Pressan - 06.08.1992, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 6. ÁGÚST 1992
ÞETTA
BLAÐÁ
BÁGT
...eins og aumingjans
mennirnir á Stöð 2 sem
höfðu meirihluta í félag-
inu, föttuðu það ekki og
komust í minnihluta í
stjórninni. Síðan hafa
þeir þurft að beita alls
kyns bellibrögðum til
að halda stöðu sinni hjá
fyrirtækinu eins og lesa
má um á blaðsíðu 11.
...eins og þunglynt fólk.
Nú eru hins vegar kom-
in ný lyf á markaðinn,
sem lesa má um á blað-
síðu 30, sem gætu hjálp-
að stórum hluta þessa
fólks.
...eins og hommar og
lesbíur sem virðast ekki
njóta mikils velvilja
annarra landsmanna ef
marka má niðurstöður
skoðanakönnunar sem
birt er á blaðsíðu 15. Þar
kemur fram að þriðj-
ungur landsmanna hef-
ur mjög svo neikvætt
viðhorf til samkyn-
hneigðra.
...líka einsog þeirsem
vilja skjótast stund og
stund í rúmið með ein-
hverjum öðrum en
maka sínum. Þeirfá
sömu útreiðina og
hommarnirog lesbíurn-
ar á blaðsíðu 15, því
landinn vill ekki sjá
framhjáhald samkvæmt
könnuninni.
...einsogfurstafjöl-
skyldan í Monakó sem
aldrei fær næga athygli
eins og sjá má á blað-
síðu 20. Að ekki sé talað
um skjólstæðinga lög-
mannsins á næstu síðu.
...einsogsvo margir
aðrir eftir þessa verslun-
armannahelgi. Þá er
gott að kunna ráð til að
kippa því í liðinn og þau
má finna á blaðsíðu 33.
Jón, ertu að hugsa um að
sækja um stöðu ráðuneytis-
stjóra?
„Nei, œtliþað. Ég er viss umað
mörgutn þyki laun ráðuneytis-
stjóra eftirsóknarverð. Hvað sjálf-
anmig varðar er ég ánœgður þar
sem ég er og því ekkert að hugsa
mér til hreyjtngs".
Eins og fram hefur komið höfðu ráðu-
neytisstjórár nær allir hærri tekjur en
ráðherrar á slðasta ári. Svo var meðal
annars um Jón Sigurðsson ráðherra og
Björn Friðfinnsson réðuneytisstjóra iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytis.
VALGARÐUR AFTUR FOR-
MAÐUR LISTAHÁTÍÐAR
Búið er að skipa formann fram-
kvæmdastjórnar Listahátíðar í
Reykjavík 1994. Það er Valgarður
Egilsson, læknir og rithöfundur,
en Valgarður var einnig formaður
stjórnarinnar á Listahátíðinni
1990. Reykjavíkurborg og ríkið
halda hátíðina í sameiningu og
skiptast á um að skipa formann-
inn. Þannig var Valgarður á sín-
um tíma skipaður formaður af
Davíð Oddssyni borgarstjóra, en
það kom í hlut Svavars Gestssonar
menntamálaráðherra að skipa
Helgu Hjörvar, sem var formaður
á Listahátíð nú í vor. Á þeirri hátíð
var Valgarður varaformaður
stjórnar.
Nú var það semsagt gjörð
Markúsar Árnar Antonssonar
borgarstjóra að skipa Valgarð for-
mann samkvæmt áðurgreindri
helmingaskiptareglu. Ólafur G.
Einarsson menntamálaráðherra
á að þessu sinni að skipa varafor-
manninn, en hefur ekki enn kom-
ið því í verk. Þó hefur nafn Sig-
urðar Björnssonar, fyrrum
framkvæmdastjóra Sinfóníu-
hljómsveitarinnar heyrst nefnt í
þessu sambandi.
Listamenn funduðu hins vegar
um daginn og kusu fiilltrúa sína í
framkvæmdastjórn hátíðarinnar.
Það eru þau Selma Guðmunds-
dóttir píanóleikari og rithöfund-
urinn Sjón, sem sátu reyndar
bæði í síðustu stjórn, en nýr kem-
ur inn Kristján Steingrímur
Jónsson fyrir hönd myndlistar-
manna.
ÞJÓÐMINjAVÖRÐUR
SKRÁIRÆVIJÓNS FOR-
SETA
Við höfum áður sagt ffá því hér
í PRESSUNNI að Saga film hafi í
bígerð leikna heimildamynd um
Jón Sigurðsson forseta, sem ráð-
gert er að sýna í sjónvarpi á fimm-
tíu ára afmæli lýðveldisins, 1994.
Vinna að myndinni mun ganga
eftir áætlun og á dögunum voru
þeir Björn Björnsson og Jón Þór
Hannesson frá Saga film í Kaup-
mannahöfn að skoða söguslóðir
ásamt handritshöfundi myndar-
innar.
Sá mun heita Guðmundur
Magnússon og er settur þjóð-
minjavörður.
JÓN HÆTTIR í TÓNLISTAR-
SKÓLANUM
Innan tíðar lætur Jón Nordal
tónskáld af embætti skólastjóra
Tónlistarskólans í Reykjavík, en
þar hefur hann setið í marga ára-
tugi. Og þá hefst náttúrlega leit að
eftirmanni til að stjórna þessum
vísi að tónlistarakademíu á fs-
landi. Til sögunnar er meðal ann-
ars nefndur Sigurður Björnsson,
óperusöngvari og fyrrverandi
framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, en hann starfar
nú að verkefnum fyrir mennta-
málaráðuneytið. Sigurður er gam-
all vinur og stuðningsmaður Ól-
afs G. Einarssonar úr Garðabæ,
en það kemur í hlut menntamála-
ráðherra að hafa síðasta orðið um
stöðuveitinguna. Ekki eru menn
búnir að gleyma þegar Ólafur
skipaði Gísla Alfreðsson skóla-
stjóra Leiklistarskólans, gegn vilja
drjúgs hluta leikhússfólks.
Tónlistarmönnum mun hins
vegar lítast heldur illa á að fá Sig-
urð í Tónlistarskólann, enda var
heldur klént sambandið milli
þeirra og hans þegar hann veitti
Sinfóníunni forstöðu.
Einnig er talið að Atli Heimir
Sveinsson tónskáld hafi hug á
stöðunni. Hann hefur verið kenn-
ari við skólann, þótt raunar muni
hann lítið sem ekkert hafa kennt
síðustu ár.
Annars munu tónlistarmenn
upp til hópa þeirrar skoðunar að
til starfans þurfi drífandi mann
sem geti hellt sér í það af fullum
krafti að efla skólann, en lífið í
honum hefur þótt með dauflegra
móti síðustu ár. Ástæðan er meðal
annars sögð sú að ríkið og Tón-
Iistarfélagið reka skólann í sam-
einingu og hefur off verið á huldu
hver ber ábyrgð á hverju.
„SKÁLDAREITURINN" Á
MNGVÖLLUM
Á fimmtudaginn síðasta birtist
í Morgunblaðinu auglýsing frá
séra Hönnu Maríu Pétursdótt-
ur, þjóðgarðsverði á Þingvöllum,
þar sem kynnt var margháttuð
dagskrá helgarinnar, til dæmis
gönguferðir og samverustundir
barna. Einn liður dagskrárinnar
var svokölluð söguferð um Al-
þingi hið forna. Var tekið ffam að
lagt yrði af stað frá „skáldareit"
við Þingvallakirkju. Einhverjum
hnykkti við að sjá þetta, enda
aldrei heyrst um að á Þingvöllum
væri sérstakur „skáldareitur".
Hins vegar fékk Jónas frá Hriflu
eitt sinn vin sinn Guðjón Samú-
elsson húsameistara til að teikna
þar „þjóðargrafreit", eins konar
íslenska útgáfu af hinu breska
Westminster Abbey, ákaflega
þjóðlega hlaðinn hring með
krosstákni í miðjunni.
Og þjóðargraffeiturinn er enn á
Þingvöllum, flestum gleymdur, en
verður varla skáldareitur þótt
engir hvíli þar nema Einar Bene-
diktsson og kannski jarðneskar
leifar Jónasar Hallgrímssonar.
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON. Skrifar handritið að mynd um Jón for-
seta. JÓN NORDAL. Hættir ÍTónlistarskólanum eftir langa vist.
ísland komið
á kortið
SIGURÐUR BJÖRNSSON. Stöðulaus og nýtur vinfengis menntamálaráðherra. ATLI HEIMIR SVEINSSON. Er
sagður renna hýru auga til Tónlistarskólans. VALGARÐUR EGILSSON. Markús Örn skipaði hann formann
stjórnar Listahátíðar. SÉRA HANNA MARlA PÉTURSDÓTTIR Þjóðargrafreiturinn breyttist í skáldareit.
skeyti, þar sem hann benti henni
á að verulegan hluta álfunnar
vantaði á kortið. Stjórnendur
blaðsins virðast hafa tekið
ábendingu Péturs til greina, því
að í nýjasta tölublaði þess er fs-
land komið á kortið ásamt öðr-
um Evrópulöndum. Hvers vegna
það tók rúman mánuð að leið-
rétta mistökin er mönnum þó
enn hulin ráðgáta.
Vikublaðið The European sem
gefið er út samtímis í Brussel,
London, París, Berlín og Moskvu
birtir á baksíðu hvers tölublaðs
kört St Evrópu sem sýnir vænt-
anlegt veðurfar í einstökum
löndum álfunnar. Veðurkort
þetta á að gefa ferðamönnum
vísbendingar um hvert helst
skuli stefna, til að komast í sól og
sumar. Þar til fýrir stuttu sá eng-
inn ástæðu til að gera athuga-
semd við hönnun Evrópukorts-
ins, sem hefur verið með sama
sniði í langan tíma, eða þar til
glöggur Islendingur, Jóhamt Bri-
em, fýrrum eigandi Frjáls Fram-
taks, veitti því eftirtekt að ísland
virtist ekki lengur tilheyra Evr-
ópu því það vantaði á kortið. Jó-
hann hafði samband við Pétur J.
Eiriksson hjá Flugleiðum og bað
hann að beita sér fyrir því, að úr
þessum mistökum væri bætt.
Pétur brást skjótt við og í byijun
júní sendi hann ritstjórn blaðsins
Á stærri myndinni má sjá hvernig veðurkort
European leit út áður en tókst að þröngva fslandi inn.
Innfellda myndin sýnir síðan klakann í öllu sínu veldi;
kominn á réttan stað.
UMMÆLI VIKUNNAR
„Það ersvo einhver magnaðasti brandarisem heyrsthefurá
st'ðari árum, enda höfundurinn sjálfur brandarakarlinn
Davíð Oddsson, að ríkistjórnin afgreiði„ganskepent“þann
vanda sem að byggðarlögunum snýr með því að skrifa
Byggðastofnun bréfogbiðja hana um að líta á málið. Þeirri
sömu Byggðastofnun og ríkisstjómin sjálf, aðjfumkvœði
Davt'ðs Oddssonar, erbúinað halaklippa og í raun og veru
taka afallar heimildir til að kotna á raunverulegri aðstoð á
framfæri til byggðarlaganna. “
VÍSTVAR
HANNKONA
„Guð skapaði alheiminn úr engu?
öll rök hníga í þá átt að Guð sé
kona. Að leita Guðs er því að leita
að sínu móðurlega upphafi."
Richardt Ryel Holte í Danmörku.
Steingrímur J. Sigfússon Allaballi
„Þetta er happasjoppa í „Happa-
bæ“ enda vitlaust að gera hér alla
laugardaga.“
Afgreiðslustúlka
I söluturninum við Hringbraut
VŒfíl HffóT
00 VEfíH HN
HOHS?
„Ég sé ekki að þessi ríkisstjóm sé
ómissandi."
Matthías Bjarnason
Vestfjarðarþingmaður
EKKITILBÓTA
„Ég vil nota tækifæri og mótmæla
þessari „bótaþega" nafngift á okk-
ur gamla fólkið sem höfum greitt
tryggingar í 40 ár. Bótaþegi út-
leggst samkvæmt Orðabók Menn-
ingarsjóðs „sá sem þiggur“. Þetta
minnir á ölmusu.“
Haraldur Guðnason ellilífeyrisþegi
0FBOÐSLEG
R/EQjusErrn
,,..eru fslendingar í raun sáttir við
að borga 25 til 30 sterlingspund
fyrir flösku af venjulegu og jafhvel
ómerkilegu borðvíni með máltíð á
veitingahúsi?“
Katie Stormont, Breti á (slandi
Hvureiao
\n\eqa U
fréttum fundu etarfemenn móteine"
tvö púeund \\tra af áfenqi \ appeieín-
um, etuðurum b'úa, rúðupieei oq meira
að eeqja í mjólkurfernunni. Tvöþúeund
lítrar qera 2.667 flöekur oq 66.675
einfaiaa. Ef móteqeetir hefðu eloppið
með petta inn hefði hver af 10 púeund
qeetum qetað fenqið prjá tvolfa/da.
Fað er ekrítið bindindi.