Pressan - 23.04.1992, Page 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 23.APRIL1992
25
að velta sér upp úr vandamálum.
En ef betur er að gáð er ekki svo
ólíklegt að leit fólks eftir því að
verða elskað geti orðið svo
óstöðvandi að hún ræni fólkið
öllum ffiði og ánægju.
ER ÁST PÍN ÁST EÐA ER
HÚN KANNSKILÍFS-
HÆTTULEG FÍKN?
Bandaríski sálfræðingurinn
Brenda Schaffer hefur skrifað
bók sem hún nefnir Js it love or
is it addiction?" sem mætti á ís-
lensku kalla ,,Er þetta ást eða er
þetta fíkn?“ í bókinni setur hún
fram staðhæfmgar sem hún segir
að einkenni annars vegar ástar-
sambönd, þar sem fólk er háð
ástinni eins og hverri annarri
fíkn, og hins vegar staðhæfingar
sem einkenna það sem kalla
mætti heilbrigð ástarsambönd.
Lítum á nokkur dæmi sem lýsa
ástandi í sambandi þar sem svo-
kölluð ástarfíkn ræður ríkjum.
1. Þeir eru gagnteknir af hin-
um aöilanum.
2. Þeir geta ekki skilgreint
mörkin á milli sjálfselsku og
ástar sinnar á öörum.
3. Þeir sýna kvalalosta og
sjálfspíslarhvöt.
4. Þeir hræöast skilnaö
vegna tilhugsunarinnar viö
einsemdina.
5. Þeir óttast áhættu, breyt-
ingar og hiö óþekkta.
6. Þeir staöna í þroska sem
einstaklingar.
7. Þeir geta ekki upplifaö eöa
notiö innilegs sambands.
8. Þeir stunda þaö sem kalla
mætti sálfræöilega leiki, sem
geta m.a. annars falist í því
aö gera ögrandi tilraunir til
aö sjá hvort ekki megi breyta
einhverju f fari hins aöilans
sem ekki hefur fallíö hinum
ástsjúka f geö.
9. Þeir gefa meö þaö aö
leyndu markmiöi aö fá eitt-
hvaö á móti.
10. Þeir reyna á margvísleg-
an hátt aö breyta hinum aöil-
anum.
11. Þeir þarfnast hins aöil-
ans til aö finnast þeir heil-
steyptir og öruggir sem
manneskjur.
12. Þeir leita úrlausnar á
vandamálum sínum annar-
staöar en í eigin hegöun.
13. Þeir fara fram á og búast
viö skilyrðislausri ást.
14. Þeir neita aö skuldbinda
sig.
15. Þeir leita til annarra eftir
viöurkenningu og viröingu.
16. Þeir óttast stööugt aö
veröa yfirgefnir vegna endur-
tekinnar og biturrar reynslu
af aöskilnaöi og brostnum
samböndum.
17. Þeir endurvekja ítrekaö
gamlar og neikvæðar tilfinn-
ingar.
18. Þeir þrá, en óttast þó,
innilegt samband viö
ákveöna manneskju.
19. Þeir leitast viö aö bera
ábyrgö á tilfinningum ann-
arra.
20. Stööug valdatogstreita á
sér staö í sambandinu.
Hvað sem öllu þessu líður þá
er ástin væntanlega jafn einföld
og hún er flókin. Þegar ástin hel-
tekur fólk breytir allt um svip;
himinninn verður blárri, grasið
grænna og svo framvegis. Fólk
verður óvinnufært, gleymir að
borða og vandamál, sem að öllu
jöfnu eru að sliga fólk, verða
hlægileg og lítilfjörleg. Þess
vegna ætti enginn að reyna að
komast undan ástinni þegar hún
bankar upp á, hefur ffægur spek-
ingur sagt.—Jafnvel þótt snjallir
menn og fjölfróðir hafi komist að
því að ástin getur leikið menn
grátt.
Ástin, þessi einkennilega tilfinning
sem allir þrá heitar en allt annað,
getur reynst sumum lífshættulegur
leikur. Þrátt fyrir það er ekkert að
óttast, því nú er hægt að komast í
meðferð til að vinna á þessari
skelfilegu fíkn.
ERÁSTINLIST?
„Er ástin list? Sé hún það,
krefst hún auðvitað bæði þekk-
ingar og einbeitingar. Eða er ást-
ín þægileg tilfmning, sem er und-
'r tilviljun einni komin — eitt-
hvað, sem við verðum fangin af,
ef við erum nógu heppin?" Á
þessum orðum hefst einhver
frægasta bók sem skrifuð hefur
verið um ástina, ritið sígilda
„Listin að elska“ eftir Erich
Fromm. Síðan Fromm sendi
bókina frá sér árið 1956 hafa
komið út fleiri bækur um ástina
en tölu verður á komið, og sitt
sýnist hverjum um hvemig skil-
greina beri ást.
Hvort sem mönnum líkar bet-
w eða verr er ástin staðreynd og
enginn — hversu vel sem hann
reynir að verjast — kemst undan
því að verða fyrir áhrifum henn-
ar- En ástin er ekki alltaf sú sæla
sem fólk lætur sig dreyma um;
hún getur snúist upp í slíka mar-
jröð í lífi fólks að engin orð fá
’ýst þjáningunni.
AÐ VINNA ÁST ANNARRA
Karlar, jafnt sem konur, em
meira og minna í stöðugri leit að
leiðum til að vinna hylli og ást
annarra. Fólk leitar Iausnar á
þessum vanda oft með ótrúleg-
um ráðum og einskis er látið
ófreistað til að ná hylli þess sem
fólk telur sig elska. Aðferðimar
sem konur og karlar beita í þess-
ari leit sinni em á
margan hátt lík-
ar, þau reyna að
temja sér þægi-
lega framkomu,
vera viðkunnan-
leg í samræðum,
hjálpsöm, kurteis
og svo ffamvegis. Þá
er það alkunna að
karlar beita ofitar en
ekki þeirri aðferð
að gera það sem í
þeirra valdi stendur
til að ná veraldlegri
velgengni — með
öðmm orðum að verða
eins ríkir og voldugir og
aðstæður leyfa — allt
til að vinna hylli
kvenna. Á sama hátt
má segja að konur
beiti sínum aðferðum
með því að leggja
sérstaka rækt við útlit,
klæðaburð og þvíum-
líka hluti.
Leiða má líkur að
því að fólk telji það
ekki flókinn eða erf-
iðan hlut að elska.
Vandamálið sé
fyrst og fremst
fólgið í því að finna
þá réttu eða þann
rétta til að elska.
Mörgum þykir
sennilega bæði
hlægilegt og ógeð-
fellt að reyna að
koma ástinni inn f
eitthvert mynstur
þar sem fastar og
ákveðnar reglur gilda og lái þeim
það hver sem vill. — Orð Chest-
erfields lávarðar um ástina segja
kannski það sem mest er um
vert; að viljinn til að læra skiptir
mestu. „Flestar listgreinar krefj-
ast langs náms og mikillar
ástundunar. Sú list, sem nytsöm-
ust er, listin að vera öðrum að
skapi, krefst aðeins þess, að mað-
ur kjósi að leggja stund á hana.“
ÁSTARFÍKLAR
Ástarfíkill er eitt af nýyrðun-
um í fræðum fæim er fást við að
skilgreina og í framhaldi af því
aðstoða fólk sem ánetjast hefur
hinum ýmsu kvillum sem hrjá
nútímamanninn í svo ríkum
mæli. Á síðustu árum hefur um-
ræða um fíkn á öllum hugsanleg-
um sviðum mannlífsins orðið æ
fyrirferðarmeiri. Allir kannast
við áfengisfíkla, margir þekkja af
afspum eða eigin reynslu spila-
fíkn og kynlífsfíkn hefur alla tíð
verið jDekkt, þótt slík hegðun hafi
verið kölluð ýmsum nöfnum,
bæði jákvæðum og neikvæðum.
Fyrir fáeinum ámm kom út í
íslenskri þýðingu bók sem nefn-
ist „Konur sem elska of rnikið".
Bókin hefði eins getað heitið
„Karlar sem elska of rnikið".
Sumum hefur sjálfsagt þótt —
og þykir enn — þetta eins og
hver annar brandari og ekki ann-
að en eitthvert væl í sálfræðing-
um að reyna að búa til vandamál
til að skapa sér vinnu.
En í henni Ameríku — þar
sem allt, bæði hugsanlegt og
óhugsanlegt, mun víst vera til —
hafa menn á síðustu árum veitt
þessum málum sífellt meiri at-
hygli og líta á ástarfíkla sem
veikt fólk sem þarfnist hjálpar
við að koma lífi sínu í eðlilegan
farveg. Vera má að mörgum
þyki þetta hlægilegt og aðeins
dæmi um móðursýki og tilbúin
vandamál sem hrjái fólk sem
ekkert hefur fyrir stafni annað en
Rithöfundurinn Oscar Wilde
skrifaði um konuna og ástina af
meiri kaldhæðni en flestir aðrir.
Ymsar skilgreiningar hans hafa
orðið æði lífseigar en ekki er þar
með sagt að þær njóti hylli að
sama skapi. Á einum stað segir
Wilde t.d. um konuna: „Slæmar
konur kvelja okkur, góðar konur
þreyta okkur. Það er nú eini
munurinn á þeim.“ Á öðmm stað
segir hann um hjónabandið, sem
að minnsta kosti stundum er af-
leiðing ástarinnan ,Eftir tuttugu
ára ástarævintýri líkist konan
hrundum rústum. Tuttugu ára
hjónaband mótar ytra útlit henn-
ar á þann veg, að hún minnir
mest á svipmikið stórhýsi." Og
hann bætir við um hjónabandið:
„Gagnkvæmur misskilningur er
besti grundvöllur hjónabands-
ins.“
Og um ástina, þessa einkenni-
legu kennd sem menn og konur
segjast svo fúslega vilja láta lífið
fýrir, segir ffanska skáldið Balz-
ac m.a.: „Hjartað hefur einkenni-
lega sterka löngun til þess að
kaupa hæsta verði, það sem fá-
nýtast er.“ Og á öðmm stað:
Jafnvel vonlaus ást er sæla.“
Rússneski rithöfundurinn Tol-
stoi hefur lfklega verið í ástarsorg
þegar hann sagði: „Hlutverk
konunnar er aðeins það, að við-
halda mannkyninu, og það er
Hka það eina, sem hún er hæf til.“
Svo em aðrir sem skrifa um
ástina af slíkri tilfinningasemi að
flestum verður um og ó. Tyrk-
neskt spakmæli gefur ástföngnu
fólki t.d. þessa ábendingu: „Áður
en þú ferð að elska skalm ganga í
snjónum án þess að spor þín sjá-
ist.“
Skáld, heimspekingar og
raunar allir þeir sem lífsanda
draga hafa í gegnum tíðina
keppst við að skilgreina ást, sum-
ir á svo rómantískan hátt að það
veldur flestum þeim er dreypt
hafa á beiskum bikar ástarinnar
velgju. Aðrir hafa lýst ástinni á
svo kaldranalegan hátt að m'stir í
gegnum merg og bein.
Fólk segir gjaman að ástin sé
það mikilvægasta í lífinu og að
sá lifi ekki sem ekki elskar.
Óendanlega margar kvikmyndir
og skáldsögur fjalla um ham-
ingju og óhamingju í ástum og
ástarsöngvar hafa alla tíð verið
vinsælasta viðfangsefni þeirra
sem semja lög og ljóð. Flestum
finnst hins vegar að varla sé til
neitt sem hann eða hún þurfi að
læra um ástina. Vandamálið,
sem sjálfsagt flestir telja sig
glíma við, er að reyna að koma
hlutunum þannig fyrir að þeir
verði elskaðir, fremur en að þeim
takist sjálfum að elska.