa á borð viö Hulk Hogan og þaðan af hrikalegri kappa. Á páskasunnudag rann þó sú stund upp, því þá var 22 banda- rískum glímuköppum snúið við á flugvellinum í Beirút þar sem banda- ríska utanrikisráöuneytiö taldi óvinnandi veg að tryggja öryggi þeirra. Ekkert var sagt um öryggi líb- önsku glímukappanna, sem þeir áttu að lúskra á. Gleðilega páska, elskan! 62 ára gamall Kaliforníubúi, Paul Carter, er nú á sjúkrahúsi eftir að June, eiginkona hans, reyndi aö kveikja í honum með spritti síðast- liðinn föstudag. Paul segir konu sína hafa tryllst þegar hann borðaði páskakanínu úr súkkulaði, sem hún ágirntist. Hún mótmælti því hins vegar og sagði bónda sinn hafa etið venjulegt súkkulaðistykki með ofan- greindum afleiöingum. „Ég stökk upp á nef mér, en ég elska hann enn." Paul vildi ekki tjá sig frekar aö sinni. erlent sjónarhorn Valdaafsal til skriffinna JENNAE KIRKPATRICK Það verður sífellt augljósara að George Bush Bandaríkjafor- seta er fúlasta alvara með að styrkja alþjóðlegar stofnanir og eftirláta þeim ákvarðanir og framkvæmdir, sem áður fyrr yom í verkahring einstakra rík- isstjóma. Þetta kom berlega í Ijós þegar hann tilkynnti að megninu af efnahagsaðstoð Bandaríkjanna við Austur- Evr- ópu yrði ráðstafað af alþjóða- stofnunum á borð við Alþjóð- lega gjaldeyrissjóðinn, Alþjóða- bankann og Þróunar- og sam- v>nnubanka Evrópu, frekar en Þróunarstofnun Bandaríkjanna, sem þó var sérstaklega sett á laggimar til að fást við verkefni afþessutagi. En það eitt að fá alþjóðastofh- unum þetta verk í hendur mun breyta eðli aðstoðarinnar. Ekki bara því hver veitir, heldur líka því hvemig efnahagsaðstoðin er veitt og hvaða markmið hún hefur. Við höfum þrjú nýleg dæmi. Deilur Borísar Jeltsín og rúss- neska þingsins á dögunum sner- ust að miklu leyti um ráðstafanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þingfulltrúamir beindu reyndar spjótum sínum að „leiftursókn- ar“-efnahagsráðstöfunum Jelt- síns og manna hans, sem meðal annars hafa birst í snarhækkandi vömverði. Gagnrýnendur Jelt- síns og fjármálaráðherra hans, Jegors Gaidar, sögðu ráðstafan- imar hafa verið vanhugsaðar og óþarflega harkalegar, að Gaidar hefði tekið meira tillit til gjald- eyrissjóðsins en rússnesku þjóð- arinnar, sem mætti þola sult og seyru fyrir vikið. Á Vesturlöndum var yfirleitt litið á þetta sem átök umbóta- sinna og afturhaldsafla, en þama var ekki síður tekist á um hvar og hvemig ákvarðanir skulu teknan af pólitíkusum eða nafh- lausum embættismönnum. Jelt- sín gætti þess vendilega frá upp- hafi að taka ekki mikinn þátt í deilunum og tók frekar undir efasemdir stjómarandstæðinga en röksemdir eigin manna. Hann hagaði sér sumsé eins og sannur stjómmálamaður, sem er jafnumhugað um að viðhalda pólitískum gmndvelli sínum og að skapa markaðshagkerfi. Á meðan á jressu öllu stóð var Jan Olszewski, forsætisráðherra Póllands, í Washington þar sem hann bað Bush forseta um að- stoð við að samræma óskir Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins þeirri staðreynd að hann yrði að halda saman meirihlutastjóm í Varsjá. Sjóðurinn hafði skömmu áður frestað 2,5 milljarða dala aðstoð við Pólverja eftir að almenn- ingsástandið hafði. beinlínis neytt stjómina til að bijóta skil- yrði sjóðsins fyrir henni. „Það er ekki hægt að stökkva úr mið- stýrðum áætlanabúskap yfir í markaðshagkerfi, hversu mikið sem menn em tilbúnir að leggja af mörkum," sagði Olszewski meðal annars. Pólska stjómin hefur gert nýja umbótaáætlun, sem gjaldeyrissjóðurinn hefur nú til meðferðar, og Olszewski væntir stuðnings Bush við hana, þó ekki væri nema vegna mikil- vægis jtess að Pólverjar viti af stuðningi öflugasta lýðræðisrík- „Evrópubandalaginu er Ijóslega meira í mun að gœta sérhagsmuna bœnda sinna en að byggja samein- aða Evrópu. Attali hefur á hinn bóg- inn meiri áhuga á samruna Evrópu en að verja franskar gœsir fyrir ung- verskri kœfu... “ is heims við lýðræðisþróunina. Viðbrögð Olszewskis em dæmigerð um óhjákvæmileg átök alþjóðlegra stofnana og stjómmálamannanna heima í héraði. Hinir alþjóðlegu sér- fræðingar vita yfirleitt sínu viti um hvemig hyggilegast er að snúast gegn tilteknum vanda, en á móti kemur að þeir þurfa ekki að bíta úr nálinni með það, líkt og stjómmálamennimir þurfa að gera. Það sem fræðilega stenst er ekki endilega fram- kvæmanlegt í raunvemleikan- um. Kröfumar sem gerðar em til sérfræðinganna em líka allt aðr- ar en þær sem gerðar em til stjómmálamannanna. Mikil- vægasti kvarðinn á ákvarðanir sérfræðinganna er að þær séu réttar. Mikilvægasti kvarðinn á lýðræðislegar ákvarðanir er að þær séu jxtlanlegar fyrir þá, sem þær hafa áhrif á. Pólitíkusunum finnst sérfræðingamir lifa í fíla- beinstumi og sérfræðingunum finnst pólitíkusamir vera tæki- færissinnar. Þetta óþol sérfræðinganna kom vel fram í síðustu viku jxg- ar Jacques Attali, forseti Þróun- ar- og samvinnubanka Evrópu, vítti Evrópubandalagið fyrir að neita að aflétta innflutnings- hömlum á vömr frá Austur-Evr- ópu. Evrópubandalaginu er ljós- lega meira í mun að gæta sér- hagsmuna bænda sinna en að byggja sameinaða Evrópu. At- tali hefur á hinn bóginn meiri áhuga á sammna Evrópu en að verja franskar gæsir fyrir ung- verskri kæfu. Franskir bændur vilja vitaskuld frekar verja eigin hagsmuni og það er eðli lýðræð- isins að stjómvöld geta ekki virt slíka hagsmuni að vettugi. Þessi átök stjómmálamanna og sérfræðinga snúast ekki bara um tvær leiðir að sama mark- miði, heldur ræðir hér um gmndvallaratriði frelsis og lýð- ræðis. í lýðræðisríkjum er ekki unnt að láta sig sérhagsmuni engu varða, en á móti kemur að sé jxim of mikill gaumur gefinn styttist í frelsisskerðingu og markaðshagkerfið verður lítils virði. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.