Pressan - 23.04.1992, Síða 34

Pressan - 23.04.1992, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR PRESSAN 23. APRÍL 1992 Tilraun til að lækna jeppadelluna æ m m pmssah/j, ÍOlCIIOlitU' jjjóösiögur Dr. Gunnlaugur Þóröarson hef- ur alla tíð þótt mjög litríkur kar- akter, eins og hann á raunar kyn til. Hann er ákaflega ör maður og laetur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar hann hefur á annað borö fengið hugmynd, jafnvel svo aö stundum hefur litlu munað að illa fari en yfirleitt kemur forsjónin honum til bjarg- ar þegar mest á ríður. Sérstak- lega hefur þetta komið fram í feröasögum dr. Gunnlaugs sjálfs, sem hann hefur lesið upp í útvarpi. Dr. Gunnlaugur þarf þó engan veginn aö fara milli heimsálfa til að lenda í ævintýrum. Honum nægir alveg aö setjast undir stýri og aka milli húsa í Reykja- vfk, þvi þrátt fyrir að doktornum sé margt til lista lagt er ökuleikni ekki hans sterkasta hliö. Þessu til sönnunar mætti nefna þá staöreynd að þrátt fyrir að Gunnlaugur sé hinn mesti fag- urkeri ekur hann ávallt um á druslum svo næsta tjón komi síður að sök. Þá er hermt að hann eigi jafnan tvo bíla... svona til skiptanna, því annar só jafnan á verkstæði. Einhverju sinni var Gunnlaugur á ferö í heiðna hverfinu ásamt frænku sinni og fór fremur hægt yfir, enda frá mörgu að segja sem fyrri daginn. Sem hann ek- ur eftir einni götunni, talar og virðir fyrir sér húsagerðarlistina verður honum litið inn um glugga og sér þar mann. í þeim svifum rifjast þaö upp fyrir Gunnlaugi aö hann á eitthvað vantalað viö manninn, svo hann segir viö frænku sína: „Bíddu aöeins, ég verö enga stund..." Út af fyrir sig hefði ekkert verið óeðlilegt viö þetta ef dr. Gunn- laugi hefði ekki láðst aö stööva bílinn áður en hann stökk út, en þar sem bíllinn var á afar hægri ferö varö hann einskis var en frænkan sat eftir í bflnum bil- stjóralausum. (úr bifrciöastjórasögum) Mánudaginn 23. mars lagði hópur manna á vel útbúnum jeppum upp í 10 daga ævin- týralegt ferðalag inn á hálendi og jökla landsins. Með í ferð voru nokkrir ungir kvikmyndagerðar- menn sem munduðu vélarnar óspart. Einn þeirra var Steinþór Birgisson sem sá gull- ið tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi: Að komast yfir spennandi myndefni og láta langþráðan jeppadraum rætast. „Fyrst fórum við yfir Lang- jökul, vorum veðurtepptir á Hveravöllum í tvo daga, fórum þaðan í Setur sunnan Hofsjök- uls, þá í Laugarfell og komumst upp á jökulinn, sem er óvenju- legt. Yfirleitt er hann mjög sprunginn og hættulegur. Þá var farið í Bárðardal og yfir í Mý- vatnssveit að taka bensín. Þaðan var farið í Herðubreiðarlindir, þá Öskju í Drekagili þar sem bein- frosinn fossinn er í enda. Við komumst ekki upp Kverkjökul en völdum Dyngjujökul í stað- inn. Við lentum í svartaþoku og fundum ekki skálann og vomm bundnir saman með bandi. Við eyddum því nóttinni í Gríms- vötnum og sáum daginn eftir að við höfðum verið aðeins 20 metra frá skálanum. Þá var farið í Snæfell og skoðaður íshellir í Eyjabakkajökli. Hellirinn er gíf- urlega stór, um 900 metra langur og í botni hans er súrefnislaust. Þá snemm við aftur í Grifnsvötn, niður í Jökulheima og heim.“ - Þú átt langaferð að baki. „Já, samtals vom sennilega keyrðir upp undir 2.000 kíló- metrar og ferðalagið var alveg magnað. Þetta er eini árstíminn þegar hægt er að fara svona ferð- ir og byggist allt á miklum snjó sem hægt er að fljóta á. Jöklamir em miklu auðveldari viðfangs að vetri til því þá em allar spmngur fullar.“ - Hverjir fóru þessa ferð? „Við vomm 10 á fjórum bíl- um. Þetta vom allt íslendingar, að undanskildum tveimur Bret- um sem kvikmynduðu með mér. íslendingahópurinn er með ferða- og jeppadellu og hefur ferðast svolítið saman. Hópurinn hefur farið í langar ferðir og er þessi með þeim allra lengstu sem hefur verið farin. Við slupp- um mjög vel, lítið um bilanir, rétt til að halda manni við! Við vomm mjög heppnir með veður og hópurinn var með talsverða reynslu. Þá kemur nú oftast ekk- ert fyrir. Eg er rétt að lenda því þetta var makalaus upplifun." - Fenguð þið borgarbörnin ekki bara súrefniseitrun? „Nei, ég held nú ekki. Við er- um ekki algjör böm. Einn Bret- anna er til dæmis búinn að vera nokkuð á suðurheimskautinu. Aðstæður til kvikmyndunar vom gífurlega erfíðar. Allt gerð- ist mjög hratt, ferðalagið var erf- itt og við vomm allan tímann í þrælavinnu." - Hver er útkoman úr ferð- inni? „Ætlunin er að úr verði heim- ildarmynd af því tagi sem ekki hefur verið mikið gert af á ís- landi. Við emm að reyna að gera mynd sem sýnir mjög sérhæfðar aðferðir, í raun heila vísinda- gtein út af fyrir sig. Menn keyra mjög mikið í blindkeyrslu eftir siglingatækjum. Þetta er eins og að sigla báti á þurru landi, þú sérð ekkert nema hvítt og verður því að stefna á siglingafræði- punkta. Fyrir ferðalagið fengum við lánuð gervihnattastaðsetn- ingartæki sem meðal annars em notuð til að sigla flutningaskip- um. Eitt slíkt var í hverjum bíl.“ - Hvað œtlið þið að gera við þessa mynd? „Hún er til sölu. BBC ætlar að kaupa hluta úr henni og kannski opnar það einhverjar leiðir. Myndin verður 40-45 mínútna löng en BBC fær 10 mínútur vegna þáttar þar sem lögð verður áhersla á bflana sjálfa og þær að- ferðir sem notaðar em, til dæmis blindkeyrslu og akstur á vind- lausum dekkjum. Jeppamir em með mjög stór dekk og loftinu er hleypt úr þeim þar til einungis eitt og hálft pund er eftir. Þá flýt- ur bfllinn ofan á snjónum því yfirborð dekkjanna eykst.“ - Varstu ekki hrœddur? „ Alveg skíthræddur. Það get- ur komið upp sú staða að þú hoppar út úr bflnum og sekkur upp að hnjám en bfllinn flýtur ofan á. Það er miklu hættulegra að vera gangandi á jöklum en að vera á bfl því maður getur húrrað niður um litla spmngu. Aftur á móti þarf stóra sprungu til að gleypa heilan jeppa.‘ ‘ - Hver átti hugmyndina? „Þetta var hugmynd mín og var ákveðin tilraun til að lækna í mér jeppadelluna. Maður hefur hvorki úthald né efni á að standa í þessu sjálfur. Þá gerir maður bara mynd í staðinn.“ RIMSÍRAMS EB - er það Ijótt? GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Enginn vill ganga í það vegna þeirra kosta sem því fylgja, heldur vegna þeirra galla sem því fylgja að ganga ekki f það. Það er svipað með Evrópubandalagið og ferm- ingamar: Enginn er neitt hrif- inn af þessu en allir ætla að láta sig hafa það að vera með. Fyrir hvorutveggju em öll rök neikvæð, engin jákvæð. Enginn lætur ferma hjá sér af því að það sé svo gaman og merkilegt og stórkostleg stund og fullorðinnamanna- tölu og allt það - nei, fólk lætur ferma vegna alls þess sem mundi gerast ef það léti það ógert. Blessuð börnin yrðu að viðundrum í vina- hópnum á þessum viðkvæma aldri þegar sjálfsmyndin er einmitt svo ótrygg og myndu kannski aldrei bíða þess bætur, yrðu kannski skrítin á því; og því skal þessi vígsluhátíð hræsninnar hald- in, þessi staðfesting á neysluheitinu, þessi innganga í samfélag þar sem þú göfgar neysluæðið með kristilegum orðavaðli. Engum er um þettta, allir fara hálfpartinn hjá sér, enginn veit almenni- lega af hverju þetta er svona öfugsnúið og sjúklegt; þetta er bara svona. Eins er það með Evrópubandalagið. Enginn vill ganga í það vegna þeirra kosta sem því fylgja, heldur vegna þeirra galla sem því fylgja að ganga ekki í það. Markaðir lokast. Akvarðanir sem okkur varða em teknar án samráðs við okkur. Skólar lokast. Menningarsvæði lok- ast. Túristar hverfa. Evrópa siglir burt og við verðum hér ein úti í reginhafi og hvergi höfði að halla - kannski eina úrræðið að gerast múslimir og segja sig þar til sveitar? Það lítur út eins og við neyðumst til að ganga í þetta bandalag og spurningin bara sú hvort við förum þangað með norðurlandahraðlestinni eða albönsku uxakerrunni, eins og góður maður sagði. En það er ekki eins og neinn sé sérlega spenntur eða uppveðraður yfir því. Fylgismenn aðildar ræskja sig lengi opinberlega og tauta síðan eitthvað í barm sér um að ef til vill megi líta svo á innan tíðar að tímabært sé orðið að huga að því hvort ekki væri íhugunarefni að velta því fyrir sér að ígrunda vendilega og vega og meta rök þess að hefja máls á því álitaefni sem óhjákvæmilegt væri að taka fyrr eða síðar afstöðu til, sem sé hvort ekki mætti í fjarlægri framtíð ræða hvort ræða mætti um umræður þess efnis að taka afstöðu til þess að leggja fram umsókn sem væri samt ekki alveg í alvöru þanig séð, neinei, nema á hinn bóginn væri, frá öllum hliðum, ja ég segi nú bara svona. Sjálft orðið EB er ennþá tabú. Á því er bannhelgi eins og ýrnsunt leyndustu og skuggalegustu afkimum mannlífins. Þingkona Kvennalistans, Ingibjörg Sól- rún, mátti unt daginn ekki einu sinni segja orðið EB upphátt og umsvifalaust var Hjörleifur stokkinn fram eins og strangur sunnudagaskóla- kennari að ávíta barnið fyrir að segja ljótt. íslendingar eru alltaf að ræða um hvemig þeir eigi að ræða um hlutina, í stað þess að ræða bara um hlutina. Þeir eru alltaf að tala um fundarsköp. Enn hef ég ekki séð neinn benda á hugsanlega kosti þess að ganga til liðs við þetta bandalag. Og neikvæð rök eru aldrei sannfærandi til lengdar. Að minnsta kosti hef ég ekki orðið sérlegur áhangandi Wtksm' fermingarathafnarinnar á því að horfa upp á fólk neyðast til að standa í þessu. Getur ekki hugsast að EB-aðild yrði vítamínsprautan sem íslenskt þjóðfélag þarfnast? Að henni fylgi opnun samfélagsins, valddreifing, að gömlu entb- ættismannaklíkurnar frá haftaárunum sem hreiðrað hafa um sig í kerfinu og Flokknum lini heljartak sitt á þjóðlífinu? Kannski. Kannski ekki. Og kannski þarf maður aldrei að gera þetta upp við sig því maður á vissulega eftir að sjá það að EB verði það alls- herjarbandalag sem að er stefnt. Það er reyndar stórlega vafasamt. Og verði nú ekkert af því - ja hver á þá að standa undir fermingarveislunum okkar? ii

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.