Pressan - 23.04.1992, Side 38

Pressan - 23.04.1992, Side 38
Þjóðhagsstofnun SPÁIR EFNA- HAGSBATA í HAUST Höfum spáö þessu í sex ár og það er nánast tölfræðilega ómögulegt að við klikkum enn einu sinni, - segir Þórður Frið- ónsson forstjóri Póröur Friöjónsson spáir efnahagsbata neö haustinu eins og fimm undanfarin ár. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykk- ir að dreifa lista í öll hús ÞESSIR ERU ENG- IR VINIR HAFN- ARFJARÐAR Eryfirskrift listans sem inniheld- ur nöfn þeirra sem ekki hafa gerst vinir Hafnarijarðar Vonum aö Hafnfirðingar beini viöskiptum frá þessu fólki og reyni aö setja stein í götu þess meö öörum hætti, - segir Guömundur Árni Stef- ánsson bæjarstjóri. THOR VILHJÁLMSSON EREKKI NÍRÆÐUR Sjónvarpið aflýsir sýningu heim- ildamyndar um Thor eftir að hið sanna kom í Ijós Maöur hefur mátt þola aö Thor stældi talanda Laxness í gegnum árin en þetta er of langt gengið, - segir Sveinn Einarsson, yfirmaöur innlendrar dagskrárgeröar. SÍMALÍNUR RAUÐA KROSS- HÚSSINS RAUÐGLÓANDI UM PÁSKANA Mikið um að börn kvörtuðu undan of litlum páskaeggjum Reykjavík, 23. apríl ,Jú, það er rétt. Það hefur sjaldan verið meira að gera hérna. Við þurftum að kalla út aukavakt til að sinna öllum símtölunum og höfðum samt varla undan,“ sagði Hiidur Garðarsdóttir, starfsstúlka í Rauða kross-húsinu, í samtali við GULU PRESSUNA en þar var mikið annríki yfir hátíðis- dagana. „Langflestar kvartanimar snerust um of lítil páskaegg. Það má því segja að við höfum orðið kreppunnar vör því flest bömin sögðust hafa fengið mun stærri páskaegg í fyrra," bætti hún við. Hildur sagði það annars ákveðna tilhneigingu að böm fengju minni páskaegg eftir því sem þau eltust. „Þetta bætist síðan við erfið- leika bamanna samhliða síauk- inni ábyrgð sem lögð er á þau,“ bætti Hildur við. „Þetta er grautfúlt," sagði Bergur Ingjaldsson, 8 ára drengur í Rauða kross- húsinu, í sam- tali við GULU PRESSUNA. „Eg var búinn með þetta eina egg fyrir há- degi. Eg er hættur að skilja til hvers fólk er að halda páska,“ bætti hann við. Bergur Ingjaldsson sagöist ekki skilja til hvers fólk væri aö halda páskana hátíölega fyrir þessi iitlu egg. OLAFUR G. EINARSSON REK- INN ÚR RÍKISSTJÓRNINNI Lýsti garð forsætisráðherra þjóðgarð Reykjavík, 23. apríl „Eg hef svo sem ekkert á móti því að garðurinn hjá mér sé þjóðgarður. En þessi sleikjuskapur ráðherrans var einfaldlega kominn út í öfgar,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra eftir að hann rak Ól- af G. Einarsson menntamála- ráðherra úr ríkisstjórninni. Eftir að fór að halla undan fæti hjá Ólafi greip hann til jress ráðs að skipa ýmsa kunningja og vini Davíðs í ólíklegustu stöður. Þannig skipaði hann Guðmund Magnússon þjóðminjavörð, Hannes Hólmstein Gissurarson formann þýðingasjóðs og loks skipaði Ólafur Þorstein, son Davíðs, formann Stofnunar Davíðs Oddssonar. Loks lýsti Ólafur garð forsætisráðherra á Kvisthaganum þjóðgarð. „Að sjálfsögðu hef ég ekkert á móti því að vinum mínum vegni vel. En ég kýs að veita þeim sjálfur þær vegtyllur sem þeir eiga skilið. Að minnsta kosti býður mér við því að þeir skuli þurfa að þiggja þær úr hendi Ól- afs,“ sagði Davíð. Vestmannaeyjar eru horfnar af líkaninu í ráöhúsinu. Íslandslíkanið í ráðhúsinu VESTMANNAEYJAR HORFNAR AF KORTINU Talið að einhver Vestmanneyinganna við opnunina hafi stolið þeim Reykjavfk, 23. aprfl „Eg sá þetta þegar ég ætlaði að leggja frá mér glas við opn- unina. Ég iagði það úti fyrir suðurströndinni og tók þá eftir því að Vestmannaeyjar voru horfnar,“ sagði Markús Örn Antonsson borgarstjóri í sam- tali við GULU PRESSUNA en einhver boðsgesta við opnun ráðhúss Reykjavíkur virðist Ólafur G. Einarsson missti sæti sitt í ríkisstjórninni eftir aö hann breytti garði forsæt- isráöherra í þjóögarö. hafa stolið Vestmannaeyjum af líkaninu af Islandi sem er á neðstu hæð hússins. „Jú, ég var við opnunina," sagði Ámi Johnsen þingmaður þegar GULA PRESSAN hringdi í hann í gær. „En ég vil ekkert segja um frelsun Vestmannaeyja annað en það að mér er ekki sorg í huga vegna hennar. Þvert á móti.“ Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR mun bæjarstjóm Vestmannaeyja hafa borist skeyti í gær þar sem henni var boðið líkan af Vestmanna- eyjum til að skreyta skrifstofur bæjarins. „Auðvitað væri gaman að hafa líkan af eyjunum á skrif- stofu bæjarins," sagði Ámi John- sen. „Þótt eyjamar séu litlar á lfk- aninu þá væri piýði að jreim. Og með því að gera enn minna líkan af fastalandinu er hægt að vega stærðina upp. Slíkt ætti að gefa raunsannari mynd af vægi eyj- anna en hryggðarmyndin sem sett var upp í ráðhúsi Reykvík- inga.“ Fulltrúi Framsóknar í útvarpsráði KREFST ÞESS AÐ SJÓNVARPIÐ TAKIUPP LEIK- RIT EFTIR STEIN- GRÍM HER- MANNSSON Reykjavík, 23. apríl „Það er fáránlegt að for- manni Sjálfstæðisflokksins skuli líðast að nota Ríkissjón- varpið á páskadag til að úthúða Framsóknarflokknum og sam- vinnuhreyfingunni. Ríkissjón- varpið er varðborg um lýðræð- ið og á að gæta hlutleysis og ekki síst á stórhátíðum eins og páskunum,“ sagði Markús Á. Einarsson, fuiltrúi Framsókn- arflokksins í útvarpsráði, en hann hefur krafist þess að Rík- issjónvarpið taki upp leikrit eftir Steingrím Hermannsson, formann Framsóknar. „Leik- ritið er ekki full- búið og ég hef því ekki lesið það. En ef ég þekki Steingrím rétt þá er e n g i n hætta á öðm en það verði skemmti- legt. Og það er h e I d u r ekki hætta á því að hugsjónir samvinnu- hreyfing- arinnar verði afbakaðar," sagði Markús. Markús A. Ein- arsson krefst þess aö Ríkis- sjónvarpiö taki upp leikrit eftir Steingrím. Í’” kIVT'-v Brottför 15. apríl - 12 dagar iVWf Beint flug til Mallorca miðvlkudag fyrlr skírdag, komlð heim sunnudagskvöldið 26. april. Aðeins 4 vlnnudagar. MMBBÉHBBMBBBBMHttHlfifiÉtfKnlíaBBail wB» v .........■—■■■■........ VORFERÐ TIL MALLORCA . Á GJAF Brottför 27. apríl

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.